Aðeins einn flokkur studdi hækkun bankaskatts í fyrra

„Við þurfum að stíga út úr meðvirkni okkar gagnvart bönkunum,“ skrifar Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins.

Auglýsing

Það er skemmst frá því að segja að til­laga um hækkun banka­skatts hlaut engar und­ir­tektir þing­manna síð­asta haust, hvorki í stjórn né stjórn­ar­and­stöðu, en nú er komið í ljós að yrði banka­skatt­ur­inn hækk­aður í það sem hann var fyrir lækk­un, myndi það þýða um 9,4 millj­arða fyrir rík­is­sjóð ofan á þessu litlu 5,9 millj­arða sem bank­arnir greiða nú þegar til sam­fé­lags­ins.

Um þetta er fjallað í grein Kjarn­ans Rík­is­sjóður getur sótt næstum 15 millj­arða með því að hækka fjár­magnstekju- og banka­skatt en kveikjan að henni var minn­is­blað til Efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis sem skrif­­stofa skatta­­mála fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins vann að beiðni nefnd­ar­inn­ar.

Auglýsing

Það var hinn 27. des­em­ber á síð­asta ári sem ég mælti fyrir breyt­ing­ar­til­lögu við band­orm fjár­laga um hækkun banka­skatts úr 0,145% í 0,376%. Í stuttu máli greiddu stjórn­ar­flokk­arnir ásamt Við­reisn atkvæði gegn banka­skatt­in­um, Flokkur fólks­ins greiddi atkvæði með en aðrir flokkar sátu hjá. Það skal tekið fram að ég er með sam­svar­andi til­lögu til­búna fyrir fjár­laga­band­orm þessa árs sem von­andi hlýtur braut­ar­gengi.

Ég hef skrifað ófáar greinar í gegnum árin um hinn gríð­ar­lega hagnað bank­anna sem nær ekki nokk­urri átt að mínu mati. Það er ekk­ert eðli­legt við það að í jafn fámennu þjóð­fé­lagi og Ísland er hafi bankar hagn­ast um upp­hæðir sem jafn­gilda meðal mán­að­ar­tekjum fyrir hverja ein­ustu þriggja manna fjöl­skyldu á hverju ári.

Það þýðir að eitt­hvað stór­kost­lega mikið sé að, því eins og orðið hagn­aður gefur til kynna, þá eru þær tölur eftir að bank­arnir eru búnir að greiða allan sinn rekstr­ar­kostn­að, laun og hvað­eina annað sem fellur til, en eiga þetta í afgang. Það að hagn­aður bank­ana jafn­gildi því að hver ein­asta fjöl­skyld lands­ins sé að greiða því sem jafn­gildir einum mán­að­ar­launum til bank­anna í formi vaxta og þjón­ustu­gjalda, segir allt sem segja þarf um bullið sem er í gangi.

Að þessu sögðu er hluti þess­arra gjalda eðli­leg­ur, eins og t.d. hóf­legir vextir á lán­um, en velta og hagn­aður bank­anna gefa til kynna að um mikið meira en það sé að ræða og að hér sé um hreina sjálftöku í krafti gríð­ar­legs afls­munar að ræða.

Ábyrgð stjórn­mála­manna er mikil

En þá komum við að því sem krist­all­að­ist svo vel í umræð­unni um banka­skatt­inn í fyrra; stjórn­mála­menn er flestir alveg skít­hræddir við bank­ana. Þeir hvorki þora né vilja rísa upp gegn þeim á nokkurn hátt og þjónkun stjórn­mála­manna á síð­ustu árum við þá og fjár­mála­kerf­ið, á sér varla hlið­stæðu í öðrum lönd­um.

Ef við lítum til sögu þess­arar aldar eru dæmin mýmörg um hvernig bank­arnir hafa vaðið uppi og farið sínu fram, alltaf án afleið­inga og yfir­leitt þannig að afleið­ingum sé velt yfir á hrekklausan almenn­ing, sem einu sinni bar mikið traust til bank­anna, og jafn­vel líka stjórn­mála­manna, sem báðir aðilar fóru væg­ast sagt illa með, en nóg um það að sinni.

Auglýsing

Í fyrr­nefndu minn­is­blaði segir um banka­skatt­inn:

Í fjár­laga­frum­varpi fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir að tekjur rík­is­sjóðs af sér­stökum skatti á fjár­mála­stofn­an­ir, eða banka­skatti, muni nema 5,9 millj­örðum kr. Væri skatt­pró­sentan hækkuð úr 0,145% í 0,376% má gera ráð fyrir að tekjur af skatt­inum árið 2023, að öllu öðru óbreyttu, myndu nema 15,3 millj­örðum kr. Hér er um ein­faldan útreikn­ing að ræða miðað við óbreyttan skatt­stofn.“

Þetta er svarið sem efna­hags- og við­skipta­nefnd fór fram á og sýnir svart á hvítu hversu mikið ríkið hefur gefið frá sér með lækkun banka­skatts. En fram­haldið vekur athygli því þar end­ur­ómar ráðu­neytið póli­tíska sýn fjár­mála­ráð­herra, rík­is­stjórn­ar­innar og, því miður flestra stjórn­ar­and­stöðu­flokka.

Áhrif slíkrar skatta­hækk­unar eru þó marg­slungn­ari en svo og því lík­lega um ofmat að ræða. Skatt­byrðin leggst ekki að öllu leyti á greið­endur skatts­ins heldur við­skipta­vini þeirra einnig. Auknar álögur á fjár­mála­stofn­anir stuðla að auknum vaxta­mun og minni útlána­vexti sem hefur áhrif á fleiri skatt­stofna, þ.m.t. ráð­stöf­un­ar­tekjur lán­tak­enda. Þar að auki leggst skatt­ur­inn á skuldir stofn­an­anna og dregur því úr hvata þeirra til að stækka efna­hags­reikn­ing sinn og auka útlán. Erfitt er að meta afleidd áhrif slíkrar skatta­hækk­unar á aðra skatt­stofna utan að þau eru nei­kvæð fyrir tekjur rík­is­sjóðs og vega því að ein­hverju leyti gegn tekju­auka af hækkun banka­skatts­ins sjálfs.

Fram­an­greind orð eru lík­ari þing­ræðu heldur en fag­legri upp­lýs­inga­gjöf. Nú er ég ný á þingi, en það vekur furðu mína að póli­tísk afstaða skuli koma fram með þessum hætti í svari ráðu­neyt­is­ins. Ljóst er að fjár­mála­ráðu­neytið og starfs­menn þess þora ekki að hækka skatta á rík­ustu fyr­ir­tæki lands­ins af ótta við hefnd­ar­að­gerð­ir.

Með­virknin með fjár­mála­kerf­inu er algjör og eng­inn, nema þá Flokkur fólks­ins, virð­ast þora að stinga niður fæti og segja „Hingað og ekki lengra“.

Fyrir utan með­virkn­ina sem birt­ist í þessu svari sem og mál­flutn­ingi þing­manna gegn banka­skatt­in­um, þá stand­ast þessi rök enga skoð­un.

Rök sem stand­ast enga skoðun

Helstu rökin gegn hækkun banka­skatts eru að bank­arnir muni velta þeim kostn­aði út í sam­fé­lagið og yfir á neyt­endur í formi hærri vaxta. Þau rök eru lituð af með­virkni og ótta og halda ekki vatni.

Í fyrsta lagi er það stað­reynd að lækkun banka­skatts hafði engin áhrif á vax­andi þjón­ustu­gjöld bank­anna eða vaxta­á­lagn­ingu þeirra. Þjón­ustu­gjöld hafa bara hækkað og auk­ist og vaxta­lækk­un­ar­ferli bank­anna hófst í maí 2019, löngu áður en banka­skatt­ur­inn var lækk­að­ur. Það var vegna vaxta­lækk­ana Seðla­bank­ans og lífs­kjara­samn­ing­anna sem bank­arnir hófu að lækka vexti sína. En vaxta­lækk­anir bank­anna voru ekki í neinu sam­ræmi né hlut­falli við vaxta­lækk­anir Seðla­bank­ans, ásamt 61% lækkun banka­skatts.

Þrátt fyrir lægri banka­skatt voru vextir um tíma allt að 250% hærri en þeir hefðu átt að vera, hefðu þeir lækkað í réttu hlut­falli við stýri­vexti Seðla­bank­ans. Þessa lækkun eiga neyt­endur enn inni hjá bönk­un­um, sem er gott að hafa í huga í þeim vaxta­hækk­un­ar­gír sem þeir eru í um þessar mund­ir.

Í öðru lagi er það stað­reynd að á und­an­förnu ári hafa bank­arnir skilað met­hagn­aði. Ekki met­hagn­aði eftir mörg mögur ár. Nei, þvert á móti, eftir mörg feit og góð ár var met­hagn­aður hjá þeim í miðjum alheims­far­aldri og alheimskreppu. Þeir eru því ekki á flæðiskeri staddir og ættu að geta lagt meira til sam­fé­lags­ins án þess að muna mikið um.

Þessi hagn­aður er heldur ekki til kom­inn vegna gríð­ar­legra klókinda banka­manna í fjár­mál­um. Dæmin sem sanna að þeir séu væg­ast sagt mis­tækir eru nokkuð mörg. Þeir hafa hins vegar alveg ein­stakan aðgang að heim­ilum og fyr­ir­tækjum lands­ins. Auk þess hefur hver rík­is­stjórnin á fætur annarri bug­tað sig og beygt fyrir þeim í full­kominni með­virkni og eft­ir­lits­stofn­anir lítið haft sig í frammi. Hingað og ekki lengra. Það er kom­inn tími til að við á Alþingi, sem erum kjörin fyrir fólkið í land­inu, til að gæta hags­muna þess, förum að taka hags­muni fólks­ins fram yfir hags­muni bank­anna.

Það er í þessu sam­hengi sem við þurfum að skoða banka­skatt­inn:

Banka­skatt­ur­inn er minna en 0,2% og myndi ekki ná 0,4% eftir hækkun

Með þess­ari breyt­ingu myndi banka­skatt­ur­inn hækka úr 0,145% í 0,376%, sem er það sem hann var fyrir breyt­ing­una árið 2020. Þetta eru ótrú­lega lágar pró­sentu­tölur sem um er að ræða, tölur sem ná ekki einu sinni hálfu pró­senti, varla nóg til að mæl­ast drukk­inn undir stýri. Banka­skatt­ur­inn er núna minna en 0,2% og mun ekki einu sinni ná 0,4%, nái þessi til­laga fram að ganga.

Getur sá sem mikið hefur í alvöru kvartað yfir skatta­hækkun sem nær ekki einu sinni hálfu pró­senti?

Banka­skatt­ur­inn var lækk­aður um 61% á einu bretti árið 2020 og fleiri rök eru fyrir því að hann verði hækk­aður aftur en þau sem mæla með því að þessi 61% lækkun fái að standa. Það er einnig auð­velt að færa rök fyrir því að hann ætti að hækka enn frekar enda eru fá fyr­ir­tæki jafn aflögu­fær og bank­arn­ir, sem mega svo sann­ar­lega við því að greiða meira til sam­fé­lags­ins.

Bank­arnir munu hækka vexti til að ná þessu til baka

Banka­skatt­ur­inn mun ekki hafa nein áhrif á hækkun eða lækkun vaxta. Bank­arnir munu hækka vexti, alveg sama hvað, sjái þeir minnsta til­efni til þess. Ekki út af hærri banka­skatti, heldur ein­fald­lega af því að þeir kom­ast upp með það og eng­inn hefur nokkurn tíma krafið þá um að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð.

Núna erum við þar að auki að horfa upp á áhlaup á heim­ili og fyr­ir­tæki lands­ins með gríð­ar­legri hækkun vaxta, undir því for­orði að það sé okkur fyrir bestu að taka á okkur um sjö­falt meiri byrgðar en verð­bólgan leggur á okk­ur, til hags­bóta fyrir bank­ana og fjár­mála­kerf­ið.

Auglýsing

Ég ætla ekki að ræða aðgerðir Seðla­bank­ans eða rík­is­stjórn­ar­innar gegn verð­bólg­unni hér, nógu margt hef ég sagt um þær á öðrum vett­vangi, en stað­reyndin er sú að nú á sér stað ein mesta eigna­yf­ir­færsla sem um getur frá almenn­ingi beint í yfir­fullar fjár­hirslur bank­anna sem fagna auð­sóttum gróða. Okkur er svo sagt, með nokkru yfir­læti, að við eigum að vera glöð og kyssa vönd­inn, því þetta sé allt fyrir okkur og heim­ilin gert.

Eftir situr að fyr­ir­tæki sem skila met­hagn­aði upp á tugi millj­arða ár eftir ár, hafa enga ástæðu til að hækka álögur á við­skipta­vini sína, en gera það engu að síð­ur, nú með blessun rík­is­stjórnar og Seðla­banka, þrátt fyrir lægri banka­skatt.

Hver er sam­fé­lags­leg ábyrgð banka?

Bank­arnir eru eins og ríki í rík­inu. Þeir fara sínu fram hvað sem tautar og raul­ar. Fjár­munum heim­ila og fyr­ir­tækja er beint til þeirra eins og eng­inn sé morg­un­dag­ur­inn. Þeir greiða eig­endum sín­um, örfáum aðil­um, arð sem er mun hærri en 15 millj­arð­arnir sem þeir myndu greiða til rík­is­ins eftir hækkkun banka­skatts, og hafa ekki meiri sóma­kennd en svo að þeir kvarta yfir því að þurfa að greiða eitt­hvað til sam­fé­lags­ins og hóta afleið­ingum komi hækk­anir til.

Þetta eru aðil­arnir sem njóta sam­úðar rík­is­stjórn­ar­innar og, því mið­ur, margra stjórn­ar­and­stöðu­þing­manna.

Ef þeir sem höllustum fæti standa í sam­fé­lag­inu nytu við­líka sam­úðar yfir því að þurfa að greiða skatta af tekjum sem eru langt undir fram­færslu­mörkum væri löngu búið að hækka skatt­leys­is­mörk og draga úr tekju­skerð­ingum almanna­trygg­inga. Þess í stað eru vil­yrði fyrir slíku í hverjum stjórn­ar­sátt­mál­anum á fætur öðrum án þess að neitt breyt­ist.

Þau geta étið það sem úti frýs. Sam­úðin og skiln­ing­ur­inn fer til bank­anna.

Ættu alþing­is­menn, svo ég tali nú ekki um rík­is­stjórn Íslands, ekki að gera kröfu til bank­anna um að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð á erf­iðum tím­um? Er ekki eitt­hvað að þegar rík­is­stjórnin er svo með­virk með bönk­unum að hún breytir lögum um banka­skatt eftir því hvernig bank­arnir haga sér og koma fram, í stað þess að krefja þá um að bæta hátt­erni sitt? Er ábyrgð­ar­leysi bank­anna virki­lega svo sjálf­sagður hlutur að ríkið ein­fald­lega leggst nið­ur, í stað þess að krefja banka­menn um að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð í verki gagn­vart fólk­inu í land­inu, þó ekki sé nema 0,376 pró­sent?

Hverju hefur lækkun banka­skatts skilað fyrir neyt­endur eða rík­is­sjóð?

Þessu er fljótsvar­að. Lækkun banka­skatts­ins hefur ekki skilað neinu nema minni tekjum í rík­is­sjóð sem varð af um 6 millj­örðum vegna þess­arar lækk­unar árið 2021. Það hlýtur að muna um minna.

Það er ekki hægt að sýna fram á neinn hagnað neyt­enda í land­inu af lækk­un­inni. Það er í besta falli hægt að sýna fram á að hann hafi ekki skipt nokkru máli fyrir neyt­end­ur, því lækk­unin hefur ekki leitt til lægri þjón­ustu­gjalda eða vaxta.

Hefur ríkið tapað á lækkun banka­skatts?

Þó svar fjár­mála­ráðu­neytið við spurn­ingu Efna­hags- og við­skipta­nefndar mið­ist við fjár­laga­frum­varp árs­ins 2023, má aug­ljós­lega gera því skóna að um svip­aðar tölur hafi verið að ræða fyrir árin 2021 og 2022, enda skil­uðu bank­arnir met­hagn­aði bæði árin.

Í fyrr­nefndu svari kom fram að tekju­aukn­ing rík­is­sjóðs yrði 9,4 millj­arð­ar. Það má því gera ráð fyrir að tap rík­is­sjóðs vegna skatta­lækk­un­ar­innar sé á bil­inu 24 – 30 millj­arðar á þessum þremur árum. Það eru nokkrir skólar og eitt tvö hjúkr­un­ar­heim­ili.

Eiga skattar á fyr­ir­tæki og heim­ili yfir­leitt nokkurn rétt á sér?

Rök and­stæð­inga banka­skatts­ins um að kostn­að­inum verði þá bara velt yfir á við­skipta­vini bank­anna, geta átt við um hvaða skatt sem er. Spurn­ingin er því hvort við ættum bara algjör­lega að hætta að skatt­leggja fyr­ir­tæki yfir höf­uð, því þau muni hvort eð er velta þessum sköttum út í verð­lag sinnar vöru eða þjón­ustu? Það sér hver maður í hendi sér að svona rök ganga ekki upp.

Auglýsing

Auk þess má alveg minna á að heim­ilin í land­inu borga nærri 37% af tekjum sínum í beina skatta og ofan á það bæt­ast svo óbeinir skatt­ar, t.d. í formi virð­is­auka­skatts. Fjöl­skyldur geta ekki talið fram kostnað á móti til að lækka skatt­byrði sína, líkt og fyr­ir­tæki. En alþing­is­menn hafa í alvöru áhyggjur af því að fyr­ir­tækin sem hagn­ast um tug­millj­arða á tug­millj­arða ofan á hverju ein­asta ári, og hafa greitt fjár­festum sínum tugi millj­arða í arð und­an­farin ár, megi ekki við því að greiða skatt upp á 0,376% án þessF að taka það út á við­skipta­vinum sín­um. Ég á bara ekki til orð yfir þess­ari með­virkni með „aum­ingja bönk­un­um“ sem enga samúð þurfa.

Hættum þess­ari með­virkni og hækkum banka­skatt­inn

Með réttu ætti banka­skatt­ur­inn að vera mun hærri en um er rætt og ég mælti fyr­ir, því bankar eru fyr­ir­tæki sem eru aflögu­fær framar öðr­um. Hagn­aður þeirra er frá fólk­inu í land­inu og á að skila sér aftur til þess. Það er til marks um ótrú­lega með­virkni með bönk­unum og fjár­mála­kerf­inu að við skulum virki­lega þurfa að ræða hvort bank­arnir eigi að borga banka­skatt upp á 0,145% eða 0,376%. Að við felum okkur á bak við ótta við hefnd­ar­að­gerð­ir, verði ekki verið farið að vilja þeirra í einu og öllu.

Við þurfum að stíga út úr með­virkni okkar gagn­vart bönk­un­um. Alþingi verður að hafa for­göngu um það. Að draga til baka lækkun banka­skatts­ins er gott fyrsta skref í þá átt. Fyr­ir­tæki með tug­millj­arða í hagnað á hverju ári eiga eins og aðr­ir, og í raun frekar en aðr­ir, að leggja sitt til sam­fé­lags­ins. Svo er það eft­ir­lits­stofn­ana að fylgj­ast með því að sá kostn­aður verði ekki lagður á fyr­ir­tækin eða heim­ilin í land­inu, hvort sem er í formi vaxta eða ann­ars kostn­að­ar. — Hættum þess­ari með­virkni með fjár­magns­öfl­unum og krefjum þau um sam­fé­lags­lega ábyrgð.

Höf­undur er þing­­maður Flokks fólks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar