Ef þú ert ekki með okkur, þá ertu á móti okkur

1.016.jpg
Auglýsing

Sig­urður G. Guð­jóns­son hrl. var einu sinni for­stjóri fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is. Og hann hefur mik­inn áhuga á miðlun frétta, sem er hið fín­asta mál. Í Face­book-­færslu sem nú er orðin að sam­hljóma pistli á Press­unni hjólar hann af miklu afli í Kjarn­ann, ásakar okkur um að ganga erinda og segir okkur hvað við ættum í raun að vera að gera. Pistil­inn má lesa hér.

Rangar full­yrð­ingar Sig­urðar G.Það er nauð­syn­legt að gagn­rýna. Og oft á sú gagn­rýni sem til okkar berst fullan rétt á sér. En gagn­rýni þarf að byggja á ein­hverju. Og gagn­rýni Sig­urðar G. byggir ekki á neinu nema röngum full­yrð­ing­um. Það verður rök­stutt með dæmum hér að neð­an.

Sig­urður G. segir að Kjarn­inn sé „alltaf að fjalla um meint afbrot starfs­manna og stjórn­enda föllnu bank­anna“. Hann segir líka að af lestri Kjarn­ans „mætti helst ætla að um væri að ræða útgáfu á vegum emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara, svona eins og Tíund þá sem skatt­ur­inn gefur út meðal ann­ars til að segja frá eigin afrek­um“.

Ég ákvað að fara yfir þau 45 ein­tök sem komið hafa út af Kjarn­anum og taka slíka umfjöllun sam­an. Nið­ur­stöð­urnar eru eft­ir­far­andi:

Auglýsing

Mál sem snúa að meintum afbrotum fall­ina fjár­mála­fyr­ir­tækja hafa þrisvar sinnum ratað á for­síðu Kjarn­ans. Það þýðir að sjö pró­sent af aðal­málum okkar hafa snú­ist um meint afbrot stjórn­enda fall­ina fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Í tvö af skipt­unum var fjallað um spari­sjóði og í bæði skiptin byggt á skýrsl­um. Í fyrra skiptið rann­sókn­ar­skýrslu end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tækis og í hið síð­ara um nið­ur­stöður rann­sókn­ar­skýrslu Alþingis um spari­sjóð­ina. Í þeim umfjöll­unum sagði að hluti þeirra mála sem þar var varpað ljósi á væri til rann­sóknar hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara. Þriðja skiptið var síðan í útgáfu okkar í síð­ustu viku þegar Kjarn­inn sagði frá því að lög­reglu­yf­ir­völd í Lúx­em­borg hafi verið að rann­saka mál á hendur Kaup­þingi árum sam­an.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_06_26/1[/em­bed]

Enn fleiri rangar full­yrð­ingar Sig­urðar G.Á þessu ári, 2014, hefur Kjarn­inn komið út 24 sinn­um. Fram að umfjöllun okkar í síð­ustu viku höfðum við nán­ast ekk­ert fjallað um „meint afbrot starfs­manna og stjórn­enda föllnu bank­anna“ það sem af er ári. Í Kjarn­anum sjálfum fann ég tvö dæmi. Annað er leið­ari sem skrif­aður var 9. jan­ú­ar. Hann má lesa hér.

Nið­ur­lag hans er: „Ef við göng­umst við þeirri skoðun að gjörðir fjár­mála­manna lúti ein­vörð­ungu valdi hlut­hafa þeirra leyfum við þeim að segja sig úr lögum við aðra menn.  Slíkt væri óráð. Þess vegna er það nauð­syn­legt að dóm­stólar taki afstöðu til þess hvað sé lög­brot og hvað sé það ekki. Sama hvaða skoðun fólk hefur á nið­ur­stöð­unni, hvort sem hún er sýkna eða sekt, þá er hún end­an­leg.  Og við hana verðum við öll að sætta okk­ur“.

Hitt var umfjöllun sem birt var 16. jan­ú­ar. Það var reyndar við­skiptaum­fjöllun um end­ur­upp­bygg­ingu hluta­bréfa- og skulda­bréfa­mark­aðar á Íslandi þar sem haft var eftir for­stöðu­manni eft­ir­lits­sviðs Kaup­hall­ar­innar að dómar í málum tengdum hrun­inu og fyr­ir­tækjum sem voru áður skráð á mark­aði muni eyða óvissu og skýra hvað megi og hvað megi ekki þegar kemur að við­skipt­um. Hann nefndi síðan Al-T­hani dóm­inn sem dæmi. Lesa má þá umfjöllun hér.

Umfjöllun okkar í síð­ustu viku fjall­aði síðan um það að erlend lög­reglu­yf­ir­völd séu að rann­saka meint efna­hags­brot íslenskra aðila. Sú rann­sókn er for­dæm­is­laus og sann­ar­lega frétt­næm, enda gerir Sig­urður G. engar efn­is­legar athuga­semdir við frétta­flutn­ing­inn. Hann segir bara að Kjarn­inn sé alltaf að fjalla um þessi mál.

Þess á milli höfum við fjallað um það í net­fréttum milli útgáfa þegar ákærur eru gefnar út eða dómar falla, líkt og allir aðrir fjöl­miðlar á land­inu.

Ásak­anir Sig­urðar G.Sig­urður G. segir líka að „Kjarn­inn fjallar aldrei um lög­brot emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara, sem hafa verið æði mörg og alvar­leg, eins og dómur í svoköll­uðu Ímon­máli stað­fest­i".  Þegar hingað var komið í stuttum pistli Sig­urðar G. sann­færð­ist ég algjör­lega um að hann les ein­fald­lega aldrei Kjarn­ann.

Hann hefði nefni­lega bara þurft að lesa síð­ustu þrjár útgáfur hans til að finna umfjall­anir um a) meint tengsl dóm­ara við ákærðu í hér­aðs­dómi (sjá hér, b) meintar ólög­mætar hler­anir emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara  (sjá hér). Þar var fyr­ir­sögnin „Ólög­legar hler­anir undir smá­sjánn­i“. Þegar umræddri umfjöllun var dreift á Face­book var það með eft­ir­far­andi texta: „Vitað er að sér­stakur sak­sókn­ari braut lög þegar hann var að hlera sím­töl. En hvaða afleið­ingar mun það hafa?“ Í umfjöll­un­inni er orð­rétt vitnað í dóm­inn í hinu svo­kall­aða Ímon­máli sem Sig­urður G. segir Kjarn­ann hafa huns­að, og c) umfjöllun um kæru Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, for­stjóra Sam­herja, á hendur Ing­veldi Ein­ars­dóttur dóm­ara. Þar er kæran m.a. birt í heilu lagi. Kjarn­inn er eini fjöl­mið­ill lands­ins sem það hefur gert (sjá hér).

Það er því ekki bara rangt, heldur kol­rangt hjá lög­mann­inum að Kjarn­inn hafi aldrei fjallað um þessi meintu brot.

Véfréttir Sig­urðar G.

Sig­urður G. bregður sér loks í hlut­verk véfréttar og segir frá fleiri brotum sem „eiga eftir að koma í ljós“. Hann átelur Kjarn­ann fyrir að fjalla ekki um þau brot, sem þó eru ekki komin í ljós, og segir okkur hver nið­ur­staðan í þeim málum er. Nú er hins vegar ekki um „meint afbrot“ að ræða líkt og þegar hann fjallar um banka­menn­ina, heldur „brot“. Föls­un, skatt­svik og umboðs­svik eru öll orðin af „stað­reynd­um“ þegar annað nafn­greint fólk á í hlut og Kjarn­inn er að bregð­ast skyldum sín­um, að mati Sig­urð­ar, fyrir að fjalla ekki um þessar „stað­reynd­ir“.

Sig­urður G. er líka óánægður með leið­ara Kjarn­ans sem ég skrif­aði. Hann má lesa hér. Og það er ekk­ert að því að hann sé óánægður með þau skrif. Það hefur hann fullan rétt til að vera. Leið­arar eru skoð­ana­skrif og skoð­anir manna eru eðli­lega mjög mis­mun­andi. En Sig­urður G. ákveður að blanda leið­ar­anum saman við annað yfir­drull yfir Kjarn­ann. Þar gæti skipt máli að til umfjöll­unar í leið­ar­anum er m.a. for­seti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms­son.  Sig­urður G. er nefni­lega fyrrum kosn­inga­stjóri Ólafs Ragn­ars og mik­ill banda­maður for­set­ans þegar kemur að því að kjósa hann í emb­ætti. Kannski skiptir það engu máli. Ég ætla ekk­ert að full­yrða um það.

Í nið­ur­lagi pistils­ins virð­ist sem Sig­urður G. ætli að binda saman hug­leið­ingar sínar og skiptir ein­hverjum ótil­greindum upp í „góða kall­inn“ og „vondu kall­anna“. Miðað við byrj­un­ina á pistli Sig­urðar G. þá hlýtur Kjarn­inn að eiga að vera í „góða“ lið­inu en hann og skjól­stæð­ingar hans í því „vonda“. Þetta rímar við ásak­anir sem mér hafa borist úr ranni manna sem eru undir rann­sókn eða hafa verið dæmd­ir. Þeir hafa kallað mig, og raunar marga aðra fjöl­miðla­menn, spillta, óheið­ar­lega og ásakað um að vera í ein­hverju liði gegn þeim.

En hugsum þetta aðeins. Hvaða hags­muni hefur fjöl­mið­ill af því að vera í liði með opin­berri stofn­un? Nákvæm­lega enga.  Það er þvert á móti and­stætt hags­munum þeirra.

Sam­an­tekt um pistil Sig­urðar G.Pist­ill Sig­urðar G. er því tvennt: ann­ars vegar fullur af röngum full­yrð­ingum um Kjarn­ann sem hafa verið hraktar með dæmum hér að ofan, og hins vegar fullur af stað­hæf­ingum um lög­brot nafn­greindra aðila sem hafa hvorki verið rann­sak­að­ir, ákærðir né dæmd­ir. Í stuttu máli má ein­fald­lega segja að þetta sé þvæla. Hvað drífi Sig­urð G. áfram í að skrifa hluti af  full­kominni van­þekk­ingu eða gegn betri vit­und veit ég ekki. Og ætla ekki að reyna að giska á það.

Að lok­um. Allt sem til­greint er hér að ofan er frétt­næmt. Það er frétt­næmt að hér sé verið að rann­saka fall banka­kerfis sem saka­mál, það er frétt­næmt þegar það er sýknað í þeim málum og það er frétt­næmt þegar að er sak­fellt í þeim. Það er líka frétt­næmt þegar hler­anir virð­ast ekki fram­kvæmdar með lög­legum hætti og það er frétt­næmt þegar for­stjóri risa­fyr­ir­tækis kærir dóm­ara. Við segjum frétt­ir. Af þessu öllu sam­an.

Sú sýn sem margir hafa að í sam­fé­lag­inu séu ein­hver lið, annað hvort ertu með við­kom­andi eða á móti, á nefni­lega ekk­ert erinda í fjöl­miðla.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
Kjarninn 6. október 2022
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
„Íslendingar eiga langt í land“ með jöfnuð atkvæðavægis eftir búsetu
Frumvarp sem formaður Viðreisnar mælti fyrir á þingi í september myndi eyða misvægi atkvæða milli bæði flokka og kjördæma, eins og kostur er. Ólafur Þ. Harðarson telur að þingið ætti að samþykkja breytingarnar.
Kjarninn 6. október 2022
Fóru inn í tölvupósta Sólveigar Önnu og Viðars
Þá starfandi formaður Eflingar hafði aðgang að tölvupósthólfum fyrirrennara síns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðars Þorsteinssonar, frá því í janúar á þessu ári og fram í apríl.
Kjarninn 6. október 2022
Hallarekstur SÁÁ stefnir í 450 milljónir
Færri innlagnir, færri meðferðir við ópíóðafíkn og sumarlokanir verður staðan hjá SÁÁ á næsta ári miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Samtökin áætla að rekstrargrunnur samtakanna verði vanfjármagnaður um 450 milljónir króna á næsta ári.
Kjarninn 6. október 2022
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiÁlit
None