Án heilsunnar er enginn ríkur

Una Hildardóttir frambjóðandi VG í Suðvesturkjördæmi skrifar um heilbrigðismál. Hún segir fyrstu skrefin í átt að heilbrigðiskerfi sem mæti þörfum allra og allir hafi jafnan aðgang að hafa verið tekin í ráðherratíð Svandísar Svavarsdóttur.

Auglýsing

Það er okkur öllum mik­il­vægt að eiga öfl­ugt og gott heil­brigð­is­kerfi sem kemur til móts við þarfir okkar að hverju sinni. Heil­brigð­is­kerfi eru og verða að vera í stöðugri þróun eftir því hvernig sam­fé­lagið breyt­ist. Ein af stærstu áskor­un­unum sem íslenska heil­brigð­is­kerfið stendur frammi fyrir núna er breytt ald­urs­sam­setn­ing þjóð­ar­inn­ar. Fram­farir í lækn­ingum hafa lengt lífslík­ur, hlut­fall eldri Íslend­inga hefur hækkað mikið og mun sú þróun halda áfram næstu ára­tugi. Ný með­ferð­ar­úr­ræði standa til boða, skiln­ingur okkar á þörfum eldri borg­ara hefur breyst og stofn­ana­væð­ing hjúkr­un­ar­heim­ila hefur bless­un­ar­lega minnk­að.

Fjöl­breyti­leiki er fram­tíðin

Í tíð sinni sem heil­brigð­is­ráð­herra hefur Svan­dís Svav­ars­dóttir lagt áherslu á að að bæta öldr­un­ar­þjón­ustu og dreifa betur því álagi sem nú leggst hvað helst á hjúkr­un­ar­heim­ili og Land­spít­ala. Með því að fjölga og efla önnur úrræði höfum við tekið fyrstu skrefin í átt að skil­virkara heil­brigð­is­kerfi. Þar má nefna heilsu­gæslu, heima­hjúkr­un, heilsu­efl­ingu, dagdvöl aldr­aðra og nýtt milli­þjón­ustu­stig á Sól­vangi í Hafn­ar­firði.

Ný heil­brigð­is­stefna er leið­ar­vísir í átt að heild­rænu kerfi sem tryggir fólki sam­fellda þjón­ustu á réttu þjón­ustu­stigi en með því tryggjum við auk­inn sveigj­an­leika. Með fjöl­breyttri nálgun getum við tryggt að búsetu­úr­ræði og heil­brigð­is­þjón­usta taki mið af þörfum og getu fólks. Á sama tíma er að sjálf­sögðu mik­il­vægt að fjölga áfram hjúkr­un­ar­rým­um. Núver­andi rík­is­stjórn fór í stór­á­tak í þeim málum og hefur þeim fjölgað hratt á kjör­tíma­bil­inu. Þannig fjölg­aði hjúkr­un­ar­rýmum ein­ungis um 84 á árunum 2009-2018. Síð­ustu fjögur ár hefur þeim aftur á móti fjölgað um 140 og í lok árs verður fram­kvæmdum við 60 rýma hjúkr­un­ar­heim­ili í Árborg lok­ið.

Auglýsing

Rót vand­ans liggur djúpt

Ómögu­legt er þó að mæta hækk­andi hlut­falli eldra fólks ein­ungis með upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­rýma. Það þarf að end­ur­skoða hvernig við getum þjón­u­stað betur þá ein­stak­linga sem kjósa að búa lengur í eigin hús­næði. Mik­il­vægt er að tryggja eldra fólki öruggt aðgengi að fjöl­breyttum búsetu­úr­ræðum og þjón­ustu­vett­vöngum sem mæta bæði þörfum þess og ósk­um. Þrátt fyrir að útgjöld til Land­spít­al­ans hafi á kjör­tíma­bil­inu auk­ist um 14% á föstu verð­lagi hefur nýt­ing­ar­hlut­fall leg­u­rýma á spít­al­anum hald­ist hærra en æski­legt er. Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til á kjör­tíma­bil­inu munu von­andi verða til þess að hlut­fallið lækki smám sam­an. Þessi frá­flæð­is­vandi stafar að miklu leyti af aðgerð­ar­leysi og skorti á fyr­ir­byggj­andi upp­bygg­ingu innan heil­brigð­is­kerf­is­ins síð­ast­liðin 20 ár. Upp­bygg­ing­ar­á­tak núver­andi rík­is­stjórnar í heil­brigð­is­málum og stór­aukin fram­lög til heil­brigð­is­mála hafa enn ekki náð utan um rót vanda heil­brigð­is­kerf­is­ins sem erfst hefur frá rík­is­stjórn til rík­is­stjórn­ar.

Við höfum tekið fyrstu skrefin

Það er flókið verk­efni að byggja upp heil­brigð­is­kerfi sem mætir þörfum allra sem best og öll hafa jafnan aðgang að. Því hefur Svan­dís svo sann­ar­lega unnið að í tíð sinni sem heil­brigð­is­ráð­herra og er því verk­efni hvergi nærri lok­ið. Efl­ing heilsu­gæsl­unnar sem fyrsti við­komu­staður innan heil­brigð­is­kerf­is­ins er til dæmis aðgerð sem skiptir miklu máli. Þá veit fólk alltaf hvert það á að leita sem dregur úr álagi á bráða­deild­ir. Sam­hliða því hafa fram­lög til heilsu­gæsl­unnar auk­ist um 23%, almenn komu­gjöld lækkað og lögð niður fyrir aldr­aða og öryrkja. Á sama tíma hefur auk­inn stuðn­ingur við fjar­heil­brigð­is­þjón­ustu og nýsköpun í tækni­lausnum gert þjón­ust­una aðgengi­legri. Einnig höfum við fjár­fest í fram­tíð­inni, markað nýja heil­brigð­is­stefnu og lagt 26 millj­arða til bygg­ingu nýs Land­spít­ala. Fyrr á árinu var komið á fót lands­ráð um mönnun og menntun í heil­brigð­is­þjón­ustu með það eitt að markmiði að tryggja til fram­tíðar nægan fjölda hæfs starfs­fólks og að menntun þess full­nægi þörfum heil­brigð­is­þjón­ust­unnar hverju sinni. Heilsu­gæslan und­ir­býr nú í sam­ráði við heil­brigð­is­ráð­herra til­rauna­verk­efni um sér­staka mót­töku fyrir konur en vís­bend­ingar gefa til kynna að þörfum þeirra sé ekki mætt sem skyldi. Við erum því vel nestuð og á réttri leið, en framundan er eng­inn spáss­er­túr. Við í Vinstri grænum viljum halda áfram á þeirri veg­ferð, með bættan hag bæði not­enda og starfs­fólks heil­brigð­is­kerf­is­ins að leið­ar­ljósi.

Höf­undur skipar 2 sæti á lista Vinstri grænna í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar