Góðar samgöngur eru fyrir alla

Þórarinn Hjaltason samgönguverkfræðingur fjallar um Borgarlínu í samhengi við nýlegt viðtal Kjarnans við Hrafnkel Á. Proppé skipulagsfræðing. Þórarinn segir núverandi áætlanir um Borgarlínu óhagkvæma fjárfestingu.

Auglýsing

SAM­GÖNGUR FYRIR ALLA (SFA, áður ÁS) er hópur áhuga­fólks sem vill bætt­ar, hag­kvæmar og skil­virkar sam­göngur fyrir alla í höf­uð­borg­inni og nágrenni. Á vef­síðu SFA er gerð nán­ari grein fyrir stefnu og til­lögum hóps­ins.

Flestir geta tekið undir það að æski­legt sé að breyta ferða­venjum okk­ar, auka gæði almenn­ings­vagna­þjón­ustu, ganga og hjóla meira og nota einka­bíl­inn minna. Ég hef kynnt mér sam­göngu­á­ætl­anir 40 borg­ar­svæða af svip­aðri stærð og höf­uð­borg­ar­svæðið í BNA og Kanada. Í öllum til­vikum er sam­hljómur um breyttar áherslur í sam­göngu­skipu­lagi. Þessi borg­ar­svæði eru að mestu leyti byggð eftir að einka­bíll­inn kemur til sög­unnar og eru þess vegna bíla­borgir eins og höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Bíla­eign í BNA og Kanada er eins og á Íslandi með því mesta í heim­inum og því fróð­legt að rann­saka hvað þessar litlu bíla­borgir eru með á prjón­un­um. Hlutur almenn­ings­sam­gangna af öllum ferðum á við­kom­andi borg­ar­svæði er af svip­aðri stærð­argráðu og hér á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Auð­velt að bæta umferð­ar­á­stand á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í Kjarn­anum 29. des­em­ber er við­tal við Hrafn­kel Á. Proppé, fyrr­ver­andi for­stöðu­mann verk­efna­stofu Borg­ar­línu, þar sem hann heldur því fram að ógern­ingur sé að bæta umferð­ar­á­standið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu með sömu aðferðum og hingað til. Þvert á móti myndi umferð­ar­á­standið versna veru­lega ef áfram yrði haldið á sömu braut. Þessi kenn­ing stenst engan veg­inn. Umferð­ar­á­standið í litlum bíla­borgum BNA er mun betra en hér á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar sem umferð­ar­tafir eru álíka miklar og í bíla­borgum með 1-2 millj­ónir íbúa. Skýr­ingin á því er ein­fald­lega sú að fjár­veit­ingar til upp­bygg­ingar þjóð­vega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa verið af skornum skammti.

SFA fagnar þeim mik­il­væga áfanga sem náð­ist með sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Nú sér loks­ins fyrir end­ann á þeirri kyrr­stöðu sem ein­kennt hefur sam­göngu­mál svæð­is­ins und­an­farna ára­tugi. Áætlað er að árlegar fjár­veit­ingar í sam­göngu­inn­viði á 15 ára tíma­bili verði rúm­lega þrefalt meiri en þær hafa verið síð­ustu ára­tug­ina. Auk þess verður ráð­ist í Sunda­braut sem unnt er að fjár­magna að mestu eða öllu leyti með veggjöld­um. Hins vegar gerir SFA alvar­legar athuga­semdir við lélega nýt­ingu fjár­magns í fyr­ir­hug­aða Borg­ar­línu. Áður en lengra er haldið er rétt að skoða betur sam­göngu­á­ætl­anir litlu bíla­borg­anna í BNA og Kanada og reynslu af hrað­vagna­kerfi á Eugenes­væð­inu í Oregon, BNA.

Sam­göngu­á­ætl­anir lít­illa bíla­borga í BNA og Kanada

Tvö þeirra 36 borg­ar­svæða í BNA sem ég skoð­aði eru með hrað­vagna­leiðir (Bus Rapid Transit, BRT). Sex af hinum 34 borg­ar­svæð­unum eru með BRT- eða létt­lesta­kerfi (Light Rail Transit, LRT) á lang­tíma­á­ætl­un. Af þeim 28 borg­ar­svæðum sem þá standa eftir verður fýsi­leiki BRT eða LRT kann­aður á skipu­lags­tíma­bil­inu (sem nær gjarnan til 2040) á 8 borg­ar­svæð­um.

Sam­kvæmt þessu eru 20 borg­ar­svæði með svip­aðan íbúa­fjölda og höf­uð­borg­ar­svæð­ið, sem virð­ast ekki vera að spá í BRT eða LRT. Á flestum af þessum 36 borg­ar­svæðum eru umtals­verðar vega­fram­kvæmdir á áætl­un. Rétt er þó að geta þess að á öllum borg­ar­svæð­unum er lögð áhersla á að bæta almenn­ings­sam­göng­ur. Einnig er und­an­tekn­ing­ar­laust lögð áhersla á upp­bygg­ingu stíga fyrir gang­andi og hjólandi.

Auglýsing

Í Saskatoon í Kanada (íbúa­fjöldi svæðis rúm­lega 300.000) er fyr­ir­hugað að byggja 38 km BRT-­kerfi á næstu árum. Ein­ungis 3,5 km, eða um 10% af kerf­inu, verður með sér­rými. Skil­grein­ing á BRT er mis­mun­andi eftir löndum og stofn­unum og hrað­vagna­leið með sér­rými á litlum hluta leið­ar­innar er stundum kölluð BRT-Lite. Hér má sjá kort yfir leið­arn­ar:

Nán­ari upp­lýs­ingar má finna hér.

Áætl­aður stofn­kostn­aður er aðeins um 120 milljón Kan$, eða um 12,5 millj­arðar ISK +/- 25 %, sem skýrist einkum af því hve lít­ill hluti leið­anna er með sér­rými fyrir hrað­vagna.

Reynslan af BRT á Eugenes­væð­inu í Oregon, BNA

Eugenes­væðið í Oregon er annað af þeim borg­ar­svæðum í BNA með 200.000-300.000 íbúa, sem hefur tekið í gagnið hrað­vagna­kerfi. Áætlað er að íbúum svæð­is­ins fjölgi úr 252.000 upp í 307.000 á tíma­bil­inu 2015-2035, eða um 55.000 manns.

Hrað­vagna­kerfið er um 33 km og sam­anstendur af 3 leið­um, sem voru teknar í notkun á tíma­bil­inu 2007-2017.

Við lestur á sam­göngu­á­ætlun til 2040 fyrir svæðið kemur í ljós að stefnu­mörk­unin er mjög keim­lík því sem er í gild­andi svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, s.s. þétt­ing byggðar við mið­kjarna og sam­göngu­ása BRT, áhersla á breyttar ferða­venjur o.s.frv. Fram­tíð­ar­sýn að BRT-­kerfið verði 100 km.

Hér er hlekkur á sam­göngu­á­ætl­un­ina.

Drög að sam­göngu­á­ætlun 2035 fyrir Eugene­borg (ekki allt svæð­ið) , útg. í febr­úar 2017, má finna hér.

Á bls. 16 er greint frá því að mark­miðið sé að þre­falda hlut gang­andi, hjólandi og strætófar­þega frá 2014 til 2035. Þetta eru mjög metn­að­ar­fullar áætl­anir og óhætt að segja að Eugenes­væðið sé í þeim efnum flagg­skip lít­illa borg­ar­svæða í BNA. Ekk­ert af hinum svæð­unum kemst með tærnar þar sem Eugenes­væðið er með hæl­ana.

Því er fróð­legt að skoða hvaða breyt­ingar hafa orðið á ferða­venjum á Eugenes­væð­inu á tíma­bil­inu 2009-2018. Rétt er að hafa í huga að á þessu tíma­bili fjölg­aði íbúum á svæð­inu um 6%.

Hér má sjá þróun á fjölda þeirra sem nota almenn­ings­sam­göngur til vinnu á svæð­inu:

Með öðrum orð­u­m., þeim sem not­uðu almenn­ings­sam­göngur fækk­aði. Rétt er þó að geta þess að far­þega­fjöld­inn á hrað­vagna­leið­unum jókst, enda há ferða­tíðni á þeim leið­um.

Til sam­an­burðar má sjá hér þróun á fjölda þeirra sem fóru með fólks­bíl til vinnu, ýmist einir eða með öðrum (car­pool­ing):

M.ö.o. þeim sem not­uðu einka­bíl­inn til ferða fjölg­aði. Hlut­fall þeirra sem not­uðu almenn­ings­sam­göngu­kerfið lækk­aði því umtals­vert á tíma­bil­inu, þrátt fyrir mikla upp­bygg­ingu kerf­is­ins.

Fram­tíð­ar­sýn sam­göngu­yf­ir­valda á Eugenes­væð­inu kann að breyt­ast veru­lega á næst­unni. Nú liggja fyrir 2 til­lögur sem snerta almenn­ings­sam­göng­ur. Horft er til næstu 10 ára. Horfið hefur verið frá hinni stór­huga upp­bygg­ingu BRT-­kerf­is­ins. Önnur til­lagan gengur út á nokkrar BRT-Lite leið­ir, eða það sem við hjá SFA köllum létta Borg­ar­línu. Hin til­lagan gengur út á 15 mín ferða­tíðni á stofn­leið­um. Til­lög­urnar verða afgreiddar eftir Covid.

Borg­ar­línan er óhag­kvæm fjár­fest­ing

Sam­göngu­á­ætl­anir litlu bíla­borg­anna í BNA og Kanada ásamt reynsl­unni af BRT á Eugenes­væð­inu sýna að full ástæða er til að skoða betur hag­kvæmni Borg­ar­lín­unn­ar. Mann­vit og Cowi gerðu fyrir rúmu ári svo­kall­aða félags­lega ábata­grein­ingu á 1. áfanga Borg­ar­lín­unnar og komust að þeirri nið­ur­stöðu að hann væri arð­bær. Ragnar Árna­son, pró­fessor emeritus í hag­fræði, hefur véfengt þessa nið­ur­stöðu og telur 1. áfang­ann vera þjóð­hags­lega óhag­kvæm­an.

Ég tel sér­stak­lega gagn­rýni­vert að óbreytt þjón­usta Strætó b/s hafi verið notuð sem núll­kostur í arð­sem­is­mat­inu. Í nokkur ár hefur nýtt leiða­kerfi Strætó verið í skoð­un. Stofn­leiðir hins nýja kerfis eru að mestu þær sömu og fyr­ir­hug­aðar Borg­ar­línu­leiðir og ferða­tíðni á stofn­leið­unum mun upp­fylla kröfur um ferða­tíðni BRT. Þverpóli­tísk sam­staða er um að auka ferða­tíðni á stofn­leiðum Strætó. Þess vegna blasir við að drög að nýju leiða­kerfi, sem lágu fyrir þegar ábata­grein­ingin var gerð, hefði átt að nota sem núll­kost í ábata­grein­ing­unni. Hvers vegna var það ekki gert?

Auglýsing

Há ferða­tíðni er mik­il­væg­asti þátt­ur­inn í almenn­ings­sam­göng­um. Ef nýtt leiða­kerfi Strætó hefði verið núll­kost­ur­inn í arð­sem­is­mati 1. áfanga Borg­ar­línu hefði nið­ur­staðan senni­lega orðið nei­kvæð, óháð for­sendum og reikni­að­ferð við mat­ið. Jafn­vel þó nið­ur­staðan hefði orðið jákvæð, þá er nauð­syn­legt að bera saman fleiri val­kosti um ný almenn­ings­sam­göngu­kerfi og velja þann hag­kvæm­asta.

Ráð­gjöf Jarrett Wal­ker

Jarrett Wal­ker er virtur sér­fræð­ingur í skipu­lagi almenn­ings­sam­gangna. Hann kom að und­ir­bún­ingi Borg­ar­línu og flutti m.a. fyr­ir­lestur í Salnum í Kópa­vogi 22. sept­em­ber 2015.

Áhuga­verð­asti hlut­inn af fyr­ir­lestr­inum eru síð­ustu 6 mín­út­urn­ar, þ.e. milli 46. og 52. mín, þar sem hann segir m.a. „Pu­blic Tran­sport is not about infrastruct­ure“. Almenn­ings­sam­göngur snú­ast ekki um inn­viði. Aðal­málið er bætt aðgengi, þar sem aukin ferða­tíðni skiptir mestu máli. JW líkir bættu aðgengi við mat og tækni­legri útfærslu inn­viða (technology) líkir hann við umbúðir utan um mat­inn. Umbúð­irnar eru auka­at­riði. Ef menn ein­blína svo mikið á tækni­lega útfærslu inn­viða að það leiði til þess að hag­kvæm­asta almenn­ings­sam­göngu­kerfið verði ekki fyrir val­inu, þá séu menn að borða umbúð­irnar en fleygja matn­um. Hér er skjá­mynd í fyr­ir­lestr­inum sem lýsir vel hvað hann á við með umbúðum um mat­inn (wrapp­er).

Jarrett Wal­ker gerði úttekt á núver­andi strætó­kerfi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, sjá skýrsl­una „Pu­blic Tran­sport Choices Report – March 2016“.

Rauði þráð­ur­inn í þess­ari skýrslu er að auka ferða­tíðni, einkum utan álags­tíma, og fækka leið­um. Til þess að fjölga far­þegum sem mest er væn­leg­ast að auka ferða­tíðni utan álags­tíma. Vand­séð er hvernig auka megi svo um muni far­þega­fjöld­ann á álags­tíma.

Þegar JW var hér á landi var við­tal við hann í Kast­ljósi. Hér er umfjöllun Þóru Arn­órs­dóttur um hann.

Í ljósi þess að JW fær upp­lýs­ingar um það að hjá skipu­lags­yf­ir­völdum á hbsv. sé þverpóli­tísk sam­staða um svæð­is­skipu­lag hbsv. 2015-2040, þar sem gert er ráð fyrir hágæða almenn­ings­sam­göngu­kerfi í formi létt­lesta (LRT) eða hrað­vagna (BRT), þá er eft­ir­far­andi texti í umsögn Þóru athygl­is­verð­ur:

.........­Mik­il­vægt sé þó að fara ekki fram úr sér strax. Þetta snú­ist ekki um að búa til eitt­hvert stór­kost­legt létt­lesta­kerfi út um alla borg í grænum hvelli. Þró­unin verði smátt og smátt og mik­il­vægt að gera sér grein fyrir að almenn­ings­sam­göngur verði ekki fyrir alla........

...........Að­al­at­riðið sé það frelsi sem felst í aðgengi að mis­mun­andi hverfum borg­ar­svæð­is­ins með tíðum ferðum og eftir því sem far­þega­fjöld­inn eykst verði hægt að auka þjón­ust­una, fjölga for­gangsakreinum og jafn­vel leggja teina, skap­ist for­sendur fyrir því............

Aug­ljós­lega liggur því bein­ast við að byrja á því að koma á lagg­irnar nýju leiða­kerfi Strætó með auk­inni ferða­tíðni á stofn­leiðum og taka síðan ákvörðun um fram­haldið í ljósi reynsl­unn­ar. Hvers vegna var það ekki gert?

Umferð­ar­spár í nýju sam­göngu­lík­ani

Eins og kunn­ugt er voru sett eft­ir­far­andi mark­mið í svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2015 – 2040 um breyttar ferða­venj­ur:

Gerðar voru umferð­ar­spár fyrir 2030 og 2040 ann­ars vegar með og hins vegar án breyttra ferða­venja. Umferð­ar­spárnar voru gerðar með reikni­lík­ani sem aðeins gat spáð fyrir um bíla­um­ferð. Slík reikni­líkön þóttu trú­verðug til að spá fyrir um bíla­um­ferð, á meðan ekki var reiknað með því að hlutur ferða með strætó myndi breyt­ast neitt að ráði í fram­tíð­inni. Þegar stefnt er að jafn miklum breyt­ingum á ferða­venjum hefði átt að búa til sam­göngu­líkan sem spáir fyrir um umferð allra ferða­máta, áður en svæð­is­skipu­lagið var afgreitt, svo­kallað modal split-reikni­lík­an.

Nýtt sam­göngu­líkan sem getur spáð fyrir um ferðir með bíl­um, almenn­ings­vögnum og hjólandi var tekið í notkun árið 2020. Þá var gerð spá fyrir 2024 til að leggja grunn­inn að félags­legri ábata­grein­ingu fyrir 1. áfanga Borg­ar­línu. Snemma á síð­asta ári voru til við­bótar birtar spár fyrir 2029 og 2034, sjá skýrslu Mann­vits & Cowi um sam­göngu­líkanið og spárnar.

Skoðum nú spána fyrir 2034 (bls. 90):

Til að greina betur kjarna máls­ins er rétt að bera saman ann­ars vegar hlut ferða með strætó/­Borg­ar­línu og hins vegar hlut ferða með öðrum bílum sem hlut­fall af ferðum með vél­knúnum öku­tækj­um:

Þarna sjáum við að hlutur ferða með almenn­ings­vögnum af öllum ferðum með vél­knúnum öku­tækjum eykst aðeins úr 3,2 % árið 2019 upp í 4,6% árið 2034 skv. umferð­ar­spánni.

Í fyrr­greindu við­tali við Hrafn­kel Á Proppé segir hann að Borg­ar­línan sem hrað­vagna­kerfi sé mála­miðlun milli ann­ars vegar óbreyttra ferða­venja og áfram­hald­andi útþenslu byggðar (sam­göngu­sviðs­mynd A) og hins vegar mik­illar þétt­ingar byggðar og Borg­ar­línu sem létt­lesta­kerfi (sam­göngu­sviðs­mynd C). Borg­ar­línan sem hrað­vagna­kerfi (sam­göngu­sviðs­mynd B) sé því í raun létt Borg­ar­lína. Í sam­göngu­sviðs­mynd C var gert ráð fyrir 20% hlut ferða með almenn­ings­sam­göngum og 50% hlut ferða með einka­bíl. Þessar sam­göngu­sviðs­myndir voru settar fram á árunum 2013-2014. Hin nýja umferð­ar­spá sem rakin er hér að ofan sýnir ótví­rætt að þessar sviðs­myndir eru með öllu óraun­hæf­ar. Sam­göngu­sviðs­mynd C er alveg út í hött og frá­leitt var að nota hana sem við­mið þegar leitað var mála­miðl­unar í svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Til­laga SFA: Létt Borg­ar­lína

Miðað við kostn­að­ar­á­ætlun 1. áfanga óbreyttrar Borg­ar­línu (um 25 mia. kr. fyrir 14,5 km) má gera ráð fyrir að heild­ar­kostn­aður við fyr­ir­hug­aða Borg­ar­línu alla verði allt að 100 mia. kr. fyrir kerfið í heild (60 km). Auk mik­ils stofn­kostn­aðar er meg­in­galli við Borg­ar­lín­una að sér­rými fyrir hana tekur allt of mikla umferð­ar­rýmd frá gatna­kerfi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem er yfir­hlaðið fyr­ir. Það leiðir til stór­auk­ins tafa­kostn­aðar fólks og fyr­ir­tækja, sbr. grein­ar­gerð­ina „Borg­ar­línan – hug­myndir og veru­leiki“ á vef­síðu SFA undir For­síð­a/hvers konar borg­ar­lína?

Þversnið af fyrirhuguðum breytingum á Suðurlandsbraut milli Vegmúla og Grensásvegar Heimild: Borgarlínan – 1. lota forsendur og frumdrög – Verkefnastofa Borgarlínu, jan 2021, bls. 130

Vegna ofan­greindra galla Borg­ar­lín­unnar höfum við hjá SFA skoða fýsi­leika ódýr­ara hrað­vagna­kerfis (BRT-lite) og lagt fram til­lögu um það sem við köllum léttu Borg­ar­lín­una. Við leggjum til að sér­a­kreinar verði hægra megin í akbraut á þeim veg­köflum þar sem eru langar biðraðir bíla á álags­tím­um. Það er miklu ódýr­ara á hvern lengd­ar­metra heldur en að umbylta öllu götu­þver­snið­inu til að gera miðju­stillt sér­rými. Létta Borg­ar­línan verður allt að 80 mia. kr. ódýr­ari en Borg­ar­línan og nota má þann sparnað í mjög aðkallandi og hag­kvæmar fram­kvæmdir við þjóð­vegi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Það leiðir til betra umferð­ar­á­stands og þar með miklu styttri biðr­aða bíla á álags­tím­um. Kostn­aður við sér­rými fyrir léttu Borg­ar­lín­una verður því marg­falt minni. Síð­ast en ekki síst leggur SFA til að sér­a­kreinar fyrir almenn­ings­vagna verði ekki teknar frá almennri umferð heldur gerðar nýjar akrein­ar.

Að öllu sam­an­lögðu er ljóst að til­lögur SFA eru mjög hag­kvæmar og munu nýt­ast öllum íbúum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar á meðal far­þegum með almenn­ings­sam­göng­um. Við þurfum að nýta sem best það fjár­magn sem er til ráð­stöf­un­ar. Í því sam­bandi er mikið alvöru­mál að halda að stjórn­mála­mönnum og almenn­ingi hér á landi ósönn­um, eða illa grund­uðum full­yrð­ingum um þessi mál.

Höf­undur er sam­göngu­verk­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar