Af hverju trúum við ekki á fólk?

Nanna Hlín Halldórsdóttir
14711146916_87a4a490a2_b.jpg
Auglýsing

Þessar síð­ustu vikur og mán­uði hef ég ósjaldan velt því fyrir mér að hversu miklu leyti stjórn­mála­fólk sem hefur tjá sig um fjár­hags­að­stoð, öryrkja og bóta­kerfið hafi þurft að reiða sig á vel­ferð­ar­kerf­ið. Því stundum nálg­ast það fulla vinnu að „díla“ við kerfið og sanna fyrir því að maður sé virki­lega veik­ur. Sem lýsir algerri patt­stöðu fyrir veikt fólk; það þarf á líf­eyri að halda einmitt vegna þess að það getur ekki unn­ið. Að hafa fjár­hags­á­hyggjur ofan í verki og sárs­auka er ekki upp­skrift að öðru lífi en því að tóra. Það tryggir ekki vel­ferð fólks. En þetta er staðan á Íslandi í dag, í fámennu sam­fé­lagi svo ríku af auð­lindum og auð­æfum að lík­leg­ast væri hægt að kalla pleisið okkar para­dís ef ekki ríkti hér önnur eins mis­skipt­ing gæða (og norð­an­vind­ur).

Sem mann­eskja sem hefur þurft að lifa með krónískum veik­indum frá ung­lings­aldri get ég vottað til um að það að lifa af bótum býður ekki upp á neitt meira en að tóra. Það velur engin það hlut­skipti nema að búa við sára­fáa mögu­leika. Sem mann­eskja sem lifir með krónískum sjúk­dóm sem hefur ekki hlotið við­ur­kenn­ingu frá kerf­inu (ME/sí­þreytu) get ég einnig vottað til um að það er hæg­ara sagt en gert að fá örorku, end­ur­hæf­inga­líf­eyri og jafn­vel fjár­hags­að­stoð. Það er mjög erfitt og glatað að njóta ekki stuðn­ings kerf­is­ins þegar maður getur ekki mætt til vinnu vegna veik­inda og er þetta í raun örvænt­ing­ar­full staða.

Auglýsing


Hvað varð til þess að svo öfug­snúnum gildum var leyft að ráða ríkjum í því sem heita á velferðarkerfi?



Hvað varð til þess að svo öfug­snúnum gildum var leyft að ráða ríkjum í því sem heita á vel­ferð­ar­kerfi? Hví er frum­for­senda kerf­is­ins sú að allir sé svindl­arar sem sanna þurfi sak­leysi sitt og veik­indi (fyrir nokkra aura?) Það er reyndar ekk­ert svo flókið að finna svör við þeim spurn­ing­um. Þau eru að finna í hug­mynda­sögu Vest­ur­landa, sem í ein­föld­uðu máli er einn hræri­grautur krist­ins sið­ferðis og rétt­læt­ingar á kap­ít­al­ísku efna­hags­fyr­ir­komu­lagi og heims­valds­stefnu. Í bók­inni Caliban and the Witch rekur fræði­konan Sil­via Feder­ici það hvernig hug­myndir kirkj­unnar um fátækt hafi smám saman breyst við upp­haf kap­ít­al­isma. Á mið­öldum sá kirkjan sóma sinn í að hjálpa öllum þeim sem bjuggu við fátækt (og fátækir sættu sig við hlut­skipti sitt), en við upp­haf kap­ít­al­isma varð til hug­myndin um hina verð­ugu fátæku og þá óverð­ugu fátæku. Með þess­ari skipt­ingu var fólk sem þurfti á hjálp að halda gert var­huga­vert og sakað um leti og svindl. Feder­ici bendir einnig á hinir óverð­ugu komu ávallt úr valda­minni stéttum sam­fé­lags­ins eins og birt­ist til dæmis í hug­mynd­inni um Vel­ferð­ar­drottn­ing­una (e Welfare Queen), en sú hug­mynd um svarta konu á níunda ára­tug síð­ustu aldar í Banda­ríkj­unum var notuð af fullum krafti gegn und­ir­skipupum hópum þar í landi.



­Gengur vel­ferð fólks út á hversu arð­bært fólkið er fyrir „at­vinnu­líf­ið“ eða „fyr­ir­tæk­in“ í landinu?



Nú þegar skafað hefur verið innan úr vel­ferð­ar­kerf­inu í nafni aðhalds­að­gerða verðum við að spyrja okkur þess­ara sið­ferð­is­legu og póli­tísku spurn­inga: Er fólk afl fyrir vinnu­mark­að­inn eða starfar ríkið í þágu fólks­ins? Gengur vel­ferð fólks út á hversu arð­bært fólkið er fyrir „at­vinnu­líf­ið“ eða „fyr­ir­tæk­in“ í land­inu?



Það virð­ist mér afar brýnt mál að við spyrjum okkur þess­ara spurn­inga einmitt núna. Margt bendir til þess að störfum fari fækk­andi í heim­in­um. Tækni og þekk­ing (en ekki kap­ít­al­ismi) hefur leitt til þess að í raun höfum við gnægð en ekki skort – engu að síður er sam­fé­lags­gerð jafn­vel rík­ustu þjóða heims­ins byggð á skorti til þess að rétt­læta þá kröfu að fólki vinni eins og vélar – til þess að pen­inga­gildi fólks fari eftir vinnu­krafti þeirra (og til­fallandi hug­myndum um hæfn­i). Banda­ríski mann­fræð­ing­ur­inn David Graeber hefur bent á að til séu orðin  „bullshit jobs“ eins og hann kallar það; til­gangs­laus störf við ýmis konar skriffin­sku – því fólk þurfi jú að mæta til vinnu til þess að hægt sé að rétt­læta það að borga þeim laun (svo þau við­haldi efna­hags­kerf­inu alveg örugg­lega sem neyt­end­ur), í stað þess að horfast í augu við þá stað­reynd að við þurfum alls ekki á 8 tíma vinnu­degi að halda – og svo síður sé, vel­ferð okkar allra væri mun betur tryggð ef vinnu­vikan væri stytt. Ef aukin þekk­ing og tækni væri nýtt til að auka vel­ferð fólks.



Það er mik­il­vægt að spyrja þess­ara spurn­inga einmitt núna vegna þess að við stöndum á tíma­mót­um. Efna­hags­kerfið þarf ekki á vinnu­krafti okkar að halda mikið leng­ur, en þeir hug­mynda­straumar sem eru við lýði gera okkur var­huga­verð ef við fáum ekki vinnu eða getum ekki unn­ið, ef við pössum ekki í þennan vinnu­kassa sem allt mælist út frá. Það má vera að vel­ferð­ar­kerfið hafi frá stofnun að ein­hverju leyti mið­ast við hina kap­ít­al­ísku kröfu um arð­bært vinnu­afl, en það þýðir ekki að fram­tíðin þurfi að bera slíkt vel­ferð­ar­kerfi í skauti sér. Það er kom­inn tími til þess að við umbreytum kerf­inu á þann hátt að það spyrji fyrst um líðan fólks­ins í stað þess að véfengja orð þess og vitn­is­burð.



Það myndi breyta svo miklu að búa ekki við þessa stöð­ugu tor­tryggni. Að fá rými til þess að læra að lifa við þær for­sendur sem manni hefur verið úthlutað en ekki vera þröngvað í mót vinnu­kerfis sem er að líða undir lok.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None