Lagt til að starfsnám lækna við upphaf sérnáms komi í stað kandídatsárs

Í nýjum drögum að reglugerðarbreytingu er lagt til að kandídatsár verði ekki lengur skilyrði fyrir veitingu almenns lækningaleyfis. Læknar í sérnámi munu þess í stað hefja sérnám á 12 mánaða starfsnámi. Fyrirmyndin sótt erlendis frá.

Læknar ræðast við á göngum Landspítala.
Læknar ræðast við á göngum Landspítala.
Auglýsing

Lagt er til að lækn­inga­leyfi verði veitt að loknu sex ára lækna­námi við Háskóla Íslands og að krafa um kandídatsár fyrir veit­ingu leyf­is­ins verði felld brott. Þess í stað verði 12 mán­aða starfs­nám skylda í upp­hafi sér­náms lækna, svo­kall­aður sér­náms­grunn­ur. Þetta er lagt til í drögum að reglu­gerð um breyt­ingu á reglu­gerð nr. 467/2015 um mennt­un, rétt­indi og skyldur lækna og skil­yrði til að hljóta almennt lækn­inga­leyfi og sér­fræði­leyfi en drögin voru birt á sam­ráðs­gátt stjórn­valda í vik­unni.

Þessum breyt­ingum er ætlað að tryggja að sér­náms­læknar séu ekki lakar settir en sér­náms­læknar frá öðrum ríkj­um. Í sam­ráðs­gátt­inni segir að æ fleiri ríki bæt­ist í hóp þeirra sem hafa starfs­þjálfun sem hluta af sér­námi en ekki grunn­námi lækna. Í bráða­birgða­á­kvæði er gert ráð fyrir að þau sem lokið hafa kandídatsári muni telj­ast hafa lokið sér­náms­grunni.

Hægt verði að taka sér­náms­grunn á lengri tíma í lægra starfs­hlut­falli

Um skipu­lag sér­náms­ins segir í drög­un­um: „Sér­nám skal hefj­ast á sér­náms­grunni sem skal vera 12 mán­aða klínískt nám og þannig skipu­lagður að a.m.k. 4 mán­uðir séu á heilsu­gæslu, 4 mán­uðir á lyf­lækn­inga­deild og 4 mán­uðir á öðrum deild­um, hámark tveim­ur.“

Auglýsing

Þá mið­ast lengd sér­náms­grunns við fullt starf en hægt verði að veita und­an­þágu frá þeirri reglu og heim­ila töku sér­náms­grunns á lengri tíma sem mið­ast þá við starfs­hlut­fall. Það megi þó ekki fara niður fyrir 50 pró­sent.

Drögin koma frá vinnu­hóp sem skip­aður var af heil­brigð­is­ráð­herra en honum var falið að end­ur­skoða og skil­greina nánar umgjörð og stjórn­skipu­lag fram­halds­náms í lækn­is­fræði hér á landi. Vinna hóps­ins stendur enn yfir en þær breyt­ingar sem hér eru lagðar til ná aðeins til breyttra skil­yrða fyrir veit­ingu almenns lækn­inga­leyf­is.

Líkt og áður segir fjölgar stöðugt í hópi þeirra landa sem hafa starfs­þjálfun sem hluta af sér­námi en ekki grunn­námi lækna. „Ný­lega bætt­ist Nor­egur við og Sví­þjóð mun einnig bæt­ast í hóp­inn frá 1. júlí n.k. Í ljósi þess að flestir læknar frá Háskóla Íslands sækja sér sér­fræði­menntun til Sví­þjóðar standa vonir vinnu­hóps­ins til þess að þær breyt­ingar sem hér eru lagðar til öðlist gildi innan EES-­svæð­is­ins fyrir 1. júlí 2021,“ segir í sam­ráðs­gátt um breyt­ing­arn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent