Bakherbergið: Sigmundur og Davíð lögðu línuna varðandi RÚV

9951285886-15087b1b43-z-1.jpg
Auglýsing

Átökin um RÚV hafa vart farið fram­hjá nein­um. Afleið­ing ákvörð­unar rík­is­stjórn­ar­inn­ar, verði hún að veru­leika, mun nær örugg­lega þýða miklar breyt­ingar á starf­semi RÚV, enda nemur fyr­ir­huguð lækkun útvarps­gjalds­ins því að Rás 1 og Rás 2 verði báðar lagðar niður með öllu. Og nið­ur­skurð­ur­inn mun án nokk­urs vafa leiða til mik­illa breyt­inga á frétta­stofu RÚV með til­heyr­andi upp­sögnum og skertri frétta­þjón­ustu.

Í bak­her­bergj­unum er mikið rætt um að þessi staða þurfi ekki að koma á óvart. Áhrifa­menn í báðum flokkum hafi lengi ýjað að því að þeir væru mjög óánægðir með frétta­flutn­ing RÚV og varað við því að frammi­staða rík­is­fjöl­mið­ils­ins gæti haft afleið­ing­ar, hætti hann ekki þessum nei­kvæða frétta­flutn­ingi af verkum rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra sló tón­inn í grein­inni  „Fyrsti mán­uður loft­árása“ sem birt­ist í Morg­un­blað­inu 25. júní 2013. Þar gagn­rýndi hann RÚV fyrir að fjalla meira um und­ir­skrift­ar­lista gegn lægri veiði­gjöldum en frétta­stofa mið­ils­ins gerði um und­ir­skrifta­söfnun gegn Ices­a­ve. Í grein­inni sagði for­sæt­is­ráð­herrann:  „Það er ekki langt síðan fyrsta hreina vinstri­st­jórnin fór frá völdum eftir sögu­legt tap í kosn­ing­um. Á meðan sú rík­is­stjórn var að gera sínar bommertur leið varla sá dagur að við sem þá vorum í stjórn­ar­and­stöðu spyrðum ekki hvort annað „hvernig væri umfjöllun fjöl­miðla ef rík­is­stjórn Fram­sóknar og Sjálf­stæð­is­flokks hefði gert annað eins?“ Svo var brosað að til­hugs­un­inni um hvers konar „loft­árás­ir“ slík rík­is­stjórn hefði fengið yfir sig vegna sam­bæri­legra mála“.

Auglýsing

Sig­mundur Davíð bætti við gagn­rýn­ina í við­tali við Frjálsa verslun 7. mars síð­ast­lið­inn. Þar sagði hann fjöl­miðla hafa tekið stöðu með Evr­ópu­sam­bands­að­ild eftir að rík­is­stjórnin reyndi að draga umsókn um slíka til baka. „Í þessu máli höfum við að öllum lík­indum horft upp á mestu fjöl­miðla­her­ferð Íslands­sög­unn­ar,“ sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann. Síðar í við­tal­inu barst talið að frétta­flutn­ingi RÚV og þar sagði hann: „Ég tel ekki að Rikis­út­varp­inu sé stjórnað af ein­hverjum stjórn­mála­mönnum eða flokkum eða að bein teng­ing sé þangað inn frá ákveðnum flokk­um. Hins vegar er ákveð­inn kúltúr ríkj­andi á fjöl­miðlum eins og á öðrum vinnu­stöð­um, og það hefur verið reynslan, ekki aðeins hér heldur víð­ar, að vinstri­s­innað fólk leitar meira í þessi störf“.

kjarninn_david_vef

Á Morg­un­blað­inu ræður ríkjum annar umdeildur stjórn­mála­mað­ur, Davíð Odds­son, sem hefur ekki síður óbeit á frétta­stofu RÚV. Í Reykja­vík­ur­bréfi 5. októ­ber 2013 lét Dav­íð, sem er fyrrum for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, umfjöllun frétta­stofu RÚV í Bús­á­hald­ar­bylt­ing­unni fara mikið í taug­arnar á sér og sagði: „Rík­is­út­varp­ið, stofn­unin með örygg­is­hlut­verkið í önd­vegi skyldna sinna, dró grímu­laust taum aðsúgs­manna, útvarp­aði og sjón­varp­aði æsinga­ræðum sem eng­inn fékk að svara og til­kynn­ingum um hvert skyldi sækja næst. Stofn­un­in, sem þyk­ist vera með­vituð um að hún hafi sér­stöku örygg­is­hlut­verki að gegna sem rétt­læti að almenn­ingur í land­inu sé neyddur til að greiða yfir­gengi­legar fúlgur til að reka hana, fór svona að ráði sínu.

Póli­tísk mis­notk­un, sem vissu­lega ofbýður sífellt fleirum, er stóral­var­leg, en þó er hún eins og hégómi hjá fram­an­töldum atrið­um. En saman sýna þau að það er eitt­hvað stór­kost­lega brogað við þessa starf­semi og þar á bæ virð­ist ekki nokkur maður með ábyrgð líta í eigin barm. En kann ekki svo að fara, rétt eins og 1984, að svo alvar­leg mis­tök ásamt við­var­andi og síversn­andi mis­notkun og yfir­gangi fámenns hóps, sem kemst upp með að haga sér eins og hann eigi Rík­is­út­varp­ið, ofbjóði lang­lund­ar­geði lands­manna og opni augu þeirra?

Davíð hefur bætt vel í gagn­rýni sína und­an­farna daga og vik­ur. Margir Stak­steinar og leið­arar hafa verið helg­aðir þvi sem  hann kallar „Sér­rétt­inda­stofn­un­ina Rík­is­út­varpið ohf. Í Reykja­vík­ur­bréfi um síð­ustu helgi ásak­aði hann svo Rík­is­út­varpið um mik­inn póli­tískan halla til vinstri. Þar sagði Davíð að breska rík­is­út­varpið BBC hafi lengi vel verið talið „vel hallandi á vinstri kant­inn og sú stofnun hefur sýn þá dygð að neita því aldrei beint. Enda hall­inn þar í raun­inni lít­ill, þótt eftir honum sé tek­ið. Hann er þannig miklu minni en hall­inn á skakka­turn­inum í Písa. Og BBC er eins og hvít­skúr­aður ófullur eng­ill hjá skakka­turn­inum í Efsta­leit­i.“

Í bak­her­bergj­unum gerir fólk sér grein fyrir hversu áhrifa­miklir Sig­mundur Davíð og Davíð eru í sínum kreðs­um. Ef fjöl­mið­ill er kom­inn í óvina­hólf þeirra vegna þess að þeim líkar ekki frétta­flutn­ingur hans þá getur sá átt von á því að umfjöllun hans muni hafa afleið­ing­ar. Þær afleið­ingar virð­ast vera að raun­ger­ast núna hvað varðar RÚV.

Nú þegar verið er að refsa RÚV fyrir gagn­rýnan frétta­flutn­ing um sitj­andi rík­is­stjórn, sem sé hluti af röngum mál­stað í umræð­unni, er vert að rifja upp nið­ur­lag hinnar frægu „loft­árás­ar­grein­ar“ Sig­mundar Dav­íðs frá því í júní 2013. Þar sagði: „Það er ógnun við lýð­ræði ef rök­ræða fær ekki að eiga sér stað, ef ákveðið er frá byrjun að aðeins annar mál­stað­ur­inn sé réttur og allt sem styður við þá mynd fær greiða leið i gegn en önnur sjón­ar­mið hverfa“.

I bak­her­bergj­unum taka menn undir þessi orð for­sæt­is­ráð­herr­ans.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None