Aðalsmenn og almenningur á Íslandi

Tveir frambjóðendur Flokks fólksins segja: Fólkið fyrst en ekki ríkidæmið!

tomogkol.jpg
Auglýsing

For­gangs­röðun í öflun og útdeil­ingu fjár­magns úr rík­is­sjóði ber þess ekki merki að tekju­lágt fólk búi í land­inu. Að mati Flokks fólks­ins hafa stóru fyr­ir­tæki aug­ljós­lega for­gang og því stærri sem þau eru, því meiri for­gang­ur. Við útdeil­ingu á almannafé í tengslum við Covid-far­ald­ur­inn fengu stærstu ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækin mest. Og þetta gildir um fleiri teg­undir stórra fyr­ir­tækja. Til dæmis fékk kís­il­málm­verk­smiðjan á Bakka lögð fyrir sig einka­veggöng upp á fimm millj­arða, greidd af rík­is­sjóð­i.  

Stór­út­gerðin fær að nota eign almenn­ings, fisk­veiði­kvót­ann fyrir lít­ið, og geta meira að segja selt hann frá sér á mark­aðs­verði sem er marg­falt það sem hún fær kvót­ann á. Dæmi eru um að útgerð­ar­fyr­ir­tæki fái botn­fisk­kvóta, þótt fyr­ir­tækið veiði ein­göngu upp­sjáv­ar­fisk. Sá kvóti er seldur til ann­ara fyrir um 0,8 millj­arða.

Auglýsing
En þegar kemur að því að afla fjár í rík­is­sjóð er for­gangs­röð­unin önn­ur. Aldrei er afsláttur af skatt­tekjum sem almenn­ingur þarf að greiða sama hversu vel árar. Þetta finnst okkur hjá Flokki fólks­ins óvið­un­andi. Ef við­kom­andi fær ein­hverjar bætur eða elli­líf­eyri skal meg­in­hluti þeirra renna í rík­is­sjóð í gegn um skerð­ing­ar. Lítil fyr­ir­tæki sem eru á inn­lenda mark­aðnum fá heldur ekki afslátt. 

Svika­mylla í skatta­skjólum

Séu fyr­ir­tækin stór og teng­ist erlendum mörk­uðum mega þau nota evrur eða doll­ara í sínu bók­haldi. Þau geta ráðið fjár­mála­sér­fræð­inga til að aðstoða við að geyma fé í skatta­skjól­u­m.  Þau geta valið það land þar sem hagn­að­ur­inn á að koma fram. Þegar þau sýna bók­halds­legt tap á einu ári geta þau nýtt það sér til skatta­af­sláttar ára­röðum seinna. Þau geta tekið lán hjá dótt­ur­fyr­ir­tæki þar sem skattar eru lágir og greitt fyrir það háa vexti. Vextir geta verið það háir – bók­halds­laga – ​að mörg stór­fyr­ir­tækin munu kannski aldrei greiða tekju­skatt hér á landi

Íslenskir stór­út­gerð­ar­menn eru sér kap­ít­uli. Gjafa­kvót­inn þeirra skapar þeim auð og völd sem ekki hafa áður sést. Gjafa­kvót­inn gerir það að verkum að hagn­aður stóru útgerð­ar­fé­lag­anna er svo mik­ill að þessi fyr­ir­tæki kaupa stóran hluta í öðrum atvinnu­rekstri og eru lík­leg til að eign­ast nærri allt sem bita­stætt er í land­inu. Með núver­andi kerfi stefnum við að stétt­skiptu þjóð­fé­lag­i,  aðals­menn og almenn­ing­ur. Slíkt kerfi var við lýði í Evr­ópu á mið­öldum og ent­ist fram á 19-öld. Kerfið endað illa.

Við hjá Flokki fólks­ins segj­um: Fólkið fyrst en ekki ríki­dæm­ið!   

Tómas A. Tóm­as­son, veit­inga­mað­ur, er odd­viti Flokks fólks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur, og Kol­brún Bald­urs­dótt­ir, sál­fræð­ingur og borg­ar­full­trúi, skipar 2. sæti á fram­boðs­lista Flokks fólks­ins í sama kjör­dæmi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar