Athugasemdir við ummæli formanns skipulagsráðs í blaðaviðtali 18. júlí 2015

10191521713-a0fe08b602-z.jpg
Auglýsing

Í sein­asta tölu­blaði Reykja­vík­ur, viku­blaðs, birt­ist við­tal við Hjálmar Sveins­son, for­mann skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, þar sem hann útskýrir af hverju ýmsir eig­endur lóða í mið­bænum fá að byggja jafn há og stór hús og raun ber vitni þrátt fyrir að það verði á kostnað umhverf­is­ins og rýri gildi gamla bæj­ar­ins.

Þetta skýrir hann með því að áður en núver­andi borg­ar­stjórn tók við völdum hafi verið búið að sam­þykkja deiliskipu­lag þar sem bygg­ing­ar­magn og –hæð við­kom­andi húsa hafi verið ákveð­in. Ef borg­ar­stjórn myndi nú breyta deiliskipu­lag­inu til að koma í veg fyrir að húsin yrðu byggð jafn há og stór myndu lóð­ar­hafar geta með réttu kraf­ist skaða­bóta af borg­inni sem gætu numið svim­andi upp­hæð­um, segir hann. Borg­ar­stjórn telur að þessar hugs­an­legu skaða­bætur kynnu að verða svo veru­legar að það sé fremur í hag borg­ar­búa að láta það yfir sig ganga að rýra gildi gamla bæj­ar­ins.

Hjálmar seg­ir: „Það er í raun þannig að skipu­lags­heim­ildir sem eru veittar í deiliskipu­lagi, þær í raun­inni gildi um alla eilífð.“

Auglýsing

Þetta er sem sagt túlkun hans og ber hann fyrir sig sjón­ar­mið lög­fræð­inga í röðum emb­ætt­is­manna borg­ar­inn­ar.

Ekki er samt frá­leitt að ætla að hann hafi verið val­inn til for­ystu í skipu­lags­ráði meðal ann­ars vegna skel­eggrar umfjöll­unar og gagn­rýni hans á skipu­lags- og bygg­ing­ar­mál Reykja­víkur á nokk­urra ára tíma­bili fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 2010.

Nú er hann þeirrar skoð­unar að þeir stjórn­mála­menn sem fara með völdin í borg­inni séu að þessu leyti áhrifa­litlir og verði að láta yfir sig ganga að menn­ing­ar­verð­mæti gömlu borg­ar­hlut­anna séu skert í valda­tíð þeirra vegna þess að fyrri vald­hafar hafi gefið til þess leyfi. Ekki er úti­lokað að skoð­anir Hjálm­ars kunni að hafa breyst frá því hann var í fram­boði fyrir minni­hlut­ann en í við­tal­inu segir hann þó skýrt og skor­in­ort að hann telji að þessi áhersla á eign­ar­rétt­inn gangi gegn almanna­hags­mun­um.

Í 28. gr. skipu­lags­laga nr. 123/2010 segir um aðal­skipu­lags­á­ætl­an­ir:



  • „Í aðal­skipu­lagi er sett fram stefna sveit­ar­stjórnar um þróun sveit­ar­fé­lags­ins varð­andi land­notk­un... byggða­mynstur ... og umhverf­is­mál. ...


  • Í aðal­skipu­lagi skal marka stefnu til a.m.k. tólf ára.“




Í 37. grein um deiliskipu­lag segir m.a.:



  • „Við gerð deiliskipu­lags skal byggt á stefnu aðal­skipu­lags og hún útfærð fyrir við­kom­andi svæði eða reit.“

    ...„Þegar unnið er deiliskipu­lag í þegar byggðu hverfi skal lagt mat á varð­veislu­gildi svip­móts byggðar og ein­stakra bygg­inga sem fyrir eru með gerð  húsa­könn­un­ar.“

    ...„Við deiliskipu­lags­gerð í þegar byggðu hverfi getur sveit­ar­fé­lag ákveðið að skil­greina afmarkað svæði sem þró­un­ar­svæði þar sem vinna skal hefð­bundið deiliskipu­lag. Í slíkri áætlun skal til­greina fram­kvæmda­tíma áætl­un­ar­innar sem skal vera a.m.k. fimm ár en ekki lengri en fimmt­án.“




Í 43. gr. um breyt­ingar á deiliskipu­lagi:



  • „Nú telur sveit­ar­stjórn að gera þurfi breyt­ingar á sam­þykktu deiliskipu­lagi og skal þá fara um breyt­ing­una eins og um nýtt deiliskipu­lag sé að ræða.“




Í 12. grein lag­anna segir m.a.:



  • „Svæð­is­skipu­lag er rétt­hærra en aðal­skipu­lag og aðal­skipu­lag rétt­hærra en deiliskipu­lag.“




Satt besta að segja skil ég ekki hvernig sá fyrrum vaski gagn­rýn­andi getur látið hafa eftir sér aðra eins vit­leysu að skipu­lags­heim­ildir sem eru veittar í deiliskipu­lagi gildi um alla eilífð.

Í skipu­lags­lögum er bein­línis kveðið á um skyldu sveit­ar­stjórnar til þess að láta vinna aðal­skipu­lag á grund­velli almanna­hags­muna og þegar eldra deiliskipu­lag stang­ast á við nýtt aðal­skipu­lag er það aðal­skipu­lagið sem er rétt­hærra og veldur því að breyta verður deiliskipulaginu.

Í skipu­lags­lögum er bein­línis kveðið á um skyldu sveit­ar­stjórnar til þess að láta vinna aðal­skipu­lag á grund­velli almanna­hags­muna og þegar eldra deiliskipu­lag stang­ast á við nýtt aðal­skipu­lag er það aðal­skipu­lagið sem er rétt­hærra og veldur því að breyta verður deiliskipu­lag­inu. Og sá sem telur að verð­mæti fast­eignar hans hafi rýrnað vegna breyt­ingar á skipu­lagi, umfram það sem á við um sam­bæri­legar eignir í næsta nágrenn­i,  þarf að sýna fram á að um skerð­ingu sé að ræða.  En það hefur aldrei gerst að sýnt hafi verið fram á slíkt. Þar að auki er bygg­ing­ar­réttur sam­kvæmt skipu­lagi ekki fast­eign í orðs­ins fyllstu merk­ingu heldur réttur sem fylgir fast­eign á meðan deiliskipu­lag heldur gildi sínu. En deiliskipu­lag­inu ber lögum sam­kvæmt að breyta við ákveðnar aðstæð­ur, t.d. þegar aðal­skipu­lagi hefur verið breytt og breyt­ingin ómerkir deiliskipu­lag­ið. Bygg­ing­ar­réttur er því eðli máls­ins tíma­bund­inn við gild­is­tíma deiliskipu­lags.

Vissu­lega er það satt og rétt að óvissa ríkir um hve víð­tækur skaða­bóta­réttur lóð­ar­hafa kunni að vera ef bygg­ing­ar­réttur hans er skertur með nýju deiliskipu­lagi. Um þetta segir m.a. í 51. grein: „Leiði skipu­lag eða breyt­ing á skipu­lagi til þess að verð­mæti fast­eignar skerð­ist veru­lega umfram það sem við á um sam­bæri­legar eignir í næsta nágrenni, á sá er getur sýnt fram á tjón af þeim sökum rétt á bótum frá við­kom­andi sveit­ar­fé­lag­i.“

Eins og fyrr segir hefur aldrei komið að nokkur lóð­ar­eig­andi hafi getað sótt slíkar bætur eftir að hafa sýnt fram á tjón vegna breyt­ingar á skipu­lagi. Þetta kemur líka fram í við­tal­inu við Hjálmar en hann virð­ist vera þeirrar skoð­unar að mjög lík­legt sé að lóð­ar­eig­endur myndu hljóta slíkan rétt ef núver­andi borg­ar­stjórn kysi að fram­fylgja því sem hann telur að sé almenn­ingi í hag.

Hvað á maður að halda? Er þetta hræðsla við að stjórna? Er þetta bara slapp­leiki? Eða er raun­veru­legur vilji borg­ar­stjórnar að láta þróun gamla bæj­ar­ins ráð­ast af fjár­hags­legum hags­munum ein­stakra lóð­ar­eig­enda?

Ekki veit ég hvert svarið er þrátt fyrir að hafa lesið við­talið en Hjálmar ber þar fyrir sig álit lög­lærðra emb­ætt­is­manna. Mér er nú samt í fersku minni að Páll Lín­dal borg­ar­lög­maður sem lét sér annt um gamla bæinn var þeirrar skoð­unar að ólík­legt væri að breyt­ing á skipu­lagi sem ætti sér rætur í breyttu gild­is­mati á sögu­legum hlutum borg­ar­innar gæti skapað skapa­bóta­rétt nema í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um.

Mér finnst þessi mál­flutn­ingur ekki vera sam­boð­inn stjórn­mála­afli sem seg­ist bera hag almenn­ings fyrir brjósti.

Fyr­ir­sögn for­síðu­fréttar Reykja­víkur viku­blaðs, þennan sama dag er „Stein­runnin lög­fræði gegn almanna­hags­mun­um“ og er þar vísað í við­talið við Hjálmar í blað­inu. Sann­ar­lega er þörf á því að end­ur­bæta lög­gjöf­ina og kveða skýrar á um rétt og skyldu sveit­ar­fé­lag­anna til þess að end­ur­bæta skipu­lags­á­ætl­anir með almanna­hag að leið­ar­ljósi og tak­marka bóta­skyldu þeirra. Þetta hefur reyndar verið ljóst í nokkra ára­tugi. Á þessu þarf að vinna bráðan bug.

En auð­vitað á borg­ar­stjórn strax að beita þeim laga­legu heim­ildum sem sann­ar­lega eru fyrir hendi til þess að hnekkja skipu­lags­á­kvæðum sem valda skaða á gamla bæn­um. Í fyrsta sinn sem það verður gert ætti að velja til þess bygg­ing­ar­mál sem gæti orðið for­dæmi og þar sem fjár­hags­legri áhætta borg­ar­innar væri innan hóf­legra marka.

Höf­undur er arki­tekt. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None