Borgin hleður í bálköst

Framkvæmdastjóri Sameykis gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir túlkun hennar á gerðum kjarasamningi.

Auglýsing

Vel­ferð okkar í dag­legu lífi byggir á sam­komu­lagi. Í umferð­inni, vin­átt­unni, hjóna­band­inu, í laga­setn­ing­um, á vinnu­mark­aði og á vinnu­stöð­um, reynir fólk almennt að haga málum þannig að ekki sé vís­vit­andi verið að kynda undir ein­hverju ófrið­ar­báli. Far­sælt sam­fé­lag reynir að virða þá sam­skipa­sátt­mála sem almennt eru við­ur­kennd­ir. Sú afstaða lág­markar árekstra og skaða sem hlýst af yfir­gangi og óvönd­uðum sam­skipt­um.

Vorið 2020 voru fjöl­margir kjara­samn­ingar gerðir milli stétt­ar­fé­laga og atvinnu­rek­enda á opin­berum vinnu­mark­aði. Þar á meðal gerði Sam­eyki stétt­ar­fé­lag í almanna­þjón­ustu kjara­samn­inga við ríki, Reykja­vík­ur­borg og sveit­ar­fé­lög­in. Í samn­inga­gerð­inni náð­ist sátt um nýtt ákvæði og nýja launa­teg­und að kröfu atvinnu­rek­enda þar um. Sú launa­teg­und sem sátt náð­ist um er nefnd önnur laun. Megin rökin fyrir hinu nýja ákvæði voru þau að með því yrði ein­fald­ara fyrir atvinnu­rek­endur að umb­una starfs­mönnum umfram grunn­launa­setn­ingu. Atvinnu­rek­endur fylgdu kröfu sinni fast eftir og rök þeirra fyrir nýrri launa­teg­und voru þau að á vinnu­mark­aði sem er í stöðugri þróun með fjöl­breyttum verk­efn­um, væri mik­il­vægt að geta verið með fjöl­breytta ábyrgð­ar- og álags­þætti í einni launa­teg­und. Önnur laun yrðu þannig rammi utan um launa­auka vegna fjöl­breyti­leika í störfum og var sam­þykkt inn í kjara­samn­ing­inn sem heim­ild­ar­á­kvæði. Auð­vitað hafa launa­aukar tíðkast hjá opin­berum launa­greið­endum og hefur það helst verið gert í formi óunn­innar yfir­vinnu. Nýja heim­ild­ar­á­kvæðið var útfært í texta þar sem sagði; „Önnur laun geta verið vegna reglu­bund­innar yfir­vinnu og starfstengds álags sem ekki verður mælt í tíma. ... Önnur laun taka ekki sjálf­krafa breyt­ingum og með því er hvatt til sam­tals milli starfs­manna og stjórn­enda“. Þannig var hug­myndin útfærð og þær for­sendur gefnar að önnur laun væri nið­ur­staða úr reglu­bundnu launa­sam­tali milli starfs­manns og stjórn­anda, þar sem fram færi mat á ábyrgð­ar­sviði og breyti­legum verk­efn­um. Milli samn­ings­að­ila var þetta heim­ild­ar­á­kvæði því skýrt í texta þannig að eng­inn mis­skiln­ingur væri um til­gang þess og fram­kvæmd.

Auglýsing
Á sama tíma og rætt var um þessa nýju launa­teg­und var einnig rætt um tvenns konar útfærslu á greiðslu fyrir yfir­vinnu og sam­komu­lag var um að ef fastri yfir­vinnu starfs­manna borg­ar­innar yrði breytt í önnur laun, þá yrði það gert með hærri yfir­vinnu­pró­sent­unni, eins og ríkið og sveit­ar­fé­lögin hafa gert. Nú hefur Reykja­vík­ur­borg hins vegar kosið að svíkja sam­komu­lagið og í krafti stöðu sinnar farið fram með óbil­girni gagn­vart starfs­mönnum sín­um. Borgin hefur ákveðið að umbreyta öllum ráðn­ing­ar­samn­ingum þar sem launa­auka er að finna. Nú eiga allar yfir­vinnu­greiðslur sem starfs­menn hafa notið að flytj­ast yfir í önnur laun og stór hluti þeirra yfir­vinnu­tíma sem fær­ast yfir eiga að reikn­ast á lægri yfir­vinnu­pró­sent­unni. Þeir starfs­menn sem ekki sætta sig við þessa útfærslu fá upp­sögn á þeim launaukum sem þeir hafa notið og þá ætlar Reykja­vík­ur­borg að nota tæki­færið og lækka launa­auk­ann hjá þeim hópi á upp­sagn­ar­tíma. 

Við gerð kjara­samn­inga þurfa við­semj­endur einatt að kom­ast að sam­komu­lagi um merk­ingu ein­stakra samn­ings­greina, inn­tak þeirra og ekki síst fram­kvæmd. Þegar upp er staðið frá samn­inga­borði og und­ir­rit­aðir kjara­samn­ingar liggja fyr­ir, verða samn­ings­að­ilar að geta farið með samn­ing­ana í sitt bak­land, útskýrt þá og rök­stutt af hverju álit­legt sé að sam­þykkja þá. Til þess að þetta sé hægt þá verður að ríkja traust milli aðila og full­vissa um að hlutum sé ekki snúið á haus um leið og samn­ingar eru sam­þykktir og komnir í fram­kvæmd. Sam­komu­lagið sem gert er hverju sinni verður að halda og með því tryggt að sæmi­legur friður hald­ist á vinnu­mark­aði eftir að samn­ingar eru und­ir­rit­að­ir. Nú hefur Reykja­vík­ur­borg ákveðið að fara fram með ein­hliða ákvörðun gagn­vart starfs­mönnum sínum og við­semj­end­um, sem er and­stætt öllum góðum sam­skipta­venjum milli aðila. 

Það getur verið heppi­­legt að hafa skyn­­semi að leið­­ar­­ljósi í sam­­skiptum atvinn­u­rek­enda ann­­ars vegar launa­­fólks og stétt­­ar­­fé­laga þeirra hins veg­­ar. Til að svo geti orðið þurfa samn­ings­að­ilar að byggja brýr sín í mill­um, og þær brýr smíð­aðar úr efni sem end­ist. Þar er traust aðal bygg­ing­­ar­efn­ið. Efnið sem Reykja­vík­­­ur­­borg er nú að draga að sér er því miður ekki ætlað til að smíða brýr milli aðila. Lík­­­legra er að borgin sé að safna í bál­köst.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sam­eyk­is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar