Aðgerðir gegn sívaxandi ójöfnuði

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar um hagfræðingaseminar sem hann hélt í Vilníus um leit að lausnum.

Auglýsing

Þann 21. júní s.l. bauð deild­ar­for­seti Hag­fræði­deildar Háskól­ans í Viln­íus mér til að vera máls­hefj­andi á mál­þingi með nokkrum hag­fræð­ing­um ­þjóð­hag­fræði­deild­ar­innar um ofan­greint efni. Meðal þátt­tak­enda voru pró­fess­or­ar, sem verið hafa ráð­gjafar rík­is­stjórna og aðr­ir, sem fjöl­miðlar leita helst í smiðju til, í umsögnum um stefnu­mótun í efna­hags­mál­um. Deild­ar­for­set­inn, Aida Macer­in­ski­ene, stýrði fundi.

Ég hóf mál­þingið með því að kynna sjálfan mig, eins og aðrir þátt­tak­endur höfðu áður gert. Ég sagði m.a.:

„Frá ungum aldri hefur mér verið hug­leikið að leita svara við eft­ir­far­andi spurn­ingu: Hvernig getum við útrýmt fátækt? Ég tel það eiga að vera meg­in­við­fangs­efni þjóð­hag­fræð­innar ( e. politial economy) að leita hald­bærra svara við þess­ari spurn­ing­u. 

# Þess vegna sagði ég mig úr mennta­skóla til að pæla í Marx.

# Þess vegna leit­aði ég, ungur að árum að svörum í smiðju Edin­borg­ar­há­skóla, sem varð­veitir hug­mynda­arf Adams Smith, höf­undar Auð­legðar þjóð­anna. Ég komst brátt að því, að svörin voru ekki ein­hlít, jafn­vel vill­andi. Helsti hug­s­uður sam­tím­ans, John Mayn­ard Key­nes, var þar með­höndl­aður sem villu­trú­ar­mað­ur, her­et­ic. En hann hefur reynst vera hug­s­uð­ur­inn, sem bjarg­aði kapital­ism­anum frá sjálfum sér, á lið­inni öld.

# Þess vegna leit­aði ég í fram­halds­nám til Stokk­hólms til að leið­rétta kúr­s­inn. Þar er Mekka jafn­að­ar­stefn­unnar – lýð­ræð­is­legs sós­í­al­isma – soci­alde­mocracy. Náms­efnið var vinnu­mark­aðs­hag­fræði með sænska vel­ferð­ar­ríkið – nor­ræna mód­elið – í kaup­bæti. Þar höfðu ekki verið verk­föll í ald­ar­fjórð­ung, frá því að samið var um frið á vinnu­mark­aðnum í Salt­sjöbaden 1938. Í mínu heima­landi voru átök á vinnu­mark­aði dag­legt brauð og alls­herj­ar­verk­föll engan veg­inn óþekkt. Af þessu mátti sitt­hvað læra.

# Þess vegna þáði ég með þökkum að verja með­göngu­tíma á Ful­bright-­styrk við Harvard seinna á ævinni til að vinna að verk­efni í „comparative economic systems“. Þá þegar komst ég að nið­ur­stöð­um, sem að mínu mati standa óhagg­aðar enn í dag. Meðal þeirra eru eft­ir­far­andi:

# Óbeisl­aður kap­ít­al­ismi endar ævin­lega, skv. feng­inni reynslu, með því að fyr­ir­fara sér. Ríkið eitt hefur burði til að koma honum til bjarg­ar. Síend­ur­tekin reynsla sannar þetta.

# Sov­éttil­raunin með alræði rík­is­ins var póli­tískur og efna­hags­legur van­skapn­að­ur. Hag­kerfið skil­aði ekki vör­un­um. Kerfið varð end­an­lega gjald­þrota,. Og eng­inn hafði vilja né heldur burði til að bjarga því. 

# Nor­ræna mód­elið – þar sem full­trúar vinn­unnar réðu för fremur en eig­endur fjár­magns­ins – er mála­miðlun milli þess­ara tveggja öfga. Mark­aðs­kerfið er virkj­að, þar sem það á við, en undir stjórn og eft­ir­liti rík­is­ins; þar fyrir utan á sam­fé­lags­leg þjón­usta, án gróða­sjón­ar­miða, að vera ríkj­andi – nán­ast 50:50. Allt var þetta sam­kvæmt mottói Tages Erland­er, sem oft er vitnað til: „Mark­að­ur­inn er þarfur þjónn, en óþol­andi hús­bónd­i“.

Auglýsing
Þetta er eina þjóð­fé­lags­mód­el­ið, sem mót­að­ist í hug­mynda­fræði­á­tökum sein­ustu aldar og hefur stað­ist dóm reynsl­unnar til þessa dags. 

Til að forð­ast póli­tíska nær­sýni ber að geta þess, að Asíu­mód­el­ið, þar sem mark­aðs­kerfi er virkjað undir for­ræði rík­is­ins, hefur skilað miklum árangri. Kín­verska til­raun­in, kennd við Deng Xiao Peng, flokk­ast reyndar undir efna­hags­legt krafta­verk. Höfum það í huga í um­ræð­unum hér á eft­ir.

Ég set þessar full­yrð­ingar fram án fyr­ir­vara sem umræðu­grund­völl. 

Skipst ​á skoð­unum

Full­yrð­ing mín um, að óbeisl­aður kap­ít­al­ismi (með nokk­urri ein­földun kenndur við amer­íska mód­el­ið) hefði inn­byggða til­hneig­ingu til að fyr­ir­fara sér, var nokkuð umdeild. Margir (þ.á.m.ég) minntu á, að þrátt fyrir alla gagn­rýni, hefur kap­ít­al­ism­inn sýnt í verki, að hann er afkasta­mikil auð­sköp­un­ar­vél, sem hefur breytt ásýnd jarð­ar­innar á til­tölu­lega skömmum tíma. Með því að virkja afrakstur vís­inda og tækn­i hefur hann umbylt lifn­að­ar­háttum okk­ar. Meiri­hluti jarð­ar­búa hefur hins vegar upp­lifað áhrif kap­ít­al­ism­ans sem evr­o-am­er­íska nýlendu­stefn­u. 

Tvær heimskrepp­ur, og ótelj­andi mini-krepp­ur, ­sem lauk ekki fyrr en með björg­un­ar­leið­angri rík­is­ins, sanna hins veg­ar, að mark­aðs­kerfið er ekki sjálf-­leið­rétt­andi. Það er bara áróð­ur. Reyndar er það líka kredda, að mark­að­ur­inn og ríkið séu ósætt­an­legar and­stæð­ur. Þvert á móti. Mark­að­ur­inn er gerður af manna­völd­um. Hann er ekki nátt­úru­afl. Hann stenst ekki til lengdar nema innan ramma laga og reglu­gerða, sem ríkið (póli­tík­in) set­ur. Reyndar snýst póli­tík um fátt annað meira en að setja mark­aðnum leik­regl­ur.

Í því sam­hengi voru allir þátt­tak­endur sam­mála um, að inn­byggð til­hneig­ing kap­ít­al­ism­ans til að safna auði á fáar hendur væri einmitt nú á okkar dögum komin á hættu­legt stig. Margir höfðu orð á því að ójöfn­uður væri of mik­ill með hinum nýfrjálsu þjóðum Eystra­salts. Það væri hættu­legt lýð­ræð­inu. Í þessum punkti virt­ist vera sam­staða um, að mikið mætti læra af nor­ræna mód­el­inu. Einn þátt­tak­andi benti á, að hug­takið „trade unions“ – m.ö.o. verka­lýðs­fé­lög – hefði fengið slíkt óorð á sig á Sov­ét-­tím­anum sem leppar rík­is­valds­ins, að þau hefðu ekki síðan átt sér við­reisnar von. Það væri engin verka­lýðs­hreyf­ing til í Eystra­salts­lönd­unum. Að vísu stétt­ar­fé­lög sumra opin­berra starfs­manna( t.d. lækna og kenn­ara). Hvað er þá ráð­andi um kaup og kjör? Svar: Fjár­magns­eig­end­ur, eig­endur fyr­ir­tækj­anna og atvinnu­rek­end­ur, eru nán­ast ein­ráðir um það. Ef þeir ráða póli­tík­inni líka, er ekki að undra, að ójöfn­uð­ur­inn er mik­ill og fer hrað­vax­andi.

Allir virt­ust hafa áhyggjur af því, að óbeisl­aður kap­ít­al­ismi væri ógnun við líf­rík­ið: haf­ið, vötn­in, árn­ar, skóg­ana, fjöl­breytni dýra­teg­unda – sjálft líf­rík­ið. Ósjálf­bærni um hreina orku veldur áhyggj­um. Minn­ingin um  Cherno­byl er ekki gleymd. 

Útúr­dúr um Asíu­mód­elið

Eg setti umræð­una um Asíu­mód­elið í sam­hengi við sam­an­burð á Gor­bachev ann­ars vegar og Deng Xiao Peng hins veg­ar.Báðír gerðu sér grein fyr­ir, að Sov­ét­kerf­ið, sem þeir erfðu, væri efna­hags­lega gjald­þrota. Gor­bachev boð­aði glasnost (opn­un) og per­estrojku (kerf­is­breyt­ing­u). En orðum hans fylgdu engar athafn­ir. Hann var bara einn af þessum lög­fræð­ing­um, sem skilja ekki eðl­is­fræði efna­hags­lífs­ins. Það gerði Deng hins vegar af eðl­is­á­vís­un.

Tveimur árum eftir að Mao var fall­inn frá og ekkjan og aft­aní­ossar hennar komin bak við lás og slá, gaf Deng út svohljóð­andi reglu­gerð: „Þeim sem erja jörð­ina skal hér með frjálst að selja afurðir sínar á mark­aðnum gegn 10% skatti til rík­is­ins“ Undir Mao hafði verið hung­ursneyð, sem kost­aði tugi millj­óna manns­lífa. Eftir að nýja reglu­gerðin tók gildi blómstr­uðu sveit­irn­ar, og Kína varð meiri háttar mat­ar­út­flytj­and­i. Næst var opnun Kína. Til­rauna­svæð­i ­með inn­flutt fjár­magn og tækni. Aukið í áföng­um. Tengt við alþjóða­mark­að­inn. Og sjá: 20 árum síðar hafði 700 millj­ónum Kín­verja verið lyft upp úr mið­alda­ör­birgð til 20. aldar lífs­kjara. Þetta er stærsta krafta­verk hag­sög­unn­ar, hvorki ­meira né minna.

Kap­ít­al­ismi? Já, – en að frum­kvæði rík­is­valds­ins undir stjórn og eft­ir­liti rík­is­ins. Þetta eiga Asíu­mód­elið og nor­ræna mód­elið sam­eig­in­leg­t. Já – en þá vantar lýð­ræð­ið. Kemur það seinna með auk­inni vel­sæld? Það hefur gert það ann­ars stað­ar, en það mun taka tíma. Höfum við nógan tíma? – þetta vakti fjörugar umræð­ur, sem urðu und­an­fari að umræðum um nor­ræna mód­el­ið.

Nor­ræna mód­el­ið: Verð­ugur er verka­mað­ur­inn launa sinna

Ég inn­leiddi umræð­una með því að vekja athygli á póli­tísku ætt­erni nor­ræna mód­els­ins. Póli­tík snýst um völd. Í kap­ít­al­ísku hag­kerfi ráða fjár­magns­eig­endur lögum og lof­um. Þeir eiga allt, fyr­ir­tæki og fast­eignir og fram­leiðslu­tæk­in. Þeir ráða og reka. Ef engin er verka­lýðs­hreyf­ingin eru þeir alls­ráð­andi á vinnu­mark­aðn­um. Þá tala menn um „frjálsan vinnu­mark­að“! Þetta er í reynd ójafn leik­ur. Og ef fjár­magns­eig­endur (og flokkar þeirra) ráða póli­tíska vald­inu líka, þá verður óbeisl­aður kap­ít­al­ismi alls­ráð­andi. Lýð­ræðið snýst brátt upp í auð­ræði. Þið þekkið það í Rúss­landi. Það fer hrollur um marga ekta lýð­ræð­is­sinna í Banda­ríkj­unum við til­hugs­un­ina um, að Banda­ríkin sé á sömu leið. Nýlega birtu 100 pró­fess­orar ákall til banda­rísku þjóð­ar­innar um að forða þeirri ógæfu í tæka tíð.

Þjóð­fé­lags­verk­fræði

Nor­ræna mód­elið fór að taka á sig mynd á kreppu­ár­unum (milli 1930-1940). Þegar sænsku krat­arnir litu í vest­ur, blasti við, að óbeisl­aður kap­ít­al­ismi var hrun­inn – hann fyr­ir­fór sér! Svíar litu í austur og sáu, að valda­ránstil­raun Leníns og Stalíns hafði endað í alræð­is­kerf­i, ­sem var sýnu harð­neskju­legra og blóð­ugra en léns­veldi keis­ar­ans.

Þeir ákváðu að fara þriðju leið­ina. Einka­fram­tak og sam­keppni á mark­aði, þar sem það á við til að skapa auð og full­nægja þörfum neyt­enda, en undir lýð­ræð­is­legri stjórn og eft­ir­liti. En sam­fé­lags­leg þjón­usta, án gróða­sjón­ar­miða, skyldi gilda að öðru leyti. Þetta ætti við um mennt­un, félags­legar trygg­ing­ar, heilsu­gæslu og grund­vall­ar­þjón­ustu eins og orku, vatn og almanna­sam­göng­ur. Auð­lindir skyldu vera í almanna­eigu, og arður af nýt­ingu þeirra skyldi renna til sam­fé­lags­ins. 

Auglýsing
Munurinn sést best á Nor­egi og Níger­íu. Bæði eru rík að nátt­úru­auð­lind­um. En sá er mun­ur­inn, að Norð­menn eru rík þjóð, af því að arð­ur­inn skilar sér til eig­and­ans, þjóð­ar­inn­ar. Níger­íu­menn lepja hins vegar dauð­ann úr skel, af því að erlendir fjár­magns­eig­endur hirða gróð­ann og skilja eftir sig sviðna jörð. Um það þarf ekki að hafa fleiri orð.

Og svo er það vinnu­mark­að­ur­inn. Þar skyldi samið um skipt­ingu arðs­ins milli fjár­magns og vinnu, sem jafn­rétt­hárra aðila. Þar með væri tryggður vinnu­friður á grund­velli ásætt­an­legrar nið­ur­stöðu um skipt­ingu arðs á milli fjár­magns og vinnu. Virk vinnu­mark­aðs­stefna þýð­ir, að ríkið er beinn aðili að sköpun starfa til að halda uppi fullri atvinnu, t.d. með starfs­þjálfun til að aðlag­ast tækninýj­ung­um. Danir hafa skarað fram úr öllum öðrum á þessu sviði.

Nið­ur­staðan er þjóð­fé­lag, þar sem ríkir meiri jöfn­uður en væri, ef mark­aðs­öfl­unum væri gef­inn laus taum­ur­inn. Yfir­lýstur til­gangur var að sam­eina hag­kvæmni (sam­keppn­is­hæfni) og jöfnuð (fé­lags­legt rétt­læt­i). Skv. ensk-am­er­íska viku­rit­inu Economist, sem eng­inn getur sakað um vinstri villu af neinu tagi, hefur þetta tek­ist í öllum meg­in­at­rið­um. Í sér­stakri úttekt á nor­ræna mód­el­in­u árið 2013, eftir að ríki heims höfðu gert út stærsta björg­un­ar­leið­angur sög­unn­ar til að forða heim­skap­ít­al­ism­anum frá hruni (2008) var nið­ur­staðan sú, að nor­ræna mód­elið væri „súper mod­el“, sem í reynd hefði staðið af sér áraun hnatt­væð­ing­ar­inn­ar.

Ágæt­is­ein­kunn

Sam­kvæmt The Economist á þetta ekki síður við um árangur á efna­hags­svið­inu en ann­að. 

Hag­vöxt­ur, fram­leiðni, rann­sóknir og þró­un, hag­nýt­ing tækninýj­unga, sköpun hátækni­starfa, þátt­taka á vinnu­mark­aðnum (ekki síst kvenna), almennt mennt­un­ar­stig, jafn­ræði kynj­anna, félags­legur hreyf­an­leiki (upp­ræt­ing stétta­skipt­ing­ar), útrým­ing fátækt­ar, gæði inn­viða, aðgengi að óspjall­aðri nátt­úru – almenn lífs­gæði. Meiri jöfn­uður tekju­skipt­ingar en ann­ars staðar á byggðu bóli. Og lýð­ræðið stendur djúpum rót­um, þar sem félags­legur jöfn­uður tryggir ein­stak­lings­frelsi í reynd. Hvar er fljót­leg­ast að stofna fyr­ir­tæki í heim­in­um? Í Banda­ríkj­un­um? Nei, þau eru nr. 38 á þeim lista. Hverjir eru númer eitt? Svar: Danska vel­ferð­ar­rík­ið!

Eng­inn treysti sér til að véfengja þessar stað­reynd­ir. Það er engin furða, að í huga Bern­ies Sand­ers er nor­ræna mód­elið útópía – fyr­ir­heitna land­ið. 

Sjálf­stortím­ing­ar­hvötin

En er þá ekki allt eins og best verður á kosið í sam­tíð og fram­tíð? Heldur betur ekki. Hvers vegna? það er vegna þess að óbeisl­aður kap­ít­al­ismi er rétt eina ferð­ina enn á fullri ferð að tor­tíma sjálfum sér, og í þetta skiptið bendir flest til þess, að hann muni draga sjálft líf­ríkið á plánetu jörð með sér í fall­inu – ef ekki verður að gert í tæka tíð.

Hvað er til marks um þetta? Ég nefni nokkur dæmi um reg­inöfl, sem eru að verki við að tor­tíma hvoru tveggja, vel­ferð­ar­rík­inu og lýð­ræð­inu – og skal þó tekið fram, að list­inn er engan veg­inn tæm­andi. En hér kemur hann: 

# Árið 1973 hrundi Bretton Woods kerfið – sem Key­nes skildi eftir sig á teikni­borð­inu við stríðslokin 1945. Sam­kvæmt því varð doll­ar­inn heims­gjald­mið­ill, aðrir gjald­miðlar fast­bundnir við hann, og fjár­magns­flutn­ingar yfir landa­mæri bann­að­ir, nema með leyf­um. Þetta þýddi, að völdin voru í höndum þjóð­ríkj­anna – ekki fjár­magns­eig­enda. Þetta var gullöld hins sós­í­alde­mókrat­íska vel­ferð­ar­rík­is. „You never had it so good“.

# Hrun Bretton Woods þýddi, að fram­vegis gat fjár­magn flætt yfir landa­mæri, stjórn­laust og án eft­ir­lits. Þar með misstu þjóð­ríkin nán­ast öll völd í hendur fjöl­þjóð­legra auð­hringa fjár­magns­eig­enda, með afleið­ingum sem við sjáum ekki fyrir end­ann á enn í dag. Þar með hófst tíma­bil nýfrjáls­hyggju (mark­aðstrú­boðs­ins) og hnatt­væð­ingar fjár­magns­ins. Póli­tíkin hélt hins vegar áfram að vera lokal.

# Þar með hófst sam­keppni þjóð­ríkj­anna um „skatt­lagn­ingu nið­ur­-á- við“ til að laða að fjár­magn í nafni sam­keppn­is­hæfni. Sköttum var aflétt af fjár­magni og fjár­magnstekj­um, en hækk­aðir á neyslu almenn­ings og laun. Mark­aðs­ráð­andi fjöl­þjóð­legir auð­hringar borga enga skatta, nema til mála­mynda í skatta­skjólum. Auð­hring­arnir ráða – þjóð­ríkin lúffa.

# Þetta er rétt­lætt með mark­aðstrú­boði nýfrjáls­hyggj­unn­ar. Skv. henni er hið (lýð­ræð­is­lega) rík­is­vald alltaf hluti af vand­an­um, aldrei lausn­inni. Mark­að­ur­inn er sagður sjálf­leið­rétt­andi og íhlutun rík­is­ins ævin­lega af hinu vonda. For­stjóra­veldið á að skila hámarks­arði á kaup­höll­inni árs­fjórð­ungs­lega. Af­leið­ing­arn­ar: For­stjóra­laun og hvata­bónusar hund­ruð­faldast; út­lán banka bein­ast að kaup­hall­ar­braski og fast­eigna­mörk­uð­u­m; fast­eigna­verð helstu borga er fyrir löngu óvið­ráð­an­legt öðrum en auð­kýf­ing­um. Lang­tíma­fjár­fest­ingar í innviðum sitja á hak­an­um. Bólu­hag­kerfi af þessu tagi bíða þess eins að springa með hörmu­legum afleið­ingum fyrir þorra almenn­ings.

# Raun­hag­kerfið – fram­leiðsla á vörum – flutt­ist frá þró­uðum ríkjum til Kína, Ind­lands, Bangla­desh .o.s.frv. Millj­arðar lág­launa­fólks bætt­ust við vinnu­markað heims­ins: hlutur launa lækk­aði, arður fjár­magns­eig­enda hækk­aði. Samn­ings­staða verka­lýðs­hreyf­inga í þró­uðum ríkjum versn­aði. Kaup­máttur launa lækk­aði. Til er orðin ný und­ir­stétt á hung­ur­laun­um, þjóð­fé­lags­lega utan­garðs og án (mann)rétt­inda og örygg­is. Enskan hefur búið til nýtt hug­tak fyrir þennan veru­leika: „precari­at“ – áður „pro­let­ari­at“.

Verka­lýðs­hreyf­ingin heyr varn­ar­bar­áttu fyrir þá sem halda vinnu. Völd hennar og áhrif fara þverr­andi og þar með jafn­að­ar­manna­flokka, sem eru skv. skil­grein­ingu hinn póli­tíski armur verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar.

# Bólu­hag­kerfið endar ævin­lega á því, að sjúkt fjár­mála­kerfi hefur dælt út lánum í gróða­skyni, sem skuldu­nautar fá ekki undir ris­ið. Þá brestur traust­ið, og spila­borgin hryn­ur. Almenn­ingur (rík­ið) er kraf­inn um að greiða skuld­irnar til að forða hruni. Við tekur „harm­kvæla­stefna“ (e. austerity): nið­ur­skurður í vel­ferð­ar­kerf­inu og hækkun skatta á almenn­ing. Þetta gerð­ist síð­ast undir nafn­inu „The Great Recession“.Al­geru hruni var forðað með stærsta björg­un­ar­leið­angri á vegum rík­is­ins (skatt­greið­enda) í sög­unni. Þar með var hug­mynda­legt gjald­þrot nýfrjáls­hyggj­unnar (mark­aðstrú­boðs­ins) næsti bær við hrun komm­ún­ism­ans. 

# Nú er svo kom­ið, að þriðja stærsta hag­kerfi heims­ins, sem mælist í trilljónum doll­ara, á heima­festi í skatta­skjól­um. Fjöl­þjóða­auð­hring­arn­ir, sem eru alls­ráð­andi yfir auð­lindum jarð­ar­innar og heimskeðju vöru­fram­leiðsl­unn­ar, sem og upp­lýs­inga­kerfi hátækn­inn­ar, hafa sagt sig úr lögum við þjóð­rík­in. Auð­hring­arnir hafa tekið lögin í sínar eigin hendur í krafti alls­ráð­andi fjár­magns­valds . 

Þess vegna er allt í senn, líf­rík­ið, lýð­ræðið – og vel­ferð­ar­ríkið – í umsát­urs­á­standi. Við lifum nú á nýrri öld ÓJAFN­AЭAR­INS, í miðjum klíðum tækni­bylt­ing­ar, sem hótar að leysa manns­hönd­ina af hólmi. 

LAUSN­IRN­AR? Höfum við ekki séð framan í þetta áður? Jú, víst. Hvernig fórum við þá að? Í Amer­íku var það „NEW DEAL“. Nær okkur var það „NOR­RÆNA MÓD­EL­IГ. Eftir stríð var það „EVR­ÓPSKA SÓS­ÍAL MÓD­EL­IГ . Það var gullöld jafn­að­ar­stefn­unn­ar. Við vitum af reynslu, hvaðan hætt­urnar steðja að og í hverju lausn­irnar eru fólgn­ar.

En það er ekki öll von úti enn. Í sein­ustu viku var eins og leið­togar G-6 og G-20 ríkja heims rönk­uðu ögn við sér. Þeir kváðu upp úr um það, að fjöl­þjóð­legir auð­hringar skyldu hér eftir greiða skatta, þar sem tekj­urnar verða til (í stað þess flytja höf­uð­stöðvar sínar að nafn­inu til, þangað sem skattar eru lágir eða engir). Ef auð­hring­arnir þversköll­uð­ust við, skyldi þeim samt gert að greiða lág­marks­skatt (15%). Ef þeir standa við stóru orð­in, er þetta fyrsta skrefið í þá átt að end­ur­reisa völd þjóð­ríkj­anna. Næsta skref væri að bind­ast sam­tökum um að loka öllum skattaparadís­um. Þetta á að gera í sam­starfi við Kína, sem hefur sömu hags­muna að gæta. Þar með væru vel­ferð­ar­ríkin leyst úr umsát­urs­á­standi auð­hring­anna. Þetta, ásamt verndun líf­rík­is­ins, er stærsta verk­efni stjórn­mál­anna á okkar dög­um.

Höf­undur var for­maður Alþýðu­flokks­ins – flokks íslenskra jafn­að­ar­manna – 1984-96.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar