Ég vil tala um innflytjendur

Auglýsing

Á hverjum degi næstu 10 daga ætla ég að nota vett­vang minn til að minna fólk á þann ótrú­lega árangur sem inn­flytj­endur hafa náð í sam­fé­lag­inu og fyrir mann­kyn­ið. Ekki láta blekkj­ast af orð­ræðu og leyfa fólki að hræða þig eða skil­greina hvernig inn­flytj­andi lítur út, hvað þeir gera, geta gert eða eru. Við komum í öllum stærð­um, gerðum og lit­um. Við höfum alls kyns trú, siði og sýn á líf­ið. Við mætum hingað til Íslands með okkar þekk­ingu, reynslu og mögu­leika á þróun hér­lend­is. Ég ólst upp í suð­vest­ur­-Michigan og hefði ég aldrei trúað því að ég yrði titluð sem inn­flytj­andi. Tit­ill (ekki merki) sem ég ber með stolti. Aðeins tit­ill­inn móðir stendur ofar á lista mínum yfir afrek­in.

Dagur 1:

Auglýsing

Ímynd­aðu þér að Alex­ander Gra­ham Bell hefði ekki flutt til Banda­ríkj­anna, (fæddur og upp­al­inn í Skotlandi, flutti fyrst til Kanada og síðar til Banda­ríkj­anna). Bell á heið­ur­inn af því að hann fann upp og fékk einka­leyfi á fyrsta hag­nýta sím­an­um. Hann var einnig stofn­andi banda­ríska síma- og sím­skeyta fyr­ir­tæk­is­ins, AT&T, eitt stærsta fjöl­miðla­fyr­ir­tæki heims í dag!

Faðir Bells, afi og bróðir höfðu allir tengst vinnu við elókation og tal. Bæði móðir hans og eig­in­kona voru heyrn­ar­lausar og höfðu mikil áhrif á ævi­starf Bells. Rann­sóknir hans á heyrn og tali urðu til þess að hann gerði til­raunir með heyrn­ar­tæki sem að lokum end­uðu með því að Bell hlaut fyrsta banda­ríska einka­leyfið á sím­anum þann 7. mars 1876. Hann taldi upp­finn­ingu sína inn­grip í raun­veru­leg störf sín sem vís­inda­maður og neit­aði að hafa síma í vinnu­her­bergi sínu!

Bell, eins og mörg okk­ar, lærði nýtt tungu­mál og þáði nýja menn­ing­ar­upp­lifun meðan hann var í Kanada. Hann hélt áfram áhuga sínum á rann­sókn­inni á mann­legri rödd og upp­götv­aði friðlandið sex þjóðir handan árinnar þaðan sem hann bjó. Hann lærði Mohawk tungu­málið og þýddi óskrif­aðan orða­forða í sýni­legu tal­máli! Fyrir störf sín hlaut Bell tit­il­inn Heið­urs­höfð­ingi og tók hann þátt í athöfn þar sem hann klæddi sig í höf­uð­fat Mohawk og dans­aði hefð­bundna dansa. (Þetta er svo geggj­að!)

Bell stofn­aði skóla fyrir heyrn­ar­lausa, heyrn­ar­skerta og mál­lausa í Banda­ríkj­un­um. Hann vann við til­rauna­rann­sóknir á lækn­is­fræði­legum og seg­ul­sviðum við til­raunir með hljóð­ritun og sleppti einu sinni hug­mynd sem síðar var notuð í seg­ul­bands­tæki þ.e. harða disknum og disk­linga drif­inu og öðrum seg­ul­miðl­um.

Opnið hjörtu ykkar og huga inn­flytj­end­ur. Hvert og eitt okk­ar, þegar okkur eru færð tæki­færi og stuðn­ingur til að dafna og vaxa munum gera nákvæm­lega það.

Í dag, þökk sé þessum merki­lega inn­flytj­anda Alex­ander Gra­ham Bell, nota ég „sím­ann“ minn til að hringja í mynd­bands formi til for­eldra minna í Banda­ríkj­unum og til að stríða bróður mínum og eig­in­manni hans á Face­book, til að senda sms til vina minna í Kenýa, til að panta vörur frá Bret­landi og svo margs ann­ars. Meðan ég bý og vinn á Ísa­firði og fjöl­skylda mín er í Reykja­vík nota ég sím­ann minn til að vera nálægt þeim. Við hjónin „búum til kvöld­mat“ sam­an, ég fylgist með fót­bolta fram­vindu sonar míns með Vík­ingi í Reykja­vík, ég og dóttir mín hlustum á Billie Eil­ish eða höldum áhorfs­veislur með upp­á­halds Youtube hand­verk­inu henn­ar.

Guði sé lof að Alex­ander Gra­ham Bell flutti til nýs lands og blómstr­aði þar og lagði þar með veg­inn fyrir inn­flytj­endur alls staðar frá til að geta gera það sama, ekki satt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiÁlit
None