Lagt til að starfsnám lækna við upphaf sérnáms komi í stað kandídatsárs

Í nýjum drögum að reglugerðarbreytingu er lagt til að kandídatsár verði ekki lengur skilyrði fyrir veitingu almenns lækningaleyfis. Læknar í sérnámi munu þess í stað hefja sérnám á 12 mánaða starfsnámi. Fyrirmyndin sótt erlendis frá.

Læknar ræðast við á göngum Landspítala.
Læknar ræðast við á göngum Landspítala.
Auglýsing

Lagt er til að lækningaleyfi verði veitt að loknu sex ára læknanámi við Háskóla Íslands og að krafa um kandídatsár fyrir veitingu leyfisins verði felld brott. Þess í stað verði 12 mánaða starfsnám skylda í upphafi sérnáms lækna, svokallaður sérnámsgrunnur. Þetta er lagt til í drögum að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 467/2015 um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi en drögin voru birt á samráðsgátt stjórnvalda í vikunni.

Þessum breytingum er ætlað að tryggja að sérnámslæknar séu ekki lakar settir en sérnámslæknar frá öðrum ríkjum. Í samráðsgáttinni segir að æ fleiri ríki bætist í hóp þeirra sem hafa starfsþjálfun sem hluta af sérnámi en ekki grunnnámi lækna. Í bráðabirgðaákvæði er gert ráð fyrir að þau sem lokið hafa kandídatsári muni teljast hafa lokið sérnámsgrunni.

Hægt verði að taka sérnámsgrunn á lengri tíma í lægra starfshlutfalli

Um skipulag sérnámsins segir í drögunum: „Sérnám skal hefjast á sérnámsgrunni sem skal vera 12 mánaða klínískt nám og þannig skipulagður að a.m.k. 4 mánuðir séu á heilsugæslu, 4 mánuðir á lyflækningadeild og 4 mánuðir á öðrum deildum, hámark tveimur.“

Auglýsing

Þá miðast lengd sérnámsgrunns við fullt starf en hægt verði að veita undanþágu frá þeirri reglu og heimila töku sérnámsgrunns á lengri tíma sem miðast þá við starfshlutfall. Það megi þó ekki fara niður fyrir 50 prósent.

Drögin koma frá vinnuhóp sem skipaður var af heilbrigðisráðherra en honum var falið að endurskoða og skilgreina nánar umgjörð og stjórnskipulag framhaldsnáms í læknisfræði hér á landi. Vinna hópsins stendur enn yfir en þær breytingar sem hér eru lagðar til ná aðeins til breyttra skilyrða fyrir veitingu almenns lækningaleyfis.

Líkt og áður segir fjölgar stöðugt í hópi þeirra landa sem hafa starfsþjálfun sem hluta af sérnámi en ekki grunnnámi lækna. „Nýlega bættist Noregur við og Svíþjóð mun einnig bætast í hópinn frá 1. júlí n.k. Í ljósi þess að flestir læknar frá Háskóla Íslands sækja sér sérfræðimenntun til Svíþjóðar standa vonir vinnuhópsins til þess að þær breytingar sem hér eru lagðar til öðlist gildi innan EES-svæðisins fyrir 1. júlí 2021,“ segir í samráðsgátt um breytingarnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent