Dirfska, skynsemi eða móðgun við vísindin? – Ný loftslagsstefna Evrópusambandsins

Tillögur framkvæmdastjórnar ESB varða Ísland miklu enda á það ásamt Noregi aðild að loftslagsstefnu sambandsins, skrifar formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Lagabreytingar sem ráðast verði í til að ná 55 prósent samdrætti þurfi að innleiða hér.

Auglýsing

Fyrr í þess­ari viku kynnti fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins laga­frum­varp um aðgerðir í lofts­lags­mál­um; aðgerðir til að ná mark­miðum Par­ís­ar­samn­ings­ins fyrir 2030. Til­lagan bygg­ist á nýjum lögum um lofts­lags­mál sem sam­þykkt voru í vor. Meg­in­inn­tak þeirra er að losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda skal minnka um 55% að með­al­tali í aðild­ar­ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins árið 2030 miðað við 1990. Það er lög­bundið mark­mið. Um er að ræða til­lögur að laga­breyt­ingum sem þurfa að fara í gegnum nál­ar­auga samn­inga við Evr­ópu­þingið og ráð­herra­ráðið (full­trúar aðild­ar­ríkj­anna)

Fram kemur að losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda innan sam­bands­ins hafi þegar minnkað um 24% miðað við 1990.

Hlýnun um 1,5 °C

Umhverf­is­vernd­ar­sam­tök og vís­inda­menn benda á að hið raun­veru­lega mark­mið Par­ís­ar­samn­ings­ins sé ekki að draga úr losun um 55% heldur að tak­marka hlýnun and­rúms­lofts­ins við 1,5 gráður á Cels­í­us. Í því ljósi dugi ekki sam­dráttur um 55%. Sam­dráttur um 65% væri nær lagi. Á síð­asta ári sam­þykkti Evr­ópu­þingið ályktun um að draga verði úr losun um 60% í ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins miðað við 1990. Greta Thun­berg þreyt­ist ekki á að minna heims­leið­tog­ana á að fara að ráðum vís­inda­manna; þau ráð sem sem lang­flestir stjórn­mála­menn segj­ast taka fullt mark á. Í því ljósi duga ekki 55%. Ekki heldur til að stöðva súrnun sjávar ef út í það er far­ið.

Auglýsing

Til­lagan nær einnig til Íslands og Nor­egs

Til­lögur fram­kvæmda­stjórn­ar­innar varða Ísland miklu enda á Ísland ásamt Nor­egi aðild að lofts­lags­stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins. Laga­breyt­ingar sem ráð­ast verður í til að ná 55% sam­drætti þarf einnig að inn­leiða hér á landi.

Þátt­taka Íslands og Nor­egs í lofts­lags­stefnu ESB má kalla eins konar auka-að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu enda tekur hin nýja til­laga fram­kvæmda­stjórn­ar­innar til margra geira efna­hags­lífs bæði hér á landi og í Nor­egi.

Í Nor­egi brást lofts­lags- og umhverf­is­ráð­herrann, Svein­ung Rot­evatn, snöf­ur­mann­lega við og fagn­aði til­lögum fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar. Hann sagði Noreg í engu myndu verða eft­ir­bátur Dan­merkur eða Sví­þjóð­ar.

Í við­tali við NRK sagði Svein­ung Rot­evatn: „Þegar við fáum að sjá hversu mik­ill sam­drátt­ur­inn verður í Dan­mörku og Sví­þjóð má treysta því að Nor­egur mun að lág­marki draga jafn­mikið úr los­un.“ Ráð­herr­ann upp­lýsti að norsk stjórn­völd hefðu átt fjölda funda með æðstu ráða­mönnum ESB til að koma sjón­ar­miðum Norð­manna á fram­færi.

Þögn stjórn­ar­ráðs­ins

Íslensk stjórn­völd virð­ast utan­veltu. Engin við­brögð hafa komið fram af hálfu stjórn­ar­ráðs­ins. Full­víst má telja að full­trúar rík­is­stjórn­ar­innar hafi átt í sam­tölum við fram­kvæmda­stjórn­ina í Brus­sel – eins og norskir framá­menn – en engum sögum fer af gangi mála. Slík þögn er ekki góðs viti.

Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hefur upp­lýst að ákveðið hafi verið að auka sam­drátt í losun hér á landi: „Úr núver­andi mark­miði um 40% sam­drátt m.v. árið 1990 í 55% eða meira til árs­ins 2030, en það mark­mið teng­ist sam­floti Íslands með ESB og Nor­eg­i“. Vís­bend­ingar eru um að Ísland verði að auka sam­drátt í losun um a.m.k. 11 pró­sentu­stig, úr 29% sam­drætti árið 2030 miðað við 1990 í 40%. En ekki í 55%, hvað þá 65%.

Hafa ber í huga að til­laga fram­kvæmda­stjórn­ar­innar felur í sér miklar breyt­ingar á gild­andi lögum og því erfitt að segja fyrir um hver áhrifin verði hér á landi. Það afsakar þó ekki þoku­kennd ummæli ráð­herra rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Stærsta breyt­ingin

Stærsta breyt­ingin verður að sá sem mengar borgar – mun meira. Það skal gert með útvíkkun á við­skipta­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins með los­un­ar­heim­ildir (ETS), sem hefur að mark­miði að los­un­ar­heim­ildum á mark­aði fækki ár frá ári. Þar með eykst kostn­að­ur­inn fyrir að menga. Þau fyr­ir­tæki sem geta dregið úr þessum kostn­aði hagn­ast en þau sem ekki geta minnkað sína losun verða að greiða sífellt meira.

Nú er ætl­unin að ETS-­kerfið eða ný sams konar við­skipta­kerfi nái til mun fleiri geira atvinnu­lífs­ins, svo sem vega­sam­gangna, skipa­um­ferðar og orku­notk­unar í fast­eign­um. ETS-­kerfið starfar þvert á landa­mæri, þannig að losun sem það nær til telst ekki með losun sem ríkin bera ábyrgð á hvert um sig.

ETS-­kerfið hefur virkað vel við að draga úr losun frá orku­fram­leiðslu með kol­um, sem hefur minnkað um þriðj­ung. Á hinn bóg­inn hafa fyr­ir­tæki sem fram­leiða sem­ent, stál og ál fengið umtals­verðan afslátt í formi ókeypis los­un­ar­heim­ilda, með þeim rökum að ella yrði fram­leiðslan flutt til Kína, sem kallað hefur verið kolefn­isleki. Í þessum geirum hefur los­unin ekki minnkað að ráði.

Mark­miðið fyrir ETS-­kerfið verður hækkað úr 43% sam­drátt árið 2030 í 61% minni losun sama ár. Umhverf­is­vernd­ar­sam­tök segja að 70% sam­dráttur sé lág­mark.

Ríki bera áfram ábyrgð

Í núver­andi kerfi eru sam­göngur á landi stærsti þátt­ur­inn í þeirri losun sem Ísland ber beina ábyrgð á, en sam­göngur munu að hluta fara undir kvóta­kerfi. Hvernig ábyrgð ríkja verður er ekki ljóst. Dýr­ara verður að aka meng­andi bílum – er hugs­un­in.

Jafn­framt leggur fram­kvæmda­stjórnin til að flug­fyr­ir­tæki greiði gjald fyrir elds­neyt­is­notkun sína. Bent hefur verið á að ekki gangi að far­þegi greiði orku­skatt af lest­ar­miða en ekki af flug­miða.

Losun frá landi

Í frum­varpi fram­kvæmda­stjórn­ar­innar er kveðið á um að ríkin beri sam­eig­in­lega ábyrgð á minnkun los­unar eða auk­inni bind­ingu kolefn­is. Sett verður almennt mark­mið um sam­drátt í losun frá landi sem nemur 310 milljón tonnum af koltví­sýr­ingi næstu 10 árin. Evr­ópu­sam­bandið stefnir að kolefn­is­hlut­leysi árið 2035 í þeim geirum sem heyra undir land­notk­un, skóg­hirðu og land­bún­að.

Á tíma­bil­inu 2026 – 2030 verður aðild­ar­ríkj­unm heim­ilt að draga frá bind­ingu / minnkun í losun vegna breyttrar land­notk­unar en ein­ungis upp að vissu marki. E.t.v. það numið 2,5 pró­sentu­stigum af þeim 55 pró­sentum sem stefnt er að.

Þrír millj­arðar trjáa

Það kom nokkuð á óvart að fram­kvæmda­stjórnin lagði til að plantað verði þremur millj­ónum trjáa fyrir árið 2030. Skil­yrði er þó sett um verndun upp­runa­legra skóga og end­ur­heimt vist­kerfa. Hér á landi gæti það þýtt verndun birki­skóga, t.d. Teigs­skóg­ar. Þá má einnig minna á það sem stendur í aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar frá júní í fyrra:

Sam­ræmi við alþjóð­legar skuld­bind­ingar

Tryggja að við und­ir­bún­ing og fram­kvæmd aðgerða sé tekið mið af laga­lega bind­andi alþjóða­samn­ing­um, s.s. Samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um vernd líf­fræði­legrar fjöl­breytni, Bern­ar­samn­ingn­um, Rams­ar­samn­ingn­um, auk leið­bein­andi samn­inga. Í því ljósi verða ekki not­aðar ágengar fram­andi teg­und­ir.

Full­yrða má að verði plantað hér á landi ein­hverjum hluta þeirra þriggja millj­arða trjáa sem fram­kvæmda­stjórn ESB vill stinga niður í Evr­ópu, þá verður stafa­fura ekki fyrir val­inu, sbr. máls­grein­ina hér að ofan.

Orku­skipti í orku­fram­leiðslu

Orku­fram­leiðsla veldur 75% los­unar í ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins. Gefur auga leið að orku­skiptum verður að hraða umtals­vert. Mark­miðið er þó ekki meira en að árið 2030 verði 40% orkunnar fram­leidd með end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um. Nú er hlut­fallið 23%. Hér á landi er hlut­fallið nær 100% og í Nor­egi eru 98 pró­sent raf­magns­fram­leiðslu frá end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um.

Meng­andi bílar bann­aðir árið 2035

Verði frum­varp fram­kvæmda­stjórn­ar­innar að lögum að loknum samn­ingum við Evr­ópu­þingið og ein­stök aðild­ar­ríki verða nýir bílar knúnir jarð­efna­elds­neyti bann­aðir frá og með árinu 2035. Raunar er bann árið 2035 ekki mjög rót­tækt því æ fleiri lönd og ein­stakar borgir hafa ákveðið að banna slíka bíla frá 2030 og sum jafn­vel enn fyrr, t.d. Nor­egur árið 2025. Ísland ætti tví­mæla­laust að fara að for­dæmi Nor­egs.

Vax­andi stuðn­ingur er meðal almenn­ings við bann við meng­andi bílum innan borg­ar­marka. Árlega deyja um 467.000 manns ótíma­bærum dauð­daga í Evr­ópu vegna loft­meng­un­ar. Á Íslandi er talan 60 fyrir ótíma­bær dauðs­föll árlega vegna „fíns svifryks“.

Áfall fyrir bíla­iðn­að­inn

Hinar nýju reglur fela í sér að raf­bílar verða ódýr­ari en bens­ín- og dísil­bílar þegar árið 2025. Raf­bílar eru mun ein­fald­ari í snið­um. Til dæmis þarf ekki gír­kassa eða sjálf­skipt­ingu fyrir raf­bíla, sem er mik­ill iðn­aður í Þýska­landi

og við­hald á raf­bílum er minna og ein­fald­ara.

Allir bíla­fram­leið­endur í Evr­ópu þróa nú nýja raf­bíla í harðri sam­keppni við Tesla. Tíma­bundið er haldið áfram fram­leiðslu hefð­bund­inna meng­andi bíla sem einnig ganga fyrir raf­magni, svo kall­aðra tengilt­vinn­bíla, en það er álit­inn gálga­frest­ur. Á þriðju­dag­inn full­yrti tals­maður hags­muna­sam­taka þýskra bíla­fram­leið­enda, VDA, í við­tali við Fin­ancial Times, að nýjar kröfur Evr­ópu­sam­bands­ins (Evró 7 – stað­bundin meng­un) myndu kosta um 205.000 störf í iðn­aði. Öfugt við fyrri tíð við­ur­kennir bíla­iðn­að­ur­inn hins vegar að ekki verður aftur snú­ið. Neyt­endur – að minnsta kosti þeir sem hafa efni á að kaupa nýja bíla – vilja raf­bíla.

Til við­bótar þeim kröfum sem fylgja Evró 7 vill fram­kvæmda­stjórnin þrengja veru­lega að losun koltví­sýr­ings frá bíl­um. Fyrra mark­miðið fyrir árið 2030 var 37,5 pró­sent minni mengun borið saman við 2019 en verður nú hækkað í 55% minnk­un.

Stærsta breyt­ingin er að árið 2035 verður fram­leiðsla nýrra meng­andi bíla bönn­uð. Tengilt­vinn­bílar með­tald­ir. Þá skal hafa í huga að í fyrra voru raf­bílar ein­ungis 3% af sölu bílaris­ans Volkswagen. Og – að þessu sinni – sjá bíla­fram­leið­endur hag sinn í því að spila með í stað þess að mót­mæla hástöf­um. Ham­fara­hlýnun er stað­reynd.

Skýrsla Alþjóða-orku­mála­stofn­un­ar­innar

Í maí gaf Alþjóða-orku­mála­stofn­unin út skýrslu um hvernig unnt væri að ná kolefn­is­hlut­leysi árið 2050. Ein til­lagan var að banna skyldi dísil- og bens­ín­bíla frá og með árinu 2030 og að árið 2035 yrðu 60% allra seldra bíla vera knúnir raf­magni. Sviðs­ljós mark­að­ar­ins bein­ist nú að bíla­fram­leið­endum sem hafa trú­verðug áform um fram­leiðslu raf­bíla. Tesla er sig­ur­veg­ar­inn sem stend­ur. Volvo seg­ist ein­ungis munu fram­leiða raf­bíla árið 2025 og Opel þegar árið 2028.

Volkswagen stendur í stað og seg­ist ekki geta fram­leitt meira en helm­ing sinna bíla með raf­mótor árið 2030. Sam­dæg­urs lækk­uðu hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu um 1,3%. Næst­stærsti bíla­fram­leið­andi heims stendur þó betur en sá stærsti, Toyota, sem enn í dag hefur ekki fram­leitt raf­bíla. Vand­inn er að stóru jepp­arnir með kraft­miklum og meng­andi vélum gefa mikið í aðra hönd. Þessir bílar eru nú að verða bíla­fram­leið­endum fjötur um fót. Hið sama má segja um íslensku bíla­um­boð­in, sem græða lang­mest á sölu stórra meng­andi jeppa.

Fram­leiðsla meng­andi bíla er ekki nátt­úru­lög­mál

Daim­ler, sem fram­leiðir Mercedes Benz, hafði áform um að hætta að fram­leiða meng­andi bíla árið 2039. Til­laga fram­kvæmda­stjórn­ar­innar um bann við nýjum bens­ín- og dísil­bílium fellur því mun nær áformum Mercedes Benz en árinu 2025. Elon Musk, eig­andi Tesla, hefur ótví­rætt sannað að fram­leiðsla raf­bíla gefur vel í aðra hönd.

Gulu vestin – rétt­lát umskipti

Hita­veitu­væð­ingin hér á landi, sem hófst á fyrri hluta síð­ustu ald­ar, er dæmi um mjög dýra fjár­fest­ingu sem síðar borg­aði sig – marg­falt. Almenn­ingur þarf að lokum að bera kostn­að­inn af breyttri lofts­lags­stefnu ESB og því telur fram­kvæmda­stjórnin afar brýnt að auð­velda tekju­lægri hópum að takast á við hinar hröðu breyt­ing­ar; breyt­ingar sem öðru fremur byggj­ast á að losun kosti mun meira en nú – og drag­ist því sam­an. Góð hugsun – því breyt­ing­arnar mis­heppn­ast ef almenn­ingur eða mik­il­vægir hópar gera upp­reisn líkt og varð í Frakk­landi síðla hausts 2018 þegar fólk búið gulum vestum neyddi Macron Frakk­lands­for­seta til að draga í land með kolefn­is­gjald sem bitn­aði óþægi­lega á þeim hluta lág­launa­fólks sem treysti á bíl­inn sem sam­göngu­tæki og hafði jafn­vel enga aðra val­kosti.

Fram­kvæmda­stjórnin leggur áherslu á að jafna byrð­arn­ar. Gulu vestin voru dýr­keypt lexía.

Höf­undur er for­maður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar