Ég er komin(n) heim

Sigurður Guðmundsson skipulagsfræðingur skrifar um búferlaflutninga Íslendinga milli landa.

Auglýsing

Á und­an­förnum árum hafa mjög margir útlend­ingar flutt til lands­ins og eru nú orðnir umtals­vert hlut­fall íbúa og í meiri­hluta í sumum byggð­ar­lög­um. Búferla­­flutn­ingar Íslend­inga hafa hins vegar mikið til verið utan sviðs­ljóss­ins þrátt fyrir það að um langa hríð hefur hluti þeirra sem hér fæð­ast og alast upp kosið að búa erlend­is. Það gildir um alla búferla­flutn­inga að það er straumur í báðar áttir og mis­mun­ur­inn oft lítið hlut­fall af heild­ar­um­fang­inu.

Hér á eftir mun ég reyna að gera grein fyrir áhrifum búferla­flutn­ing­anna á und­an­förnum árum.

Í þess­ari töflu er að finna upp­lýs­ingar Hag­stof­unnar um búferla­flutn­inga íslenskra rík­is­borg­ara milli landa. Á þessum 50 árum hafa næstum 130.000 Íslend­ingar flutt af landi brott en 108.000 flutt til baka. Mis­mun­ur­inn er 20.000 manns, og er næstum því hnífjafn skipt á milli kynja.

Auglýsing

Fólk flytur til útlanda af mis­mun­andi ástæð­um; sumir fara utan til náms meðan aðrir kjósa að finna sér starfs­vett­vang í öðrum lönd­um. Sumir flytja vegna tak­mark­aðra tæki­færa hér á landi. Svo flytur fólk aftur heim af mis­mun­andi ástæð­um; sumir koma heim úr námi eða vilja láta börn sín alast upp hér­lend­is. Frá því frjáls för fólks um evr­ópska efna­hags­svæðið tók gildi hefur verið mun ein­fald­ara fyrir Íslend­inga að velja sér búsetu og starfs­vett­vang i Evr­ópu­ríkjum en áður var og fjölg­aði fólki í flutn­ingum á tíunda ára­tug síð­ustu aldar og þeim fyrsta á þess­ari en síðan hefur dregið úr milli­landa­flutn­ingum eins og síðar verður fjallað um.

Heldur hefur dregið úr flutn­ingum

Búferla­flutn­ingar Íslend­inga milli landa hafa verið sveiflu­kenndir und­an­farna ára­tugi en tíðni þeirra fór þó almennt vax­andi fram að efna­hags­hrun­inu. Hefur skipst á með brott­flutn­ings­hrinum og í kjöl­farið hefur aðflutn­ingur auk­ist þótt halli á þegar á heild­ina er lit­ið. Brott­flutn­ingur af land­inu náði hámarki árið 2009 en síðan þá hefur dregið nær stöðugt úr hon­um. Árið 2021 var hann lægri sem hlut­fall af mann­fjöld­anum en hann hafði verið í nær 50 ár. Minni sveiflur hafa verið á aðflutn­ingi. Á fyrra árs­helm­ingi yfir­stand­andi árs hefur myndin snú­ist við og fjölgað í hópi brott­fluttra meðan aðfluttum hefur fækk­að. Þróun á yfir­stand­andi ári breytir þó ekki þeirri heild­ar­mynd sem hér hefur verið lýst.

Mynd 1: Tíðni búferlaflutninga milli landa 1971-2021, fluttir íslenskir ríkisborgarar af 1.000 íbúum.

Hag­stofan birtir tölur um búferla­flutn­inga eftir aldri og kyni en á vefnum ná þær tölur aftur til árs­ins 1986. Á mynd 2 má sjá hvernig nettótap íslenskra rík­is­borg­ara frá land­inu hefur þró­ast und­an­far­inn ald­ar­þriðj­ung. Kynin hafa fylgst nokkurn veg­inn að þrátt fyrir sveiflur en myndin sýnir svo ekki verður um villst að eftir 2015 hafa orðið straum­hvörf og eftir það hefur fækkað í hópi brott­fluttra íslenskara rík­is­borg­ara.

Mynd 2: Uppsafnaður fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra eftir kyni 1986-2021

Um það bil einn af tíu sem fæð­ast hér­lendis er í útlöndum

Áður en þróun síð­ustu ára verður skoðuð er rétt að líta til þess hvaða áhrif búferla­flutn­ingar und­an­far­inna ára­tuga hafa haft hér á landi. Á myndum 2 og 3 eru sýnd þrjú atriði. Efsta línan sýnir fjölda þeirra sem fædd­ust á Íslandi á hverju ári frá árinu 1938 til árs­ins 1986, þ.e. fólk sem nú er á aldr­inum 36 til 84 ára. Hag­stofan reiknar eft­ir­lif­enda­líkur eftir aldri og kyni og með því að nota þær má reikna út hversu margir í hverjum fæð­ing­ar­ár­gangi ættu að vera lif­andi enn­þá. Nið­ur­staðan í þeim útreikn­ingi er sýnd sem grá lína á mynd­unum og eins og sjá má fer bilið milli fæddra og eft­ir­lif­andi vax­andi með aldri eins og við er að búast.

Neðsta línan sýnir svo hversu margir eru enn búsettir hér á landi af hverjum árgangi. Mis­mun­ur­inn milli tveggja neðri lín­anna eru þeir sem ekki eru á land­inu. Ein­hverjir þeirra kunna að hafa lát­ist eftir að þeir flutt­ust á brott en um það er ekk­ert vit­að.

Nið­ur­staðan er sú að gegnum tíð­ina hefur um það bil tíundi hver ein­stak­lingur sem fæðst hefur hér á landi ílenst erlend­is. Hlutur brott­fluttra kvenna af hverjum árgangi er heldur hærra en hjá körlunum einkum hjá þeim eldri.

Mynd 3: Fjöldi karla á Íslandi eftir fæðingarári 1938-1986.

Mynd 4: Fjöldi kvenna á Íslandi eftir fæðingarári 1938-1986.

Við­snún­ingur um miðjan annan ára­tug­inn

Þetta er staðan eins og hún var nú í upp­hafi yfir­stand­andi árs fyrir alla sem fæddir eru frá 1938 til árs­ins 1986 og eru því á ald­urs­bil­inu 36 til 84 ára í ár. Þarna er fróð­legt að skoða ein­staka ald­ursár­ganga. Þetta er sýnt á myndum 5 og 6.

Mynd 5: Uppsafnaður fjöldi aðfluttra karla umfram brottfluttra milli landa eftir fæðingarári.

Mynd 6: Uppsafnaður fjöldi aðfluttra kvenna umfram brottfluttra eftir fæðingarári.

Á þessum myndum er sýnt hvernig hver af 5 fæð­ing­ar­ár­göngum hefur gengið í gegn um búferla­flutn­inga milli landa frá árinu 1986 til 2021. Elsti árgang­ur­inn sem þarna er sýndur er fæddur árið 1966 og stendur því á tví­tugu þegar taln­ingin hefst. Á næstu tíu árum safn­ast upp tap vegna búferla­flutn­inga hjá báðum kynjum og heldur meira hjá körlun­um. Þeim heldur svo áfram að fækka þar til árið 2015 en eftir það sýna þessar tölur að nokkur fjöldi hóps­ins hefur flutt aftur heim. Hag­stofan telur að 20 fleiri karlar búi nú hér­lendis í þessum árgangi en var árið 2015. Hjá kon­unum er þessu öðru­vísi farið því þar er álíka fjöldi tal­inn erlendis og var fyrir 25 árum auk þess sem þær sem flutt­ust til útlanda voru aldrei eins margar og jafn­aldra karl­ar.

Næsti árgangur sem hér er skoð­aður er fæddur árið 1971. Þessi hópur var 15 ára þegar byrjað er. Upp­safn­aður fjöldi brott­fluttra umfram aðflutta byrjar að vaxa upp úr 1990 þegar ald­urs­flokk­ur­inn var tví­tug­ur. Um miðjan tíunda ára­tug­inn er fjöld­inn búsettur erlendis orð­inn tæp­lega 150 manns af hvoru kyni og körlunum heldur áfram að fækka þar til tæp­lega 300 þeirra eru búsettir erlendis um miðjan annan ára­tug þess­arar ald­ar. Konur erlendis urðu aldrei fleiri en um 200. Frá 2015 hefur þeim sem fædd eru árið 1971 og búsett eru erlendis farið fækk­andi. Fram til árs­ins í fyrra hefur kon­unum fækkað um 30 en körlunum um 40.

Það byrj­aði að fækka í árgang­inum sem fædd­ist 1976 áður en hann varð tví­tug­ur. Hjá kon­unum fækk­aði nær stöðugt allar götur til árs­ins 2016 og þá voru fleiri konur úr þessum árgangi búsettar erlendis en í nokkrum öðrum flokki ef undan eru skildar konur sem fæddar voru árið 1980. Körlum í þessum árgangi fækk­aði fram til áranna 2004/5 en í góð­ær­inu fyrir efna­hags­hrunið hafa ein­hverjir flutt aftur heim. Svo fækk­aði þeim á nýjan leik allt til árs­ins 2012 en síðan þá hafa sam­tals rúm­lega 50 komið til baka. Í þessum ald­urs­flokki hafa um 40 konur flutt aftur til Íslands.

Þegar komið er að fæð­ing­ar­ár­gang­inum frá 1981 byrj­aði hann ekki að flytja til útlanda fyrr en á þess­ari öld. Körlum búsettum erlendis fjölg­aði nær stöðugt frá þeim tíma með smá­vægi­legri end­ur­komu fyrir efna­hags­hrunið en svo sner­ist dæmið við en ekki fyrr en 2019, nokkru seinna en hjá eldri árgöngum eins og við var að búast. Munar um 20 frá því mest var. Hjá kon­unum voru um 340 sem fæddar voru 1981 búsettar erlendis þegar dæmið tók að snú­ast við og síðan þá hefur þeim fækkað um 50.

Af þessu má sjá að svo virð­ist sem ein­hvers konar vatna­skil hafi orðið um miðjan annan ára­tug þess­arar aldar nokkurn veg­inn óháð því á hvaða aldri hinir brott­fluttu voru þá. Frá þeim tíma hafa 880 karlar og 650 konur komið aftur heim.

Í gegnum tíð­ina er eng­inn vafi á því að Ísland hefur hagn­ast veru­lega á því að ungt fólk hefur tíma­bundið farið utan til þess að mennta sig og öðl­ast líf­reynslu með búsetu í öðrum lönd­um. Sam­dráttur í tíðni brott­flutn­ings kann að eiga skýr­ingu að hluta í miklum vexti í fjölda þeirra sem stunda nám á háskóla­stigi hér­lendis á sama tíma og þeim sem stunda slíkt nám erlendis hefur farið fækk­andi.

Það er ekki víst að það sé íslensku sam­fé­lagi fyrir bestu til lengri tíma að meiri­hlut­inn stundi allt sitt nám hér­lend­is. Það er hins vegar jákvætt ef stækk­andi hluti þeirra sem hafa farið utan og aflað sér mennt­unar og reynslu þar sér fram­tíð­ar­mögu­leika hér heima. Sá hópur getur nú tekið undir með öðrum áhorf­endum á heima­leikjum íslenskra lands­liða og séð jökul­inn loga.

Höf­undur er skipu­lags­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar