Bakherbergi: Samstarfsaðili 365 miðla kaupir DV

bjorninginota.jpg
Auglýsing

Í um tvo tíma síð­ast­lið­inn föstu­dag var það stærsta frétt dags­ins að Björn Ingi Hrafns­son hefði keypt 70 pró­sent hlut í DV, en Björn Ingi hefur átt, stýrt og rekið Vef­press­una und­an­farin ár. Afsögn Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur hirti síðan alla athygli af kaup­un­um.

Kaupin voru reyndar eitt verst geymda leynd­ar­mál íslensks fjöl­miðla­heims og í tölu­verðan tíma hefur ekki verið spurn­ing um hvort heldur hvenær til­kynnt yrði um þau.

Fyrrum meiri­hluta­eig­endur DV greindu frá því á starfs­manna­fundi fyrir skemmstu að þeir hefðu sett um 85 millj­ónir króna í rekst­ur­inn svo það hefur ekki verið alveg ókeypis fyrir Björn Inga að kaupa hlut­inn. Hann vildi ekki greina frá því hvert kaup­verðið væri né hvernig kaupin voru fjár­mögnuð þegar Kjarn­inn leit­aði eftir upp­lýs­ingum um það. Björn Ingi sagði þetta þó „vera sam­vinnu­verk­efni með þeim sem áttu blað­ið“, sem rímar ágæt­lega við hávær­ustu kenn­ing­una á meðal starfs­manna DV, sem telja að Birni Inga hafi verið veitt selj­enda­lán frá fyrri meiri­hluta­eig­end­um.

Auglýsing

Björn Ingi Hrafnsson verður meirihlutaeigandi í DV ef Samkeppniseftirlitið leggur blessun sína yfir ráðahaginn. Björn Ingi Hrafns­son verður meiri­hluta­eig­andi í DV ef Sam­keppn­is­eft­ir­litið leggur blessun sína yfir ráða­hag­inn.

Kaupin ganga þó ekki í gegn fyrr en Sam­keppn­is­eft­ir­litið sam­þykkir þau. Í bak­her­bergj­unum velta menn því fyrir sér hvort það gæti orðið snú­ið. Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur nefni­lega verið að fylgj­ast með fjöl­miðla­mark­aðnum af aðeins meiri áhuga und­an­farin miss­eri en áður hefur ver­ið.

Eitt þeirra atriða sem gæti gert þau snúin eru sam­starfs­samn­ingur sem vef­síðan Eyj­an, flagg­skip Vef­pressunn­ar, gerði við 365 miðla, langstærsta einka­fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins, í febr­úar síð­ast­liðn­um. Sam­kvæmt samn­ingnum átti Eyjan að sjá um viku­legan sjón­varps­þátt undir Eyju-heit­inu sem Björn Ingi átti að stýra. Auk þess var sam­hliða til­kynnt um útgáfu mán­aða­legs blaðs Eyj­unnar sem átti að fylgja frítt með Frétta­blað­inu. Blaðið hefur reyndar aldrei komið út en sjón­varps­þátt­ur­inn hefur verið í loft­inu í nokkur tíma.

Samn­ing­ur­inn er tal­inn mjög verð­mætur fyrir Vef­press­una og skiptir því ugg­laust tölu­verðu máli í rekstri henn­ar. Því verður áhuga­vert hvort Sam­keppn­is­eft­ir­litið taki þennan samn­ing inn í skoðun sína á kaupum Vef­pressunnar á DV.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sýna hér hvað tveir metrar eru um það bil langir.
Víðir: Rýmisgreind fólks er mismunandi
Meirihluti þeirra sem sýkst hefur af COVID-19 síðustu daga er ungt fólk. Landlæknir segir engan vilja lenda í því að sýkja aðra og biðlar til ungs fólks og aðstandenda þeirra að skerpa á sóttvarnarreglum.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None