Hvað á ég að kjósa?

Þröstur Ólafsson skrifar um stóru málin í íslenskum stjórnmálum.

Auglýsing

Heims­mynd okkar hefur verið að breyt­ast ört. For­eldrar okkar ólust upp í heimi sem umvaf­inn var af almátt­ugum Guði, sem lagði okkur lífs­regl­urn­ar. Stjórn­skipu­lag landa tók mið af þessu. Kóng­ar, ein­ræð­is-og alvalds­herrar skiptu löndum á millum sín, ýmist eftir þjóðum eða í sam­ræmi við raun­veru­leg yfir­ráð. Seinna komu kenn­ingar um Stóra­sann­leik s.s. komm­ún­ismann en einnig fas­is­mann og óheft við­skipta­frelsi. Hug­mynda­fræðin tók við af dvín­andi guðs­trú. Auð­velt var flestum að sam­sama sig og skip­ast í fylk­ing­ar. Hug­mynda­fræði sem veg­vísir inn í fram­tíð­ina glat­aði einnig sog­krafti sín­um. Eftir seinna stríð tók neyslu­hyggjan að ryðja sér til rúms. Sú hag­skipan sem aukið gat neysl­una örast, fékk mest póli­tískt braut­ar­gengi. Neyslan varð drif­kraftur fjár­fest­inga sem gerði hámarks hag­vöxt að blekk­ing­unni lang­þráðu, að nóg væri til af öllu. Afleið­ingin var fram­leiðslu­aukn­ing af áður óþekktri stærð­argráðu. Þessi mikla fram­leiðsla þurfti mikla og síaukna orku. Að lokum kveiktum við í heim­in­um. Þar erum við­stödd núna.

Tóma­rúmið

Brestir í þessu neyslu­kerfi komu í ljós með kreppum ýmist svæð­is­bundnum eða fjöllanda. Hrunið 2008 var skil­getið afkvæmi óhóf­legrar neyslu- og gróðra­sækni. COVID er talið af mörgum vera óskil­get­inn bast­arð­ur. Þessi óæski­lega reynsla skildi eftir sig póli­tískt tóma­rúm á Vest­ur­lönd­um. Hnatt­væð­ingin og frjáls­lyndi í sam­skiptum og við­skiptum voru gerðar ábyrgar fyrir nýaf­stöðnum óför­um. Á hægri vængnum var reynt var að fylla tóma­rúmið með mis­mun­andi útgáfum að gam­alli þjóð­ern­is­hyggju (dæmi Trump og Brex­it). Reynt var með inn­flutn­ings­tak­mörk­unum að draga úr sam­keppni við útlönd og heims­fram­leiðsla mærð og prísuð óháð gæðum henn­ar. Reynt var að heila­þvo neyt­endur til að rétt­læta vax­andi póli­tíska þröng­sýni. En sú kúvend­ing að ein­angra þjóð­ar­hag­kerfin þókn­að­ist ekki öll­um. Á miðj­unni og vinstra megin við hana mynd­að­ist tóma­rúm. Einnig hér­lend­is. Með stofnun Sós­í­alista­flokks­ins er verið að róa til baka til hug­mynda­fræði sem beið end­an­legt skip­brot um miðja síð­ustu öld.

Upp­lausn og villu­ráf flokk­anna

 Þegar kosn­ingar nálg­ast eru því margir kjós­endur átta­villt­ir, einkum þeir sem aðhyll­ast hóf­sama en þó umbóta­sinn­aða frjáls­lynd­is­stefnu sitt hvoru megin við miðju. Þegar nokkrir for­ystu­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins skáru upp það herör að úti­loka skyldi Evr­ópu­sinna á fram­boðs­listum flokks­ins og harðsoðin nýfrjáls­hyggja varð megin öxull flokks­stefn­unn­ar, áttu fjöl­margir ekki lengur sam­leið með flokkn­um. Eftir að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn varð and­vígur stefnu Hall­dórs og Val­gerðar og sner­ist gegn aðild að ESB og þar með gegn öllum breyt­ingum í land­bún­að­ar­mál­um, trosn­aði úr fylgi hans. Lukku ridd­ar­inn SDG varð til. Alþýðu­flokk­ur­inn, sem far­inn var að dala eftir ítrek­aðan klofn­ing, beitti sér fyrir stofnun Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Nýi flokk­ur­inn fékk mik­inn með­byr bæði í kosn­ingum og skoð­ana­könn­un­um. Hann fór illa út úr stjórn­ar­sam­starf­inu við Sjálf­stæð­is­flokk­inn, því Sam­fylk­ingin hafði ekk­ert yfir­gnæf­andi stór­mál sem hún vildi leysa með þessu stjórn­ar­sam­starfi, en þurfti að kyngja póli­tískri með­á­byrgð á Hrun­inu. Eftir vinstri stjórn Jóhönnu var flokk­ur­inn nán­ast þurrk­aður út. Slík var van­trú kjós­enda á stjórn­hæfi flokks­ins og for­ystu hans.

Auglýsing
Samfylkingin hefur ekki náð sér uppúr þeim öldu­dal nema óveru­lega. Síð­asta áfallið var þegar félögum úr gamla Alþýðu­flokknum var kerf­is­bundið ýtt út af fram­boðs­list­um. Póli­tískur arfur kratanna var útlægur gerð­ur. Þegar VG fór í stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokki án þess að ná fram neinu stór­máli og haf­andi for­mann sinn á fundum í æðstu ráðum NATO, urðu ýmsir fyrir von­brigð­um. Eina stóra málið sem flokk­ur­inn hafði sett á odd­inn, stofnun Hálend­is­þjóð­garðs, dag­aði uppi. Það bar hvorki vott um sterkan vilja né mikla stjórn­kænsku.

Aðal­mál eða auka

Graut­ar­leg mál­efni, gungu­skap­ur, hug­mynda­fá­tækt og skortur á sann­fær­andi for­ystu­fólki gerir kjós­endur áhuga­litla. Það deyfir lýð­ræð­is­lega yfir­veg­un. Til að skíra hug­ann verðum við að átta okkur á því, hver séu stóru við­fangs­efnin og áskor­an­irnar sem þjóðin stendur frammi fyr­ir. Vel­ferð­ar-, heil­brigð­is- og atvinnu­mál sem vissu­lega eru mik­il­væg, eru fram­ar­lega hjá flestum flokk­anna, þó áhersl­urnar séu mis­jafn­ar. Þar þarf ekki mikla brýn­ingu við. Allir flokk­arnir lofa þar meiri pen­ing­um, bót og betr­un.

Það eru stóru málin sem skipta sköpun um fram­tíðar leiði þjóð­ar­skút­unn­ar. Þótt við séum vön því að líta bara nokkra mán­uði fram á við, hverfa stóru málin ekki, en sjálf búa þau okkur nýjan raun­heim, ef við bregð­umst ekki tím­an­lega við. Þjóðir drag­ast aftur úr öðrum þegar þær hliðra sér við erf­iðum umbót­um. Það verður okkur og afkom­endum dýr­keypt ef við gerum ekk­ert meðan við enn höfum tíma. Þegar líða tók á síð­ustu ára­tugi lið­innar aldar var aug­ljóst að breyta þurfti mik­il­vægum þáttum í efna­hags- og atvinnu­málum lands­ins. Við vorum að reka á sker. Á árunum 1984 -1993 var ráð­ist í umtals­verðar strúkt­úr­breyt­ingar í íslensku sam­fé­lagi. Þá voru sett lög um stjórn fisk­veiða (1984/92), þjóð­ar­sátt var gerð á vinnu­mark­aði (1990) og EES-­samn­ing­ur­inn sam­þykktur (1993). Þótt bæði Hrun og COVID hafi skekið und­ir­stöð­urnar síðan þá björg­uðu breyt­ing­arnar miklu því sem bjargað varð. Flestar breyt­ingar eiga sinn líf­tíma. Ýmsir van­kantar hafa líka komið í ljós á fyrr­nefndum aðgerð­um. Nú er okkur aftur að reka á sker. Hver eru svo þessi mál sem varða hlut­skipti þjóð­ar­innar í fram­tíð?

Auðnu­mál 

Ekki er það dregið lengur alvar­lega í efa, að yfir mann­kyn­inu vofa gjör­breyt­ingar á lofts­lagi, í veð­ur­fari og hita­stigi sem gjör­breyta munu lifn­að­ar­háttum okkar og búsvæð­um, verði ekki gripið snar­lega inn í. Loft­lags­váin bankar þegar á dyr. Við kveiktum í jörð­inni. Við­brögð stjórn­valda víða um heim, hafa verið í mild­ari kant­in­um, því flestar nauð­syn­leg­ustu aðgerð­irnar snerta vold­ugar atvinnu­greinar og vanda­samar aðlag­an­ir. Rík­is­stjórn Íslands er þar engin und­an­tekn­ing. Ekk­ert hefur verið hróflað við stærsta los­un­ar­vand­anum – land­nýt­ingu. Áður en við gerum upp hug okkar á kjör­dag verðum við að spyrja okk­ur, hvort þeir flokkar sem mynda núver­andi rík­is­stjórn séu lík­legir til betrum­bóta, ef við veitum þeim braut­ar­gengi. Ef svarið er nei, verðum við að leita að þeim flokkum sem veita trú­verð­ugt svar. Þetta mál er öllum öðru ofar að væg­i.                          

Annað örlaga­mál er gjald­frjáls aðgangur íslenskra útgerða og erlendra lax­eld­is­fyr­ir­tækja að sjáv­ar­auð­lind þjóð­ar­innar. Verði óbreytt fyr­ir­komu­lag fest í sessi, mun ofurauð­stétt skipa málum hér á landi að vild. Við vitum að flest er falt fyrir pen­inga. Það er ekki hægt að skoða mörg dæmi í heims­sög­unni, þar sem ofurauð­vald hefur ekki leitt til fáræðis eða ein­ræð­is. For­smekkur þessa er fram­ferði Sam­herja og nýleg skýrsla sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra til alþing­is. Lif­andi lýð­ræði okkar eru í hættu ef grunn­arður af sjáv­ar­auð­lind­inni fær ekki að renna til þjóð­ar­innar en safn­ast allur á fárra hend­ur. Alvöru auð­linda­gjald er boð­orð­ið. Allir núver­andi stjórn­ar­flokkar hafa komið í veg fyrir gjald­töku, jafn­vel lækkað það óveru­lega gjald, sem þó er greitt. Þeir eru brjóst­vörn stór­út­gerð­ar­inn­ar. Til að koma á alvöru auð­linda­gjaldi þurfum við því að leita út fyrir raðir þeirra. 

Þriðja stór­málið er afstaðan til ESB. Eins og aðrar evr­ópskar smá­þjóðir þá þurfum við á sam­stöðu ann­arra sterk­ari þjóða að halda. Það er mikil vernd fólgin í því að vera full­valda hluti af stærri þjóða­heild. Það er ekki síður mik­il­vægt og getað speglað eigin getu á jafn­ræð­is­grunni við aðrar þjóð­ir, ann­ars vofir yfir ástand sjálfs­hælni, morkn­unar og ein­angr­un­ar. Gjald­mið­ill okkar hefur verið almenn­ingi dýr­keyptur og er ónot­hæfur í alþjóð­legum við­skipt­um. Þeir sem styðja aðild að ESB og telja hana tíma­bæra velja flokk í sam­ræmi við það. ESB aðild skiptir einnig miklu fyrir end­ur­skipan land­bún­að­ar­mála en sú atvinnu­grein þarf nauð­syn­lega að ganga í gegnum við­líka breyt­ingar og sjáv­ar­út­veg­ur­inn gerði 1984/93. Afkoma bæði bænda og þeirra sem minna mega sín er því háð. Þetta verður einnig að hafa í huga á kjör­dag.

Önnur mik­il­væg mál eru jöfnun atkvæð­is­réttar og ný stjórn­ar­skrá. Afstaða flokk­anna til þeirra er laumu­legri og óljós­ari því eng­inn vill vera á móti jöfnun atkvæða þó að sama skapi fáir vilji hafa for­göngu um mál­ið. Nýrri stjórn­ar­skrá er haldið í bónda­beygju í þing­inu, því þar er að finna ákvæði sem snerta atkvæða­vægi og þjóð­ar­eign á auð­lind­um.                    

Það þarf von­andi ekki að aðstoða fólk við að kom­ast að því hvaða flokkar hafa staðið gegn breyt­ingum í öllum fyrr­nefndum megin mála­flokk­um.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar