Blekkingarnar sem blása okkur út

Sonja Huld Guðjónsdóttir
mcdonalds_by_yourssmiley-d4eg88y.jpg
Auglýsing

Ég bý í borg í Evr­ópu þar sem neyslu­hyggjan er ríkj­andi líkt og víð­ast hvar í heim­in­um. Í borg­inni er auð­velt að breyt­ast í „gráð­ugt jóla­fífl“, einsog popp­dívan Leoncie lýsti á sinn ein­staka máta. Á  hverju götu­horni má kaupa mat af öllum stærðum og gerð­um, hvort sem það eru ferskir ávextir á mark­aðn­um, unnin mat­vara úr sjopp­unni, ennþá unn­ari skyndi­biti á skyndi­bita­keðj­unum eða líf­rænt úr búð­inni sem selur ein­ungis líf­rænt. Og allt þar á milli. Sem sagt, hvert sem maður snýr sér blasir við mat­ur. Fram­boðið er svo mikið að það getur vel talist ofgnótt. Þetta er gengið svo langt að McDon­alds-keðjan er búin að setja upp sjálfs­af­greiðslu­fram­tíð­ar­kassa á veit­inga­stöðum sín­um, til að gráð­ugar skyndi­bita­ætur geti  kom­ist sem allra hrað­ast í staðl­aða kjöt­slorið sem aldrei rotn­ar. Og til að bæta gráu ofan á svart er skyndi­bit­inn ódýr, alveg hræó­dýr.

Vegna þessa offram­boðs getur verið gríð­ar­lega erfitt fyrir neyt­endur að velja rétt; þetta er ógreið­fær frum­skógur og óhollar freist­ingar eru á hverju strái.

Gleypt við öllu



­Yf­ir­leitt á mark­aðs­setn­ing stóran þátt í að móta skoð­anir almenn­ings á vöru­flokk­um. Með réttri mark­aðs­setn­ingu er hægt að selja allt (sbr. Fram­sókn náði á þing, útvítt er komið aftur í tísku og þynnkupésar hóp­ast ennþá í röðum á KFC á sunnu­dags­morgn­um).

En hvað hefur áhrif á val­ið? Yfir­leitt á mark­aðs­setn­ing stóran þátt í að móta skoð­anir almenn­ings á vöru­flokk­um. Með réttri mark­aðs­setn­ingu er hægt að selja allt (sbr. Fram­sókn náði á þing, útvítt er komið aftur í tísku og þynnkupésar hóp­ast ennþá í röðum á KFC á sunnu­dags­morgn­um). Fjöldi megr­un­ar­kúra sem poppa upp hver á fætur öðrum er orð­inn meiri en blekk­ingar Mjólk­ur­sam­söl­unnar og væmnar aug­lýs­ingar dömu­binda­fram­leið­enda til sam­ans. Alltaf gleypir fólk samt við nýjum kúr­um. „Nei, nú er loks­ins komin töfra­lausn­in,“ hugsa margir með sér þegar nýr kúr kemst í sviðs­ljós­ið. „Ég trúi því sko alveg að ef ég borða bara ótrú­lega mikið af beikoni og rjóma en ekk­ert brauð og sleppi líka alveg ávöxt­un­um, þá verð ég ógeðs­lega mjó/­mjór.“ (Þú grenn­ist kannski tíma­bundið en hey, heil­inn þarf líka kol­vetni til að virka).

Auglýsing

Fólk er í gríð og erg að baka gervi­kökur eða „flöff“ eins og það er kallað og nöfnin á efn­unum sem notuð eru í upp­skrift­irnar eru svo flókin að eng­inn kann að bera þau fram. Ég tala nú ekki um fæðu­bóta­efnin sem selj­ast í gríð og erg. Þetta kom glöggt fram í rann­sókn fram­kvæmdri í New York sem RÚV geindi frá fyrir skömmu. Virku efnin sem sögð eru í umræddum vörum eru alls ekki alltaf til stað­ar, auk þess sem þau eru yfir­leitt óþörf. Fólk fær undir venju­legum kring­um­stæðum öll nauð­syn­leg nær­ing­ar­efni úr fæð­unni og lík­am­inn vinnur mun betur úr þeim fengnum úr fæðu en töflum og dufti. En þessi millj­arða blekk­inga­iðn­aður blæs samt út ár eftir ár.

For­varnir gegn offitu



Stjórn­laus þrá almenn­ings í töfra­lausnir til að spyrna gegn fitu­söfnun sprettur vita­skuld ekki af engu. Eitt af stærstu heilsu­far­s­vanda­málum í heim­inum er offita og þeir sjúk­dómar sem henni fylgja. Tæpur þriðj­ungur allra jarð­ar­búa þjá­ist af offitu. Kostn­aður vegna hennar er næstum sá sami og kostn­aður vegna allra stríðs­á­taka í heim­inum og afleið­inga reyk­inga til sam­ans. Sumir full­yrða að offita ann­arra komi manni ekki við, en það er algjör fásinna að mínu viti. Í dag er kostn­aður á Íslandi vegna offitu 5 – 10 millj­arðar króna á ári, sem skatt­borg­arar þurfa að greiða. Matar­æð­ið, meðal ann­ars, skiptir því sköpum fyrir þá sem vilja lang­lífi, fyr­ir­byggja hjarta­sjúk­dóma og spara í heil­brigð­is­kerf­inu. (Eitt­hvað sem þunga­vigt­ar­menn í rík­is­stjórn­inni heima virð­ist ekki átta sig á). Þetta er þó flestum aug­ljóst en fólk er til­búið að leggja mis­mikið á sig og hinar ótal mörgu freist­ingar eru mörgum þungur baggi. Sjálfs­af­greiðslu­kass­arnir í draslmat­inn leyn­ast víðar en á McDon­alds.

Með þessu er ég þó engan veg­inn að gera lítið úr erf­ið­leikum þeirra sem líða fyrir offitu, heldur aðeins að benda á að að offita er neyslu­tengt sam­fé­lags­mein sem unnt er að vinna bug á með auk­inni með­vit­und og marg­vís­legum aðgerð­um.

Því þarf öfl­ugt og mark­visst for­varn­ar­starf gegn offitu alveg eins og vímu­efnum og tóbaki. Sykur og skyndi­biti ætti líka að vera dýr, alveg eins og tóbak og áfengi er dýrt.  Al­þjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­in, WHO, hefur hvatt til þess að dregið verði úr syk­ur­neyslu og talar þar helst um sykur sem er fal­inn í mat­vörum og er stofn­unin nú í átaki gegn offitu. Það er nefni­lega svo­leiðis að sykur heitir ekki bara sykur og það sem merkt er hollt er ekki alltaf hollt. Það er mik­il­vægt að vera gagn­rýn­inn á umhverfið og ekki síst mat­ar­val­ið. Notum almenna skyn­semi, höldum vöku okkar og lesum vel inni­halds­lýs­ing­ar.

Höf­undur er mennt­aður líf­efna­fræð­ingur og er með MA gráðu í mark­aðs­fræði og Alþjóða­við­skipt­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None