Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum

Þingmaður Viðreisnar segir að með réttu hugarfari og ákvörðunum geti Ísland lagt mikið af mörkum til þess að bæta ástandið í loftslagsmálum og snúa óheillaþróun við bæði hér á landi en ekki síst með útflutningi okkar góðu lausna út fyrir landsteinanna.

Auglýsing

Hug­myndir kvikna í kolli fólks. Ekki hjá stofn­un­um, bönk­um, sjóð­um, fjár­festum eða fyr­ir­tækj­um. Góð hug­mynd að lausn á vanda­máli, bættum ferlum, vörum eða þjón­ustu getur hins vegar verið gull­sí­gildi fyrir sam­fé­lag­ið. Þá koma þessir aðilar til skjal­anna.

Dæmi um mik­il­vægi hug­mynda eru þær sem snúa að lausn lofts­lags­vand­ans. Þar þarf allt í senn, lausnir sem draga úr útblæstri, draga úr sóun, efla hringrás­ar­hag­kerfið og farga og/eða end­ur­nýta með ábyrgum hætti hlið­ar­af­urðir eða úrgang með umhverf­is­vænum og hag­kvæmum hætti.

Sjáv­ar­klas­inn gott dæmi

Ég heim­sótti Hús sjáv­ar­kla­s­ans nýlega. Þar eru saman komin á sjötta tug fyr­ir­tækja sem öll vinna að nýjum hug­mynd­um, nýsköpun og þró­un. Það er gaman sjá og finna þann kraft sem þar er að finna. Það er ekki bara að Íslenski sjáv­ar­klas­inn hafi skapað frá­bært umhverfi fyrir öll þessi fyr­ir­tæki heldur hefur hann orðið til þess að leysa úr læð­ingi margar góðar hug­myndir en ekki síst sam­vinnu og nýja hugsun í með­ferð verð­mæta og umgengni við nátt­úr­una. Árang­ur­inn sem þar næst kemur okkur öllum til góða.

Þrek og þor

Við eigum sem betur fer mörg dæmi um fyr­ir­tæki sem vinna að lausnum sem á einn eða annan hátt sýna að góðar hug­myndir hafa kviknað í kolli fólks til að takast á við lofts­lags­vána. Það er hins vegar ekki nóg að góð hug­mynd kvikni. Það þarf frum­kvöðla með sýn og eld­móð; fyr­ir­tæki til þess að raun­gera hug­mynd­ina; banka, sjóði og fjár­festa til þess að fjár­magna; banka, sjóði og stofn­anir sem hafa skiln­ing, þrek og þor. Síð­ast en ekki síst þurfa almenn starfs­skil­yrði að vera þannig að sveiflur í gengi, háir vextir og verð­bólga séu ekki Þrándur í götu. Löngu er tíma­bært að gera atlögu að Þrándi í götu með því að festa gengi krón­unnar við evru og ganga síðan í fyll­ingu tím­ans í Evr­ópu­sam­bandið og taka upp evru í stað krón­unn­ar.

Auglýsing

Brettum upp ermar

Lofts­lags- og umhverf­is­mál eru stærsta og mik­il­væg­asta við­fangs­efni sam­tím­ans. Heims­byggðin og þar með talið Ísland má ekki fljóta sof­andi að feigðar­ósi. Við eigum ekki ann­arra kosta völ en bretta upp ermar og takast af alvöru við þann mikla vanda sem við okkur blas­ir. Hér verðum við að standa saman og sýna ábyrgð.

Ábyrg ráð­stöfun fjár

Ábyrgð þeirra sem stýra fjár­magni, hvort sem það er einka­fjár­magn eða stafar frá ríki eða líf­eyr­is­sjóðum er mik­il. Margir sjóð­ir, vís­i­sjóð­ir, eru til sem sér­hæfa sig í marg­vís­legum fjár­fest­ing­um. Þeim ber skylda til þess að setja markið hátt og fjár­festa af þrótti í hug­myndum og fyr­ir­tækjum sem eru lík­leg til þess að skila mestu árangri í lofts­lags- og umhverf­is­mál­um, enda fjár­magn­aðir af stórum hluta af opin­beru eða hálf­op­in­beru fé.

Rétt hug­ar­far

Með réttu hug­ar­fari og ákvörð­unum getum við lagt mikið af mörkum til þess að bæta ástandið og snúa óheilla­þróun við bæði hér á landi en ekki síst með útflutn­ingi okkar góðu lausna út fyrir land­stein­anna.

Við­reisn er stjórn­mála­flokkur sem tekur lofts­lags- og umhverf­is­mál mjög alvar­lega og telur rót­tækar lausnir nauð­syn­leg­ar. Þar gegnir atvinnu­lífið lyk­il­hlut­verki og verður að rísa undir ábyrgð sinni. Það getur það vel með réttum hvötum og umhverfi sem hvetur til dáða.

Gefðu fram­tíð­inni tæki­færi - kjóstu Við­reisn.

Höf­undur er alþing­is­maður og skipar 2. sæti í Reykja­vík norður á lista Við­reisn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar