Bjarni: „Að fást við svona heimsfaraldur er eins og að klífa fjall“

Fjármála- og efnahagsráðherra svarar því ekki hvort stjórnvöld hafi endurmetið væntingar um fjölda ferðamanna sem koma til landsins í ár, í ljósi atburða síðustu daga.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði því ekki efnislega hvort ríkisstjórnin sé farin að endurskoða áætlanir sínar um komu ferðamanna hingað til lands í ár í ljósi þess hvernig hlutir hafa atvikast síðustu dag, þegar hann var spurður um það í óundirbúnum fyrirspurnum í dag.

Opinberar áætlanir ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að hingað til lands komi 720 þúsund ferðamenn í ár. Bjarni líkti þess í stað heimsfaraldrinum við það að klífa fjall og að nú sæist glitta í tindinn. „Það á að fylla okkur bjartsýni. Við eigum ekki að tala eins og að eins og við séum að fara afturábak.“

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Bjarna hvort að fyrirliggjandi aðstæður; að veiran væri komin aftur á kreik með tilheyrandi takmörkunum á fólk og fyrirtæki hérlendis sem erlendis, að verðbólga væri enn að vaxa (hún er nú 4,3 prósent) og að atvinnuleysi væri gríðarlega mikið (það er nú 12,5 prósent) kölluðu ekki á að það þyrfti að fara að búa sig undir „hina verstu sviðsmynd“. 

Auglýsing
Jón Steindór skilgreindi þá sviðsmynd þannig að ferðamannasumarið myndi ekki koma og að það yrði heldur ekkert ferðamannahaust. 

Í fyrirliggjandi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2022-2026 er meðal annars byggt á því að meginþorri landsmanna og íbúa helstu viðskiptalanda verði bólusettur um miðbik þessa árs. Á þeim grunni gerir þjóðhagsspá Hagstofunnar ráð fyrir fjölgun ferðamanna sem drífi áfram efnahagsbatann, en gert er ráð fyrir að ferðamenn sem heimsæki Ísland verði 720 þúsund í ár og fjölgi um 80 prósent á næsta ári, 2022, og verði þá 1,3 milljónir alls. Á metárinu 2018 voru ferðamenn sem heimsóttu Ísland 2,3 milljónir og árið 2019 voru þeir rétt tæplega tvær milljónir. 

Bjarni sagðist ekki getað svarað spurningu Jóns Steindórs öðruvísi en svo að stjórnvöld væru að miða sínar áætlanir við bestu upplýsingar á hverjum tíma. „Að fást við svona heimsfaraldur er eins og að klífa fjall. Þetta er mjög hátt fjall. Við vissum varla hversu hátt það var þegar við lögðum af stað. Og í slíkum leiðangri þá þarf maður stundum að taka hlé og fara í búðir. Nú erum við farin að sjá tindinn, loksins.“

Þar vísaði fjármála- og efnahagsráðherra til þeirra straumhvarfa sem væru að verða víða vegna bólusetningar. Í Bretlandi hefði til að mynda tekist að bólusetja eina milljón manns á einum sólarhring og um mitt ár 2021 standi til að meginþorri fullorðinna Íslendinga verði bólusettir. „Við erum að fara inn í ársfjórðung sem er eins og lokaatlagan að toppi fjallsins.“ Bjarni telur að allt annar veruleiki muni taka við á seinni hluta yfirstandandi árs og það eigi að kalla fram bjartsýni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent