Á hverjum degi næstu 10 daga ætla ég að nota vettvang minn til að minna fólk á þann ótrúlega árangur sem innflytjendur hafa náð í samfélaginu og fyrir mannkynið. Ekki láta blekkjast af orðræðu og leyfa fólki að hræða þig eða skilgreina hvernig innflytjandi lítur út, hvað þeir gera, geta gert eða eru. Við komum í öllum stærðum, gerðum og litum. Við höfum alls kyns trú, siði og sýn á lífið. Við mætum hingað til Íslands með okkar þekkingu, reynslu og möguleika á þróun hérlendis. Ég ólst upp í suðvestur-Michigan og hefði ég aldrei trúað því að ég yrði titluð sem innflytjandi. Titill (ekki merki) sem ég ber með stolti. Aðeins titillinn móðir stendur ofar á lista mínum yfir afrekin.
Dagur 1:
Ímyndaðu þér að Alexander Graham Bell hefði ekki flutt til Bandaríkjanna, (fæddur og uppalinn í Skotlandi, flutti fyrst til Kanada og síðar til Bandaríkjanna). Bell á heiðurinn af því að hann fann upp og fékk einkaleyfi á fyrsta hagnýta símanum. Hann var einnig stofnandi bandaríska síma- og símskeyta fyrirtækisins, AT&T, eitt stærsta fjölmiðlafyrirtæki heims í dag!
Faðir Bells, afi og bróðir höfðu allir tengst vinnu við elókation og tal. Bæði móðir hans og eiginkona voru heyrnarlausar og höfðu mikil áhrif á ævistarf Bells. Rannsóknir hans á heyrn og tali urðu til þess að hann gerði tilraunir með heyrnartæki sem að lokum enduðu með því að Bell hlaut fyrsta bandaríska einkaleyfið á símanum þann 7. mars 1876. Hann taldi uppfinningu sína inngrip í raunveruleg störf sín sem vísindamaður og neitaði að hafa síma í vinnuherbergi sínu!
Bell, eins og mörg okkar, lærði nýtt tungumál og þáði nýja menningarupplifun meðan hann var í Kanada. Hann hélt áfram áhuga sínum á rannsókninni á mannlegri rödd og uppgötvaði friðlandið sex þjóðir handan árinnar þaðan sem hann bjó. Hann lærði Mohawk tungumálið og þýddi óskrifaðan orðaforða í sýnilegu talmáli! Fyrir störf sín hlaut Bell titilinn Heiðurshöfðingi og tók hann þátt í athöfn þar sem hann klæddi sig í höfuðfat Mohawk og dansaði hefðbundna dansa. (Þetta er svo geggjað!)
Bell stofnaði skóla fyrir heyrnarlausa, heyrnarskerta og mállausa í Bandaríkjunum. Hann vann við tilraunarannsóknir á læknisfræðilegum og segulsviðum við tilraunir með hljóðritun og sleppti einu sinni hugmynd sem síðar var notuð í segulbandstæki þ.e. harða disknum og disklinga drifinu og öðrum segulmiðlum.
Opnið hjörtu ykkar og huga innflytjendur. Hvert og eitt okkar, þegar okkur eru færð tækifæri og stuðningur til að dafna og vaxa munum gera nákvæmlega það.
Í dag, þökk sé þessum merkilega innflytjanda Alexander Graham Bell, nota ég „símann“ minn til að hringja í myndbands formi til foreldra minna í Bandaríkjunum og til að stríða bróður mínum og eiginmanni hans á Facebook, til að senda sms til vina minna í Kenýa, til að panta vörur frá Bretlandi og svo margs annars. Meðan ég bý og vinn á Ísafirði og fjölskylda mín er í Reykjavík nota ég símann minn til að vera nálægt þeim. Við hjónin „búum til kvöldmat“ saman, ég fylgist með fótbolta framvindu sonar míns með Víkingi í Reykjavík, ég og dóttir mín hlustum á Billie Eilish eða höldum áhorfsveislur með uppáhalds Youtube handverkinu hennar.
Guði sé lof að Alexander Graham Bell flutti til nýs lands og blómstraði þar og lagði þar með veginn fyrir innflytjendur alls staðar frá til að geta gera það sama, ekki satt.