Dánaraðstoð: Er gjá milli þings og þjóðar?

Þótt afgerandi stuðningur Íslendinga við dánaraðstoð sé ánægjulegur má velta fyrir sér hvenær Alþingi muni taka tillit til afstöðu kjósenda, skrifar Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð.

Auglýsing

Sam­kvæmt nýrri könnun Mask­ínu, sem var fram­kvæmd í sept­em­ber sl., eru 76,2% Íslend­inga hlynnt­ir dán­­ar­að­stoð. Stuðn­ing­­ur­inn er svip­aður og í könnun Mask­ínu frá 2019 þegar 77,7% svar­enda sögð­ust hlynnt­ir dán­­ar­að­stoð. 6,6% svara því til að þau séu „Mjög and­víg“ eða „Frem­ur and­víg“, sam­an­­borið við 6,9% árið 2019. Þá eru 17,2% sem svara „Í með­al­lag­i“, sam­an­­borið við 15,4% árið 2019.

Auglýsing

Þegar rýnt er í svörin við spurn­ing­unni hvaða stjórn­mála­flokk fólk kysi ef kosið yrði til Alþingis kemur ýmis­legt fróð­legt í ljós. Spurn­ingin hljóðar svo:

Ertu hlynnt(­ur) eða and­víg(­ur/t) því að ein­stak­lingur geti fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt (dán­ar­að­stoð) ef hann er hald­inn sjúk­dómi eða ástandi sem hann lifir óbæri­legt og metið hefur verið ólækn­andi?

Mestur er stuðn­ing­ur­inn meðal kjós­enda Við­reisnar eða 90,8% en minnstur hjá kjós­endum Mið­flokks­ins eða 66,1%. Stuðn­ingur við dán­ar­að­stoð hefur auk­ist frá 2019 meðal stuðn­ings­manna Við­reisn­ar, Fram­sókn­ar­flokks­ins, Sam­fylk­ing­ar­innar og Flokks fólks­ins en minnkað lít­il­lega meðal kjós­enda Mið­flokks­ins, Pírata, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Vinstri hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs. Vegna þess hve úrtakið var lítið fyrir þá sem seg­ist styðja Mið­flokk­inn og Flokk fólks­ins skal túlka þær nið­ur­stöður með var­úð. Ljóst er þó að mik­ill meiri­hluti kjós­enda í öllum flokkum styður dán­ar­að­stoð, líkt og sjá má í með­fylgj­andi línu­riti.

Í ár var bætt við nýrri spurn­ingu sem hljóðar svo:

Myndir þú vilja geta fengið aðstoð læknis hér­lendis við að binda enda á líf þitt (dán­ar­að­stoð) ef þú værir hald­in(n/ð) sjúk­dómi eða ástandi sem þú upp­lifðir óbæri­legt og metið hefði verið ólækn­andi eða myndir þú ekki vilja það?

Stuðn­ingur er hjá yfir­gnæf­andi meiri­hluta stuðn­ings­manna allra flokka. Mestur er stuðn­ing­ur­inn meðal kjós­enda Flokks fólks­ins eða 100% og Við­reisnar eða 91,5%. Minnstur er stuðn­ing­ur­inn meðal kjós­enda Mið­flokks­ins eða 73,7% og Fram­sókn­ar­flokks­ins eða 75,8%. Eins og áður segir skal túlka nið­ur­stöð­urnar hvað varðar Mið­flokk­inn og Flokk fólks­ins var­lega í ljósi þess hve úrtakið var lít­ið. Ljóst er þó að mik­ill meiri­hluti kjós­enda í öllum flokkum myndi vilja hafa mögu­leika á að geta fengið lækn­is­fræði­lega aðstoð við að deyja hér­lend­is, sjá með­fylgj­andi línu­rit.

Þó að þessi af­­ger­andi stuðn­ing­ur Íslend­inga við dán­­ar­að­stoð sé ánægju­­leg­ur má velta fyr­ir sér hvenær Alþingi muni taka til­­lit til af­­stöðu kjós­­enda. Vilji þjóð­ar­innar ætti að end­ur­spegl­ast á Alþingi þar sem kjörnir full­trúar hennar sitja. Svo er ekki og það er auð­sjá­an­lega gjá milli þings og þjóð­ar. Almenn­ingur vill geta haft mögu­leika á dán­ar­að­stoð en Alþingi, að und­an­skildum örfáum þing­mönn­um, hefur ákveðið að ræða málið ekki.

Hvenær ætla Alþing­is­menn að blanda sér um umræð­una um dán­ar­að­stoð?

Grein­ar­höf­undur er for­maður Lífs­virð­ing­ar, félags um dán­ar­að­stoð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar