Einhentur meirihluti á Seltjarnarnesi

Guðmundur Ari Sigurjónsson segir að meirihluti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi hafi sýnt að hann hafi ekki getuna eða hugrekkið sem þurfi til þess að ná jafnvægi á rekstur sveitarfélagsins í sátt við íbúa.

Auglýsing

Þessa dagana vinn ég hörðum höndum að því að gera upp íbúð fyrir fjölskylduna mína. Handtökin eru mörg og sum hver flókin en stórfjölskyldan tekur höndum saman, réttir fram hjálparhendur og vinnur verkið í sameiningu.

Þess á milli sit ég fundi í bæjarstjórn Seltjarnarness sem stendur einnig í ströngu þar sem rekstur sveitarfélagsins er ósjálfbær og halli A-sjóðs sem heldur utan um alla þjónustu við íbúa hefur safnað yfir milljarði í halla á síðastliðnum sex árum. Á þessum sömu sex árum hefur meirihluti bæjarstjórnar skorið niður þjónustu og hækkað gjaldskrár á barnafjölskyldur sem hefur leitt það af sér að ánægja íbúa hefur farið sífellt minnkandi samkvæmt þjónustukönnun Gallups. Seltjarnarnesbær var alltaf í efstu sætum þegar kom að mælingum á ánægju íbúa en er nú meðal þeirra neðstu.

Auglýsing

Í bæjarstjórninni höfum við í svokölluðum minnihluta rétt reglulega fram hjálparhendur og lagt fram tillögur að bættri þjónustu við íbúa, hagræðingu í rekstri, mótmælt niðurskurði á þjónustu við bæjarbúa og lagt til lausnir til þess að ná fram jafnvægi í rekstri bæjarins. En meirihlutinn hefur ekki aðeins afþakkað þær hjálparhendur heldur hefur hann einnig sýnt að hann er einhentur í störfum sínum. Stjórnun og rekstur sveitarfélaga er þjónusta við íbúa og þegar tekjur duga ekki fyrir þeirri þjónustu sem íbúar kalla eftir er aðeins tvennt í stöðunni. Á aðra höndina að hækka gjöld en í hina að skera niður þjónustu. Báðar aðferðir hafa sína kosti og galla og því er mikilvægt að geta farið blandaða leið til þess að leysa flókin vandamál í sátt við íbúa.

Líkt og þjónustukönnun Gallup hefur sýnt þá mun aldrei nást sátt um meirihluta sem ætlar að vinna einn síns liðs með annarri hendi. Núverandi meirihluti hefur sýnt að hann hefur ekki getuna eða hugrekkið sem þarf til þess að ná jafnvægi á rekstur sveitarfélagsins í sátt við íbúa. Við þurfum því nýjan meirihluta á Seltjarnarnesi sem kann að vinna með báðum höndum og hefur færni til þess að vinna í samstarfi og sátt við íbúa, aðra flokka og starfsfólk bæjarins.

Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga og áhugamaður um hendur, húsasmíð og bæjarmál.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar