Nefnd, sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra skipaði til að meta hæfi umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra, hefur í umsögn sinni metið Friðrik Má Baldursson, Má Guðmundsson og Ragnar Árnason hæfasta til að gegna stöðunni. Í umsögninni má vart skilja á milli þremenninganna. Í Bakherberginu er talað um að umsögn hæfisnefndarinnar geri ráðherra auðvelt um vik að skipa hvern þann þremenninganna sem honum sýnist. Ljóst sé, með hliðsjón af umsögninni, að ráðningin muni valda minna fjaðrafoki en óttast var.
Bakherbergið birtist í síðustu útgáfu Kjarnans.