Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum

Þingmaður Viðreisnar segir að með réttu hugarfari og ákvörðunum geti Ísland lagt mikið af mörkum til þess að bæta ástandið í loftslagsmálum og snúa óheillaþróun við bæði hér á landi en ekki síst með útflutningi okkar góðu lausna út fyrir landsteinanna.

Auglýsing

Hug­myndir kvikna í kolli fólks. Ekki hjá stofn­un­um, bönk­um, sjóð­um, fjár­festum eða fyr­ir­tækj­um. Góð hug­mynd að lausn á vanda­máli, bættum ferlum, vörum eða þjón­ustu getur hins vegar verið gull­sí­gildi fyrir sam­fé­lag­ið. Þá koma þessir aðilar til skjal­anna.

Dæmi um mik­il­vægi hug­mynda eru þær sem snúa að lausn lofts­lags­vand­ans. Þar þarf allt í senn, lausnir sem draga úr útblæstri, draga úr sóun, efla hringrás­ar­hag­kerfið og farga og/eða end­ur­nýta með ábyrgum hætti hlið­ar­af­urðir eða úrgang með umhverf­is­vænum og hag­kvæmum hætti.

Sjáv­ar­klas­inn gott dæmi

Ég heim­sótti Hús sjáv­ar­kla­s­ans nýlega. Þar eru saman komin á sjötta tug fyr­ir­tækja sem öll vinna að nýjum hug­mynd­um, nýsköpun og þró­un. Það er gaman sjá og finna þann kraft sem þar er að finna. Það er ekki bara að Íslenski sjáv­ar­klas­inn hafi skapað frá­bært umhverfi fyrir öll þessi fyr­ir­tæki heldur hefur hann orðið til þess að leysa úr læð­ingi margar góðar hug­myndir en ekki síst sam­vinnu og nýja hugsun í með­ferð verð­mæta og umgengni við nátt­úr­una. Árang­ur­inn sem þar næst kemur okkur öllum til góða.

Þrek og þor

Við eigum sem betur fer mörg dæmi um fyr­ir­tæki sem vinna að lausnum sem á einn eða annan hátt sýna að góðar hug­myndir hafa kviknað í kolli fólks til að takast á við lofts­lags­vána. Það er hins vegar ekki nóg að góð hug­mynd kvikni. Það þarf frum­kvöðla með sýn og eld­móð; fyr­ir­tæki til þess að raun­gera hug­mynd­ina; banka, sjóði og fjár­festa til þess að fjár­magna; banka, sjóði og stofn­anir sem hafa skiln­ing, þrek og þor. Síð­ast en ekki síst þurfa almenn starfs­skil­yrði að vera þannig að sveiflur í gengi, háir vextir og verð­bólga séu ekki Þrándur í götu. Löngu er tíma­bært að gera atlögu að Þrándi í götu með því að festa gengi krón­unnar við evru og ganga síðan í fyll­ingu tím­ans í Evr­ópu­sam­bandið og taka upp evru í stað krón­unn­ar.

Auglýsing

Brettum upp ermar

Lofts­lags- og umhverf­is­mál eru stærsta og mik­il­væg­asta við­fangs­efni sam­tím­ans. Heims­byggðin og þar með talið Ísland má ekki fljóta sof­andi að feigðar­ósi. Við eigum ekki ann­arra kosta völ en bretta upp ermar og takast af alvöru við þann mikla vanda sem við okkur blas­ir. Hér verðum við að standa saman og sýna ábyrgð.

Ábyrg ráð­stöfun fjár

Ábyrgð þeirra sem stýra fjár­magni, hvort sem það er einka­fjár­magn eða stafar frá ríki eða líf­eyr­is­sjóðum er mik­il. Margir sjóð­ir, vís­i­sjóð­ir, eru til sem sér­hæfa sig í marg­vís­legum fjár­fest­ing­um. Þeim ber skylda til þess að setja markið hátt og fjár­festa af þrótti í hug­myndum og fyr­ir­tækjum sem eru lík­leg til þess að skila mestu árangri í lofts­lags- og umhverf­is­mál­um, enda fjár­magn­aðir af stórum hluta af opin­beru eða hálf­op­in­beru fé.

Rétt hug­ar­far

Með réttu hug­ar­fari og ákvörð­unum getum við lagt mikið af mörkum til þess að bæta ástandið og snúa óheilla­þróun við bæði hér á landi en ekki síst með útflutn­ingi okkar góðu lausna út fyrir land­stein­anna.

Við­reisn er stjórn­mála­flokkur sem tekur lofts­lags- og umhverf­is­mál mjög alvar­lega og telur rót­tækar lausnir nauð­syn­leg­ar. Þar gegnir atvinnu­lífið lyk­il­hlut­verki og verður að rísa undir ábyrgð sinni. Það getur það vel með réttum hvötum og umhverfi sem hvetur til dáða.

Gefðu fram­tíð­inni tæki­færi - kjóstu Við­reisn.

Höf­undur er alþing­is­maður og skipar 2. sæti í Reykja­vík norður á lista Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar