Bakherbergið: Hver er utanríkisstefna Íslendinga?

16749392536_f3230e5975_z.jpg
Auglýsing

Það kemur ekki nokkrum manni á óvart að sitj­andi rík­is­stjórn ætlar sér ekki að ganga í Evr­ópu­sam­band­ið. Hún boð­aði hins vegar fyrir um ári síðan nýja Evr­ópu­stefnu sem átti að byggja á „efldri hags­muna­gæslu á vett­vangi samn­ings­ins um hið Evr­ópska efna­hags­svæði (EES) og ann­arra gild­andi samn­inga Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins (ES­B)“.

Á meðal þess sem átti að gera var að fjölga starfs­fólki í Brus­sel til að reyna að hafa áhrif á laga­setn­ingar sem Ísland verður að taka upp. Starfs­fólk­inu hefur ekki fjölgað neitt. Í nýrri skýrslu utan­rík­is­ráð­herra um utan­rík­is- og alþjóða­mál segir meira að segja orð­rétt: „Að­halds verður áfram gætt í utan­rík­is­þjón­ust­unni og tryggt að ráðu­neytið verði rekið innan fjár­heim­ilda, þrátt fyrir nið­ur­skurð á fjár­lögum und­an­far­inna ára“.

Þess í stað var sent bréf til Evr­ópu­sam­bands­ins sem átti að marka enda­lok umsókn­ar­ferlis Íslend­inga að sam­band­inu. Evr­ópu­sam­bandið túlkar það reyndar alls ekki þannig og telur Ísland enn vera umsókn­ar­ríki og sumir stjórn­ar­liðar hafa sagt bréfið fyrst og síð­ast vera stað­fest­ingu á afstöðu rík­is­stjórn­ar­innar í garð aðild­ar. Til við­bótar hefur stjórn­ar­and­staðan sent Evr­ópu­sam­band­inu bréf og segir rík­is­stjórn Íslands ekki hafa umboð til að slíta við­ræð­um. Þessi hræri­grautur mein­inga, túlk­ana og ævin­týra­legs klaufa­skapar allra sem að mál­inu koma er ekki til þess fall­inn að bæta stemmn­ing­una milli Evr­ópu­sam­bands­ins og íslenskra stjórn­valda.

Auglýsing

EES-­samn­ing­ur­inn gæti auk þess verið í upp­námi ef ekki tekst að semja um hver fram­lag Íslands og hinna EFTA-­ríkj­anna á að vera í Þró­un­ar­sjóð EFTA-, sem oft eru kall­aðar aðgöngu­mið­inn að innri mark­aði Evr­ópu, það gjald sem EES-löndin þrjú greiða fyrir EES-­samn­ing­inn. Síð­asta sam­komu­lag rann út fyrir tæpu ári og algjör patt­staða er uppi í við­ræð­un­um.

g nýverið kom fram minn­is­blað frá John Kerry utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna til Baracks Obama for­seta lands­ins, sem er dag­sett 23. jan­úar 2015, þar sem segir bein­leiðis að banda­rískir ráða­menn forð­ist sam­skipti við Ísland ef þeir geta kom­ist hjá því.

Fyrir ári síðan gerðu síðan Norð­menn, Fær­eyjar og Evr­ópu­sam­bandið sam­komu­lag um mak­ríl­veiðar í Atl­ants­hafi án aðkomu og vit­undar Íslands­. Og nýverið kom fram minn­is­blað frá John Kerry utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna til Baracks Obama for­seta lands­ins, sem er dag­sett 23. jan­úar 2015, þar sem segir bein­leiðis að banda­rískir ráða­menn forð­ist sam­skipti við Ísland ef þeir geta kom­ist hjá því. Ástæðan er fyrst og síð­ast and­staða þeirra við hval­veiðar Íslend­inga.

Í bak­her­berg­inu er því eðli­lega spurt: hver er utan­rík­is­stefna Íslend­inga? Í ljósi ofan­greindra atburða, hverjir eru helstu banda­menn okk­ar? Og hvernig á að hátta alþjóða­sam­skiptum okkar til fram­tíð­ar?

Þegar stórt er spurt er oft ekk­ert um svör.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None