Atkvæði greitt VG – atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum

Aldrei hafa kosningar á Íslandi verið jafn ótvíræðar og um jafn skýra og einfalda kosti sem nú, skrifar Sighvatur Björgvinsson.

Auglýsing

Sjaldan eða aldrei hefur það verið jafn skýrt og nú um hvað kosn­ingar snú­ast. For­víg­is­menn stjórn­ar­flokk­anna þriggja, Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og VG, hafa ítrekað lýst yfir vilja sínum til þess að halda sam­starfi sínu áfram fái þeir nægan stuðn­ing kjós­enda til þess að svo megi verða. Síð­ast ítrek­uðu þeir þetta afger­andi á fyrsta sam­eig­in­legum fram­boðs­fundi allra fram­boða á RUV s.l. þriðju­dag. Um það verður kos­ið. Kjós­endur vita nú með vissu hvert vilji þess­ara flokks­for­ingja er. Þeir kjós­end­ur, sem þá stefnu styðja, vita hvað þeir eiga að gera. Á því ríkir eng­inn vafi

Íhaldið ræður

Hjá rík­is­stjórn­inni og í störfum hennar ræður vilji Sjálf­stæð­is­flokks­ins úrslit­um. Hann unir því ekki að hinir flokk­arnir fái fram­gengt málum gangi þau þvert gegn vilja hans. Gleggsta dæmið um það eru örlög eins helsta bar­áttu­máls VG, um hálend­is­þjóð­garð­inn. Skuld­bind­andi ákvæði þar um voru þó sett í sjálfan stjórn­ar­sátt­mál­ann – en þegar loks­ins sá þar til lands sagði Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn þvert nei, ein­róma studdur af for­ystu Fram­sókn­ar­flokks­ins. Og það þvera nei stóð. VG ját­uðu sig sigr­aða en lofa að gera betur næst. Þá líka í sam­starfi við Sjálf­stæð­is­flokk­inn!!!!

Marg­ít­rek­aðar yfir­lýs­ingar

Þessi afstaða og raunar svo miklu fleira merkir ein­fald­lega, að við þær aðstæð­ur, sem flokks­for­menn­irnir þrír hafa skap­að, eru atkvæði greidd VG atkvæði greidd Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Fái VG nægi­legan stuðn­ing frá kjós­endum mun sá stuðn­ingur verða not­aður til þess að end­ur­nýja heitin við íhald­ið. Þetta eru ekki mín orð. Þetta eru marg­ít­rekuð orð for­manns VG sem for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins jafn ítrekað hefur stað­fest að rétt séu. Síð­ast með ótví­ræðum yfir­lýs­ingum á fram­boðs­fundi for­manna í RUV. Atkvæði greitt VG er atkvæði greitt Sjálf­stæð­is­flokknum og við­var­andi völdum þess flokks!

Auglýsing

Hver er ágrein­ing­ur­inn?

Ein­hverjum ykkar koma þessi orð örugg­lega á óvart. Að atkvæði greitt VG þýði nán­ast atkvæði greitt Sjálf­stæð­is­flokkn­um. En skoðum málin ofur­lítið bet­ur. Hvar í raun­inni greinir þessa flokka á? Ekki í land­bún­að­ar­mál­un­um. Þar eru þeir sam­mála um að berj­ast gegn virkri sam­keppni og koma í veg fyrir að rétt­inda neyt­enda sé gætt. Ekki í sjáv­ar­út­vegs­mál­un­um. Þar eru þeir sam­mála um að berj­ast gegn marg­ít­rek­uðum vilja mik­ils meiri­hluta þjóð­ar­innar um raun­hæfa þjóð­ar­eign á auð­lind­um, um rétt­mæt afnota­gjöld auð­ugra stór­út­gerð­ar­fyr­ir­tækja fyrir afnot af þjóð­ar­auð­lind sem skilað hefur þeim millj­arða­tugum en eig­and­an­um, þjóð­inni, ekki einu sinni nægum tekjum til þess að standa undir opin­berri þjón­ustu við atvinnu­veg­inn. Gleymum því ekki, að áður en sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins lagði nú síð­ast fram til­lögu á alþingi um lækkun á veiði­leyfagjöldum hafði einn af þing­mönnum VG talið rétt að leggja fram slíkt frum­varp um lækkun veiði­gjalda í sínu nafni og í nafni flokks­ins síns. Sam­einuð og órofin and­staða núver­andi rík­is­stjórn­ar­flokka ALLRA hefur ítrekað komið í veg fyrir að óskor­aður vilji þjóð­ar­innar í þessum málum nái fram að ganga. Það munu þeir áfram gera – ef það mark­mið næst að atkvæði VG sé í raun atkvæði greitt Sjálf­stæð­is­flokknum þannig að völdin verði áfram í sömu hönd­um.

Sama stefnan

En það er víðar og á fleiri svið­um, sem þessir þrír íhalds­flokkar hafa sömu stefnu og sömu afstöðu. Hvað um afstöðu þeirra til allra til­rauna til þess að tengja hina örsmáu íslensku mynt við traustan gjald­miðil til þess að forða stöð­ugum verð­mæta­sveifl­um, sem leikið hafa íslenskan efna­hag grátt. Nær­tækt dæmi um slíka lausn er dæmi Dana, sem tóku þá ákvörðun að leita þess­ara leiða til þess að tryggja stöðu dönsku krón­unn­ar, sem þó var marg­falt stöðugri en örmynt okk­ar. Það tókst hjá Dön­um. Íslend­ingar mega ekki reyna. Sú er stefna Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Atkvæði greitt VG er atkvæði greitt þeirri stefnu – enda eru flokk­arnir þar ger­sam­lega sam­mála.

Og hvað um NATO?

Og jafn­vel þar sem stefnu­mál þess­ara flokka og for­vera þeirra voru alger­lega and­stæð. Hvernig er þeim stefnu­málum hagað núna? Þar skal dæma ekki eftir orðum – heldur eftir athöfn­um. Ítrekað hefur for­sæt­is­ráð­herra og for­maður VG tekið ákvarð­anir um að sækja fundi leið­toga NATO ríkja um mál varn­ar­banda­lags­ins, hefur þar flutt ræður um hlut­verk NATO og er nú fagnað á þeim sam­komum af hinum leið­tog­unum eins og veg­villtum ung­lingi, sem hefur loks­ins fundið leið­ina heim. Hvað segja gamlir félagar úr VG og Alþýðu­banda­lag­inu við þeim tíð­ind­um. Treysta þeir sér til þess að mót­mæla því, að atkvæði greitt VG í næstu kosn­ingum sé atkvæði greitt Sjálf­stæð­is­flokkn­um? Eða hafa þessir sér­sinna bar­áttu­menn fyrri tíðar líka skipt um skoð­un? Eru bara sáttir við að hafa það svona?

Kost­irnir skýrir og ein­faldir

Aldrei hafa kosn­ingar á Íslandi verið jafn ótví­ræðar og um jafn skýra og ein­falda kosti sem nú. Úrslitin ráða því, hvort núver­andi stjórn­ar­sam­starf heldur áfram – stjórn­ar­sam­starf sem markast af ráð­andi stöðu íhalds­afl­anna. Úrslitin ráð­ast af því, hvort sér­hvert atkvæði greitt VG beri að skoða sem atkvæði greitt Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Verði þau atkvæði nógu mörg stendur þjóðin frammi fyrir ótví­ræðum yfir­lýs­ingum for­manna þriggja stjórn­ar­flokk­anna um til hvers það muni leiða.

Höf­undur er fyrr­ver­andi for­maður Alþýðu­flokks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar