Án heilsunnar er enginn ríkur

Una Hildardóttir frambjóðandi VG í Suðvesturkjördæmi skrifar um heilbrigðismál. Hún segir fyrstu skrefin í átt að heilbrigðiskerfi sem mæti þörfum allra og allir hafi jafnan aðgang að hafa verið tekin í ráðherratíð Svandísar Svavarsdóttur.

Auglýsing

Það er okkur öllum mik­il­vægt að eiga öfl­ugt og gott heil­brigð­is­kerfi sem kemur til móts við þarfir okkar að hverju sinni. Heil­brigð­is­kerfi eru og verða að vera í stöðugri þróun eftir því hvernig sam­fé­lagið breyt­ist. Ein af stærstu áskor­un­unum sem íslenska heil­brigð­is­kerfið stendur frammi fyrir núna er breytt ald­urs­sam­setn­ing þjóð­ar­inn­ar. Fram­farir í lækn­ingum hafa lengt lífslík­ur, hlut­fall eldri Íslend­inga hefur hækkað mikið og mun sú þróun halda áfram næstu ára­tugi. Ný með­ferð­ar­úr­ræði standa til boða, skiln­ingur okkar á þörfum eldri borg­ara hefur breyst og stofn­ana­væð­ing hjúkr­un­ar­heim­ila hefur bless­un­ar­lega minnk­að.

Fjöl­breyti­leiki er fram­tíðin

Í tíð sinni sem heil­brigð­is­ráð­herra hefur Svan­dís Svav­ars­dóttir lagt áherslu á að að bæta öldr­un­ar­þjón­ustu og dreifa betur því álagi sem nú leggst hvað helst á hjúkr­un­ar­heim­ili og Land­spít­ala. Með því að fjölga og efla önnur úrræði höfum við tekið fyrstu skrefin í átt að skil­virkara heil­brigð­is­kerfi. Þar má nefna heilsu­gæslu, heima­hjúkr­un, heilsu­efl­ingu, dagdvöl aldr­aðra og nýtt milli­þjón­ustu­stig á Sól­vangi í Hafn­ar­firði.

Ný heil­brigð­is­stefna er leið­ar­vísir í átt að heild­rænu kerfi sem tryggir fólki sam­fellda þjón­ustu á réttu þjón­ustu­stigi en með því tryggjum við auk­inn sveigj­an­leika. Með fjöl­breyttri nálgun getum við tryggt að búsetu­úr­ræði og heil­brigð­is­þjón­usta taki mið af þörfum og getu fólks. Á sama tíma er að sjálf­sögðu mik­il­vægt að fjölga áfram hjúkr­un­ar­rým­um. Núver­andi rík­is­stjórn fór í stór­á­tak í þeim málum og hefur þeim fjölgað hratt á kjör­tíma­bil­inu. Þannig fjölg­aði hjúkr­un­ar­rýmum ein­ungis um 84 á árunum 2009-2018. Síð­ustu fjögur ár hefur þeim aftur á móti fjölgað um 140 og í lok árs verður fram­kvæmdum við 60 rýma hjúkr­un­ar­heim­ili í Árborg lok­ið.

Auglýsing

Rót vand­ans liggur djúpt

Ómögu­legt er þó að mæta hækk­andi hlut­falli eldra fólks ein­ungis með upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­rýma. Það þarf að end­ur­skoða hvernig við getum þjón­u­stað betur þá ein­stak­linga sem kjósa að búa lengur í eigin hús­næði. Mik­il­vægt er að tryggja eldra fólki öruggt aðgengi að fjöl­breyttum búsetu­úr­ræðum og þjón­ustu­vett­vöngum sem mæta bæði þörfum þess og ósk­um. Þrátt fyrir að útgjöld til Land­spít­al­ans hafi á kjör­tíma­bil­inu auk­ist um 14% á föstu verð­lagi hefur nýt­ing­ar­hlut­fall leg­u­rýma á spít­al­anum hald­ist hærra en æski­legt er. Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til á kjör­tíma­bil­inu munu von­andi verða til þess að hlut­fallið lækki smám sam­an. Þessi frá­flæð­is­vandi stafar að miklu leyti af aðgerð­ar­leysi og skorti á fyr­ir­byggj­andi upp­bygg­ingu innan heil­brigð­is­kerf­is­ins síð­ast­liðin 20 ár. Upp­bygg­ing­ar­á­tak núver­andi rík­is­stjórnar í heil­brigð­is­málum og stór­aukin fram­lög til heil­brigð­is­mála hafa enn ekki náð utan um rót vanda heil­brigð­is­kerf­is­ins sem erfst hefur frá rík­is­stjórn til rík­is­stjórn­ar.

Við höfum tekið fyrstu skrefin

Það er flókið verk­efni að byggja upp heil­brigð­is­kerfi sem mætir þörfum allra sem best og öll hafa jafnan aðgang að. Því hefur Svan­dís svo sann­ar­lega unnið að í tíð sinni sem heil­brigð­is­ráð­herra og er því verk­efni hvergi nærri lok­ið. Efl­ing heilsu­gæsl­unnar sem fyrsti við­komu­staður innan heil­brigð­is­kerf­is­ins er til dæmis aðgerð sem skiptir miklu máli. Þá veit fólk alltaf hvert það á að leita sem dregur úr álagi á bráða­deild­ir. Sam­hliða því hafa fram­lög til heilsu­gæsl­unnar auk­ist um 23%, almenn komu­gjöld lækkað og lögð niður fyrir aldr­aða og öryrkja. Á sama tíma hefur auk­inn stuðn­ingur við fjar­heil­brigð­is­þjón­ustu og nýsköpun í tækni­lausnum gert þjón­ust­una aðgengi­legri. Einnig höfum við fjár­fest í fram­tíð­inni, markað nýja heil­brigð­is­stefnu og lagt 26 millj­arða til bygg­ingu nýs Land­spít­ala. Fyrr á árinu var komið á fót lands­ráð um mönnun og menntun í heil­brigð­is­þjón­ustu með það eitt að markmiði að tryggja til fram­tíðar nægan fjölda hæfs starfs­fólks og að menntun þess full­nægi þörfum heil­brigð­is­þjón­ust­unnar hverju sinni. Heilsu­gæslan und­ir­býr nú í sam­ráði við heil­brigð­is­ráð­herra til­rauna­verk­efni um sér­staka mót­töku fyrir konur en vís­bend­ingar gefa til kynna að þörfum þeirra sé ekki mætt sem skyldi. Við erum því vel nestuð og á réttri leið, en framundan er eng­inn spáss­er­túr. Við í Vinstri grænum viljum halda áfram á þeirri veg­ferð, með bættan hag bæði not­enda og starfs­fólks heil­brigð­is­kerf­is­ins að leið­ar­ljósi.

Höf­undur skipar 2 sæti á lista Vinstri grænna í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar