Bakherbergið: Davíð Oddsson alls ekki að hætta sem ritstjóri

david.jpg
Auglýsing

Fyrr í dag var til­kynnt um að Har­aldur Johann­es­sen hefði verið ráð­inn fram­kvæmda­stjóri Árvak­urs, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins. Ráðn­ingin kemur í kjöl­far þess að Óskar Magn­ús­son, sem starfað hefur sem útgef­andi Morg­un­blaðs­ins, óskaði eftir að hætta störfum og gaf þá opin­beru skýr­ingu að hann vildi sinna rit­störfum bet­ur. Mikil eft­ir­sjá er sögð af Óskari, sér­stak­lega þar sem hann hefur oft staðið með fag­legri hluta rit­stjórnar Morg­un­blaðs­ins í rimmum hennar við rit­stjór­anna tvo, Davíð Odds­son og Har­ald Johann­es­sen.

Við brott­hvarf Ósk­ars var ráð­ist í skipu­lags­breyt­ingar og starf útgef­anda lagt nið­ur. Har­ald­ur, sem hefur verið rit­stóri Morg­un­blaðs­ins við hlið Dav­íðs und­an­farin fimm ár, mun sinna rit­stjórn­ar­starf­inu áfram sam­hliða því að vera fram­kvæmda­stjóri.

Í bak­her­bergj­unum hefur lengi verið pískrað um að Davíð myndi hætta sem rit­stjóri um þessi ára­mót, enda verður hann 67 ára í jan­úar 2015 og hefur verið allt um lykj­andi í íslensku sam­fé­lagi frá árinu 1982. Það ár sett­ist hann í stól borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur, varð síðar þaul­setn­asti for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­inn­ar, próf­aði utan­rík­is­málin stund­ar­korn og gerð­ist loks aðal­-­seðla­banka­stjóri allt þar til að honum var nán­ast gert að hætta í því starfi árið 2009. Þá um haustið var hann síðan ráð­inn sem rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins.

Auglýsing

Davíð Oddsson var forsætisráðherra Íslands frá árinu 1991 til ársins 2004. Hann er þaulsetnasti forsætisráðherra í sögu þjóðarinnar. Davíð Odds­son var for­sæt­is­ráð­herra Íslands frá árinu 1991 til árs­ins 2004. Hann er þaul­setn­asti for­sæt­is­ráð­herra í sögu þjóð­ar­inn­ar.

Að mörgu leyti hefur Davíð afrekað að ýta flestum hugð­ar­efnum sínum í fram­kvæmd úr stóli rit­stjóra. Þegar hann tók að sér starfið var við lýði fyrsta tveggja flokka vinstri­st­jórn lýð­veld­is­sög­unn­ar, samn­inga­við­ræður stóðu yfir um Ices­a­ve-­samn­ing­anna, Ísland var í virku umsókn­ar­ferli um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og fyr­ir­hugað var að leggja á útgerð­ina há veiði­leyfagjöld.

Síðan þá hefur vinstri stjórnin hrökkl­ast frá gíf­ur­lega löskuð og ný stjórn sem virð­ist Davíð mjög að skapi tekið við taumun­um. Ices­ave hefur unn­ist fyrir alþjóð­legum dóm­stólum án samn­inga. Evr­ópu­sam­bandsum­sókn­in­hefur ver­ið ­stöðvuð og verður lík­lega dregin til baka á allra næstu miss­er­um. Og síð­ast en ekki síst er búið að losa stór­út­gerð­ina, sem á Morg­un­blað­ið, undan mestu veiði­leyfagjöld­un­um. Allan þennan tíma hefur Davíð ham­ast á þessum málum af mik­illi áfergju í rit­stjórn­ar­skrifum Morg­un­blaðs­ins.

Í til­kynn­ingu frá stjórn Árvak­urs vegna ráðn­ingu Har­aldar sem fram­kvæmda­stjóra/­rit­stjóra kemur hins vegar fram að Davíð verði áfram rit­stjóri. Gestir í bak­her­berg­inu sem þekkja til í enn myrkraðri bak­her­bergjum hafa stað­fest þetta í dag.

Kannski hefur sá árangur sem Davíð og félagar hafa náð við að móta sam­fé­lagið eftir sínu höfði und­an­farin ár hvatt hann til dáða.

Davíð er alls ekki hætt­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Fjármunamyndun í húsnæði ekki hærri síðan árið 2007
Alls jókst fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði um 167 milljarða króna á árinu 2019 þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr hækkun húsnæðisverðs. Nýjar íbúðir á markaði, margar hverjar í dýrari kantinum, og hagstæðari skilyrði til niðurgreiðslu lána skiptu máli.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None