Allt orkar tvímælis þá gert er

Tvímælis orkar hvort lækkun vaxta hafi gert íbúðakaup auðveldari og hagkvæmari til lengri tíma að mati Indriða H. Þorlákssonar. Að hans mati hefur „vaxtahringekja“ Seðlabankans haft mikla eignatilfærslu í för með sér.

Auglýsing

„Allt orkar tví­mælis þá gert er,“ sagði Njáll þegar hann lagði á ráð um véla­brögð í deilum sona sinna við Þráin Sig­fús­son. Á það einnig við um glímu Seðla­bank­ans við afleið­ingar af COVID-19 og verð­bólgu með stýri­vexti að vopni, hraða lækkun þeirra úr 3,75% niður í 0,75% á 17 mán­uðum frá miðju ári 2019 og síðan hækkun til hins sama á 16 mán­uðum eftir 2ja mán­aða dvöl á botn­in­um. Mark­mið SÍ er að stuðla að stöð­ugu verð­lagi, skil­greint sem að hækkun vísi­tölu neyslu­verðs sé ekki meiri en 2,5% á ári.

Fram hefur komið að ákvörðun um vaxta­lækk­anir hafi að ein­hverju leyti verið til að styðja við aðgerðir stjórn­valda til að draga úr efna­hags­legum afleið­ingum COVID-19. Þótt slíkur stuðn­ingur sé ekki meðal meg­in­mark­miða Seðla­bank­ans segja lög um hann að hann skuli: „stuðla að fram­gangi stefnu rík­is­stjórn­ar­innar í efna­hags­mál­um, enda telji hann það ekki ganga gegn mark­miðum bank­ans“. Verður því að telja að ákvarð­anir bank­ans um lækkun stýri­vaxta hafi að mati hans bæði sam­rýmst mark­miðum bank­ans og verið til stuðn­ings við stefnu rík­is­stjórn­ar­innar í öðrum mál­um.

Í Kast­ljósi 9. febr­úar sl. kom fram að Seðla­banka­stjóri telur að þessar aðgerðir hafi náð til­gangi sín­um, örvað hag­kerfið og dregið úr atvinnu­leysi og ekki síst stuðlað að auknum umsvifum á hús­næð­is­mark­aði og einkum því að auð­velda ungu fólki að kaupa sér þak yfir höf­uð­ið. Vel má vera að fyrri tvö atriðin séu rétt, þótt ekki sé ljóst á hverju þær stað­hæf­ingar eru byggðar þar sem vís­bend­ingar eru um að útlán banka­kerf­is­ins til fyr­ir­tækja hafi dreg­ist saman eða vaxið lítið á tíma­bili vaxta­lækk­ana sem kemur m.a. fram í fund­ar­gerð fjár­mála­stöð­ug­leika­nefndar Seðla­bank­ans í des­em­ber sl. Útlán vegna íbúða­kaupa uxu hins vegar veru­lega og fjöldi þeirra sem keypti sína fyrstu íbúð jókst einnig nokk­uð. Ekki skal það dregið í efa að lækkun vaxta hafi létt mörgum að taka ákvörðun um kaup á fast­eign og minni greiðslu­byrði lána auð­veldað þeim að kom­ast í gegnum greiðslu­mat. En tví­mælis orkar hvort það hefur gert íbúða­kaupin auð­veld­ari og hag­kvæm­ari til lengri tíma þegar litið er til afleið­inga af vaxta­lækk­un­inni.

Línu­ritið hér til hliðar rennir stoðum undir þá ályktun seðla­banka­stjóra að vaxta­lækk­unin hafi aukið eft­ir­spurn en sýnir einnig að bygg­inga­mark­að­ur­inn gat ekki brugð­ist við auk­inni eft­ir­spurn með auknu fram­boði og leiddi það til hækk­unar á fast­eigna­verði. Hækkun þess á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er talin vera um 17% á tólf mán­uð­um.

Önnur fyr­ir­sjá­an­leg afleið­ing auk­innar eft­ir­spurnar og verð­hækk­unar var þurrð á íbúða­mark­aði. Kaup­samn­ingum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem verið höfðu 600 til 700 á mán­uði á árunum frá 2017 til miðs árs 2020 fjölg­aði í 900 til 1000 á mán­uði til miðs árs 2021 að þeim fór fækk­andi og eru nú aftur komnir í fyrra horf. Ungum íbúð­ar­kaup­endum fjölgað eitt­hvað en sú fjölgun virð­ist ekki var­an­leg. Það orkar tví­mælis hvort þessar breyt­ingar hafi í reynd auð­veldað ungu fólki að kaupa sér þak yfir höf­uð­ið.

Hækkun hús­næð­is­verðs hefur að veru­legu leyti étið upp ávinn­ing kaup­enda af lækkun vaxta, einkum hjá þeim sem keyptu á síð­ari hluta COVID-19 tíma­bils­ins. Vegna hærri höf­uð­stóls lána er greiðslu­byrði engu minni en hún hefði verið af lægra láni með hærri vöxt­um. Kaup­end­urnir njóta því ekki lækk­unar vaxta heldur selj­endur eign­anna hvort sem það voru ein­stak­ling­ar, sem voru t.d. að minnka við sig hús­næði, eða bygg­ing­ar­að­ilar og þeir sem fjár­mögn­uðu bygg­ingar þeirra.

Auglýsing

Hækkun fast­eigna­verðs leiddi til hækk­unar á vísi­tölu neyslu­vöru og hækk­unar á verð­bótum verð­tryggðra lána. Seðla­bank­inn álítur hækk­un­ina vera ógnun við stöðugt verð­lag og hækkar vexti í það sama og þeir voru áður. Þar með er hringnum lokað og greiðslu­byrði lána hefur því hækkað hvort sem um var að ræða verð­tryggð eða óverð­tryggð lán.

Hækkun Seðla­bank­ans á stýri­vöxtum kom ekki á óvart enda í takt við pen­inga­stefnu hans hvort sem hún á vel við eða ekki í þeim óvenju­legu ástæðum sem til staðar eru. En vera má að síð­búið inn­sæi bank­ans í að ákvarð­anir hans um lækkun vaxta hafi verið mis­ráðnar eigi einnig hlut að máli eins og ráða má af orðum pen­inga­stefnu­nefnd­ar­manns í Vís­bend­ingu og Kjarn­anum 17. þ.m. Spurn­ingin er hvort það að ætla „að stuðla að fram­gangi stefnu rík­is­stjórn­ar­innar í efna­hags­málum“ með lækkun stýri­vaxta til að hafa áhrif á fast­eigna­markað hafi verið greið­vikni byggð á ósk­hyggju og því mis­tök sem kom­ast hefði mátt hjá með raun­hæfu mati á eðli þess mark­aðar og stöðu á hon­um. Það lá ljóst fyrir að fram­boðs­skortur hrjáði mark­að­inn og að staða fyrstu kaup­enda, einkum ungs fólks, verður ekki leyst nema með auknu fram­boði hús­næðis á félags­legum grund­velli.

En nú, eftir hækkun vaxta í fyrra horf, er þá ekki allt komið í lag og geta aðilar vinnu­mark­að­ar­ins ekki bara farið að ráðum Seðla­bank­ans og fleiri og samið um óbreytt laun og rík­is­stjórnin unnið bug á COVID-19 hall­anum með nið­ur­skurði eins og boðað er í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­inn­ar? Bíður okkar ekki betri tíð með blóm í haga? Er nokkur ástæða til að gera rellu út af því að vaxta­hringekja Seðla­bank­ans hafi haft mikla eigna­til­færslu í för með sér? Selj­endur hús­eigna, sem ekki höfðu lengur þörf fyrir þær, bygg­ing­ar­að­ilar og fjár­magns­eig­endur fengu nokkra auka millj­arða í sinn hlut og nýir íbúða­kaup­endur greiða þá með glöðu geði með hækk­uðu kaup­verði íbúða sinna og auknum vaxta­greiðslum um ókomin ár. Lækkun vaxt­anna var nefni­lega gerð fyrir þá.

Ráð Njáls hindr­uðu hvorki Skarp­héðin í því að reka öxi sína í haus Þráni né komu í veg fyrir að Berg­þórs­hvoll yrði báli að bráð. Hversu vel munu ráð Seðla­bank­ans duga ungu fólki í íbúð­ar­kaupum og þjóð­inni í bar­áttu við verð­bólgu­bál­ið?

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar