Ef málefnin myndu í alvöru ráða för

Björn Leví Gunnarsson segir að áframhaldandi ríkisstjórn muni bjóða upp á það sama og alltaf – og reyna að láta það líta út fyrir að vera eitthvað nýtt með því að pakka því inn í nýjar umbúðir.

Auglýsing

„Mál­efna­legar for­send­ur“ er helsta mantra stjórn­mála­flokka fyrir kosn­ing­ar, þegar þeir vilja ekki gefa upp með hvaða flokkum þeir vilja starfa í rík­is­stjórn. Árið 2016 sagði for­maður VG að mál­efnin skipti mestu máli í rík­is­stjórn­ar­myndun og tal­aði um glötuð tæki­færi: 

„Okkur finnst mik­il­vægt að hefja þessa upp­bygg­ingu, bæði í heil­brigð­is­málum en ekki síður í skóla­mál­um, sem við höfum haft tals­verðar áhyggjur af. Þar er auð­vitað gríð­ar­legt verk óunn­ið, bæði hvað varðar háskól­ana en líka fram­halds­skól­ana. Við teljum að það hafi glat­ast ákveðið tæki­færi í að hefja upp­bygg­ingu því þetta er líka svo mikil und­ir­staða fyrir atvinnu­líf og efna­hag,“ sagði Katrín í við­tali í Morg­un­út­varp­inu

Í stað­inn varð til rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar þar sem ansi erfitt var að finna mál­efna­legu for­sendur sam­starfs­ins. Jú, jú. Það voru ein­hver orð í stjórn­ar­sátt­mála en þegar allt kom til alls þá sner­ist það rík­is­stjórn­ar­sam­starf bara um nið­ur­greiðslu skulda í stað nauð­syn­legrar upp­bygg­ing­ar. Það má auð­veld­lega leiða að því líkum að upp­bygg­ing í heil­brigð­is­kerf­inu frá árinu 2016 hefði skilað betri árangri og rétt­inda­vernd í bar­átt­unni við Covid, sem dæmi um það hversu mik­il­vægir grunn­inn­viðir eru.

Auglýsing

Sagan end­ur­tekur sig

Árið 2017 voru nákvæm­lega sömu vanda­málin enn til staðar og kosn­inga­lof­orð flokk­anna nokkurn veg­inn óbreytt frá árinu áður. Enn áttu mál­efnin að ráða, eða eins og for­maður VG sagði þá:

„Mál­efnin ráða för og ef það næst ásætt­an­leg mál­efna­leg nið­ur­staða þá getum við unnið með þessum flokk­um,“ áður en hún bætti við:

„Ég hef lagt á það áherslu fyrir þessar kosn­ingar að þær snú­ist um stóru málin í íslensku sam­fé­lagi, upp­bygg­ingu sam­fé­lags­legra inn­viða. Við höfum talað um heil­brigð­is­kerfið og mennta­kerfið í tals­vert langan tíma, við höfum talað um kjör öryrkja og aldr­aðra.“

Og aftur end­ur­tekur sagan sig

Síð­asta kjör­tíma­bil átti að snú­ast um stóru mál­in. Það var vissu­lega mikil upp­bygg­ing í sam­göngu­kerf­inu en fyrir því töl­uðu nokkurn veg­inn allir flokkar hvort eð er þannig að það var nú ekk­ert afrek að ná því í gegnum þing­ið. En fyrst við höfum talað um heil­brigð­is­kerf­ið, mennta­kerf­ið, öryrkja og eldra fólk í langan tíma þá verður að segj­ast að nákvæm­lega ekk­ert gerð­ist í þeim málum á kjör­tíma­bil­inu. Hér þarf ég að útskýra aðeins nán­ar:

Heil­brigð­is­kerfið

Vissu­lega var byrjað að byggja nýjan spít­ala – loks­ins. Það fatt­að­ist svo ekki fyrr en eftir að ákveðið var að byggja hann að spít­al­inn væri allt of lít­ill og er kom­inn að minnsta kosti 16 millj­arða fram yfir áætl­aðan kostnað – án til­lits til stækk­un­ar­inn­ar. Ég fór nánar yfir stöðu heil­brigð­is­kerf­is­ins á kjör­tíma­bil­inu í grein í Kjarn­anum. Eins og þar segir hefur lang­mest af „styrk­ingu“ kerf­is­ins komið til vegna þess að okkur er að fjölga og þjóðin að eld­ast. Svo­kall­aður „kerf­is­lægur vöxt­ur.“ Það er í mesta lagi hægt að tala um nokkur hund­ruð millj­ónir í aukin verk­efni – en við erum enn með sömu vanda­mál og í upp­hafi kjör­tíma­bils þrátt fyrir það.

Mennta­kerfið

Nei. Ekk­ert að ger­ast hérna. Það var talað um að ná með­al­tali OECD og það lítur bara út fyrir að sam­dráttur í lands­fram­leiðslu hafi ná því hlut­falli fyrir okk­ur. Þegar lands­fram­leiðslan hækkar aftur dettum við lík­lega aftur niður fyrir með­al­talið. Mesta aukn­ingin til mennta­mála teng­ist Covid við­brögð­um, sem var aukið fé í grunn­rann­sóknir og að skólar geti tekið við fleiri nem­end­um.

Eldra fólk og öryrkjar

Á þessu kjör­tíma­bili hefur eldra fólk og öryrkjar ein­ungis fengið 75% af þeim launa­hækk­unum sem aðrir hafa fengið – og í raun­inni minna því þau fengu ekki krónu­tölu­hækkun eins og aðrir í lífs­kjara­samn­ing­un­um. 

Í dag ráða mál­efnin enn og aftur för

„Ég horfi á þetta þannig að auð­vitað er bara tómt mál að vera að ræða ein­hverja rík­is­stjórn­ar­mynd­anir fyrr en nið­ur­stöður kosn­inga liggja fyr­ir. Við í VG munum láta mál­efnin ráða för í stjórn­ar­myndun eins og við höfum gert hingað til.“

Ég ætla að leyfa mér að efast um það. Ef mál­efnin ráða í alvör­unni för er ein­ungis eitt af tvennu rétt. Að VG nái betri árangri með mál­efnin sín með Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn en öðrum flokkum eða þá að þau meina ekk­ert það sem þau segja varð­andi þau mál­efni sem þau leggja mesta áherslu á.

Ég ætla að leyfa mér að efast um að VG nái betri árangri með Fram­sókn­ar­flokknum og Sjálf­stæð­is­flokknum – af þeirri ein­földu ástæðu að þessir flokkar (sér­stak­lega Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn) leggur bara alls ekk­ert áherslu á sömu mál­efnin (nema kannski á eldra fólk af því að það eru svo stór kjós­enda­hóp­ur, en það er ekki það sama á orði og í borð­i). Afrakstur síð­asta kjör­tíma­bils í heil­brigð­is­mál­um, mennta­málum og mál­efnum líf­eyr­is­þega sýnir það bara svart á hvítu að þessir stjórn­mála­flokkar segja eitt en gera ann­að. Það er því aug­ljóst að það er seinni val­mögu­leik­inn sem málið snýst um. Mál­efnin skipta engu, völdin skipta öllu.

Ef mál­efnin réðu í alvör­unni

Ef stjórn­mála­fólk meinar í alvör­unni það sem það segir með að mál­efnin ráði för, þá myndi VG og mögu­lega Fram­sókn heyra í hinum flokk­unum um það hvort þeirra mál­efni nái betri fram­gangi í ann­ars konar sam­starfi – því ekki gekk mjög vel að ná stóru mál­unum í gegn á síð­asta kjör­tíma­bili. Það telst hins vegar ekki mjög „kurt­eist“ gagn­vart fyrr­ver­andi stjórn­ar­sam­starfi að fara að daðra við aðra á sama tíma – en það er þó ennþá ókurt­eis­ara gagn­vart mál­efn­unum að gera það ekki. Ef það er ekki einu sinni látið reyna á aðra mögu­leika, mál­efn­anna vegna, þá geta stjórn­mála­menn ekki undir neinum kring­um­stæðum sagt að mál­efnin ráði.

Ef ég ætti að spá fyrir um fram­haldið þá verða engar fram­farir í stóru mál­unum þetta kjör­tíma­bil. Þó verður eflaust eitt­hvað gert rétt í lok kjör­tíma­bils sem verður trommað upp sem gríð­ar­legar fram­farir en er í raun annað hvort löngu tíma­bær breyt­ing eða ein­ungis útlits­legur áróður – því mál­efnin hafa aldrei ráðið för hjá gömlu valda­flokk­un­um.

Það er þó alltaf tími til breyt­inga í stjórn­mál­um, að minnsta kosti ef mál­efnin eiga að ráða. Það koma reglu­lega upp nýjar áskor­an­ir, eins og þegar aðal­málum rík­is­stjórn­ar­sátt­mál­ans er frestað eða skortur á fjár­mögnun sligar heil­brigð­is­kerfið í heims­far­aldri. Þegar for­sendur breyt­ast þá er eðli­legt að skipta um skoðun en stjórn­mála­fólk er oft gagn­rýnt fyrir skoð­ana­skipti. Að stjórn­mála­fólk skipti um skoðun segir ekk­ert til um skoð­anir þeirra áður, bara að þau taki rök­um. Ef þú leggur áherslu á betrumbætur í heil­brigð­is­kerf­inu en sam­starfs­fé­lagi þinn nennir því ekki, þrátt fyrir að hafa sagst ætla að gera það, þá er bara mjög eðli­legt að finna nýjan sam­starfs­fé­laga. Ekk­ert okkar nennir þessum sem gerir ekk­ert í hóp­verk­efn­inu.

Kjör­tíma­bilið

Þegar kosið var 2016 var það út af Panama­skjöl­un­um. For­sæt­is­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra að stunda við­skipti í gegnum skatta­skjól. Fyrir kosn­ing­arnar 2017 voru Upp­reist æru-­mál­ið, Lands­rétt­ar­málið og Glitn­is­skjölin í brennid­epli. Strax að loknum kosn­ingum 2021 lítur út fyrir að full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafi alger­lega klúðrað lýð­ræð­is­legum kosn­ing­um. Samt eiga bara mál­efnin að ráða. 

Ég spái því að áfram­hald­andi rík­is­stjórn geti ekki klárað stóru mál­in. Sjáv­ar­auð­lindin verður enn í höndum útgerð­ar­inn­ar. Sann­gjörn skipt­ing af sam­eig­in­legum auð­lindum verður að bíða næsta kjör­tíma­bils. Stjórn­ar­skráin mun áfram velkj­ast fram og til baka og ávallt vera stöðvuð af Sjálf­stæð­is­flokki. Heil­brigð­is­kerfið mun áfram verða í sama vanda. Kaup­máttur eldra fólks og öryrkja mun áfram rýrna. Spill­ing, eins og póli­tískar ráðn­ingar eða skip­an­ir, mun halda áfram. Áfram verður rif­ist um sömu málin af því að gamla póli­tíkin er bara vön því að ríf­ast um þau mál í stað­inn fyrir að klára þau – því ef þau klára þau mál, hvað eiga þau þá að ger­a? 

Þess vegna munu mál­efnin enn og aftur ekki ráða för. Boðið verður upp á það sama og alltaf og reynt að láta það líta út fyrir að vera eitt­hvað nýtt með því að pakka því inn í nýjar umbúð­ir. Ann­ars væru þessar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður ekki í gangi.

Höf­undur er þing­maður Pírata.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar