Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra upplýsti um það á Alþingi fyrr í dag, að í utanríkisráðuneyti Gunnars Braga Sveinssonar væri nú hafin rannsókn á því hvort leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hefði mistnotað íslenska lofthelgi og flugvelli með nauðungarflutningum á fólki til ólögregla yfirheyrslna og pyntinga. Í bakherberginu er þessu fagnað sérstaklega, enda með ólíkindum ef CIA var að nota íslenska flugvelli í ömurlegum tilgangi í hinum svokallaða stríði gegn hryðjuverkum. Eins og greint var frá í pistli á vef Kjarnans í gær, bendir margt til þess að svo hafi verið, en flest flugin sem fóru í gegnum Ísland, voru á milli Búkarest í Rúmeníu og Washington DC sumarið 2006. Herinn fór síðan af landinu með skömmum fyrirvara í lok september það ár.
Í bakherberginu vonast fólk til þess að Gunnar Bragi, fyrir hönd almennings, láti kné fylgja kviði í þessari rannsókn, á grimmdarlegum mannréttindabrotum CIA undir verndarvæng George W. Bush, sem fór frá völdum í janúar 2009 þegar staða í efnahagsmálum heimsins var fallvölt vegna vandamála sem áttu rót sína í bandarísku fjármálakerfi.