Það vakti athygli að skattakóngur Íslands árið 2013 væri hin tiltölulega óþekkti Jón Árni Ágústsson, með tæpar 412 milljónir króna í skatta. Það sem útskýrir þetta mikla fjárflæmi hjá Jóni er sala hans á stórum hlut í Invent Farma. Kaupandinn var Framtakssjóður Íslands (FSÍ) og kaupverðið er talið hafa verið um tíu milljarðar króna, samkvæmt vb.is.
Kaupin vöktu athygli enda á hlutverk FSÍ, sem er í eigu lífeyrissjóða og ríkisbankans, að vera að móta endurreisn íslensks atvinnulífs. Invent Farma starfar einungis á Spáni þótt eigendurnir sem seldu séu að mestu Íslendingar.