Bakherbergið: Auðmenn og stjórnmálamenn ofar réttvísinni

hmg.jpg
Auglýsing

Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari vakti athygli í vik­unni þegar hann lýsti skoðun sinni á því hvernig Hanna Birna Krist­jáns­dóttir inn­an­rík­is­ráð­herra hefur beitt sér í leka­mál­inu.

Hann mætti svo í Viku­lokin á Rás 1 í dag og sagð­ist ekki muna eftir við­líka gagn­rýni frá jafn valda­miklum aðila og Hönnu Birnu. Orð­rétt sagði Helgi: „Maður þekkir þessa varn­ar­taktík hjá sak­born­ingum og verj­endum í efna­hags­brota­mál­um. Það eru ein­stak­lingar sem eru að verja sig úti í bæ og menn geta kannski auð­veldar varist því. Það skilja það allir að þar er um sak­born­inga að ræða en að kynn­ast þessu frá, úr þess­ari átt, var að mestu leyti nýtt fyrir mér­[...]Við skulum skoða stöðu lög­reglu­stjóra [Stef­áns Eiríks­son­ar] undir þessum kring­um­stæð­um. Þetta er nátt­úru­lega ákaf­lega erfið staða fyrir mann að lenda í, undir þessum kring­um­stæð­um. Að yfir­maður hans, sem hefur öll hans ráð í hendi sér, skuli tala svona. Ef við göngum út frá því að það sé, eins og ég býst við að það sé, að þetta sé rétt frá greint, að þá er þetta nátt­úru­lega ákaf­lega óheppi­legt, ef við getum verið svo­lítið hóf­leg í yfir­lýs­ing­um“.

Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir afskipti sín að rannsókn lekamálsins. Hanna Birna Krist­jáns­dóttir hefur verið harð­lega gagn­rýnd fyrir afskipti sín að rann­sókn leka­máls­ins.

Auglýsing

Í bak­her­bergj­unum hefur það verið rifjað upp að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Helgi Magnús lýsir skoð­unum sínum opin­ber­lega þannig að tekið sé eft­ir. Árið 2007 var Helgi Magnús sak­sókn­ari efna­hags­brota­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra, deildar sem síðar rann inn í emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara.

Þegar hvít­flibbar eiga í hlut og það frétt­ist að þeir hafi jafn­vel stungið ævi­tekjum verka­manns­ins undan skatti skap­ast oft engin umræða um málið.

Þann 20. júní það ár, rúmu ári áður en íslensku bank­arnir hrundu, birt­ist við­tal við Helga Magnús í Blað­inu sál­uga. Þar sagði hann m.a.: „Það er eng­inn sem gerir athuga­semd við þaðað refsa manni sem stelur sér kók­flösku á Lauga­veg­in­um[...]Þegar hvít­flibbar eiga í hlut og það frétt­ist að þeir hafi jafn­vel stungið ævi­tekjum verka­manns­ins undan skatti skap­ast oft engin umræða um mál­ið. Það er þetta sem ég vil að fólk vakni til vit­undar um. Þessir hags­munir almenn­ings sem við erum að berj­ast fyrir eru svo gríð­ar­lega mikl­ir. Þessir menn sem við fáumst við eru í þeirri aðstöðu að geta svipt okkur starf­inu, eign­unum og eft­ir­laun­un­um.“

Í við­tal­inu fór hann líka fram á að þeir sem gerð­ust sekir um stór­felld efna­hags­brot yrði refsað með opin­ber­ari hætti. „Ann­ars er hættan sú að refs­ingar verði hugs­aðar sem her­kostn­að­ur. Ef það kemst upp um menn í eitt skipti af tíu þá er hættan sú að þeir borgi ein­fald­lega sekt og þakki fyrir að eng­inn viti af brot­inu. Þá er þetta orðið eins og að menn sé að kaupa sig út úr ábyrgð með greiðslu sekt­anna“.

Af orðum Helga Magn­úsar má ráða að vanda­mál okkar Íslend­inga sé það að auð­valdið og póli­tíkin telji sig ofar rétt­vís­inni. Og hiki ekki að beita sér þegar ákæru­vald­ið, eða ein­hverjar aðrar stofn­anir sam­fé­lags­ins, ætli sér að toga þá niður á sama plan og allir hinir búa við.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None