Bakherbergið: Hver er utanríkisstefna Íslendinga?

16749392536_f3230e5975_z.jpg
Auglýsing

Það kemur ekki nokkrum manni á óvart að sitj­andi rík­is­stjórn ætlar sér ekki að ganga í Evr­ópu­sam­band­ið. Hún boð­aði hins vegar fyrir um ári síðan nýja Evr­ópu­stefnu sem átti að byggja á „efldri hags­muna­gæslu á vett­vangi samn­ings­ins um hið Evr­ópska efna­hags­svæði (EES) og ann­arra gild­andi samn­inga Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins (ES­B)“.

Á meðal þess sem átti að gera var að fjölga starfs­fólki í Brus­sel til að reyna að hafa áhrif á laga­setn­ingar sem Ísland verður að taka upp. Starfs­fólk­inu hefur ekki fjölgað neitt. Í nýrri skýrslu utan­rík­is­ráð­herra um utan­rík­is- og alþjóða­mál segir meira að segja orð­rétt: „Að­halds verður áfram gætt í utan­rík­is­þjón­ust­unni og tryggt að ráðu­neytið verði rekið innan fjár­heim­ilda, þrátt fyrir nið­ur­skurð á fjár­lögum und­an­far­inna ára“.

Þess í stað var sent bréf til Evr­ópu­sam­bands­ins sem átti að marka enda­lok umsókn­ar­ferlis Íslend­inga að sam­band­inu. Evr­ópu­sam­bandið túlkar það reyndar alls ekki þannig og telur Ísland enn vera umsókn­ar­ríki og sumir stjórn­ar­liðar hafa sagt bréfið fyrst og síð­ast vera stað­fest­ingu á afstöðu rík­is­stjórn­ar­innar í garð aðild­ar. Til við­bótar hefur stjórn­ar­and­staðan sent Evr­ópu­sam­band­inu bréf og segir rík­is­stjórn Íslands ekki hafa umboð til að slíta við­ræð­um. Þessi hræri­grautur mein­inga, túlk­ana og ævin­týra­legs klaufa­skapar allra sem að mál­inu koma er ekki til þess fall­inn að bæta stemmn­ing­una milli Evr­ópu­sam­bands­ins og íslenskra stjórn­valda.

Auglýsing

EES-­samn­ing­ur­inn gæti auk þess verið í upp­námi ef ekki tekst að semja um hver fram­lag Íslands og hinna EFTA-­ríkj­anna á að vera í Þró­un­ar­sjóð EFTA-, sem oft eru kall­aðar aðgöngu­mið­inn að innri mark­aði Evr­ópu, það gjald sem EES-löndin þrjú greiða fyrir EES-­samn­ing­inn. Síð­asta sam­komu­lag rann út fyrir tæpu ári og algjör patt­staða er uppi í við­ræð­un­um.

g nýverið kom fram minn­is­blað frá John Kerry utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna til Baracks Obama for­seta lands­ins, sem er dag­sett 23. jan­úar 2015, þar sem segir bein­leiðis að banda­rískir ráða­menn forð­ist sam­skipti við Ísland ef þeir geta kom­ist hjá því.

Fyrir ári síðan gerðu síðan Norð­menn, Fær­eyjar og Evr­ópu­sam­bandið sam­komu­lag um mak­ríl­veiðar í Atl­ants­hafi án aðkomu og vit­undar Íslands­. Og nýverið kom fram minn­is­blað frá John Kerry utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna til Baracks Obama for­seta lands­ins, sem er dag­sett 23. jan­úar 2015, þar sem segir bein­leiðis að banda­rískir ráða­menn forð­ist sam­skipti við Ísland ef þeir geta kom­ist hjá því. Ástæðan er fyrst og síð­ast and­staða þeirra við hval­veiðar Íslend­inga.

Í bak­her­berg­inu er því eðli­lega spurt: hver er utan­rík­is­stefna Íslend­inga? Í ljósi ofan­greindra atburða, hverjir eru helstu banda­menn okk­ar? Og hvernig á að hátta alþjóða­sam­skiptum okkar til fram­tíð­ar?

Þegar stórt er spurt er oft ekk­ert um svör.

Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None