Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum

Ný kosningalög tóku gildi um nýliðin áramót. Þorkell Helgason segir að þau þurfi enn að bæta.

Auglýsing

Ný kosn­inga­lög tóku gildi nú um ára­mót­in. Lögin eru til fram­fara og munu von­andi verða til þess að auka traust á fram­kvæmd og gildi kosn­inga og þar með á lýð­ræð­inu. Ekki veitir af nú þegar lýð­ræðið er á und­an­haldi víða um lönd – svo að ekki sé minnst á klúðrið hjá okkur í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. 

Einn meg­in­kostur nýju lag­anna er sá að öll ákvæði um kosn­ingar – til Alþing­is, til sveit­ar­stjórna og kjör for­seta Íslands – ásamt ákvæðum um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur eru færð í einn laga­bálk. Það hefur m.a. það í för með sér að áhrif kjós­enda í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum til að breyta röð fram­bjóð­anda með útstrik­unum eða umröðun aukast veru­lega. Á þetta kann að reyna í kosn­ingum til sveit­ar­stjórna sem fram fara í maí. Nýmælið kemur ekki bein­línis fram í lög­unum og hefur því vænt­an­lega farið fram hjá mörg­um. 

For­saga máls­ins er í stórum dráttum þessi:

  • Allt frá byrjun tutt­ug­ustu ald­ar, þegar lista­kosn­ingar voru fyrst teknar upp, fór upp­gjör breyttra seðla fram með svo­kall­aðri Bor­da-­reglu og gilti það bæði í sveit­ar­stjórn­ar- og alþing­is­kosn­ingum (þar sem það átti við).
  • Ákvæð­unum var breytt í þing­s­kosn­inga­lögum 1959 í þá átt að draga stór­lega úr áhrifum kjós­enda. Sagt er að þetta hafi þingið gert til að koma í vega fyrir að atvik frá þing­kosn­ingum 1946 end­ur­taki sig. Þá leiddu útstrik­anir til þess að Bjarni Bene­dikts­son (eldri) komst á þing í stað Björns Ólafs­sonar en hann var næstur fyrir ofan Bjarna á fram­boðs­lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík.
  • Alþingi breytti þessu til enn verri vegar 1987 enda þótt það hafi verið yfir­lýst mark­mið að auka skyldi vægi kjós­enda. Í stað Borda­regl­unnar var tekin upp próf­kjörs­reglan svo­kall­aða sem er góð og gild til síns brúks en er ótæk í kosn­ingum þegar eru boðnir fram rað­aðir list­ar. Ákvæð­unum var breytt í þessa veru bæði í lögum um þing­kosn­ingar svo og í þeim um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Ég var á þessum árum ráð­gjafi stjórn­valda í mála­flokknum og benti á að breyt­ingin væri önd­verð við ætlað mark­mið.
  • Lögum um kosn­ingar til Alþingis var aftur breytt árið 2000 og þá horfið til baka með því að tekið var upp afbrigði við Borda­regl­una sem hafði þau áhrif að vægi breyttra seðla var – og er enn – meira en það hefur verið síðan í vor­kosn­ing­unum 1959. Kjós­endur hafa í þrí­gang á þess­ari öld náð að víxla röð kjör­inna þing­manna. Þó ekki svo að það hafi breytt skipan Alþing­is.
  • Af ein­hverjum ástæðum „gleymd­ist“ að breyta lögum um kosn­ingar til sveit­ar­stjórna til sam­ræmis þarna um alda­mótin síð­ustu. Allt þar til nú hafa því ákvæðin frá 1987 verið í gildi við sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar og breyt­ingar á kjör­seðlum verið gagns­laus­ar. Því hefur per­sónu­valið verið rýr­ara í stað­bundnum kosn­ingum en í lands­kosn­ingum hér á landi. Þetta er öfugt við það sem tíðkast víð­ast hvar í lönd­unum í kringum okk­ur.

Þetta breyt­ist nú: Þar sem kosn­inga­lögin eru orð­inn einn bálkur gildir fyrr­nefnt afbrigði af Borda­regl­unni í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, eins og í þing­kosn­ing­um.

Auglýsing
Það er svo annað mál að því fer enn víðs fjarri að í stjórn­ar­skrá sé komið ákvæði um „per­sónu­kjör í kosn­ingum til Alþingis […] í meira mæli en nú er“ en svo var spurt í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni 20. októ­ber 2012 þar sem rúm 78% þeirra sem afstöðu tóku lýstu sig fylgj­andi slíku ákvæði.

En hverjar eru þá þessar nýju reglur um vísi að per­sónu­kjöri í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um? Því verður ekki lýst í stuttri fjöl­miðla­grein en benda má á vef­síðu und­ir­rit­aðs: htt­p://t­hor­kell­helga­son.is/?p=2710. Þar er að finna ítar­lega lýs­ingu á regl­unni á bls. 34-36 í grein­ar­gerð um kosn­ing­arnar 2003.

Í þess­ari grein­ar­gerð er bent á að áhrifa­mesta leið kjós­anda til að þoka fram­bjóð­anda B upp fyrir þann næsta fyrir ofan, fram­bjóð­anda A, er þessi: 

Merkja B með ein­um, „1 B“, þ.e. setja hann í fyrsta sæti, en um leið að strika A út, „A“.

Það fer síðan eftir því hversu mörg sæti list­inn fær hve marga kjós­endur þarf til að ná að víxla röð þess­ara tveggja: 

  • Sé þetta listi sem fær aðeins eitt sæti og vilji kjós­endur list­ans koma B, sem skipar vara­manns­sæti list­ans, upp fyrir þann efsta, A, þarf fjórð­ungur (25%) þeirra að beita þessum brögð­um; og meira ef aðrir kjós­endur koma með mót­leik! 
  • Fái list­inn tvo menn kjörna og vilji aðgerð­ar­hóp­ur­inn lyfta B upp fyrir A þarf hóp­ur­inn að vera skip­aður fimmt­ungi (20%) kjós­enda.
  • Hafi list­inn fengið þrjá menn kjörna þarf 14,3% til, en 11,1% hafi list­inn hlotið fjögur sæti o.s.frv. 

Að lok­um: Ný kosn­inga­lög þarf enn að bæta.

Höf­undur er fyrr­ver­andi pró­­fess­or.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar