Einhentur meirihluti á Seltjarnarnesi

Guðmundur Ari Sigurjónsson segir að meirihluti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi hafi sýnt að hann hafi ekki getuna eða hugrekkið sem þurfi til þess að ná jafnvægi á rekstur sveitarfélagsins í sátt við íbúa.

Auglýsing

Þessa dag­ana vinn ég hörðum höndum að því að gera upp íbúð fyrir fjöl­skyld­una mína. Hand­tökin eru mörg og sum hver flókin en stór­fjöl­skyldan tekur höndum sam­an, réttir fram hjálp­ar­hendur og vinnur verkið í sam­ein­ingu.

Þess á milli sit ég fundi í bæj­ar­stjórn Sel­tjarn­ar­ness sem stendur einnig í ströngu þar sem rekstur sveit­ar­fé­lags­ins er ósjálf­bær og halli A-sjóðs sem heldur utan um alla þjón­ustu við íbúa hefur safnað yfir millj­arði í halla á síð­ast­liðnum sex árum. Á þessum sömu sex árum hefur meiri­hluti bæj­ar­stjórnar skorið niður þjón­ustu og hækkað gjald­skrár á barna­fjöl­skyldur sem hefur leitt það af sér að ánægja íbúa hefur farið sífellt minnk­andi sam­kvæmt þjón­ustukönnun Gallups. Sel­tjarn­ar­nes­bær var alltaf í efstu sætum þegar kom að mæl­ingum á ánægju íbúa en er nú meðal þeirra neðstu.

Auglýsing

Í bæj­ar­stjórn­inni höfum við í svoköll­uðum minni­hluta rétt reglu­lega fram hjálp­ar­hendur og lagt fram til­lögur að bættri þjón­ustu við íbúa, hag­ræð­ingu í rekstri, mót­mælt nið­ur­skurði á þjón­ustu við bæj­ar­búa og lagt til lausnir til þess að ná fram jafn­vægi í rekstri bæj­ar­ins. En meiri­hlut­inn hefur ekki aðeins afþakkað þær hjálp­ar­hendur heldur hefur hann einnig sýnt að hann er ein­hentur í störfum sín­um. Stjórnun og rekstur sveit­ar­fé­laga er þjón­usta við íbúa og þegar tekjur duga ekki fyrir þeirri þjón­ustu sem íbúar kalla eftir er aðeins tvennt í stöð­unni. Á aðra hönd­ina að hækka gjöld en í hina að skera niður þjón­ustu. Báðar aðferðir hafa sína kosti og galla og því er mik­il­vægt að geta farið bland­aða leið til þess að leysa flókin vanda­mál í sátt við íbúa.

Líkt og þjón­ustukönnun Gallup hefur sýnt þá mun aldrei nást sátt um meiri­hluta sem ætlar að vinna einn síns liðs með annarri hendi. Núver­andi meiri­hluti hefur sýnt að hann hefur ekki get­una eða hug­rekkið sem þarf til þess að ná jafn­vægi á rekstur sveit­ar­fé­lags­ins í sátt við íbúa. Við þurfum því nýjan meiri­hluta á Sel­tjarn­ar­nesi sem kann að vinna með báðum höndum og hefur færni til þess að vinna í sam­starfi og sátt við íbúa, aðra flokka og starfs­fólk bæj­ar­ins.

Höf­undur er bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ingar Seltirn­inga og áhuga­maður um hend­ur, húsa­smíð og bæj­ar­mál.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar