Orðbólga

Örn Bárður Jónsson segir að líkja megi þeirri orðbólgu sem hlaupið hefur í notkun ýmissa orða í málinu við óðaverðbólgu níunda áratugarins. Í aðsendri grein skoðar Örn tvö orð sem „hafa bólgnað mjög í notkun“.

Auglýsing

Vart hefur orðið mik­illar orð­bólgu á nýliðnum miss­er­um. Orð­bólgu kalla ég það þegar mikil bólga hleypur í ein­stök orð í mál­inu.

Nefni ég tvö orð sem hafa bólgnað mjög í notkun og að hluta til, lík­lega af þekk­ing­ar­leysi um upp­runa og orð­myndun í báðum til­fell­um.

Auglýsing

Orð 1

Hið fyrra sem ég nefni er atviks­orðið ansi. Atviks­orð eru smá­orð sem beygj­ast hvorki í falli né í tíðum og lýsa því oft hvern­ig, hvar eða hvenær eitt­hvað ger­ist.

Frétta­menn og við­mæl­endur þeirra í fjöl­miðlum virð­ast mjög hrifnir að þessu orði, ég segi nú bara, ansi hrifn­ir.

En hver er upp­runi orðs­ins ansi? Orðið er stytt­ing á orð­inu and­skoti sem merkir t.d. djöf­ull, skratti, köl­ski, fjandi, ill­menni, ómenni, myrkra­höfð­ingi, djöfla­merg­ur.

Má kannski bjóða þér á skipti­markað og hvíla orðið ansi og nota t.d. djöfla­mergur í stað­inn í dag­legu tali? Tökum dæmi: Leik­sýn­ingin var djöfla­mergs góð. En lík­lega gengur það ekki sem lýs­ing.

Orðið ansi ber í sér nei­kvæðan blæ eins og nefnd dæmi sanna. Íslensk nútíma­máls­orða­bók nefnir nokkur hlið­stæð dæmi, líkrar merk­ing­ar:

hroða­lega, hræði­lega, ógur­lega, skelfi­lega, déskoti, hörmu­lega, óskap­lega, illi­lega, aga­lega.

Eigum við að prófa dæmi? Barnið er ansi fal­legt. Gengur það? Próf­aðu að skipta út ansi og settu inn orðin í list­anum hér að fram­an. Barnið er hörmu­lega fal­legt. Gengur það? Nei, auð­vitað ekki.

En hvað er hægt að nota í stað orðs­ins ansi?

Til dæm­ist mætti orða feg­urð barns­ins með því að nota eft­ir­far­andi atviks­orð. Barnið er mjög, afar, svo, einkar, dýrð­lega, ótrú­lega ... fal­legt! En skv. mínum málsmekk, alls ekki ansi fal­legt!

Orð 2

Hitt orðið sem er í mik­illi upp­sveiflu og orð­bólgu kallar fram minn­ingar um mestu verð­bólgu lýð­veld­is­tím­ans, 85,7% árið 1983 skv. Hag­stofu Íslands.

Orð­bólgan sem hlaupið hefur í næsta orð sem hér verður tekið til umfjöll­unar er ógur­leg.

Orðið er ástríða sem virð­ist í miklu upp­á­haldi hjá ansi, djé­skoti, hræði­lega mörgum svo notuð séu atviks­orð úr fyrri hluta þess­ara þanka.

En hvernig er orðið mynd­að? Það er sett saman úr tveimur orð­um, for­setn­ing­unni á og sögn­inni stríða. Nafn­orðið ástríða tjáir þar með að eitt­hvað hafi verið gert með því að stríða á eitt­hvað, gera verkn­að­inn af inn­lifun, áhuga, ákefð, hita. Á ensku er til orðið passion og passionate sem þýðir ástríðu­fullur.

Orðið skal því bera fram með áherslu á fyrri lið­inn, á-stríða.

Mynd: Örn Bárður Jónsson

Þetta er einkar fag­urt orð en fram­burð­ur­inn verður þá að vera rétt­ur. Tungu­málið er nefni­lega ekki bara stafir og orð, heldur einnig og ekki síð­ur, tón­list. Málið er músík og þess vegna þurfa áherslur að vera réttar svo ekki verði sungið falskt.

Tízku­orðið ástríða hefur orðið fyrir alvar­legri orð­bólgu (of­notk­un) og um leið hefur tón­list orðs­ins riðl­ast og atkvæða­skipt­ingin sömu­leið­is, því flestir sem ég heyri nota orðið í fjöl­miðlum skipta því í þessa tvo hluta: ást-ríða.

Rangur fram­burð­ur, fölsk tón­un, röng hrynj­andi, breytir algjör­lega merk­ingu og inn­taki orðs­ins. Orðið hefur í reynd ekk­ert með ást að gera og þaðan af síður athöfn­ina ríða.

En þessi falski fram­burð­ur, ómús­íkalska skipt­ing orðs­ins, er í mik­illi upp­sveiflu um þessar mundir og rímar vel við hegðun yngri kyn­slóð­ar­innar sem vill á stundum vera ögn klúr í orð­um. Unga kyn­slóðin mót­ast mjög af net­miðlum eins og t.d. Smartlandi og fleiri álíka sápu­miðl­um. Mín til­gáta er að það sé í raun smart­lenska sem veldur þessum skrítna fram­burði og orð­bólgu þessa fagra og til­finn­inga­ríka orðs, ástríða.

Ég hef ástríðu­fullan áhuga á að fólk hugi betur að inn­taki orða, orð­myndun og merk­ingu og tjái sig í sam­ræmi við það sem tungu­málið geymir í sínum dýr­mætu sjóðum og rót­um.

Vona að lokum að lest­ur­inn og/eða hlust­unin hafi reynst þér ógeðs­lega jákvæð upp­lifun - eða þannig!

Grein­ina má einnig hlusta á með því að smella hér.

Góðar stund­ir!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar