Dómurinn í Fonsmálinu gjaldfellir ársreikninga

hæstiréttur_opt.jpg
Auglýsing

Til hvers eru árs­reikn­ing­ar? Ein­hver myndi segja að meg­in­hlut­verk þeirra væri að skapa traust í við­skipt­um. Þeir eru upp­lýs­inga­veita sem lýsir því sem kemur út úr drif­hjólum hag­kerf­is­ins betur en nokkuð annað og eru not­aðir af ýmsum aðil­um, t.d. lána­drottn­um, fjár­festum og skatt­yf­ir­völd­um.  Með lögum og starfs­að­ferðum sem mót­ast hafa á löngum tíma hafa verið í gildi býsna form­fastar við­mið­anir um þær upp­lýs­ingar sem eiga að koma fram í árs­reikn­ing­um. Skyndi­lega hefur Hæsti­réttur að sjá í svo­nefndum Fons­dómi, sem nýlega er geng­in, umturnað þeim sjón­ar­miðum sem gilt hafa í áraraðir um nauð­syn­legar upp­lýs­ingar sem bera að birta í árs­reikn­ing­um.

Aðalsteinn Hákonarson  fv. endurskoðandi. Aðal­steinn Hákon­ar­son

fv. end­ur­skoð­and­i.

Margir fylgd­ust með því í fjöl­miðlum þegar Bíla­búð Benna neit­aði að skila árs­reikn­ingum til árs­reikn­inga­skrár og hlaut dóm fyr­ir. Ef ég ætl­aði að kaupa bíl á 10 millj­ónir af Bíla­búð Benna og mér yrði gert að greiða t.d. 5 millj­ónir inn á vænt­an­leg kaup, vegna þess að bíll­inn væri ekki til í land­inu, þá myndi ég vilja fá að skoða síð­asta árs­reikn­ing félags­ins til þess að ganga úr skugga um að það væri nógu stöndugt til að geta staðið við að afhenda mér bíl­inn. Ég kærði mig ekki um að lána félag­inu 5 millj­ónir króna ef það stæði illa, heldur keypti ég mér bíl ann­ars stað­ar  þar sem ég teldi öryggi mínu betur borg­ið.

Auglýsing

Svona eru árs­reikn­ingar m.a. not­aðir til að skapa traust í við­skipt­um, oft­ast þar sem miklu meiri hags­munir eru í húfi en í venju­legum bíla­við­skipt­um. Bankar fylgj­ast með skuldu­nautum sínum í gegnum árs­reikn­inga þeirra, verk­kaupar með árs­reikn­ingum verk­sala o.s.frv.

Í nýlegum dómi Hæsta­réttar í svo­nefndu Fons­máli er allt í einu vikið frá áður við­ur­kenndum kröfum um að nauð­syn­legar upp­lýs­ingar sem þurfi að koma fram í árs­reikn­ingi til að hægt sé að leggja mat á fjárhagsstöðuna.

Í nýlegum dómi Hæsta­réttar í svo­nefndu Fons­máli er allt í einu vikið frá áður við­ur­kenndum kröfum um að nauð­syn­legar upp­lýs­ingar sem þurfi að koma fram í árs­reikn­ingi til að hægt sé að leggja mat á fjár­hags­stöð­una. Menn horfa fram á nýtt lands­lag þar sem gildi árs­reikn­inga hefur verið gjald­fellt veru­lega og spurn­ingar vakna um til­gang árs­reikn­inga­skrár.

Í 65. gr. laga nr. 3/2006 um árs­reikn­inga seg­ir:

Í skýrslu stjórnar með árs­reikn­ingi skal upp­lýsa um:

1. aðal­starf­semi félags­ins,

2. atriði sem mik­il­væg eru við mat á fjár­hags­legri stöðu félags­ins og afkomu þess á reikn­ings­ár­inu og ekki koma fram í efna­hags­reikn­ingi eða rekstr­ar­reikn­ingi eða skýr­ingum með þeim,

3. mögu­lega óvissu við mat eða óvenju­legar aðstæður sem kunna að hafa áhrif á það og, eftir því sem við á, til­greina fjár­hæð­ir,

4. þró­un­ina í starf­semi félags­ins og fjár­hags­legri stöðu þess …,1)

5. mark­verða atburði sem hafa gerst eftir að reikn­ings­ár­inu lauk,

[6. fjölda árs­verka á reikn­ings­ári.]1)

Í skýrsl­unni skal gera grein fyrir til­lögu stjórnar um ráð­stöfun hagn­aðar eða jöfnun taps á síð­asta reikn­ings­ári.

Í 76. gr. laga nr. 138/1994 um einka­hluta­fé­lög segir jafn­framt (og sam­bær­legt ákvæði er að finna í lögum nr. 2/1995 um hluta­fé­lög):

Hlut­hafa­fundur tekur ákvörðun um úthlutun arðs eftir að félags­stjórn hefur lagt fram til­lögur um það efni. Ekki má ákveða að úthluta meiri arði en félags­stjórn leggur til eða sam­þykk­ir.

Hvers vegna skyldu nú þessi ákvæði, sem hér hafa verið feit­letr­uð, vera í lög­unum um árs­reikn­inga og lög­unum um einka­hluta­fé­lög og hluta­fé­lög? Jú það er einkum vegna þess að not­anda árs­reikn­ings er nauð­syn­legt að hafa upp­lýs­ingar um hvort til standi að breyta þeirri stöðu­mynd sem árs­reikn­ing­ur­inn gefur hon­um. Hlut­hafar geta t.d. haft uppi áform um að tæma félagið og skilja það eftir í miklum skuldum og þá bæri þeim að upp­lýsa um slíkar fyr­ir­ætl­anir einkum vegna hags­muna lána­drottna. Þess vegna ber stjórn að gera grein fyrir í skýrsl­unni hvort og hve mik­inn arð hún leggi til að verði greiddur til hlut­hafa. Eins og sjá má af fram­an­greindum laga­á­kvæðum mega einka­hluta­fé­lög hluta­fé­lög ekki greiða hærri arð en lagt er til í skýrslu stjórn­ar. Þannig á not­andi  árs­reikn­ings að geta séð fyrir hvort að til standi að breyta fjár­hags­stöð­unni sem birt er í árs­reikn­ingi með ákvörð­unum hlut­hafa. Komi þær upplýsingar ekki fram er upp­lýs­inga­gildi árs­reikn­ings­ins veru­lega tak­mark­að.

Í umræddum Fons­dómi komst Hæsti­réttur að þeirri nið­ur­stöðu að ekki hafi þurft að upp­lýsa um það í skýrslu stjórn­ar, sem er lög­boð­inn hluti árs­reikn­ings, að greiða hafi átt út arð.

Í umræddum Fons­dómi komst Hæsti­réttur að þeirri nið­ur­stöðu að ekki hafi þurft að upp­lýsa um það í skýrslu stjórn­ar, sem er lög­boð­inn hluti árs­reikn­ings, að greiða hafi átt út arð.  Þarna eru sett ný við­mið og for­dæmi sem eru and­stæð við­ur­kenndri og langvar­andi fram­kvæmd því að almennt hefur verið litið svo á að komi engar til­lögur fram um arð­greiðslur í skýrslu stjórnar jafn­gildi það því að eng­inn arður verði greiddur úr félag­inu á árinu eftir lok reikn­ings­árs. Gildi árs­reikn­inga hefur því verið gjald­fellt veru­lega með þessum dómi og þar með spurn­ingin um til­gang árs­reikn­inga­skrár.

Ekki verður annað séð en að með þessum dómi muni ríkja alger óvissa um fjár­hags­stöðu félaga sem veita ekki upp­lýs­ingar um arð­greiðslu­á­form sín. Það gæti síðan verið efni í aðra og jafn­vel lengri grein að fjalla um að form og inni­hald árs­reikn­ings Fons sem að ýmsu  leyti var ekki í sam­ræmi við lög og regl­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None