Bakherbergi: Samstarfsaðili 365 miðla kaupir DV

bjorninginota.jpg
Auglýsing

Í um tvo tíma síð­ast­lið­inn föstu­dag var það stærsta frétt dags­ins að Björn Ingi Hrafns­son hefði keypt 70 pró­sent hlut í DV, en Björn Ingi hefur átt, stýrt og rekið Vef­press­una und­an­farin ár. Afsögn Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur hirti síðan alla athygli af kaup­un­um.

Kaupin voru reyndar eitt verst geymda leynd­ar­mál íslensks fjöl­miðla­heims og í tölu­verðan tíma hefur ekki verið spurn­ing um hvort heldur hvenær til­kynnt yrði um þau.

Fyrrum meiri­hluta­eig­endur DV greindu frá því á starfs­manna­fundi fyrir skemmstu að þeir hefðu sett um 85 millj­ónir króna í rekst­ur­inn svo það hefur ekki verið alveg ókeypis fyrir Björn Inga að kaupa hlut­inn. Hann vildi ekki greina frá því hvert kaup­verðið væri né hvernig kaupin voru fjár­mögnuð þegar Kjarn­inn leit­aði eftir upp­lýs­ingum um það. Björn Ingi sagði þetta þó „vera sam­vinnu­verk­efni með þeim sem áttu blað­ið“, sem rímar ágæt­lega við hávær­ustu kenn­ing­una á meðal starfs­manna DV, sem telja að Birni Inga hafi verið veitt selj­enda­lán frá fyrri meiri­hluta­eig­end­um.

Auglýsing

Björn Ingi Hrafnsson verður meirihlutaeigandi í DV ef Samkeppniseftirlitið leggur blessun sína yfir ráðahaginn. Björn Ingi Hrafns­son verður meiri­hluta­eig­andi í DV ef Sam­keppn­is­eft­ir­litið leggur blessun sína yfir ráða­hag­inn.

Kaupin ganga þó ekki í gegn fyrr en Sam­keppn­is­eft­ir­litið sam­þykkir þau. Í bak­her­bergj­unum velta menn því fyrir sér hvort það gæti orðið snú­ið. Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur nefni­lega verið að fylgj­ast með fjöl­miðla­mark­aðnum af aðeins meiri áhuga und­an­farin miss­eri en áður hefur ver­ið.

Eitt þeirra atriða sem gæti gert þau snúin eru sam­starfs­samn­ingur sem vef­síðan Eyj­an, flagg­skip Vef­pressunn­ar, gerði við 365 miðla, langstærsta einka­fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins, í febr­úar síð­ast­liðn­um. Sam­kvæmt samn­ingnum átti Eyjan að sjá um viku­legan sjón­varps­þátt undir Eyju-heit­inu sem Björn Ingi átti að stýra. Auk þess var sam­hliða til­kynnt um útgáfu mán­aða­legs blaðs Eyj­unnar sem átti að fylgja frítt með Frétta­blað­inu. Blaðið hefur reyndar aldrei komið út en sjón­varps­þátt­ur­inn hefur verið í loft­inu í nokkur tíma.

Samn­ing­ur­inn er tal­inn mjög verð­mætur fyrir Vef­press­una og skiptir því ugg­laust tölu­verðu máli í rekstri henn­ar. Því verður áhuga­vert hvort Sam­keppn­is­eft­ir­litið taki þennan samn­ing inn í skoðun sína á kaupum Vef­pressunnar á DV.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None