Rétturinn til að deyja

Eyþór Eðvarðsson segir Viðreisn vilja lögleiða dánaraðstoð.

Auglýsing

Það liggur fyrir okkur öllum að deyja og þökk sé lækna­vís­ind­unum lifum við lengur en áður. Hin hliðin á þess­ari þróun vís­ind­anna er að stundum er lífið búið áður en við deyj­um. Spurn­ingin er því orðin aðkallandi hvort við sjálf eigum að hafa eitt­hvað um það að segja hvenær okkar hinsta stund sé eða hvort við eigum að láta það tækni og lyfjum eft­ir. Dán­ar­að­stoð fjallar um það að sjálf­ráða ein­stak­lingur eigi, að upp­fylltum vel skil­greindum skil­yrð­um, að hafa yfir­ráð yfir eigin lík­ama, lífi og dauða. 

Desmond Tutu bisk­up, sem er fylgj­andi dán­ar­að­stoð, sagði á 85 ára afmæli sínu: „Ég hef und­ir­búið and­lát mitt og gert það ljóst að ég vil ekki láta halda mér á lífi hvað sem það kost­ar. Ég vona að komið verði fram við mig af umhyggju og mér leyft að fara á næsta stig ferða­lags lífs­ins á þann hátt sem ég kýs.“ Breski eðl­is­fræð­ing­ur­inn Stephen Hawk­ins, sem einnig var stuðn­ings­maður dán­ar­að­stoð­ar, lét hafa eftir sér að við létum ekki dýr kvelj­ast svo af hverju ættum við að láta mann­fólkið gera það?

Dán­ar­að­stoð er háð ströngum skil­yrðum

Nokkur lönd hafa nú þegar lög­leitt dán­ar­að­stoð þ.m.t. Hol­land. Skil­yrðin sem þarf að upp­fylla í Hollandi eru mjög ströng. Ein­stak­ling­ur­inn þarf að gera lífs­skrá og vera þá með fullu ráði og rænu og með óbæri­lega verki sem ekki er hægt að lina. Ósk hans þarf að vera vel ígrunduð og lík­am­legt og and­legt ástand hans að vera vottað af tveimur lækn­um, yfir­leitt heim­il­is­lækni eða sér­fræði­lækni og öðrum óháðum lækni. Lækn­ir­inn þarf að gæta lækn­is­fræði­legrar vand­virkni við að binda endi á líf ein­stak­lings­ins og skila síðan skýrslu til þar til skip­aðrar nefndar sem fer yfir hvort að rétt hafi verið staðið að öllu og lög­unum fylgt. Öll frá­vik geta varðað lög og rétt­inda­missi. Könnun sem var gerð meðal lækna í Hollandi sýndi að lög­leið­ing dán­ar­að­stoðar eyddi laga­legri óvissu og stuðl­aði að mun vand­aðra verk­lagi og meiri umhyggju við sjúk­linga á þessum við­kvæma tíma­punkt­i. 

Hver er staðan á Íslandi?

Á Íslandi er dán­ar­að­stoð bönnuð og því hafa sjúk­lingar sem upp­fylla ofan­greind skil­yrði ekk­ert um það að segja hvenær líf þeirra endi. Lögin hafa ekki aðlag­ast í takti við þró­un­ina í tækni og vís­ind­um. Sam­kvæmt könnun sem Mask­ína fram­kvæmdi fyrir Lífs­virð­ingu síðla árs­ins 2019 voru 77,7% svar­enda fremur eða mjög hlynntir dán­ar­að­stoð á meðan aðeins 6,8% voru fremur eða mjög and­víg­ir. 

Auglýsing
Ástæða er til að ætla að íslenskir læknar séu í erf­iðri stöðu en erlendar rann­sóknir sem gerðar hafa verið í löndum þar sem dán­ar­að­stoð er bönn­uð, líkt og hér á landi, sýna að læknar grípa stundum til þess ráðs að deyða sjúk­linga með of stórum lyfja­skömmtum í því skyni að lina þján­ingar þeirra. Um leið er annarri með­ferð sem miðar að því að lengja líf sjúk­lings­ins oft hætt. 

Ófá dæmi eru um að sjúk­lingum í lífsloka­með­ferð sé haldið „sof­andi“ á mor­fíni í marga daga eða jafn­vel vikur þangað til lík­am­inn gefur sig. Það þarf ekki að fjöl­yrða um þann sárs­auka sem margir aðstand­endur hafa þurft að upp­lifa með því horfa upp á ást­vin sinn fjara út, vakna reglu­lega og biðja um vatn en fá ekk­ert nema meira mor­fín. Full ástæða er því til að aðlaga lögin að nútím­anum og fylgja í fót­spor þeirra þjóða sem lög­leitt hafa dán­ar­að­stoð.

Við­reisn styður dán­ar­að­stoð

Í sam­þykktri stefnu Við­reisnar seg­ir: „Inn­leiða þarf val­frelsi varð­andi lífs­lok þannig að við vissar vel skil­greindar aðstæð­ur, að upp­fylltum ströngum skil­yrð­um, verði dán­ar­að­stoð mann­úð­legur val­kostur fyrir þá ein­stak­linga sem kjósa að mæta örlögum sínum með reisn. Sá val­kostur byggir á virð­ingu fyrir rétti sjúk­lings­ins á eigin lífi og lík­ama, dregur úr líkum á mis­notkun og dregur skýran laga­legan ramma um við­brögð, óski sjúk­lingur eftir dán­ar­að­stoð þegar engin önnur úrræði eru í boð­i.“

Tveir þing­menn Við­reisn­ar, Hanna Katrín Frið­riks­son og Jón Stein­dór Valdi­mars­son, voru með­flutn­ings­menn þingá­lykt­un­ar­til­lögu sem lögð var fram 2020 um gerð skoð­ana­könn­unar um afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks til dán­ar­að­stoðar sem og sam­bæri­legra til­lagna sem voru lagðar fram 2017 og 2018. Ekki náð­ist að afgreiða þingá­lykt­un­ar­til­lög­una á þing­inu 2020-2021 en búast má við að hún verði aftur lögð fram á kom­andi þingi.

Höf­undur er á fram­boðs­lista Við­reisnar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar