Bjarga bókhaldsbrellur heiminum? Enn af þjóðpeningakerfinu

peningar_opt.jpg
Auglýsing

Rík­is­út­gjöld eru í mörgum til­fellum bæði rétt­lát og vel­ferð­ar­auk­andi. En þau eru ekki ókeypis. Ein mesta fram­för sem orðið hefur í stjórn­mála­hugsun er við­ur­kenn­ingin á þessu. Ein­hver þarf að borga fyrir þjón­ustu rík­is­ins á end­an­um. Víð­ast hvar hefur stjórn­mála­fólki, bæði til hægri og vinstri, tek­ist að sam­ein­ast um þennan skiln­ing. Í dag snú­ast stjórn­málin um það hvaða rík­is­út­gjöld séu rétt­læt­an­leg þrátt fyrir til­kostn­að­inn. Ekki um hvort þau séu ókeyp­is. Enn eru þeir þó til sem halda að „há­deg­is­verð­ur­inn sé ókeyp­is.“ Sá hugs­un­ar­háttur er gegn­um­gang­andi í skýrslu Frosta Sig­ur­jóns­sonar um þjóð­pen­inga­kerfi.

Um verð­bólgu­skatt­inn



Eins og fram hefur komið er einn helsti til­gangur þjóð­pen­inga­kerfis að þjóð­nýta pen­inga­út­gáf­una í land­inu og færa svo­nefndan mynt­sláttu­hagnað til seðla­bank­ans. Frosti telur ekki að pen­inga­út­gáfa í slíku kerfi feli í sér skatt­lagn­ingu. Pen­inga­út­gáfan fjár­magnar hins vegar rík­is­út­gjöld. Hér hefur hann því fundið ókeypis hádeg­is­verð. Lífs­gæði án til­kostn­að­ar, eða hvað?

Í íslenskri sam­an­tekt skýrslu sinnar (bls. 111) skrifar Frosti: „Ef Seðla­bank­inn býr til svo mikla pen­inga að verð­bólga geri vart við sig mynd­ast tap hjá þeim sem eiga pen­inga. En ef Seðla­bank­inn býr aðeins til nægi­legt magn pen­inga til að mæta þörf vax­andi hag­kerfis þá tapar eng­inn.“

Þetta er rangt. Í vax­andi hag­kerfi með fast pen­inga­magn hafa pen­ingar til­hneig­ingu til að ávaxt­ast að raun­gildi. Það kall­ast verð­hjöðn­un. Verð vöru og þjón­ustu, mælt í pen­ing­um, fer þá lækk­andi. Kaup­máttur hverrar krónu eykst. Með reglu­legum inn­grip­um, pen­inga­prent­un, er þó hægt að halda raun­virði pen­inga niðri og svipta eig­end­urna þess­ari ávöxt­un. Í þessu felst skatt­lagn­ing, líka þegar verð­bólga mælist eng­in. Hádeg­is­verð­ur­inn er aldrei ókeyp­is. Engu máli skipt­ir, í þessu sam­hengi, hvort eig­endur pen­inga taka eftir því að verið er að skatt­leggja þá. Samt er verið að því.

Auglýsing

Lítum á grund­vall­ar­at­rið­in: Þjóð­pen­ing­arnir í kerf­inu hans Frosta hafa ekk­ert virði í sjálfu sér, ekk­ert innra virði. Þeir eru aðeins raf­rænar færslur í tölvu­kerfi. Við útgáfu þeirra skap­ast engin verð­mæti. Samt getur ríkið notað þá til að fjár­magna kaup sín á vörum og þjón­ustu. Ein­hvers staðar í þessu ferli hlýtur að verða til­færsla á verð­mæt­um. Annað er ómögu­legt.

Til­laga Frosta er líka að aftengja pen­inga­fram­boðið fjár­fest­ing­um, en bein­tengja það þess í stað við rík­is­sjóð. Slík breyt­ing, í bland við trúna á „ókeypis hádeg­is­verð“, er var­huga­verð. Meira má lesa um það í annarri grein.

400 millj­arða króna ókeypis hádeg­is­hlað­borð



Upp­töku þjóð­pen­inga­kerfis er sögð fylgja skulda­lækkun í þjóð­fé­lag­inu, bæði hjá hinu opin­bera og í einka­geir­an­um. Í skýrslu Frosta kemur fram að 300-400 millj­arða króna ein­skipt­is­lækkun verði á skuld­um, þegar pen­inga­fram­boð­inu verði breytt úr skuld­bind­ingum einka­rek­inna banka, yfir í „þjóð­pen­inga“ útgefna af Seðla­banka Íslands.

Þetta hljómar vel. Fyrir 400 millj­arða króna væri hægt að byggja nýjan Land­spít­ala og reka hann í meira en ára­tug. Þetta hljómar næstum því of gott til að vera satt. Enda er þetta alls ekki satt. Þessi meinta skulda­lækkun kemur ekki til vegna auk­ins sparn­að­ar, eigna­söfn­unar og nið­ur­greiðslu skulda. Nei, hún er aðeins sjón­hverf­ing, sem fram­kölluð er með bók­halds­brellu. Skoðum mál­ið, eins og því er lýst í skýrsl­unni hans Frosta.

Bók­halds­brellan

Skulda­lækkun þessi ger­ist þannig að svo til öll pen­inga­eign lands­manna í banka­kerf­inu, um 400 millj­arðar króna, er gerð upp­tæk og felld nið­ur. Í stað­inn fá lands­menn nýút­gefna „þjóð­pen­inga“  á reikn­ingum hjá seðla­bank­an­um. Hafi Jón Jóns­son átt 500.000 krónur á debet­reikn­ingi hjá Arion banka er sú krafa tekin af honum en í stað­inn fær hann 500.000 krónur á þjóð­pen­inga­reikn­ingi.

Í þessu felst líka að skuldir Arion banka minnka um 500.000 krón­ur. Þegar allt er saman tekið minnka skuldir banka­kerf­is­ins sem nemur þessum 400 millj­örð­um. Til­gang­ur­inn er hins vegar ekki að aflétta skuldum af bönk­um, heldur að ríkið end­ur­heimti aft­ur­virkt allan hagnað af útgáfu pen­inga í hag­kerf­inu. Bank­arnir eru því skyld­aðir til að gefa út eitt skulda­bréf hver, sem sam­an­lagt nema 400 millj­örðum króna og borga þau niður á tíu árum. Með vöxt­um, það er sér­stak­lega tekið fram. Þessi skulda­bréf eru kölluð „um­breyt­ing­ar­krafan“ (e. con­version liability).

Í stuttu máli: Lands­menn missa eina eign (óbundin inn­lán hjá bönk­um) en fá aðra í stað­inn (þjóð­pen­inga). Bank­arnir losna við skuldir (óbundin inn­lán) en taka á sig aðra í stað­inn (um­breyt­ing­ar­kröf­una). Hvar verður þá skulda­lækk­un­in?

Jú, hjá Seðla­bank­an­um. Í fyrsta lagi eign­ast hann fyrr­nefnda umbreyt­ing­ar­kröfu, sem nemur 400 millj­örð­um. Sam­kvæmt við­teknum venjum ætti hann einnig að skrá hjá sér 400 millj­arða skuld­bind­ingu vegna hinna nýút­gefnu þjóð­pen­inga. En til­laga Frosta er að Seðla­bank­inn sleppi þeim hluta. Pen­ing­arnir verði utan efna­hags­reikn­ings hans og aðeins skráðir sem eign hand­hafa hverju sinni. „Fi­at“-­pen­ingar sem ekki hafa neitt innra virði verði sem­sagt skráðir sem hrein eign fyrir hag­kerf­ið. Aukn­ing bók­færðs eigin fjár seðla­bank­ans um 400 millj­arða ger­ist því með bók­halds­legri ákvörð­un, sem stríðir bæði gegn góðum reikn­ings­skila­venjum og almennri skyn­semi. 400 millj­arða króna ókeypis hádeg­is­verð­ur.

Fiat-­pen­ingar eru alltaf skuld­bind­ingar



Þetta er ótrú­legt, en svona er þetta svart á hvítu í skýrslu Frosta. Hug­myndin um „skuld­lausa pen­inga“ (e. debt free money) er m.a. fengin úr bók bresku sam­tak­anna Positive Money frá árinu 2013, Modern­is­ing Money. Hug­myndin bygg­ist á því að fiat-­pen­ingar útgefnir af seðla­bönkum séu ekki skuld­ir. Þeir hafi ótil­greindan líf­tíma, engar afborg­an­ir, enga nafn­vexti og feli ekki í sér lof­orð um greiðslu neins nema ann­arra pen­inga af sömu gerð. Þar sem seðla­banki geti gefið slíka pen­inga út svo til kostn­að­ar­laust hafi þeir enga þá eig­in­leika sem skuldir hafa. Því sé rangt að bók­færa pen­inga­út­gáfu sem skuldir seðla­banka. Frosti tekur þetta ómengað upp á bls. 27-28 í skýrslu sinni.

Þetta stenst ekki. Í fyrsta lagi geta komið upp marg­vís­legar aðstæður þar sem hand­hafar pen­inga vilja fá þeim skipt í eitt­hvað annað og það kemur í hlut seðla­banka að verða við þeim ósk­um. Til dæmis ef til mynt­breyt­ingar kem­ur. Sama hvort það væri breyt­ing yfir í nýja gerð af krón­um, ein­hliða upp­taka erlends gjald­mið­ils, inn­ganga í mynt­banda­lag eða bara fast­geng­is­stefna gagn­vart gjald­miðli ann­ars rík­is. Í öllum til­vikum væri seðla­bank­inn skuld­bund­inn til að skipta krónum yfir í hina nýju mynt, eða yfir í hina erlendu mynt á til­teknu gengi.

Í öðru lagi yrðu þjóð­pen­ingar sem fyrr segir fiat-­pen­ingar án innra virð­is. Eigi seðla­bank­inn að vinna eftir verð­bólgu­mark­miði eða mark­miði um fast verð­lag, eins og Frosti virð­ist leggja til, þá felst vit­an­lega í því að hann ábyrgist að tryggja jákvætt virði fyr­ir­bæris sem hefur ekk­ert eig­in­legt virði. Í því felst skuld­bind­ing, rétt eins og þegar hvers kyns sölu­trygg­ing er veitt í við­skipt­um. Slík sölu­trygg­ing er skuld­bind­ing. Þar sem pen­ing­arnir hafa ekk­ert sjálf­stætt virði, þá á bók­fært virði sölu­trygg­ing­ar­innar í þessu til­viki að nema öllu nafn­virði þeirra. Einni krónu fyrir hverja krónu. Annað væri vill­andi gagn­vart les­endum árs­reikn­inga seðla­bank­ans.

Höf­undar fyrr­nefndrar bók­ar, Modern­is­ing Money, segja enga ástæðu til að láta eignir koma á móti pen­ingum á efna­hags­reikn­ingi seðla­banka því að pen­ingar fái virði sitt úr vilja fólks til að nota þá í við­skipt­um. Þeir hafi þannig sjálf­stætt virði, óháð eigna­stöðu stofn­un­ar­innar sem gaf þá út (bls. 210).

Þar snúa höf­und­arnir hlut­unum ræki­lega á haus. Þessu er öfugt far­ið. Vilji fólks til að nota fiat-­pen­inga sprettur af (til­tölu­lega) öruggu virði þeirra, sem aftur er fram­kallað með vald­boði rík­is­ins og trú­verð­ugri skuld­bind­ingu seðla­banka til þess að við­halda því virði til ein­hvers tíma. Neiti seðla­banki að við­ur­kenna þessa skuld­bind­ingu sína er trú­verð­ug­leiki gjald­mið­ils­ins og bank­ans sjálfs aug­ljós­lega hverf­andi.

Rökvillur Positive Money eru fleiri



Helstu fjár­mála­legu eignir seðla­banka eru yfir­leitt inn­lend og erlend rík­is­skulda­bréf og -víxl­ar. Með kaupum og sölu á slíkum bréfum geta seðla­bankar m.a. haft áhrif á magn grunn­fjár í umferð og vaxta­stig.

Höf­undar Modern­is­ing Money segja að þótt virði pen­inga sýn­ist „bak­tryggt“ af rík­is­skulda­bréfa­eign seðla­banka, þá kalli það á spurn­ing­una um hvað bak­tryggi virði rík­is­skulda­bréfa? Svarið segja þeir að rík­is­skulda­bréf séu bak­tryggð með getu rík­is­valds­ins til að heimta skatta, þ.e. pen­inga, af almenn­ingi með valdi. Það sé því rökvilla, hringsönn­un, að segja að pen­ingar séu bak­tryggðir af rík­is­skulda­bréf­um. Rík­is­skulda­bréf séu sjálf bak­tryggð af pen­ing­um. Sam­kvæmt þessu séu pen­ingar óbeint bak­tryggðir af sjálfum sér. Það geti ekki stað­ist (bls. 313).

Þetta er hugs­ana­villa. Höf­und­arnir gera ekki nægi­legan grein­ar­mun á nafn­stærðum og raun­stærð­um. Allar rökvillur sem af því hljót­ast sýn­ist mér hafa gengið í arf til skýrsl­unnar hans Frosta. Ríki með pen­inga­prent­un­ar­vald, sem gefur skuldir sínar út í eigin gjald­miðli, er alltaf fært um að standa við nafn­virði skuld­anna. Sá hluti sög­unnar sem vantar í frá­sögn höf­unda er að slíkt ríki getur ekki alltaf staðið skil á raun­virði þess sem það fékk upp­haf­lega lán­að.

Við verð­lagn­ingu rík­is­skulda­bréfa er yfir­leitt miðað við núvirði tekju­straums­ins sem þau kveða á um. Við núvirð­ing­una er not­ast við ávöxt­un­ar­kröfu sem bygg­ist m.a. á verð­bólgu­vænt­ing­um. Skuld­setji ríkið sig svo mikið að aug­ljóst þyki að aðeins verði staðin skil á skuld­unum með umfangs­mik­illi pen­inga­prent­un, þá aukast verð­bólgu­vænt­ing­ar. Það hækkar ávöxt­un­ar­kröf­una, sem lækkar verð­matið á rík­is­skulda­bréf­um. Þau geta hrapað í verði. Jafnt bréf á eft­ir­mark­aði sem hugs­an­leg ný skulda­bréfa­út­gáfa rík­is­ins. Rík­is­skulda­bréf eru því ekki „bak­tryggð af pen­ing­um“. Pen­inga­prent­un­ar­vald er ekki ávísun á óend­an­lega getu rík­is­ins til að skuld­setja sig.

Sé öll sagan sögð er hún svona: Pen­inga­út­gáfa seðla­banka er „bak­tryggð“ með rík­is­skulda­bréfa­eign. Rík­is­skulda­bréf eru „bak­tryggð“ af raun­veru­legri fram­leiðslu­getu þess hag­kerfis sem ríkið hefur skatt­lagn­ing­ar­vald yfir, þ.e. getu rík­is­ins til að skatt­leggja verð­mæti (raun­virði) úr hag­kerf­inu, en ekki bara pen­inga (nafn­virð­i).

Meðal ann­ars þess vegna ætti að skrá svo­nefnt grunnfé sem skuld­bind­ingar á efna­hags­reikn­ingi seðla­banka og láta rík­is­skulda­bréf koma á móti sem eign­ir. Hægt er að prenta tak­marka­laust magn af fiat-­pen­ing­um, ef vilji stendur til þess. Til að hindra það er sett skil­yrði um að traustar eign­ir, helst rík­is­skulda­bréf, þurfi að koma á móti á efna­hags­reikn­ingi seðla­banka. Vilji ríkið gæta að láns­hæfi sínu og halda uppi verði útistand­andi skulda sinna á mark­aði, þarf það að gæta að sér í skulda­söfnun sinni. Það tak­markar fram­boð rík­is­skulda­bréfa. Þar með þarf seðla­bank­inn að gæta hófs í pen­inga­prentun sinni, vilji hann forð­ast sitt eigið tækni­lega gjald­þrot.

Brellan yrði leið­rétt utan frá



Látum nú sem svo að þjóð­pen­ingar yrðu með­höndl­aðir sem „skuld­laus­ir“ (e. debt free) í breyttu pen­inga­kerfi. Seðla­banki Íslands yrði þá eini seðla­banki heims­ins sem neit­aði að við­ur­kenna skuld­bind­ingar sínar vegna pen­inga­út­gáfu. Utan­að­kom­andi aðilar myndu þá neyð­ast til að taka upp sér­stakt mat á stöðu og afkomu hans. Þeir myndu líta á útgef­inn efna­hags­reikn­ing hans, bæta svo við skuld­bind­ingum sem nemur útgefnum þjóð­pen­ingum og fá út hið raun­veru­lega eigið fé bank­ans skv. þeim reikn­ings­skila­að­ferðum sem allir aðrir seðla­bankar heims­ins nota.

Jákvæð áhrif á lán­töku­kostnað og láns­traust yrðu því eng­in. Lík­lega yrðu þau nei­kvæð vegna þess að Seðla­banki Íslands væri orð­inn und­ar­leg stofnun sem færir ekki skuld­bind­ingar sínar til bókar og falsar þannig eig­in­fjár­stöðu sína.

Skratt­inn hittir ömmu sína



Hjá Sam­tökum um betra pen­inga­kerfi fylgj­ast menn spenntir með kæru Hags­muna­sam­taka heim­il­anna ­sem ásaka stjórn­endur allra banka og spari­sjóða í land­inu um refsi­verða pen­inga­föls­un. Kæran, sem byggð er á mis­skiln­ingi, gengur út á að með útgáfu óbund­inna inn­stæðu­reikn­inga hafi allir bankar og spari­sjóðir falsað pen­inga sem nemur um 400 millj­örðum króna.

Með sanni má segja að skratt­inn hafi hér hitt ömmu sína. Frosti Sig­ur­jóns­son og Sam­tök um betra pen­inga­kerfi mæla nefni­lega á sama tíma fyrir því að bók­fært eigið fé Seðla­banka Íslands verði „fiffað“ með ótækum bók­halds­að­ferð­um, sem nemur nákvæm­lega sömu upp­hæð. 400 millj­örðum króna.

Ég trúi því að ásetn­ingur Frosta með ritun skýrsl­unnar hafi verið góð­ur. Hún er hins vegar svo upp­full af mis­skiln­ingi, hálf­sann­leik og rökvillum að rétt­ast væri að draga hana til baka.

Höf­undur er meist­ara­nemi í þjóð­hag­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None