Bakherbergið: Davíð Oddsson alls ekki að hætta sem ritstjóri

david.jpg
Auglýsing

Fyrr í dag var til­kynnt um að Har­aldur Johann­es­sen hefði verið ráð­inn fram­kvæmda­stjóri Árvak­urs, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins. Ráðn­ingin kemur í kjöl­far þess að Óskar Magn­ús­son, sem starfað hefur sem útgef­andi Morg­un­blaðs­ins, óskaði eftir að hætta störfum og gaf þá opin­beru skýr­ingu að hann vildi sinna rit­störfum bet­ur. Mikil eft­ir­sjá er sögð af Óskari, sér­stak­lega þar sem hann hefur oft staðið með fag­legri hluta rit­stjórnar Morg­un­blaðs­ins í rimmum hennar við rit­stjór­anna tvo, Davíð Odds­son og Har­ald Johann­es­sen.

Við brott­hvarf Ósk­ars var ráð­ist í skipu­lags­breyt­ingar og starf útgef­anda lagt nið­ur. Har­ald­ur, sem hefur verið rit­stóri Morg­un­blaðs­ins við hlið Dav­íðs und­an­farin fimm ár, mun sinna rit­stjórn­ar­starf­inu áfram sam­hliða því að vera fram­kvæmda­stjóri.

Í bak­her­bergj­unum hefur lengi verið pískrað um að Davíð myndi hætta sem rit­stjóri um þessi ára­mót, enda verður hann 67 ára í jan­úar 2015 og hefur verið allt um lykj­andi í íslensku sam­fé­lagi frá árinu 1982. Það ár sett­ist hann í stól borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur, varð síðar þaul­setn­asti for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­inn­ar, próf­aði utan­rík­is­málin stund­ar­korn og gerð­ist loks aðal­-­seðla­banka­stjóri allt þar til að honum var nán­ast gert að hætta í því starfi árið 2009. Þá um haustið var hann síðan ráð­inn sem rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins.

Auglýsing

Davíð Oddsson var forsætisráðherra Íslands frá árinu 1991 til ársins 2004. Hann er þaulsetnasti forsætisráðherra í sögu þjóðarinnar. Davíð Odds­son var for­sæt­is­ráð­herra Íslands frá árinu 1991 til árs­ins 2004. Hann er þaul­setn­asti for­sæt­is­ráð­herra í sögu þjóð­ar­inn­ar.

Að mörgu leyti hefur Davíð afrekað að ýta flestum hugð­ar­efnum sínum í fram­kvæmd úr stóli rit­stjóra. Þegar hann tók að sér starfið var við lýði fyrsta tveggja flokka vinstri­st­jórn lýð­veld­is­sög­unn­ar, samn­inga­við­ræður stóðu yfir um Ices­a­ve-­samn­ing­anna, Ísland var í virku umsókn­ar­ferli um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og fyr­ir­hugað var að leggja á útgerð­ina há veiði­leyfagjöld.

Síðan þá hefur vinstri stjórnin hrökkl­ast frá gíf­ur­lega löskuð og ný stjórn sem virð­ist Davíð mjög að skapi tekið við taumun­um. Ices­ave hefur unn­ist fyrir alþjóð­legum dóm­stólum án samn­inga. Evr­ópu­sam­bandsum­sókn­in­hefur ver­ið ­stöðvuð og verður lík­lega dregin til baka á allra næstu miss­er­um. Og síð­ast en ekki síst er búið að losa stór­út­gerð­ina, sem á Morg­un­blað­ið, undan mestu veiði­leyfagjöld­un­um. Allan þennan tíma hefur Davíð ham­ast á þessum málum af mik­illi áfergju í rit­stjórn­ar­skrifum Morg­un­blaðs­ins.

Í til­kynn­ingu frá stjórn Árvak­urs vegna ráðn­ingu Har­aldar sem fram­kvæmda­stjóra/­rit­stjóra kemur hins vegar fram að Davíð verði áfram rit­stjóri. Gestir í bak­her­berg­inu sem þekkja til í enn myrkraðri bak­her­bergjum hafa stað­fest þetta í dag.

Kannski hefur sá árangur sem Davíð og félagar hafa náð við að móta sam­fé­lagið eftir sínu höfði und­an­farin ár hvatt hann til dáða.

Davíð er alls ekki hætt­ur.

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None