Þétting fimmfalt betri

Pawel Bartoszek segir að nýta eigi eftirsótt land á hagkvæman hátt með því að byggja þétt.

Auglýsing

Stefna okkar í Við­reisn hefur verið að byggja þétt og þeirri stefnu hefur verið fram­fylgt í Reykja­vík. Í nýju hverfi á Ártúns­höfða sem var sam­þykkt í skipu­lags­ráði fyrir ára­mót er gert ráð fyrir 1600 íbúðum á 16 hekt­ara svæði. Það gerir um 100 íbúðir á hekt­ara.

Þau sem gagn­rýna þessa stefnu tala jafnan fyrir því að borgin skipu­leggi í stað­inn „ódýr­ar“ sér­býl­is­húsa­lóð­ir. Í dæmi­gerðum nýjum hverfum í bæjum sem liggja í um klukku­stund­ar­fjar­lægð frá Reykja­vík er einmitt veðjað á ódýrar sér­býl­is­húsa­lóð­ir, byggð eru 6-8 íbúða rað­hús og kaup­endur fá íbúð­irnar afhentar fok­held­ar. Algengur þétt­leiki í þessum hverfum er 20 íbúðir á hekt­ara.

Auglýsing

Það er ekk­ert að 6-8 íbúða rað­hús­um. En þau geta ekki verið hryggjar­stykki í lausn á hús­næð­is­málum Reyk­vík­inga. Rúm­fræðin er ein­föld: Ef við hefðum skipu­lagt Ártúns­höfða fyrst og fremst fyrir ódýr sér­býli þá hefðum við getað komið fyrir 320 nýjum íbúðum í stað 1600. Við hefðum leyst hús­næð­is­þörf fimm­falt færri Reyk­vík­inga á sama land­svæði.

Lóðir í Reykja­vík geta aldrei orðið hræó­dýr­ar. Ástæða þess að land kostar meira í Reykja­vík er að það er eft­ir­sótt, eins og land í höf­uð­borgum gjarnan er. Eft­ir­sótt land á að nýta á hag­kvæman hátt, og það er gert með því að byggja þétt eins og mark­að­ur­inn oft­ast vill gera. Og við eigum alls ekki að berj­ast gegn því. Þétt­ing byggðar er skyn­söm. Með henni fáum við meiri borg. Fimm­falt meiri borg.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Við­reisnar og skipar 2. sæti á lista flokks­ins í Reykja­vík.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Sigrún Guðmundsdóttir
Leyfið okkur að njóta jarðhitans áhyggjulaus
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar