Áhöfnin á flaggskipi íslenska heilbrigðiskerfisins

Kári Árnason
15416922713-1ded9deb5a-z.jpg
Auglýsing

Ég heiti Kári Árna­son og er 26 ára gam­all sjúkra­þjálf­ari. Ég er félags­maður í Banda­lagi háskóla­manna (BHM) og upp­lifi það nú í fyrsta skipti á ævinni hvernig það er að berj­ast fyrir bættum kjörum og því að menntun sé metin til launa á Íslandi, er félagar mínir í BHM standa í verk­falls­að­gerðum líkt og alþjóð veit.

Þegar fréttir um mögu­legar verk­falls­að­gerðir fóru að heyr­ast snemma á þessu ári varð mér hugsað til barna­skóla­ár­anna þegar grunn­skóla­kenn­arar fóru í verk­fall. Við vin­irnir fengum þá allt í einu langt og gott frí til þess að leika okkur allan dag­inn án þess að þurfa að mæta í skól­ann og nutum þess eflaust alveg í botn.

Í dag starfa ég á bækl­un­ar­skurð­deild Land­spít­al­ans og fæ því áhrif verk­falls BHM beint í æð. Ljóm­inn af æskuminn­ing­unum kenn­ara­verk­fallls­ins er alveg horf­inn. Að vera í verk­falli er sko ekk­ert grín! Að berj­ast fyrir því að fá mann­sæm­andi laun fyrir þá vinnu sem maður sinnir er ekk­ert grín! Hefð­bundin starf­semi bækl­un­ar­skurð­deild­ar­innar hefur legið niðri frá því að verk­falls­að­gerðir BHM hófust en engar skipu­lagðar aðgerð­ir, líkt og lið­skiptað­gerðir fyrir hné og mjaðmir, hafa verið gerðar frá því að verk­fallið hófst. Biðlist­arnir halda áfram að lengj­ast (nógu mikið lengd­ust þeir í lækna­verk­fall­inu) með til­heyr­andi skerð­ingu á lífs­gæðum fólks sem sumt á erfitt með að sinna sínum dag­legum störfum vegna þeirra óþæg­inda sem fylgja því þegar stoð­kerfi lík­am­ans er farið að kvarta.

Auglýsing

Land­spít­al­inn, eins og oft hefur komið fram í fjöl­miðl­um, er og á að vera flagg­skip íslenska heil­brigð­is­kerf­is­ins. Flagg­skipum fylgir iðu­lega ákveð­inn glæsi­leiki líkt og nafnið gefur til kynna. Sterkar stoð­ir, stór og glæsi­leg segl og sterkur skip­stjóri sem er þó algjör­lega gagns­laus ef með honum er ekki áhöfn í hæsta gæða­flokki. Til þess að halda uppi þessum glæsi­leika þarf hins vegar ákveðið við­hald. Bæði á flagg­skip­inu sjálfu og á áhöfn­inni.

Ég er stoltur af því að vera starfs­maður Land­spít­al­ans. Fyrir ungan heil­brigð­is­starfs­mann sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnu­mark­aðnum er ekki hægt að finna betri vett­vang til þess að und­ir­búa mann fyrir þann krefj­andi starfs­vett­vang sem heil­brigð­is­kerfið er. Á þessum tveimur árum sem ég hef starfað á Land­spít­al­anum hef ég hins vegar séð að við­haldi þessa svo­kall­aðs „flagg­skips“ íslenska heil­brigð­is­kerf­is­ins er engan veg­inn sinnt nægi­lega vel. Þá hvorki á skip­inu né áhöfn­inni. Hægt er að benda á hluti eins og laun, vinnu­að­stöðu, álag starfs­fólks, aðstöðu sjúk­linga, hús­næð­is­vanda og í raun er list­inn ansi lang­ur. Um þessi atriði hefur verið rætt oft og mörgum sinn­um, bæði í fjöl­miðlum og á Alþingi. Ef að Land­spít­al­inn á að halda áfram að vera heill­andi vinnu­staður fyrir ungt fólk sem hyggur á starfs­feril í heil­brigð­is­kerf­inu verður eitt­hvað að fara ger­ast! Jákvæð teikn eru á lofti um byggingu nýs Land­spít­ala við Hring­braut­ina og bætta aðstöðu í hús­næð­is­málum en það er ekki nóg. Ef launa­málin verða ekki löguð þá stefnum við í strand. Þegar öllu er á botn­inn hvolft þá eru það launin sem skipta hvað mestu máli. Auð­vitað er mik­il­vægt að hafa gaman af starf­inu og njóta þess að mæta til vinnu en það er afskap­lega erfitt að lifa á ham­ingj­unni einni og sér.  Ég starfa einnig á einka­rek­inni sjúkra­þjálf­ara­stofu og fæ því að sjá svart á hvítu hvernig þessum launa­málum er hátt­að.

Rík­is­stjórn Íslands og Lækna­fé­lagið sendu frá sér sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu þegar lækna­verk­fall­inu lauk um end­ur­reisn heil­brigð­is­kerf­is­ins. Um þessa yfir­lýs­ingu var rætt á sam­stöðu­fundi félags­manna BHM á Land­spít­al­anum fyrr á þessu ári og  einn ræðu­mann­anna spurði sal­inn: „Haf­iði heyrt um deild­ina sem opn­aði og inni­hélt bara tvo lækna? Vit­iði hvaða starf­semi átti sér stað á fyrsta degi? Eng­in!“ Með fullri virð­ingu fyrir lækna­stétt­inni og þeirra ómet­an­lega starfi þá er heil­brigð­is­kerfið okkar ekki bara byggt upp á lækn­um. Ekki frekar en 11 manna knatt­spyrnu­lið er bara byggt upp á sókn­ar­mönn­um. Við erum í þessu öll sam­an, sjúkra­þjálf­ar­ar, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar, lækn­ar, geisla­fræð­ing­ar, líf­einda­fræð­ing­ar, sjúkra­liðar og svo mætti lengi telja. Við erum öll í sama lið­inu þótt að hlut­verk okkar innan liðs­ins séu ólík. Mark­miðið okkar er það sama. Að við­halda sterku og öfl­ugu heil­brigð­is­kerfi á Íslandi. Til þess að það sé mögu­legt verða þeir sem stjórna þessu landi að fara vakna og átta sig á því. Bens­ín­ljósið er búið að vera blikk­andi alltof lengi. Laun háskóla­mennt­aðs fólks í land­inu verður að bæta og rík­is­stjórnin verður að fara að meta menntun til launa!

Höf­undur er sjúkra­þjálf­ari.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiÁlit
None