Borgin hleður í bálköst

Framkvæmdastjóri Sameykis gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir túlkun hennar á gerðum kjarasamningi.

Auglýsing

Vel­ferð okkar í dag­legu lífi byggir á sam­komu­lagi. Í umferð­inni, vin­átt­unni, hjóna­band­inu, í laga­setn­ing­um, á vinnu­mark­aði og á vinnu­stöð­um, reynir fólk almennt að haga málum þannig að ekki sé vís­vit­andi verið að kynda undir ein­hverju ófrið­ar­báli. Far­sælt sam­fé­lag reynir að virða þá sam­skipa­sátt­mála sem almennt eru við­ur­kennd­ir. Sú afstaða lág­markar árekstra og skaða sem hlýst af yfir­gangi og óvönd­uðum sam­skipt­um.

Vorið 2020 voru fjöl­margir kjara­samn­ingar gerðir milli stétt­ar­fé­laga og atvinnu­rek­enda á opin­berum vinnu­mark­aði. Þar á meðal gerði Sam­eyki stétt­ar­fé­lag í almanna­þjón­ustu kjara­samn­inga við ríki, Reykja­vík­ur­borg og sveit­ar­fé­lög­in. Í samn­inga­gerð­inni náð­ist sátt um nýtt ákvæði og nýja launa­teg­und að kröfu atvinnu­rek­enda þar um. Sú launa­teg­und sem sátt náð­ist um er nefnd önnur laun. Megin rökin fyrir hinu nýja ákvæði voru þau að með því yrði ein­fald­ara fyrir atvinnu­rek­endur að umb­una starfs­mönnum umfram grunn­launa­setn­ingu. Atvinnu­rek­endur fylgdu kröfu sinni fast eftir og rök þeirra fyrir nýrri launa­teg­und voru þau að á vinnu­mark­aði sem er í stöðugri þróun með fjöl­breyttum verk­efn­um, væri mik­il­vægt að geta verið með fjöl­breytta ábyrgð­ar- og álags­þætti í einni launa­teg­und. Önnur laun yrðu þannig rammi utan um launa­auka vegna fjöl­breyti­leika í störfum og var sam­þykkt inn í kjara­samn­ing­inn sem heim­ild­ar­á­kvæði. Auð­vitað hafa launa­aukar tíðkast hjá opin­berum launa­greið­endum og hefur það helst verið gert í formi óunn­innar yfir­vinnu. Nýja heim­ild­ar­á­kvæðið var útfært í texta þar sem sagði; „Önnur laun geta verið vegna reglu­bund­innar yfir­vinnu og starfstengds álags sem ekki verður mælt í tíma. ... Önnur laun taka ekki sjálf­krafa breyt­ingum og með því er hvatt til sam­tals milli starfs­manna og stjórn­enda“. Þannig var hug­myndin útfærð og þær for­sendur gefnar að önnur laun væri nið­ur­staða úr reglu­bundnu launa­sam­tali milli starfs­manns og stjórn­anda, þar sem fram færi mat á ábyrgð­ar­sviði og breyti­legum verk­efn­um. Milli samn­ings­að­ila var þetta heim­ild­ar­á­kvæði því skýrt í texta þannig að eng­inn mis­skiln­ingur væri um til­gang þess og fram­kvæmd.

Auglýsing
Á sama tíma og rætt var um þessa nýju launa­teg­und var einnig rætt um tvenns konar útfærslu á greiðslu fyrir yfir­vinnu og sam­komu­lag var um að ef fastri yfir­vinnu starfs­manna borg­ar­innar yrði breytt í önnur laun, þá yrði það gert með hærri yfir­vinnu­pró­sent­unni, eins og ríkið og sveit­ar­fé­lögin hafa gert. Nú hefur Reykja­vík­ur­borg hins vegar kosið að svíkja sam­komu­lagið og í krafti stöðu sinnar farið fram með óbil­girni gagn­vart starfs­mönnum sín­um. Borgin hefur ákveðið að umbreyta öllum ráðn­ing­ar­samn­ingum þar sem launa­auka er að finna. Nú eiga allar yfir­vinnu­greiðslur sem starfs­menn hafa notið að flytj­ast yfir í önnur laun og stór hluti þeirra yfir­vinnu­tíma sem fær­ast yfir eiga að reikn­ast á lægri yfir­vinnu­pró­sent­unni. Þeir starfs­menn sem ekki sætta sig við þessa útfærslu fá upp­sögn á þeim launaukum sem þeir hafa notið og þá ætlar Reykja­vík­ur­borg að nota tæki­færið og lækka launa­auk­ann hjá þeim hópi á upp­sagn­ar­tíma. 

Við gerð kjara­samn­inga þurfa við­semj­endur einatt að kom­ast að sam­komu­lagi um merk­ingu ein­stakra samn­ings­greina, inn­tak þeirra og ekki síst fram­kvæmd. Þegar upp er staðið frá samn­inga­borði og und­ir­rit­aðir kjara­samn­ingar liggja fyr­ir, verða samn­ings­að­ilar að geta farið með samn­ing­ana í sitt bak­land, útskýrt þá og rök­stutt af hverju álit­legt sé að sam­þykkja þá. Til þess að þetta sé hægt þá verður að ríkja traust milli aðila og full­vissa um að hlutum sé ekki snúið á haus um leið og samn­ingar eru sam­þykktir og komnir í fram­kvæmd. Sam­komu­lagið sem gert er hverju sinni verður að halda og með því tryggt að sæmi­legur friður hald­ist á vinnu­mark­aði eftir að samn­ingar eru und­ir­rit­að­ir. Nú hefur Reykja­vík­ur­borg ákveðið að fara fram með ein­hliða ákvörðun gagn­vart starfs­mönnum sínum og við­semj­end­um, sem er and­stætt öllum góðum sam­skipta­venjum milli aðila. 

Það getur verið heppi­­legt að hafa skyn­­semi að leið­­ar­­ljósi í sam­­skiptum atvinn­u­rek­enda ann­­ars vegar launa­­fólks og stétt­­ar­­fé­laga þeirra hins veg­­ar. Til að svo geti orðið þurfa samn­ings­að­ilar að byggja brýr sín í mill­um, og þær brýr smíð­aðar úr efni sem end­ist. Þar er traust aðal bygg­ing­­ar­efn­ið. Efnið sem Reykja­vík­­­ur­­borg er nú að draga að sér er því miður ekki ætlað til að smíða brýr milli aðila. Lík­­­legra er að borgin sé að safna í bál­köst.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sam­eyk­is.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar