Viðreisn aðildarviðræðna

„Viðreisn hefur það þó fram yfir vini Sjálfstæðisflokksins í breska Íhaldsflokknum að hafa skýra sýn þegar kemur að ESB,“ skrifar Pawel Bartoszek, frambjóðandi Viðreisnar.

Auglýsing

Í sjónvarpskappræðum fyrr í vikunni gapti fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins af forundran yfir því að einhver gæti spurt kjósendur um afstöðu til ESB-umsóknar, án þess að vilji þingsins í málinu lægi fyrir. Lét hann í veðri vaka það væri stefna Viðreisnar.

Þessi framsetning ráðherrans er auðvitað röng. Hins vegar má raunar nefna að einn evrópskur flokkur ræsti nýlega atkvæðagreiðslu um úrsögn landsins úr ESB, án þess að þess að hafa sjálfur skoðun á málinu, án þess að fyrir lægi með hvaða hætti sú úrsögnin ætti að verða og án þess að raunverulegur þingmeirihluti væri fyrir henni. Þetta var breski Íhaldsflokkurinn sem Sjálfstæðisflokkurinn starfar með í hinum evróskeptíska ECR flokkahópi.

Markmið ESB andstæðingana bresku var einfaldlega að sækja sér umboð. Enda var málið stórt og umdeilt. Og í ljósi þess að ESB-málið er stórt og umdeilt á Íslandi er sú nálgun að sækja sérstakt umboð til kjósenda, ef halda á viðræðum áfram, rökrétt.

Auglýsing

Viðreisn hefur það þó fram yfir vini Sjálfstæðisflokksins í breska Íhaldsflokknum að hafa skýra sýn þegar kemur að ESB. Viðreisn vinnur að aðild Íslands að sambandinu. Sá ábati sem myndi hljótast af stöðugum gjaldmiðli og óheftu aðgengi neytenda að einum stærsta markaði heims er ótvíræður. Aðkoman að ákvörðunum í stofnunum ESB myndi vinna að íslenskum hagsmunum. Við vitum að margir hafa áhyggjur af áhrifum aðildar á ákveðnar lykilatvinnugreinar, en á þá þætti hefur aldrei raunverulega reynt í viðræðum. Til þess eru þær.

Ekkert í ferlinu er flókið. Til að ganga í ESB þarf þrennt: Að sækja um aðild, ná samningi og fá hann samþykktan. Viðreisn mun berjast fyrir að fá umboð fyrir áframhaldandi aðildarviðræðum, Viðreisn mun berjast fyrir hagstæðum samningi og Viðreisn treystir sér að tala fyrir samþykkt hans. Fólk getur verið ósammála okkur um áfangastaðinn. En það er skýrt hvert við stefnum.

Höfundur er í 22. sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar