Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum

Ný kosningalög tóku gildi um nýliðin áramót. Þorkell Helgason segir að þau þurfi enn að bæta.

Auglýsing

Ný kosn­inga­lög tóku gildi nú um ára­mót­in. Lögin eru til fram­fara og munu von­andi verða til þess að auka traust á fram­kvæmd og gildi kosn­inga og þar með á lýð­ræð­inu. Ekki veitir af nú þegar lýð­ræðið er á und­an­haldi víða um lönd – svo að ekki sé minnst á klúðrið hjá okkur í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. 

Einn meg­in­kostur nýju lag­anna er sá að öll ákvæði um kosn­ingar – til Alþing­is, til sveit­ar­stjórna og kjör for­seta Íslands – ásamt ákvæðum um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur eru færð í einn laga­bálk. Það hefur m.a. það í för með sér að áhrif kjós­enda í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum til að breyta röð fram­bjóð­anda með útstrik­unum eða umröðun aukast veru­lega. Á þetta kann að reyna í kosn­ingum til sveit­ar­stjórna sem fram fara í maí. Nýmælið kemur ekki bein­línis fram í lög­unum og hefur því vænt­an­lega farið fram hjá mörg­um. 

For­saga máls­ins er í stórum dráttum þessi:

  • Allt frá byrjun tutt­ug­ustu ald­ar, þegar lista­kosn­ingar voru fyrst teknar upp, fór upp­gjör breyttra seðla fram með svo­kall­aðri Bor­da-­reglu og gilti það bæði í sveit­ar­stjórn­ar- og alþing­is­kosn­ingum (þar sem það átti við).
  • Ákvæð­unum var breytt í þing­s­kosn­inga­lögum 1959 í þá átt að draga stór­lega úr áhrifum kjós­enda. Sagt er að þetta hafi þingið gert til að koma í vega fyrir að atvik frá þing­kosn­ingum 1946 end­ur­taki sig. Þá leiddu útstrik­anir til þess að Bjarni Bene­dikts­son (eldri) komst á þing í stað Björns Ólafs­sonar en hann var næstur fyrir ofan Bjarna á fram­boðs­lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík.
  • Alþingi breytti þessu til enn verri vegar 1987 enda þótt það hafi verið yfir­lýst mark­mið að auka skyldi vægi kjós­enda. Í stað Borda­regl­unnar var tekin upp próf­kjörs­reglan svo­kall­aða sem er góð og gild til síns brúks en er ótæk í kosn­ingum þegar eru boðnir fram rað­aðir list­ar. Ákvæð­unum var breytt í þessa veru bæði í lögum um þing­kosn­ingar svo og í þeim um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Ég var á þessum árum ráð­gjafi stjórn­valda í mála­flokknum og benti á að breyt­ingin væri önd­verð við ætlað mark­mið.
  • Lögum um kosn­ingar til Alþingis var aftur breytt árið 2000 og þá horfið til baka með því að tekið var upp afbrigði við Borda­regl­una sem hafði þau áhrif að vægi breyttra seðla var – og er enn – meira en það hefur verið síðan í vor­kosn­ing­unum 1959. Kjós­endur hafa í þrí­gang á þess­ari öld náð að víxla röð kjör­inna þing­manna. Þó ekki svo að það hafi breytt skipan Alþing­is.
  • Af ein­hverjum ástæðum „gleymd­ist“ að breyta lögum um kosn­ingar til sveit­ar­stjórna til sam­ræmis þarna um alda­mótin síð­ustu. Allt þar til nú hafa því ákvæðin frá 1987 verið í gildi við sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar og breyt­ingar á kjör­seðlum verið gagns­laus­ar. Því hefur per­sónu­valið verið rýr­ara í stað­bundnum kosn­ingum en í lands­kosn­ingum hér á landi. Þetta er öfugt við það sem tíðkast víð­ast hvar í lönd­unum í kringum okk­ur.

Þetta breyt­ist nú: Þar sem kosn­inga­lögin eru orð­inn einn bálkur gildir fyrr­nefnt afbrigði af Borda­regl­unni í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, eins og í þing­kosn­ing­um.

Auglýsing
Það er svo annað mál að því fer enn víðs fjarri að í stjórn­ar­skrá sé komið ákvæði um „per­sónu­kjör í kosn­ingum til Alþingis […] í meira mæli en nú er“ en svo var spurt í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni 20. októ­ber 2012 þar sem rúm 78% þeirra sem afstöðu tóku lýstu sig fylgj­andi slíku ákvæði.

En hverjar eru þá þessar nýju reglur um vísi að per­sónu­kjöri í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um? Því verður ekki lýst í stuttri fjöl­miðla­grein en benda má á vef­síðu und­ir­rit­aðs: htt­p://t­hor­kell­helga­son.is/?p=2710. Þar er að finna ítar­lega lýs­ingu á regl­unni á bls. 34-36 í grein­ar­gerð um kosn­ing­arnar 2003.

Í þess­ari grein­ar­gerð er bent á að áhrifa­mesta leið kjós­anda til að þoka fram­bjóð­anda B upp fyrir þann næsta fyrir ofan, fram­bjóð­anda A, er þessi: 

Merkja B með ein­um, „1 B“, þ.e. setja hann í fyrsta sæti, en um leið að strika A út, „A“.

Það fer síðan eftir því hversu mörg sæti list­inn fær hve marga kjós­endur þarf til að ná að víxla röð þess­ara tveggja: 

  • Sé þetta listi sem fær aðeins eitt sæti og vilji kjós­endur list­ans koma B, sem skipar vara­manns­sæti list­ans, upp fyrir þann efsta, A, þarf fjórð­ungur (25%) þeirra að beita þessum brögð­um; og meira ef aðrir kjós­endur koma með mót­leik! 
  • Fái list­inn tvo menn kjörna og vilji aðgerð­ar­hóp­ur­inn lyfta B upp fyrir A þarf hóp­ur­inn að vera skip­aður fimmt­ungi (20%) kjós­enda.
  • Hafi list­inn fengið þrjá menn kjörna þarf 14,3% til, en 11,1% hafi list­inn hlotið fjögur sæti o.s.frv. 

Að lok­um: Ný kosn­inga­lög þarf enn að bæta.

Höf­undur er fyrr­ver­andi pró­­fess­or.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Gunnarsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar