Lagt til að starfsnám lækna við upphaf sérnáms komi í stað kandídatsárs

Í nýjum drögum að reglugerðarbreytingu er lagt til að kandídatsár verði ekki lengur skilyrði fyrir veitingu almenns lækningaleyfis. Læknar í sérnámi munu þess í stað hefja sérnám á 12 mánaða starfsnámi. Fyrirmyndin sótt erlendis frá.

Læknar ræðast við á göngum Landspítala.
Læknar ræðast við á göngum Landspítala.
Auglýsing

Lagt er til að lækn­inga­leyfi verði veitt að loknu sex ára lækna­námi við Háskóla Íslands og að krafa um kandídatsár fyrir veit­ingu leyf­is­ins verði felld brott. Þess í stað verði 12 mán­aða starfs­nám skylda í upp­hafi sér­náms lækna, svo­kall­aður sér­náms­grunn­ur. Þetta er lagt til í drögum að reglu­gerð um breyt­ingu á reglu­gerð nr. 467/2015 um mennt­un, rétt­indi og skyldur lækna og skil­yrði til að hljóta almennt lækn­inga­leyfi og sér­fræði­leyfi en drögin voru birt á sam­ráðs­gátt stjórn­valda í vik­unni.

Þessum breyt­ingum er ætlað að tryggja að sér­náms­læknar séu ekki lakar settir en sér­náms­læknar frá öðrum ríkj­um. Í sam­ráðs­gátt­inni segir að æ fleiri ríki bæt­ist í hóp þeirra sem hafa starfs­þjálfun sem hluta af sér­námi en ekki grunn­námi lækna. Í bráða­birgða­á­kvæði er gert ráð fyrir að þau sem lokið hafa kandídatsári muni telj­ast hafa lokið sér­náms­grunni.

Hægt verði að taka sér­náms­grunn á lengri tíma í lægra starfs­hlut­falli

Um skipu­lag sér­náms­ins segir í drög­un­um: „Sér­nám skal hefj­ast á sér­náms­grunni sem skal vera 12 mán­aða klínískt nám og þannig skipu­lagður að a.m.k. 4 mán­uðir séu á heilsu­gæslu, 4 mán­uðir á lyf­lækn­inga­deild og 4 mán­uðir á öðrum deild­um, hámark tveim­ur.“

Auglýsing

Þá mið­ast lengd sér­náms­grunns við fullt starf en hægt verði að veita und­an­þágu frá þeirri reglu og heim­ila töku sér­náms­grunns á lengri tíma sem mið­ast þá við starfs­hlut­fall. Það megi þó ekki fara niður fyrir 50 pró­sent.

Drögin koma frá vinnu­hóp sem skip­aður var af heil­brigð­is­ráð­herra en honum var falið að end­ur­skoða og skil­greina nánar umgjörð og stjórn­skipu­lag fram­halds­náms í lækn­is­fræði hér á landi. Vinna hóps­ins stendur enn yfir en þær breyt­ingar sem hér eru lagðar til ná aðeins til breyttra skil­yrða fyrir veit­ingu almenns lækn­inga­leyf­is.

Líkt og áður segir fjölgar stöðugt í hópi þeirra landa sem hafa starfs­þjálfun sem hluta af sér­námi en ekki grunn­námi lækna. „Ný­lega bætt­ist Nor­egur við og Sví­þjóð mun einnig bæt­ast í hóp­inn frá 1. júlí n.k. Í ljósi þess að flestir læknar frá Háskóla Íslands sækja sér sér­fræði­menntun til Sví­þjóðar standa vonir vinnu­hóps­ins til þess að þær breyt­ingar sem hér eru lagðar til öðlist gildi innan EES-­svæð­is­ins fyrir 1. júlí 2021,“ segir í sam­ráðs­gátt um breyt­ing­arn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent