Húsnæðiskaupmáttur fólks á þrítugsaldri lækkaði um 46 prósent frá 2001 til 2019

Hagvöxtur á Íslandi verður sá lægsti á meðal OECD-landa á þessu ári. BHM vill að stjórnvöld mæti heimilum landsins og tryggi að þau lendi ekki skuldavandræðum vegna húsnæðiskaupa. Verð húsnæðis hafi hækkað meira hér en nánast alls staðar annarsstaðar.

Það verður sífellt dýrara, og flóknara, fyrir ungt fólk að kaupa húsnæði upp á eigin spýtur.
Það verður sífellt dýrara, og flóknara, fyrir ungt fólk að kaupa húsnæði upp á eigin spýtur.
Auglýsing

Kaupmáttur fólks á aldrinum 20-29 ára hérlendis gagnvart húsnæðiskaupum lækkaði um 46 prósent á árunum 2001 til 2019. Fyrirliggjandi misvægi í framboði og eftirspurn er líklegt til að hækka fasteignaverð enn frekar og draga enn meira úr getu ungs fólks til að komast inn á húsnæðismarkað.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri greiningu BHM á mikilvægi skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar fyrir heimili landsins.

Þar er einnig bent á að efnahagsbatinn sem spáð er hérlendis sé til skamms tíma hægari en víða annarsstaðar.

Í nýlegri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands er gert ráð fyrir því að hagvöxtur í ár verði 2,6 prósent, en það er lægsti hagvöxtur sem reiknað er með innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 

Á grundvelli greiningarinnar hvetur BHM stjórnvöld til að leita allra leiða til að hjálpa heimilum landsins. Ein slík leið sé að framlengja hina skattfrjálsu ráðstöfun séreignarsparnaðar, en úrræðið, sem hefur þegar verið framlengt tvívegis og hefur verið í gildi frá miðju ári 2014, á að renna sitt skeið um mitt þetta ár að óbreyttu. 

21 milljarður króna í skattafslátt

Kjarninn greindi frá því í síðustu viku að alls höfðu 62.952 ein­stak­lingar nýtt sér sér­eigna­sparnað sinn til að greiða inn á lán eða í útborgun fyrir íbúð í lok jan­úar síð­ast­lið­ins. Í þeirri tölu er samskattaðir taldir sem tveir aðilar jafn­vel þótt að ein­ungis annar þeirra hafi greitt inn á höf­uð­stól hús­næð­is­láns þeirra. 

Auglýsing
Um er að ræða bæði þá sem nýttu sér­eigna­sparnað sinn til hús­næð­is­kaupa og -lána­nið­ur­greiðslu sam­kvæmt úrræði þess efnis sem kynnt var undir hatti Leið­rétt­ing­ar­innar vorið 2014 og þá sem nýttu sér „Fyrstu fast­eign­ar“ úrræð­ið, sem var kynnt í ágúst 2016 og kom til fram­kvæmda um mitt ár 2017. 

Þetta þýðir að um 17 pró­sent allra lands­manna og um 30 pró­sent allra sem eru á vinnu­mark­aði, hafa nýtt sér hið skatt­frjálsa úrræð­i. 

Sam­kvæmt tölum sem fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hefur tekið saman fyrir Kjarn­ann nemur umfang nýt­ingar Íslend­inga á úrræð­unum tveimur frá miðju árið 2014 og fram til loka jan­úar 2021 alls 92 millj­örðum króna. Í þeim tölum kemur einnig fram að áætluð lækkun tekju­skatts og útsvars frá því að úrræðin buð­ust fyrst og fram til síð­ustu ára­móta sé 21,1 millj­arður króna.

Húsnæðisverð hækkað miklu meira hér en almennt innan OECD

Í greiningu BHM er bent á að raunhækkun, hækkun umfram verðbólgu, á húsnæðisverði á Íslandi frá 2014 til 2020 hafi mælst 53 prósent. Eina landið innan OECD sem hefur upplifað meiri húsnæðisverðshækkanir er Ungverjaland en meðaltalið innan OECD er 23 prósent.

Á árinu 2020 einu saman juku heimili landsins húsnæðisskuldir sínar um nálægt 300 milljarða króna og í greiningunni er varað við því að áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði og fjárhagslega stöðu heimila þegar kórónuveirufaraldurinn er á enda kominn gætu orðið töluverð. „Framlenging á ráðstöfun séreignarsparnaðar til 2023 er mikil áhætturáðstöfun fyrir heimili á tímum skerts afkomuöryggis og aukinnar efnahagsóvissu.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent