Þungir dómar féllu í BK-44 málinu í vikunni. Fjórir menn voru þá dæmdir í fjögurra og fimm ára fangelsi. Dómarinn í málinu var Símon Sigvaldason. Símon hefur verið héraðsdómari um langt skeið og fellt marga dóma. Í Bakherbergjunum er því haldið fram að 150 til 200 sakamál, sem Símon hefur dæmt í, hafi verið áfrýjað til Hæstaréttar og innan við fimm þeirra hafi verið snúið við. Einn slíkur viðsnúningur átti sér stað í febrúar síðastliðnum þegar sýknað var í Vafningsmálinu. Símon og meðdómendur hans höfðu sakfellt í því máli.
[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_06_26/1[/embed]
Bakherbergið birtist fyrst í nýjustu útgáfu Kjarnans. Lestu hana hér.
Auglýsing