Bakherbergi: Samstarfsaðili 365 miðla kaupir DV

bjorninginota.jpg
Auglýsing

Í um tvo tíma síð­ast­lið­inn föstu­dag var það stærsta frétt dags­ins að Björn Ingi Hrafns­son hefði keypt 70 pró­sent hlut í DV, en Björn Ingi hefur átt, stýrt og rekið Vef­press­una und­an­farin ár. Afsögn Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur hirti síðan alla athygli af kaup­un­um.

Kaupin voru reyndar eitt verst geymda leynd­ar­mál íslensks fjöl­miðla­heims og í tölu­verðan tíma hefur ekki verið spurn­ing um hvort heldur hvenær til­kynnt yrði um þau.

Fyrrum meiri­hluta­eig­endur DV greindu frá því á starfs­manna­fundi fyrir skemmstu að þeir hefðu sett um 85 millj­ónir króna í rekst­ur­inn svo það hefur ekki verið alveg ókeypis fyrir Björn Inga að kaupa hlut­inn. Hann vildi ekki greina frá því hvert kaup­verðið væri né hvernig kaupin voru fjár­mögnuð þegar Kjarn­inn leit­aði eftir upp­lýs­ingum um það. Björn Ingi sagði þetta þó „vera sam­vinnu­verk­efni með þeim sem áttu blað­ið“, sem rímar ágæt­lega við hávær­ustu kenn­ing­una á meðal starfs­manna DV, sem telja að Birni Inga hafi verið veitt selj­enda­lán frá fyrri meiri­hluta­eig­end­um.

Auglýsing

Björn Ingi Hrafnsson verður meirihlutaeigandi í DV ef Samkeppniseftirlitið leggur blessun sína yfir ráðahaginn. Björn Ingi Hrafns­son verður meiri­hluta­eig­andi í DV ef Sam­keppn­is­eft­ir­litið leggur blessun sína yfir ráða­hag­inn.

Kaupin ganga þó ekki í gegn fyrr en Sam­keppn­is­eft­ir­litið sam­þykkir þau. Í bak­her­bergj­unum velta menn því fyrir sér hvort það gæti orðið snú­ið. Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur nefni­lega verið að fylgj­ast með fjöl­miðla­mark­aðnum af aðeins meiri áhuga und­an­farin miss­eri en áður hefur ver­ið.

Eitt þeirra atriða sem gæti gert þau snúin eru sam­starfs­samn­ingur sem vef­síðan Eyj­an, flagg­skip Vef­pressunn­ar, gerði við 365 miðla, langstærsta einka­fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins, í febr­úar síð­ast­liðn­um. Sam­kvæmt samn­ingnum átti Eyjan að sjá um viku­legan sjón­varps­þátt undir Eyju-heit­inu sem Björn Ingi átti að stýra. Auk þess var sam­hliða til­kynnt um útgáfu mán­aða­legs blaðs Eyj­unnar sem átti að fylgja frítt með Frétta­blað­inu. Blaðið hefur reyndar aldrei komið út en sjón­varps­þátt­ur­inn hefur verið í loft­inu í nokkur tíma.

Samn­ing­ur­inn er tal­inn mjög verð­mætur fyrir Vef­press­una og skiptir því ugg­laust tölu­verðu máli í rekstri henn­ar. Því verður áhuga­vert hvort Sam­keppn­is­eft­ir­litið taki þennan samn­ing inn í skoðun sína á kaupum Vef­pressunnar á DV.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None