Déjà vu?

Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar um seinni umferð forsetakosninga í Frakklandi sem fram fer á sunnudag.

Auglýsing

Þann 24. apríl næst­kom­andi munu Frakkar kjósa for­seta sinn til næstu fimm ára. Í fyrri umferð­inni sem fór fram 10. apríl voru Emmanuel Macron og Mar­ine Le Pen atkvæða­mest meðal tólf fram­bjóð­enda og munu því end­ur­taka leik­inn frá því fyrir fimm árum þegar þau tvö mætt­ust í seinni umferð kosn­ing­anna. Það væri þó hæpið að segja að lítið hafi breyst síðan þá, en í fyrri umferð yfir­stand­andi kosn­inga hlutu öfga­öfl af hægri og vinstri væng stjórn­mál­anna, þar með tal­inn flokkur Le Pen, sam­an­lagt 58% atkvæða – úr tæpum helm­ing árið 2017. Gömlu stór­flokk­arnir tveir, sós­í­alistar og repúblikan­ar, biðu sögu­legt afhroð er þeir hlutu sam­an­lagt tæp 8% atkvæða. Öfga­væð­ing stjórn­mál­anna virð­ist komin til að vera.

Macron hlaut góða kosn­ingu í fyrri umferð og fékk 28% atkvæða gegn 23% Le Pen. Er það fjórum pró­sentu­stigum meira en hann hlaut árið 2017 og hæsta hlut­fall sitj­andi for­seta síðan 1988. Þessi góða útkoma kann að skýr­ast af bættri stöðu efna­hags­mála á kjör­tíma­bil­inu, með auk­inni fram­leiðni og minnk­andi atvinnu­leysi í land­inu. Þá hefur Macron tek­ist ágæt­lega að fylla það tóma­rúm sem Ang­ela Merkel skildi eftir sig sem eig­in­legur leið­togi Evr­ópu­sam­bands­ins á alþjóða­sviði.

Auglýsing

Emmanuel Macron hefur hins vegar ekki verið óum­deildur for­seti. Eftir sann­fær­andi sigur árið 2017 voru miklar vænt­ingar til hans og ætl­aði hann sér að umbylta frönskum stjórn­málum og end­ur­vekja trú almenn­ings á þeim með sínum nýja „hvorki vinstri né hægri“ flokki, La Répu­blique en Marche. Það átti þó alltaf eftir að verða brött brekka fyrir Macron sem er mót­aður í því umhverfi sem alið hefur af sér franska stjórn­mála­menn um langa hríð. Eftir mennta­skóla­próf úr hinum virta Lycée IV lá leiðin í háskól­ana Sci­ences Po og ENA, þar sem sex af átta for­setum fimmta lýð­veld­is­ins hafa stundað nám. Við tók starfs­fer­ill hjá fjár­mála­ráðu­neyt­inu og Rothschild bank­anum þangað til hann tók við ýmsum emb­ættum í rík­is­stjórn François Hollande, þar á meðal emb­ætti fjár­mála­ráð­herra.

Í ljósi þessa vilja margir meina að for­set­inn sé hald­inn ákveð­inni for­rétt­inda­blindu. Með fyrstu fjár­lögum hans var auð­legð­ar­skattur sem lagður hafði verið á þá tekju­hæstu lagður nið­ur, og eftir ein­ungis eitt ár á for­seta­stóli hófu gulv­estungar að mót­mæla ákvörðun hans um að skatt­leggja elds­neyti – en það kom einkar illa niður á fólki utan stór­borga þar sem almenn­ings­sam­göngur eru af skornum skammti. Þá sætti það gagn­rýni þegar Macron sagð­ist hyggj­ast „gera óbólu­settum lífið leitt“ í tengslum við bólu­setn­ing­ar­á­tak í heims­far­aldr­inum og þóttu þau ummæli bera merki um yfir­læti for­set­ans. Einnig vakti það athygli þegar hann las yfir tán­ingi á opin­berum við­burði eftir að sá síð­ar­nefndi hafði kallað for­set­ann „Manu“ (al­geng stytt­ing á nafn­inu Emmanu­el): „Þetta mátt þú ekki. Þú kallar mig herra for­seta,“ svar­aði hann um hæl í ákveðnum tón. Eru þetta ein­ungis fáein dæmi um óheppi­leg ummæli sem for­set­inn hefur látið falla og hafa orðið til­efni umræðu um að hann sé fjar­lægur fólk­inu og jafn­vel hroka­full­ur.

Mar­ine Le Pen, leið­togi öfga­hægri­flokks­ins Rass­emblem­ent National, er talin eiga raun­hæfa mögu­leika á að sigra í kosn­ing­unum – en þó minni en Macron. Hún hefur síð­ast­liðin fimm ár reynt að hrista af sér það neó-fasíska orð­spor sem faðir hennar kom á flokk­inn sem stofn­andi og leið­togi hans til margra ára. Til að höfða til breið­ari hóps hefur harð­línu­stefnu flokks­ins gegn ESB aðild verið snúið upp í vilja til að fara í yfir­grips­miklar umbætur á sam­band­inu. Flokk­ur­inn aðhyllist þó enn harð­línu­stefnu í inn­flytj­enda­málum og vill til að mynda binda enda á rétt þeirra sem fæð­ast í Frakk­landi til að öðl­ast sjálf­krafa rík­is­borg­ara­rétt. Þá vill hún banna and­lits­blæjur múslima og gefa frönskum rík­is­borg­urum for­gang að félags­legum úrræðum og atvinnu­tæki­fær­um. Aug­ljóst er að slíkar íviln­anir fyrir eina útvalda þjóð innan ESB stang­ast á við jafn­ræð­is­reglu sam­bands­ins og aðrar grunn­hug­sjónir þess.

Á næstu dögum munu báðir fram­bjóð­endur reyna að höfða til þeirra sem ekki kusu þá í fyrstu umferð. Bæði eiga þau það sam­eig­in­legt að ná ekki sér­stak­lega vel til vinstri sinn­aðs fólks, ungs fólks og umhverf­is­sinna. Það var rót­tæki vinstri­mað­ur­inn Jean-Luc Mélenchon sem tók þessi atkvæði til sín í fyrri umferð en hann hlaut flest atkvæði meðal unga fólks­ins og tæp 22% í heild­ina, og var því rúmu einu pró­sentu­stigi frá því að fella út Le Pen sem mót­fram­bjóð­anda Macron í seinni umferð. Le Pen hefur nú þegar haf­ist handa við að vísa á bug ásök­unum um að hún sé efa­semd­ar­mann­eskja í lofts­lags­mál­um, og Macron hyggst nú leggja aukna áherslu á lofts­lags­mál með því að færa mála­flokk­inn yfir til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins.

Hvort þessi breytta taktík muni sann­færa ungt fólk, eða fá það yfir höfuð til að mæta á kjör­stað, er ekki víst. Mélenchon hefur hvatt kjós­endur sína til að kjósa ekki Le Pen, en hefur á hinn bóg­inn ekki lýst yfir stuðn­ingi við Macron. Slík ákvörðun hefur áður reynst örlaga­rík í franskri stjórn­mála­sögu. Árið 1981 neit­aði Jacques Chirac, sem endað hafði í þriðja sæti, að lýsa yfir stuðn­ingi við sitj­andi for­seta og félaga sinn úr hægri sam­steypu­stjórn­inni, Valéry Giscard d‘Esta­ing; með þeim afleið­ingum að sós­í­alist­inn François Mitt­errand bar óvænt sigur úr býtum með 52% gegn 48% atkvæðum d‘Esta­ing.

Hlut­fall þeirra sem sátu heima í fyrri umferð­inni þann 10. apríl síð­ast­lið­inn er það hæsta síðan 2002, þegar faðir Mar­ine, Jean-Marie Le Pen, komst óvænt í aðra umferð kosn­ing­anna. Sú kosn­ing vakti óhug meðal margra og franska þjóðin svar­aði með því að mynda svo­kall­aðan lýð­ræð­is­skjöld – front répu­blicain – til að koma í veg fyrir að öfga­hægrið næði völd­um. Úr varð svo að Chirac, þá sitj­andi for­seti, hlaut sann­fær­andi end­ur­kjör með 82% atkvæða. Ekki er víst að fólk muni fylkj­ast á sama hátt á kjör­stað þann 24. apríl næst­kom­andi, en fyrir marga á vinstri vængnum yrði það stór biti að kyngja að halda út fimm ár í við­bót af Macron.

Ljóst er að kjós­endur í Frakk­landi hafa á milli tveggja val­kosta að velja. Annar talar fyrir frjáls­lyndi, hinn fyrir þjóð­ern­is­hyggju. Annar fyrir alþjóða­sam­vinnu, hinn fyrir ein­angr­un­ar­stefnu. Annar hefur talað fyrir og leitt sam­stillt svar Evr­ópu­þjóða gegn ofríki Pútíns, hinn leiðir flokk sem stendur í skuld við rúss­neska ríkið um níu milljón evra lán sem hann þáði til að há kosn­inga­bar­áttu. Tak­ist Macron að sigra í kosn­ing­unum í annað sinn mun hans bíða það flókna hlut­verk að draga úr því stig­magn­andi van­trausti sem þjóðin hefur á stjórn­málum í land­inu. Nái hann því ekki er ekki víst að þjóðin leyfi frjáls­lynd­inu að njóta vafans að fimm árum liðn­um.

Höf­undur stundar meist­ara­nám í Evr­ópu­fræðum við Sci­ences Po og er starfs­nemi hjá Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­inni (OECD) í Par­ís.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar