Bakherbergið: Auðmenn og stjórnmálamenn ofar réttvísinni

hmg.jpg
Auglýsing

Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari vakti athygli í vik­unni þegar hann lýsti skoðun sinni á því hvernig Hanna Birna Krist­jáns­dóttir inn­an­rík­is­ráð­herra hefur beitt sér í leka­mál­inu.

Hann mætti svo í Viku­lokin á Rás 1 í dag og sagð­ist ekki muna eftir við­líka gagn­rýni frá jafn valda­miklum aðila og Hönnu Birnu. Orð­rétt sagði Helgi: „Maður þekkir þessa varn­ar­taktík hjá sak­born­ingum og verj­endum í efna­hags­brota­mál­um. Það eru ein­stak­lingar sem eru að verja sig úti í bæ og menn geta kannski auð­veldar varist því. Það skilja það allir að þar er um sak­born­inga að ræða en að kynn­ast þessu frá, úr þess­ari átt, var að mestu leyti nýtt fyrir mér­[...]Við skulum skoða stöðu lög­reglu­stjóra [Stef­áns Eiríks­son­ar] undir þessum kring­um­stæð­um. Þetta er nátt­úru­lega ákaf­lega erfið staða fyrir mann að lenda í, undir þessum kring­um­stæð­um. Að yfir­maður hans, sem hefur öll hans ráð í hendi sér, skuli tala svona. Ef við göngum út frá því að það sé, eins og ég býst við að það sé, að þetta sé rétt frá greint, að þá er þetta nátt­úru­lega ákaf­lega óheppi­legt, ef við getum verið svo­lítið hóf­leg í yfir­lýs­ing­um“.

Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir afskipti sín að rannsókn lekamálsins. Hanna Birna Krist­jáns­dóttir hefur verið harð­lega gagn­rýnd fyrir afskipti sín að rann­sókn leka­máls­ins.

Auglýsing

Í bak­her­bergj­unum hefur það verið rifjað upp að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Helgi Magnús lýsir skoð­unum sínum opin­ber­lega þannig að tekið sé eft­ir. Árið 2007 var Helgi Magnús sak­sókn­ari efna­hags­brota­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra, deildar sem síðar rann inn í emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara.

Þegar hvít­flibbar eiga í hlut og það frétt­ist að þeir hafi jafn­vel stungið ævi­tekjum verka­manns­ins undan skatti skap­ast oft engin umræða um málið.

Þann 20. júní það ár, rúmu ári áður en íslensku bank­arnir hrundu, birt­ist við­tal við Helga Magnús í Blað­inu sál­uga. Þar sagði hann m.a.: „Það er eng­inn sem gerir athuga­semd við þaðað refsa manni sem stelur sér kók­flösku á Lauga­veg­in­um[...]Þegar hvít­flibbar eiga í hlut og það frétt­ist að þeir hafi jafn­vel stungið ævi­tekjum verka­manns­ins undan skatti skap­ast oft engin umræða um mál­ið. Það er þetta sem ég vil að fólk vakni til vit­undar um. Þessir hags­munir almenn­ings sem við erum að berj­ast fyrir eru svo gríð­ar­lega mikl­ir. Þessir menn sem við fáumst við eru í þeirri aðstöðu að geta svipt okkur starf­inu, eign­unum og eft­ir­laun­un­um.“

Í við­tal­inu fór hann líka fram á að þeir sem gerð­ust sekir um stór­felld efna­hags­brot yrði refsað með opin­ber­ari hætti. „Ann­ars er hættan sú að refs­ingar verði hugs­aðar sem her­kostn­að­ur. Ef það kemst upp um menn í eitt skipti af tíu þá er hættan sú að þeir borgi ein­fald­lega sekt og þakki fyrir að eng­inn viti af brot­inu. Þá er þetta orðið eins og að menn sé að kaupa sig út úr ábyrgð með greiðslu sekt­anna“.

Af orðum Helga Magn­úsar má ráða að vanda­mál okkar Íslend­inga sé það að auð­valdið og póli­tíkin telji sig ofar rétt­vís­inni. Og hiki ekki að beita sér þegar ákæru­vald­ið, eða ein­hverjar aðrar stofn­anir sam­fé­lags­ins, ætli sér að toga þá niður á sama plan og allir hinir búa við.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None