Árangur, byrjun eða bara tafir og ekki neitt?

Trausti Baldursson hefur ritar bréf til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og birtir það hér.

Auglýsing

Bern­ar­samn­ing­ur­inn er í stuttu máli meg­in­samn­ingur Evr­ópu­ríkja um vernd plantna og dýra og búsvæða þeirra í Evr­ópu og var stað­festur hér á landi 1993. Emer­ald Network er vist­fræði­legt net vernd­ar­svæða plantna, dýra, búsvæða (habitat) og vist­gerða (habitat type) um alla Evr­ópu. Natura 2000 er fram­lag Evr­ópu­sam­bands­ins til nets­ins. Að koma þessu neti á innan hvers lands er talið vera mik­il­væg­asta verk­efni hvers aðild­ar­ríkis samn­ings­ins til að vernda lÍf­fræði­lega fjöl­breytni. Þann 4. jan­úar sl. kom til­kynn­ing frá umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu um að Ísland væri búið að til­nefna nátt­úru­vernd­ar­svæði í Emer­ald Network og mætti þá halda að bjart væri framund­an. Margir sem starfa að nátt­úru­vernd, þ.á.m. und­ir­rit­að­ur, hafa reynt eftir fremsta megni síð­ast­liðin 25 ár að koma stjórn­völdum í skiln­ing um mik­il­vægi þess að koma þessu vernd­ar­neti dýra og plantan á lagg­irn­ar. Hvernig tókst umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu svo til?

Fimmta jan­úar sendi und­ir­rit­aður með­fylgj­andi bréf til núver­andi umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, hér með einni leið­rétt­ingu þar sem orð­inu „vist­gerða“ hefur verið bætt við í þriðju máls­grein þess. Mik­il­vægt orð það. Það skal tekið fram að þó með­fylgj­andi bréf sé stílað á núver­andi ráð­herra þá á mál­efnið sér um það bil 25 ára sögu, eins og kemur fram hér að fram­an, þar sem nokkrar rík­is­stjórnir og hver umhverf­is­ráð­herr­ann á fætur öðrum hafa haft tæki­færi til að taka á mál­inu með ábyrgum hætti á ólíkum stigum þess. Reyndar hefur einn ráð­herr­ann þokað mál­inu áfram með því að koma nýjum lögum um nátt­úru­vernd í gegn um þingið árið 2013 en lögin tóku þó ekki gildi fyrr en 2015. Tvö ár í súg­inn þar vegna krafna fram­sæk­inna manna. Kannski tekur ein­hver eftir því að und­ir­rit­aður nennir ekki að til­greina sér­stak­lega nöfn ráð­herra eða þeirra flokka sem töfðu málin enda virðist það ekki hafa skipt nokkru máli hver flokk­ur­inn var, svona ef litið er á málið í heild. Fyrr­ver­andi umhverf­is­ráð­herra fékk fyrir tæp­lega fjórum árum afhentar vel ígrund­aðar til­lögur að svæðum til að vinna úr til­lögur að vernd­ar­svæðum í Emer­ald Network en „ekk­ert“ gerð­ist, sjá útskýr­ingar í efni bréfs­ins. Hér er ekki ástæða til að fara yfir hvað nákvæm­lega hefur valdið öllum þessum töfum enda lítið við því að gera núna og það ekki leiðin fram á við.

Auglýsing

En hér er þá bréf­ið.

Til umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra

Und­ir­rit­aður vill koma á fram­færi alvar­legum athuga­semdum við til­nefn­ingu Íslands á svæðum í Emer­ald Network Bern­ar­samn­ings­ins.

Þau svæði sem eru til­nefnd í fram­an­greindri til­lögu eiga vissu­lega heima í vist­fræði­legu neti vernd­ar­svæða og eru öll á lista Nátt­úru­fræði­stofn­unar Íslands, NÍ, um til­lögur að vernd­ar­svæðum í netið þ.e.  sbr. til­lögur á B-hluta nátt­úru­minja­skrár. B-hlut­inn var einmitt m.a. hugs­aður í lögum um nátt­úru­vernd nr. 60/2013 til að upp­fylla einnig skyldur gagn­vart Bern­ar­samn­ingn­um. Fram­an­greind svæði eru öll frið­lýst nú þegar og bæta því engu við hvað snertir vernd líf­ríkis á Íslandi eða Evr­ópu séð í því sam­hengi.

Emer­ald Network er ekki net til að hengja skraut­fjaðrir við­kom­andi landa í. Emer­ald Network er vist­fræði­legt net þar sem svæði eru valin í netið út frá vist­fræði­legu gildi þeirra fyrir vernd ákveð­inna teg­unda, búsvæða og vist­gerða um alla Evr­ópu. Teg­unda/­svæða sem eiga að njóta verndar skv. ákveðnum sam­þykktum Bern­ar­samn­ings­ins. Hér má t.d. nefna sem dæmi allar gerðir búsvæða til­tek­inna fugla­teg­unda s.s. varp­svæði, fæðu­svæði, felli­svæði og við­komu­svæði far­fugla. Sama gildir um stað­bundnar teg­und­ir, t.d. plönt­ur, þó valið geti byggt á öðrum þátt­um.

Hér er greini­lega auð­veldasta leiðin valin og varla hægt að kalla hana annað en vesæla leið. Ísland er löngu orðið eft­ir­bátur allra Evr­ópu­landa um til­nefn­ingu svæða í net­ið, jafnt þeirra landa sem standa innan sem utan ESB. Ef und­ir­rit­aður man rétt þá reyndi Nor­egur að fara þessa leið, þ.e. bara að til­nefna þegar frið­lýst svæði, án þess að rök­styðja vís­inda­lega gildi þeirra m.t.t. krafna Bern­ar­samn­ings­ins, og var rekið heim aft­ur.  Í þessu sam­hengi ber að skoða málið þannig að kröfur Bern­ar­samn­ings­ins eru í flestum til­vikum í sam­ræmi við lög um nátt­úru­vernd hér á landi. Það er þó alltaf þannig að skyldur Bern­ar­samn­ings­ins taka á nátt­úru­vernd­ar­málum í víðu sam­hengi með alla Evr­ópu undir og þar með óbeint víð­ara svæði t.d. hvað snertir far­teg­und­ir. Þetta þykir mörgum sem vilja fara sínu fram og ein­göngu sínu óþægi­legt. Sam­an­ber t.d. vega­gerð um Breiða­fjörð og skóg­rækt án fyr­ir­hyggju um allt land. Þessi tvö mál eru nefnd hér þar sem þau tengj­ast vali svæða í Emer­ald Network og samn­ingn­um, sem og nátt­úru­minja­skrá, og eiga að vera nýjum ráð­herra kunn­ug. Með­ferð þeirra hér á landi hefur jafn­framt verið „kærð“ til Bern­ar­samn­ings­ins.

Sú leið sem hér er val­in, sem marg­ít­rekað hefur verið bent á að er ekki full­nægj­andi, er rök­studd í frétt ráðu­neyt­is­ins á eft­ir­far­andi hátt: „Á Em­er­ald ­Network ­svæðum er gerð krafa um laga­lega stöðu vernd­un­ar, umsjón, vöktun og áætl­anir um hvernig vernd og stjórnun verði hátt­að. Þessi svæði voru valin af því að þau upp­fylla þessar kröfur að hluta eða öllu leyti og vegna þess að þar eru teg­undir eða líf­s­væði sem mik­il­vægt er að vernda sam­kvæmt Bern­ar­samn­ingn­um.“ Hér er sem sagt byrjað á öfugum enda þ.e. að form­leg­heitin um vernd­ar­stöðu eru látin ráða val­inu en ekki vist­fræði­legt gildi svæð­anna heild­stætt þó þau sem slík séu mik­il­væg.

NÍ hefur fram­kvæmt vís­inda­lega úttekt á líf­ríki Íslands, þó margt vanti, bæði hvað varðar vist­gerðir og búsvæði og fyrir teg­undir t.d. fugla og búsvæði þeirra, plöntur og einnig t.d. sela. Hér verður ekki farið nánar út í öll þau gögn sem liggja að baki úttekt NÍ og ráðu­neyt­inu á að vera full kunn­ugt um, vona ég. Til­lögur ráðu­neyt­is­ins eru í engu sam­ræmi við til­lögur NÍ nema að því leyti að þau svæði sem nú eru valin eru mik­il­væg sem slík enda það löngu komið í ljós þar sem þau eru bæði frið­lýst og sum hver einnig Rams­ar­svæði. Við val á svæðum í netið þarf að skoða landið í heild teg­und fyrir teg­und og mun það óhjá­­kvæmi­­lega verða þannig að sum svæð­anna lenda inn á frið­lýstum svæð­um, sjá til­­lögur NÍ. Það getur verið kostur upp á umsýslu svæð­anna og að ná fram vernd því hún er þegar til stað­ar. Frið­lýst svæði eru þó á engan hátt trygg­ing fyrir því að þau séu einnig mik­il­væg fyrir vernd líf­fræði­legrar fjöl­breytni fyrir landið í heild, enda hafa þau ekki hingað til verið valin mjög skipu­lega skv. vis­græði­legri nálg­un. Frið­lýs­ing­ar­þátt­ur­inn á því ekki ein­göngu að ráða val­inu.

Vissu­lega þarf að tryggja vöktun og utan­um­hald um þau svæði sem eru til­nefnd. En það er einmitt það sem er stærsti veik­leiki eða öllu heldur þessi hálf­gerði aum­ingja­skapur íslenskra stjórn­valda sem und­ir­rit­aður nefndi hér áðan. Það er að íslensk stjórn­völd treysta sér ein­fald­lega ekki, eða vilja ekki, leggja fram neinar nýjar til­lögur um vernd svæða sem nauð­syn­legt er að vernda í vist­fræði­legu neti því þau hvorki þora né treysta sér til að upp­fylla þau form­legt­heit sem er kraf­ist hvað varðar umsjón og vöktun nýrra svæða né heldur takast á við þau sam­fé­lags­legu átaka­mál sem fylgja oft í kjöl­farið þegar tek­ist er á um vernd svæða.

Und­ir­rit­aður hvetur nýjan umhverf­is­ráð­herra til að kynna sér almenni­lega, hafi hann ekki nú þegar gert það, hvaða vís­inda­legi grunnur og hug­mynda­fræði liggur að baki skyldum og sam­þykktum Bern­ar­samn­ings­ins og kynni sér í fram­haldi af því til­lögur NÍ að vernd­ar­svæðum sem voru sendar ráðu­neyt­inu í apríl 2018. Síðan þá var marg­ít­rekað af hálfu NÍ við ráðu­neytið að vinna sam­kvæmt til­lög­unum við til­nefn­ingu svæða í Emer­ald Network. Nú hefur ekk­ert gerst í nær 4 ár fyrr en fram­an­greind til­laga var kynnt en hún færir í raun ekk­ert nýtt með sér annað en til­raun til að sýna og skýla sér á bak við þegar til­búnar skraut­fjaðr­ir, sem reyndar eru mik­il­væg­ar, en upp­fylla hvorki vernd­ar­mark­mið með net­inu né skyldur Íslands.

Und­ir­rit­aður starf­aði hjá nátt­úru- og umhverf­is­vernd­ar­stofn­unum rík­is­ins í 26 ár, þ.e. Nátt­úru­vernd­ar­ráði, Nátt­úru­vernd rík­is­ins, Umhverf­is­stofnun og Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands, og þekkir því vel hvaða með­ferð hinar ýmsu til­lögur um vernd hafa fengið hjá ráðu­neyti umhverf­is­mála þessi ár. Til dæmis hófst ekki átak í að vinna að neti vernd­ar­svæða (Em­er­ald Network / Natura 2000) fyrr en fjár­magn barst frá Evr­ópu­sam­band­inu í það átak vegna umsóknar Íslands um inn­göngu í ESB. Ísland þarf að hysja upp um sig bræk­urnar og verða sér ekki til ævar­andi skammar í þessum málum gagn­vart Bern­ar­samn­ingnum og land­inu sjálfu. Und­ir­rit­aður bendir ráð­herra á að kynna sér Emer­ald Network svæði ann­arra landa og einnig Natura 2000 svæði Evr­ópu­sam­bands­ins sem er fram­lag þess í Emer­ald Network. Ef þessi svæði, dreif­ing, mark­mið og ástæða fyrir vernd þeirra eru borin saman við til­lögu ráðu­neyt­is­ins þá sést hvað þessar til­lögur eru bág­bornar og í raun hvað við erum langt á eftir öðrum lönd­um. Það að vera á eftir öðrum er í sjálfu sér ekki mæli­kvarði á gæði ef við værum almennt komin lengra. Að koma með mótsvar eins og að ein­hvers staðar verði að byrja, sem er gott út af fyrir sig, dugar ekki hér. Það hefur áður komið fram að það er fyrir löngu búið að taka saman gögn til að fram­fylgja þessu máli af meiri krafti en fram­an­greind til­laga ber vitni um og van­virðir hún í raun margra ára rann­sóknir á nátt­úru Íslands.

Ef ein­hver snef­ill er af raun­veru­legum vilja hjá íslenskum stjórn­völdum til að stuðla að frek­ari nátt­úru­vernd á Íslandi, á þessum tímum hnign­unar á líf­fræði­legri fjöl­breytni, og sá vilji byggir ekki ein­göngu á að þókn­ast ferða­þjón­ustu eða ein­staka hug­myndum um eitt og annað þá er tæki­færi í Emer­ald Network. Það skal sagt skýrum orðum hér að þær leiðir og aðferðir sem hægt er að beita við vernd teg­unda, búsvæða og vist­gerða sam­kvæmt Bern­ar­samn­ingn­um/Em­er­ald Network og lögum um nátt­úru­vernd geta nýst vel með annarri nýt­ingu ef rétt er á hald­ið. Það er efni í aðra drápu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar