Viðreisn aðildarviðræðna

„Viðreisn hefur það þó fram yfir vini Sjálfstæðisflokksins í breska Íhaldsflokknum að hafa skýra sýn þegar kemur að ESB,“ skrifar Pawel Bartoszek, frambjóðandi Viðreisnar.

Auglýsing

Í sjón­varp­s­kapp­ræðum fyrr í vik­unni gapti fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins af for­undran yfir því að ein­hver gæti spurt kjós­endur um afstöðu til ESB-um­sókn­ar, án þess að vilji þings­ins í mál­inu lægi fyr­ir. Lét hann í veðri vaka það væri stefna Við­reisn­ar.

Þessi fram­setn­ing ráð­herr­ans er auð­vitað röng. Hins vegar má raunar nefna að einn evr­ópskur flokkur ræsti nýlega atkvæða­greiðslu um úrsögn lands­ins úr ESB, án þess að þess að hafa sjálfur skoðun á mál­inu, án þess að fyrir lægi með hvaða hætti sú úrsögnin ætti að verða og án þess að raun­veru­legur þing­meiri­hluti væri fyrir henni. Þetta var breski Íhalds­flokk­ur­inn sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn starfar með í hinum evr­óskept­íska ECR flokka­hópi.

Mark­mið ESB and­stæð­ing­ana bresku var ein­fald­lega að sækja sér umboð. Enda var málið stórt og umdeilt. Og í ljósi þess að ESB-­málið er stórt og umdeilt á Íslandi er sú nálgun að sækja sér­stakt umboð til kjós­enda, ef halda á við­ræðum áfram, rök­rétt.

Auglýsing

Við­reisn hefur það þó fram yfir vini Sjálf­stæð­is­flokks­ins í breska Íhalds­flokknum að hafa skýra sýn þegar kemur að ESB. Við­reisn vinnur að aðild Íslands að sam­band­inu. Sá ábati sem myndi hljót­ast af stöð­ugum gjald­miðli og óheftu aðgengi neyt­enda að einum stærsta mark­aði heims er ótví­ræð­ur. Aðkoman að ákvörð­unum í stofn­unum ESB myndi vinna að íslenskum hags­mun­um. Við vitum að margir hafa áhyggjur af áhrifum aðildar á ákveðnar lyk­ilat­vinnu­grein­ar, en á þá þætti hefur aldrei raun­veru­lega reynt í við­ræð­um. Til þess eru þær.

Ekk­ert í ferl­inu er flók­ið. Til að ganga í ESB þarf þrennt: Að sækja um aðild, ná samn­ingi og fá hann sam­þykkt­an. Við­reisn mun berj­ast fyrir að fá umboð fyrir áfram­hald­andi aðild­ar­við­ræð­um, Við­reisn mun berj­ast fyrir hag­stæðum samn­ingi og Við­reisn treystir sér að tala fyrir sam­þykkt hans. Fólk getur verið ósam­mála okkur um áfanga­stað­inn. En það er skýrt hvert við stefn­um.

Höf­undur er í 22. sæti Við­reisnar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar