Bakherbergið: Auðmenn og stjórnmálamenn ofar réttvísinni

hmg.jpg
Auglýsing

Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari vakti athygli í vik­unni þegar hann lýsti skoðun sinni á því hvernig Hanna Birna Krist­jáns­dóttir inn­an­rík­is­ráð­herra hefur beitt sér í leka­mál­inu.

Hann mætti svo í Viku­lokin á Rás 1 í dag og sagð­ist ekki muna eftir við­líka gagn­rýni frá jafn valda­miklum aðila og Hönnu Birnu. Orð­rétt sagði Helgi: „Maður þekkir þessa varn­ar­taktík hjá sak­born­ingum og verj­endum í efna­hags­brota­mál­um. Það eru ein­stak­lingar sem eru að verja sig úti í bæ og menn geta kannski auð­veldar varist því. Það skilja það allir að þar er um sak­born­inga að ræða en að kynn­ast þessu frá, úr þess­ari átt, var að mestu leyti nýtt fyrir mér­[...]Við skulum skoða stöðu lög­reglu­stjóra [Stef­áns Eiríks­son­ar] undir þessum kring­um­stæð­um. Þetta er nátt­úru­lega ákaf­lega erfið staða fyrir mann að lenda í, undir þessum kring­um­stæð­um. Að yfir­maður hans, sem hefur öll hans ráð í hendi sér, skuli tala svona. Ef við göngum út frá því að það sé, eins og ég býst við að það sé, að þetta sé rétt frá greint, að þá er þetta nátt­úru­lega ákaf­lega óheppi­legt, ef við getum verið svo­lítið hóf­leg í yfir­lýs­ing­um“.

Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir afskipti sín að rannsókn lekamálsins. Hanna Birna Krist­jáns­dóttir hefur verið harð­lega gagn­rýnd fyrir afskipti sín að rann­sókn leka­máls­ins.

Auglýsing

Í bak­her­bergj­unum hefur það verið rifjað upp að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Helgi Magnús lýsir skoð­unum sínum opin­ber­lega þannig að tekið sé eft­ir. Árið 2007 var Helgi Magnús sak­sókn­ari efna­hags­brota­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra, deildar sem síðar rann inn í emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara.

Þegar hvít­flibbar eiga í hlut og það frétt­ist að þeir hafi jafn­vel stungið ævi­tekjum verka­manns­ins undan skatti skap­ast oft engin umræða um málið.

Þann 20. júní það ár, rúmu ári áður en íslensku bank­arnir hrundu, birt­ist við­tal við Helga Magnús í Blað­inu sál­uga. Þar sagði hann m.a.: „Það er eng­inn sem gerir athuga­semd við þaðað refsa manni sem stelur sér kók­flösku á Lauga­veg­in­um[...]Þegar hvít­flibbar eiga í hlut og það frétt­ist að þeir hafi jafn­vel stungið ævi­tekjum verka­manns­ins undan skatti skap­ast oft engin umræða um mál­ið. Það er þetta sem ég vil að fólk vakni til vit­undar um. Þessir hags­munir almenn­ings sem við erum að berj­ast fyrir eru svo gríð­ar­lega mikl­ir. Þessir menn sem við fáumst við eru í þeirri aðstöðu að geta svipt okkur starf­inu, eign­unum og eft­ir­laun­un­um.“

Í við­tal­inu fór hann líka fram á að þeir sem gerð­ust sekir um stór­felld efna­hags­brot yrði refsað með opin­ber­ari hætti. „Ann­ars er hættan sú að refs­ingar verði hugs­aðar sem her­kostn­að­ur. Ef það kemst upp um menn í eitt skipti af tíu þá er hættan sú að þeir borgi ein­fald­lega sekt og þakki fyrir að eng­inn viti af brot­inu. Þá er þetta orðið eins og að menn sé að kaupa sig út úr ábyrgð með greiðslu sekt­anna“.

Af orðum Helga Magn­úsar má ráða að vanda­mál okkar Íslend­inga sé það að auð­valdið og póli­tíkin telji sig ofar rétt­vís­inni. Og hiki ekki að beita sér þegar ákæru­vald­ið, eða ein­hverjar aðrar stofn­anir sam­fé­lags­ins, ætli sér að toga þá niður á sama plan og allir hinir búa við.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None