Orðbólga

Örn Bárður Jónsson segir að líkja megi þeirri orðbólgu sem hlaupið hefur í notkun ýmissa orða í málinu við óðaverðbólgu níunda áratugarins. Í aðsendri grein skoðar Örn tvö orð sem „hafa bólgnað mjög í notkun“.

Auglýsing

Vart hefur orðið mik­illar orð­bólgu á nýliðnum miss­er­um. Orð­bólgu kalla ég það þegar mikil bólga hleypur í ein­stök orð í mál­inu.

Nefni ég tvö orð sem hafa bólgnað mjög í notkun og að hluta til, lík­lega af þekk­ing­ar­leysi um upp­runa og orð­myndun í báðum til­fell­um.

Auglýsing

Orð 1

Hið fyrra sem ég nefni er atviks­orðið ansi. Atviks­orð eru smá­orð sem beygj­ast hvorki í falli né í tíðum og lýsa því oft hvern­ig, hvar eða hvenær eitt­hvað ger­ist.

Frétta­menn og við­mæl­endur þeirra í fjöl­miðlum virð­ast mjög hrifnir að þessu orði, ég segi nú bara, ansi hrifn­ir.

En hver er upp­runi orðs­ins ansi? Orðið er stytt­ing á orð­inu and­skoti sem merkir t.d. djöf­ull, skratti, köl­ski, fjandi, ill­menni, ómenni, myrkra­höfð­ingi, djöfla­merg­ur.

Má kannski bjóða þér á skipti­markað og hvíla orðið ansi og nota t.d. djöfla­mergur í stað­inn í dag­legu tali? Tökum dæmi: Leik­sýn­ingin var djöfla­mergs góð. En lík­lega gengur það ekki sem lýs­ing.

Orðið ansi ber í sér nei­kvæðan blæ eins og nefnd dæmi sanna. Íslensk nútíma­máls­orða­bók nefnir nokkur hlið­stæð dæmi, líkrar merk­ing­ar:

hroða­lega, hræði­lega, ógur­lega, skelfi­lega, déskoti, hörmu­lega, óskap­lega, illi­lega, aga­lega.

Eigum við að prófa dæmi? Barnið er ansi fal­legt. Gengur það? Próf­aðu að skipta út ansi og settu inn orðin í list­anum hér að fram­an. Barnið er hörmu­lega fal­legt. Gengur það? Nei, auð­vitað ekki.

En hvað er hægt að nota í stað orðs­ins ansi?

Til dæm­ist mætti orða feg­urð barns­ins með því að nota eft­ir­far­andi atviks­orð. Barnið er mjög, afar, svo, einkar, dýrð­lega, ótrú­lega ... fal­legt! En skv. mínum málsmekk, alls ekki ansi fal­legt!

Orð 2

Hitt orðið sem er í mik­illi upp­sveiflu og orð­bólgu kallar fram minn­ingar um mestu verð­bólgu lýð­veld­is­tím­ans, 85,7% árið 1983 skv. Hag­stofu Íslands.

Orð­bólgan sem hlaupið hefur í næsta orð sem hér verður tekið til umfjöll­unar er ógur­leg.

Orðið er ástríða sem virð­ist í miklu upp­á­haldi hjá ansi, djé­skoti, hræði­lega mörgum svo notuð séu atviks­orð úr fyrri hluta þess­ara þanka.

En hvernig er orðið mynd­að? Það er sett saman úr tveimur orð­um, for­setn­ing­unni á og sögn­inni stríða. Nafn­orðið ástríða tjáir þar með að eitt­hvað hafi verið gert með því að stríða á eitt­hvað, gera verkn­að­inn af inn­lifun, áhuga, ákefð, hita. Á ensku er til orðið passion og passionate sem þýðir ástríðu­fullur.

Orðið skal því bera fram með áherslu á fyrri lið­inn, á-stríða.

Mynd: Örn Bárður Jónsson

Þetta er einkar fag­urt orð en fram­burð­ur­inn verður þá að vera rétt­ur. Tungu­málið er nefni­lega ekki bara stafir og orð, heldur einnig og ekki síð­ur, tón­list. Málið er músík og þess vegna þurfa áherslur að vera réttar svo ekki verði sungið falskt.

Tízku­orðið ástríða hefur orðið fyrir alvar­legri orð­bólgu (of­notk­un) og um leið hefur tón­list orðs­ins riðl­ast og atkvæða­skipt­ingin sömu­leið­is, því flestir sem ég heyri nota orðið í fjöl­miðlum skipta því í þessa tvo hluta: ást-ríða.

Rangur fram­burð­ur, fölsk tón­un, röng hrynj­andi, breytir algjör­lega merk­ingu og inn­taki orðs­ins. Orðið hefur í reynd ekk­ert með ást að gera og þaðan af síður athöfn­ina ríða.

En þessi falski fram­burð­ur, ómús­íkalska skipt­ing orðs­ins, er í mik­illi upp­sveiflu um þessar mundir og rímar vel við hegðun yngri kyn­slóð­ar­innar sem vill á stundum vera ögn klúr í orð­um. Unga kyn­slóðin mót­ast mjög af net­miðlum eins og t.d. Smartlandi og fleiri álíka sápu­miðl­um. Mín til­gáta er að það sé í raun smart­lenska sem veldur þessum skrítna fram­burði og orð­bólgu þessa fagra og til­finn­inga­ríka orðs, ástríða.

Ég hef ástríðu­fullan áhuga á að fólk hugi betur að inn­taki orða, orð­myndun og merk­ingu og tjái sig í sam­ræmi við það sem tungu­málið geymir í sínum dýr­mætu sjóðum og rót­um.

Vona að lokum að lest­ur­inn og/eða hlust­unin hafi reynst þér ógeðs­lega jákvæð upp­lifun - eða þannig!

Grein­ina má einnig hlusta á með því að smella hér.

Góðar stund­ir!

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar