Brauð, rósir og húsnæði

Formanni Eflingar finnst það fyrir neðan allar hellur að forseti lýðveldisins sé leigusali í Reykjavík, á þeim gróðavædda og grimmilega húsnæðismarkaði sem ráði ríkjum. Henni finnst það til marks um mikla stéttablindu.

Auglýsing

„No more the drudge and idler, ten that toil where one reposes,

But a shar­ing of life's glories, bread and roses, bread and roses.“

James Opp­en­heim, inn­blás­inn af orðum bar­áttu­kon­unnar Helen Todd.

Í nýjasta tölu­blaði Stund­ar­innar er fjallað um þá stað­reynd að íslensku for­seta­hjónin eru þátt­tak­endur á reyk­vískum leigu­mark­aði en þau leigja út nýkeypta íbúð sína í Vest­urbæ borg­ar­innar á 265.000 krónur á mán­uði, auk hús­gjalda sem eru 24.000 krónur til við­bót­ar. Í umfjöllun blaðs­ins kemur fram að þau sjálf hafa enga skoðun á upp­hæð leig­unnar aðra en að vilja fá „mark­aðs­verð“. Með­alleigu­verð sam­bæri­legra íbúða er 217.000 krón­ur. Í umfjöllun Stund­ar­innar kemur einnig fram að laun for­seta eru 3.173.055 krónur á mánuð sem jafn­gildir níföldum lág­marks­launum þeim sem greidd eru á Íslandi. For­set­inn gefur svo 300.000 krónur á mán­uði af launum sínum í ölm­usu.

Í nýju yfir­liti sviðs stefnu­mót­unar og grein­ingar hjá Alþýðu­sam­bandi Íslands, sem birt­ist sama dag og umfjöllun Stund­ar­innar um for­seta­hjónin sem leigusala, er fjallað um þróun hús­næð­is­mark­aðar á Íslandi. Þar kemur fram að ekk­ert dregur úr hækkun íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Nú er svo komið að 85 fer­metra íbúð kostar 12-­föld árs­laun þeirra sem strita fyrir lægstu launin í lýð­veld­inu (til dæmis fólkið sem starfar við umönnun barna og aldr­aðra, að langstærstum meiri­hluta kon­ur).

Einnig kemur fram að íslenskur hús­næð­is­mark­aður tók miklum breyt­ingum í kjöl­far þess atburðar sem kall­aður hefur verið Hrun­ið; veru­lega hefur fjölgað í hópi leigj­enda, sér­stak­lega af fólki með lág laun en nú er tæpur helm­ingur heim­ila í neðsta tekju­fimmt­ungi í leigu­hús­næði. Það hlut­fall hefur nær tvö­fald­ast á einum ára­tug. Á árunum 2013 til 2019 hækk­aði leigu­verð um 57% sem er með því mesta sem orðið hefur innan ríkja sem til­heyra OECD, og fyrst OECD er hér nefnt má geta þess að stofn­unin hefur áhyggjur af þróun hús­næð­is­mála, til að mynda því að sífellt fleiri búa við svo­kallað þröng­býli. Í reyk­vískum sam­tíma er það svo að mest aukn­ing hefur orðið í þröng­býli hjá þeim heim­ilum sem til­heyra neðsta tekju­fimmt­ungi. Þetta kemur fram í lífs­kjara­rann­sókn Hag­stof­unnar sem vitnað er til í yfir­lit­inu frá ASÍ. Í yfir­liti ASÍ segir jafn­framt frá því að hópur fólks búi við íþyngj­andi hús­næðiskostn­að, þ.e. þegar meira en 40% af ráð­stöf­un­ar­tekjum fara í að tryggja þak yfir höf­uð­ið. Ljóst er að félags­fólk Efl­ingar á lægstu launum sem leigir er að borga miklu meira en 40% af ráð­stöf­un­ar­tekjum í leigu. Það veit ég bæði vegna þess að ég get dregið þá ályktun með því að skoða þau gögn sem liggja fyrir um laun ann­ars­vegar og leigu­verð hins­veg­ar, og einnig vegna þess að ég hef talað við fjölda fólks sem hefur sagt mér hvernig það er að hafa tæp­lega 300.000 krónur í ráð­stöf­un­ar­tekjur og þurfa að greiða ríf­lega 200.000 krónur á mán­uði í leigu.

Auglýsing

Sam­dráttur er í bygg­ingu íbúð­ar­hús­næð­is; sam­kvæmt taln­ingu Sam­taka iðn­að­ar­ins er hann 20% á síð­ustu 12 mán­uð­um. Hag­stofan spáir því að enn dragi saman á árinu (á síð­ustu 12 mán­uðum hefur líka dregið mjög úr fram­boði á eignum til sölu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eða um 58,4%). Þetta eru slæmar fréttir (fyrir þau sem selja aðgang að vinnu­afl­inu sínu til að kom­ast af, ekki fyrir fjár­festa, spá­kaup­menn og eigna­fólk); þegar búa 5000 – 7000 mann­eskj­ur, m.a. hátt í 1000 börn í svoköll­uðum óleyf­is­í­búð­um, hús­næði sem ekki er ætlað sem heim­ili en er skipu­lagt fyrir atvinnu­starf­semi, vegna þess skorts á hús­næði sem til staðar er á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Svo býr hópur fólks í hús­næði sem er löngu ónýtt og ætti að vera ólög­legt að leigja, líkt og hús­inu á Bræðra­borg­ar­stíg þar sem 3 ungar mann­eskjur, aðflutt verka­fólk, missti líf sitt í elds­voð­anum síð­asta sumar og annað fólk slas­að­ist hræði­lega og/eða missti aleig­una.

Hér er kannski tíma­bært að segja frá því að ein­ungis 50,6% félags­fólks Efl­ingar býr í eigin hús­næði.

Fyrir ekki svo löngu síðan var í sam­fé­lagi okkar ein­hvers­konar sam­þykki um að bjóða skyldi vinnu­afl­inu upp á mögu­leika á hús­næði sem um giltu félags­leg lög­mál, en ekki grimmi­leg lög­mál mark­að­ar­ins. Fyrstu lögin um Verka­manna­bú­staði voru sam­þykkt árið 1929, 15 árum áður en lýð­veldið Ísland varð til. Upp­bygg­ing félags­legs hús­næðis var séð sem hvoru­tveggja mik­il­væg aðgerð til að koma fjöl­skyldum í öruggt, mann­sæm­andi hús­næði og sem atvinnu­skap­andi aðgerð fyrir verka­menn. Á tutt­ug­ustu öld­inni var félags­legt hús­næði hluti af innviðum í þeim löndum sem kenndu sig við vel­ferð (ég er alin í upp í verka­manna­bú­stöðum ásamt fjölda ann­ars fólk sem löngu er komið til vits og ára í þessu frjálsa og full­valda rík­i). Árið 1998 rúst­uðu Fram­sóknar og Sjálf­stæð­is­flokkur verka­manna­bú­staða­kerf­inu og fyrir þau okkar sem eru áhuga­fólk um íslenska sam­tíma­sögu er merki­legt að lesa loka­orð Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur þegar frum­varp Páls Pét­urs­sonar félags­mála­ráð­herra Fram­sóknar var sam­þykkt á Alþingi. Hún sagði m.a. þetta: „Orr­ustan er töpuð en stríðið ekki. Þó flagg félags­legrar aðstoðar í hús­næð­is­málum lág­launa­fólks verði nú fellt í þess­ari atkvæða­greiðslu mun það rísa á nýjan leik þegar jafn­að­ar­menn kom­ast til valda. Ég lýsi fullri ábyrgð á hendur rík­is­stjórn Dav­íðs Odds­sonar sem með svo ómann­úð­leg­um, grimmum og mis­kunn­ar­lausum hætti ræðst á hús­næð­is­ör­yggi þeirra sem höllustum fæti standa í þjóð­fé­lag­inu. Ég segi nei.“

En þeir sem réðu hlust­uðu ekki á Jóhönnu sem sann­ar­lega vissi sínu viti í þessu máli, og sögðu já. Mögu­leik­inn á því að kom­ast í mann­sæm­andi hús­næði á við­ráð­an­legu verði hafði verið fjar­lægður frá stórum hópi fólks og mark­aðs­öflin tóku við að vöru og gróða­væða allt hús­næði, algjör­lega óhindr­að. Hin ein­beitta gróða­væð­ing hefur auð­vitað haft miklar afleið­ingar og ein af þeim er sú að frá upp­hafi fyrsta ára­tugar þess­arar aldar hefur hús­næð­is­kaup­máttur fólks á þrí­tugs­aldri lækkað um 46%.

Síðan að Jóhanna for­dæmdi aðgerð útsend­ara alræðis auð­stétt­anna á þingi hafa liðið mörg ár. Íslenskt sam­fé­lag hefur breyst ótrú­lega mik­ið. Nú er svo komið að sú skoðun að frá­leitt sé að allt hús­næði verði und­ir­selt mark­aðslög­mál­unum vegna þess að þak yfir höf­uðið sé grunn­þörf mann­fólks virð­ist jað­ar­skoð­un; sópur nýfrjáls­hyggj­unnar feykti sann­leik­anum um að verka og lág­launa­fólk ætti sama rétt á því að upp­lifa öryggi þegar kemur að þaki yfir höf­uðið og þau sem ofar­lega dvelja í stig­veldi stétt­skipt­ing­ar­innar á ösku­hauga sög­unn­ar. Með sig­ur­för lög­mála nýfrjáls­hyggj­unnar yfir til­veru okkar hefur póli­tísk valda­stétt fyrir löngu gefið upp á bát­inn þá hug­mynd að þau sem strita fyrir launum eigi mann­rétt­inda-­legt til­kall til hús­næð­is. Og fjár­magns­eig­endur nota vöru­væddan hús­næð­is­mark­að­inn sem eina af sínum mik­il­væg­ustu spá­kaup­mennsku gróða­upp­sprett­um. (Hér hef ég ekki rekið sið­ferði­lega og póli­tísk óverj­andi aðkomu kap­ít­al­ískra félaga eins og GAMMA að hús­næð­is­mark­aði, en þeir sem þeim stýrðu höfðu það bein­línis sem mark­mið sitt að sjá hversu langt þeir gætu kom­ist með að hækka leigu).

Á íslenska COVID-ár­inu hefur eitt komið í ljós með skýrum hætti og hægt er að hugsa sér: Stétt­skipt­ingin sem fengið hefur að vaxa og dafna óáreitt á Íslandi á síð­ustu árum og ára­tugum hefur náð að festa svo djúpar rætur að þau sem komið hafa sér fyrir efst í stig­veld­inu þurfa ekki einu sinni lengur að láta eins og hún sé eitt­hvað til að ræða. Hvað þá að berj­ast gegn. Stétt­skipt­ingin er orðin svo sjálf­sögð og eðli­leg að hún er ein­fald­lega við­ur­kenndur hluti af íslensku sam­fé­lagi. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vita öll sem eitt­hvað vita að ekk­ert lýsir stétta­stöðu fólks betur en hús­næð­is­kost­ur. Og þegar slæm staða stórs hóps félags­fólks Efl­ing­ar­fólks er skoðuð leikur eng­inn vafi á því að reyk­vískur hús­næð­is­mark­aður er það risa­vax­inn orsaka­vald­ur. 41,4% Efl­ing­ar­kvenna meta and­lega heilsu sína slæma; ég er til­búin til að full­yrða að það skelfi­lega álag sem fylgir því að þurfa að sjá á eftir nær öllum sínum ráð­stöf­un­ar­tekjum í það verk­efni að njóta þaks yfir höf­uðið gerir þessir konur veikar á sál­inni af áhyggj­um. Þær eru fastar, fangar dag­anna sem líða í enda­lausri sölu á vinnu­afl­inu þeirra fyrir laun sem þær og fjöl­skyldur þeirra fá samt ekki að njóta.

Þau sem óum­deil­an­lega skapa verð­mæti þjóð­fé­lags­ins með vinnu sinni og þau sem sinna grund­vall­ar­hlut­verki í sam­fé­lagi okkar sem ómissandi starfs­fólk í umönn­un­ar­störfum hafa verið gerð að töp­urum reyk­vísks hús­næð­is­mark­að­ar. Þau hafa verið sett í þessa stöðu af fólki sem sjálft skapar engin raun­veru­leg verð­mæti, en telur sig þó þess umkomið að ráða öllu, eiga allt, njóta alls. Þetta fólk lætur eins og þeim komi aðstæður verka og lág­launa­fólks ein­fald­lega ekki við. Þetta fólk lætur eins og tryggð þeirra við lög­mál mark­að­ar­ins sé ekk­ert annað en eðli­leg við­ur­kenn­ing á til­vist nátt­úru­lög­mála. En fyrir okkur sem búum utan við spegla­sal­inn er aug­ljóst að trú þeirra á „nátt­úru­lög­mál“ arð­ráns­kerf­is­ins er ein­fald­lega til­komin vegna þess að þau eru sig­ur­veg­arar kerf­is­ins; líkt og franskir kóngar ráfa þau um hall­ar­garð­inn; það er nátt­úru­lög­mál ef það lætur mér líða vel.

Ég veit að þegar kemur að for­set­anum í hlut­verki leigu­sala á ég að vera „skyn­söm“ og halda kjafti. En í mínum huga er ekk­ert óskyn­sam­legra en að við­ur­kenna kröf­una um með­virkni með rugl­inu sem við­gengst í íslensku þjóð­fé­lagi sem rétt­mæta og hlýða henni. Í mínum huga er ekk­ert óskyn­sam­legra en að við­ur­kenna ekki hið aug­ljósa: Vinnu­aflið sem heldur uppi sam­fé­lag­inu með vinnu sinni hefur verið dæmt til að tapa í leik svindl­ara sem samið hafa leik­regl­urnar með þeim hætti að fyr­ir­fram er ákveðið hverjir tapa og hverjir vinna. Fórn­ar­kostn­að­ur­inn sem fólki er gert að greiða eftir að hafa tapað er raun­veru­legur og hefur grafal­var­legar afleið­ing­ar. Og það er við­ur­kenna ekki sjúk­leika kerf­is­ins, og benda ekki á þá við öll tæki­færi er krafa um hug­leysi. Og ég ætla ekki verða við henni.

Í síð­asta ára­móta­ávarpi sagði for­set­inn þetta: „Senn fær þjóð­ar­skútan vind í segl­in, um það er ég hand­vis­s.“

Eflaust er þetta rétt hjá hon­um. Um leið og landa­mæri opn­ast og ferða­menn byrja að streyma hingað á ný verður byrjað að kynda ofn­ana og leggj­ast á árarnar um borð í þjóð­ar­skút­unni. Og þau sem það munu gera er sama fólkið og dvelur á þriðja far­rými skút­unn­ar, á meðan þau sem njóta afrakst­urs áraslag­anna dvelja á fyrsta far­rými, með bók­staf­lega allt til alls og engar pen­inga­á­hyggj­ur, ekk­ert þröng­býli, enga nag­andi vissu um að svona sé lífið ein­fald­lega; „ævi­árin hverfa út á tím­ans gráa rökk­ur­veg“ við strit og erf­ið­leika, og algjört og ískalt van­þakk­læti þeirra sem allt eiga og öllu ráða.

Þetta er mín skoð­un: Mér finnst það fyrir neðan allar hellur að for­seti lýð­veld­is­ins sé jafn­framt leigu­sali í Reykja­vík, á þeim gróða­vædda og grimmi­lega hús­næð­is­mark­aði sem hér ræður ríkj­um. Mér finnst það til marks um mikla stétta­blindu. Ástæður mínar fyrir þeirri skoðun eru mál­efna­legar og byggja á stað­reyndum úr reyk­vískum sam­tíma. Þær byggja á stað­reyndum úr lífi félags­fólks Efl­ing­ar. Ekk­ert fær mig til að breyta þess­ari skoð­un. En ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að breyta þessu sam­fé­lagi, svo að ræð­arar þjóð­ar­skút­unn­ar, hér fædd og hingað flutt, fái loks­ins það sem þau eiga inni, meðal ann­ars og ekki síst mann­sæm­andi hús­næði á sann­gjörnum kjör­um.

Höf­undur er for­maður Efl­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar