Borgin hleður í bálköst

Framkvæmdastjóri Sameykis gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir túlkun hennar á gerðum kjarasamningi.

Auglýsing

Vel­ferð okkar í dag­legu lífi byggir á sam­komu­lagi. Í umferð­inni, vin­átt­unni, hjóna­band­inu, í laga­setn­ing­um, á vinnu­mark­aði og á vinnu­stöð­um, reynir fólk almennt að haga málum þannig að ekki sé vís­vit­andi verið að kynda undir ein­hverju ófrið­ar­báli. Far­sælt sam­fé­lag reynir að virða þá sam­skipa­sátt­mála sem almennt eru við­ur­kennd­ir. Sú afstaða lág­markar árekstra og skaða sem hlýst af yfir­gangi og óvönd­uðum sam­skipt­um.

Vorið 2020 voru fjöl­margir kjara­samn­ingar gerðir milli stétt­ar­fé­laga og atvinnu­rek­enda á opin­berum vinnu­mark­aði. Þar á meðal gerði Sam­eyki stétt­ar­fé­lag í almanna­þjón­ustu kjara­samn­inga við ríki, Reykja­vík­ur­borg og sveit­ar­fé­lög­in. Í samn­inga­gerð­inni náð­ist sátt um nýtt ákvæði og nýja launa­teg­und að kröfu atvinnu­rek­enda þar um. Sú launa­teg­und sem sátt náð­ist um er nefnd önnur laun. Megin rökin fyrir hinu nýja ákvæði voru þau að með því yrði ein­fald­ara fyrir atvinnu­rek­endur að umb­una starfs­mönnum umfram grunn­launa­setn­ingu. Atvinnu­rek­endur fylgdu kröfu sinni fast eftir og rök þeirra fyrir nýrri launa­teg­und voru þau að á vinnu­mark­aði sem er í stöðugri þróun með fjöl­breyttum verk­efn­um, væri mik­il­vægt að geta verið með fjöl­breytta ábyrgð­ar- og álags­þætti í einni launa­teg­und. Önnur laun yrðu þannig rammi utan um launa­auka vegna fjöl­breyti­leika í störfum og var sam­þykkt inn í kjara­samn­ing­inn sem heim­ild­ar­á­kvæði. Auð­vitað hafa launa­aukar tíðkast hjá opin­berum launa­greið­endum og hefur það helst verið gert í formi óunn­innar yfir­vinnu. Nýja heim­ild­ar­á­kvæðið var útfært í texta þar sem sagði; „Önnur laun geta verið vegna reglu­bund­innar yfir­vinnu og starfstengds álags sem ekki verður mælt í tíma. ... Önnur laun taka ekki sjálf­krafa breyt­ingum og með því er hvatt til sam­tals milli starfs­manna og stjórn­enda“. Þannig var hug­myndin útfærð og þær for­sendur gefnar að önnur laun væri nið­ur­staða úr reglu­bundnu launa­sam­tali milli starfs­manns og stjórn­anda, þar sem fram færi mat á ábyrgð­ar­sviði og breyti­legum verk­efn­um. Milli samn­ings­að­ila var þetta heim­ild­ar­á­kvæði því skýrt í texta þannig að eng­inn mis­skiln­ingur væri um til­gang þess og fram­kvæmd.

Auglýsing
Á sama tíma og rætt var um þessa nýju launa­teg­und var einnig rætt um tvenns konar útfærslu á greiðslu fyrir yfir­vinnu og sam­komu­lag var um að ef fastri yfir­vinnu starfs­manna borg­ar­innar yrði breytt í önnur laun, þá yrði það gert með hærri yfir­vinnu­pró­sent­unni, eins og ríkið og sveit­ar­fé­lögin hafa gert. Nú hefur Reykja­vík­ur­borg hins vegar kosið að svíkja sam­komu­lagið og í krafti stöðu sinnar farið fram með óbil­girni gagn­vart starfs­mönnum sín­um. Borgin hefur ákveðið að umbreyta öllum ráðn­ing­ar­samn­ingum þar sem launa­auka er að finna. Nú eiga allar yfir­vinnu­greiðslur sem starfs­menn hafa notið að flytj­ast yfir í önnur laun og stór hluti þeirra yfir­vinnu­tíma sem fær­ast yfir eiga að reikn­ast á lægri yfir­vinnu­pró­sent­unni. Þeir starfs­menn sem ekki sætta sig við þessa útfærslu fá upp­sögn á þeim launaukum sem þeir hafa notið og þá ætlar Reykja­vík­ur­borg að nota tæki­færið og lækka launa­auk­ann hjá þeim hópi á upp­sagn­ar­tíma. 

Við gerð kjara­samn­inga þurfa við­semj­endur einatt að kom­ast að sam­komu­lagi um merk­ingu ein­stakra samn­ings­greina, inn­tak þeirra og ekki síst fram­kvæmd. Þegar upp er staðið frá samn­inga­borði og und­ir­rit­aðir kjara­samn­ingar liggja fyr­ir, verða samn­ings­að­ilar að geta farið með samn­ing­ana í sitt bak­land, útskýrt þá og rök­stutt af hverju álit­legt sé að sam­þykkja þá. Til þess að þetta sé hægt þá verður að ríkja traust milli aðila og full­vissa um að hlutum sé ekki snúið á haus um leið og samn­ingar eru sam­þykktir og komnir í fram­kvæmd. Sam­komu­lagið sem gert er hverju sinni verður að halda og með því tryggt að sæmi­legur friður hald­ist á vinnu­mark­aði eftir að samn­ingar eru und­ir­rit­að­ir. Nú hefur Reykja­vík­ur­borg ákveðið að fara fram með ein­hliða ákvörðun gagn­vart starfs­mönnum sínum og við­semj­end­um, sem er and­stætt öllum góðum sam­skipta­venjum milli aðila. 

Það getur verið heppi­­legt að hafa skyn­­semi að leið­­ar­­ljósi í sam­­skiptum atvinn­u­rek­enda ann­­ars vegar launa­­fólks og stétt­­ar­­fé­laga þeirra hins veg­­ar. Til að svo geti orðið þurfa samn­ings­að­ilar að byggja brýr sín í mill­um, og þær brýr smíð­aðar úr efni sem end­ist. Þar er traust aðal bygg­ing­­ar­efn­ið. Efnið sem Reykja­vík­­­ur­­borg er nú að draga að sér er því miður ekki ætlað til að smíða brýr milli aðila. Lík­­­legra er að borgin sé að safna í bál­köst.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sam­eyk­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar