Eins og að byggja Kodak filmuverksmiðju þegar snjallsíminn er að hefja innreið sína

Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar fyrir hönd félagasamtakanna VÁ sem berjast gegn opnu sjókvíaeldi við Seyðisfjörð.

Auglýsing

Íbúar á Seyð­is­firði hafa ýmsar ólíkar áherslur fyrir mót­mælum sínum gegn því að 10 þús­und tonna opið sjó­kvía­eldi verði sett ofan í fjörð­inn en það sem sam­einar hóp­inn er þetta: 

# Full­komið sam­ráðs­leysi fyr­ir­tæk­is­ins við bæj­ar­yf­ir­völd, við íbúa og aðra hags­muna­að­ila er málið varða.

# Að fyr­ir­tækið túlki óskýra hafn­ar­lög­gjöf­ina þannig að höfn­in/bæj­ar­yf­ir­völd fyrir hönd íbúa hafi ekk­ert skipu­lags­vald á sínu hafn­ar­svæði árið 2021. 

Það eru mikil von­brigði að Múla­þing taki ekki alvar­lega að 55 % íbúa hafi skrifað undir yfir­lýs­ingu gegn öllu sjó­kvía­eldi í firð­in­um. Þetta er þvert á gefin fyr­ir­heit í nýaf­stöðnu sam­ein­ing­ar­ferli þar sem lof­orð um íbúa­lýð­ræði og að hver bæj­ar­kjarni haldi sinni sér­stöðu var haldið á lofti. Eina leiðin hér á Seyð­is­firði var því að stofna félaga­sam­tökin VÁ! Félag um vernd fjarðar og ráða lög­fræð­ing til þess að finna og leiða í ljós fjöl­marga galla sem voru í frum­mats­ferli Fisk­eldis Aust­fjarða. Því miður bendir flest til þess að meiri­hluti sveit­ar­stjórnar ætli að freista þess að koma þessum áformum í gegn og halda áfram sér­stakri hags­muna­gæslu fyrir sjó­kvía­eld­is­fyr­ir­tæk­in, sem unnu sann­ar­lega í kvóta­lottói íslenska rík­is­ins, frekar en að standa vörð um hags­muni íbúa á Seyð­is­firði.

Ekki und­ir­staða atvinnu

Sjó­kvía­eldi er gagn­rýnt meðal fjöl­marga vís­inda­manna og er starf­semin skil­greind meng­andi. Ef nátt­úran hefur ein­hvern tím­ann átt að fá að njóta vafans - þá er það núna. Fram­tíð iðn­að­ar­ins er ekki í opnu sjó­kvía­eldi með til­heyr­andi áhrifum á nátt­úru, fiski­stofna og lífs­við­ur­væri fjarða. Þetta eru upp­lýs­ingar sem má lesa frá iðn­að­inum sjálf­um. Sú mikla fram­leiðslu­aukn­ing sem er fyr­ir­séð í land­eldi á næstu árum mun breyta lands­lag­inu í þessum iðn­aði var­an­lega. Rekstur sjó­kvía­eldis á svæðum þar sem starf­semin er kostn­að­ar­söm og flutn­ingur eld­is­lax­ins á markað er flók­inn, verður í vand­ræðum innan næsta ára­tug­ar. Það er ekki til­viljun að norskir fjár­festar eru víð­ast hvar í aðal­hlut­verkum í land­eldis upp­bygg­ing­unni, allt frá Japan til Banda­ríkj­anna. Þetta er fólk sem þekkir inn­viði kerf­is­ins, hefur langa reynslu af lax­eldi og áttar sig á þeim mögu­leikum sem fel­ast í því að þurfa ekki að fljúga laxinum um langan veg þangað sem á að selja hann.

Auglýsing
Þau sem halda því fram að sjó­kvía­eldi geti verið und­ir­staða í byggðum á Íslandi til lengri tíma eru annað hvort ekki að fylgj­ast með þró­un­inni á þessum mark­aði, eða hafa sína eigin per­sónu­legu hags­muni í huga. Það síð­ar­nefnda er því miður lík­legri skýr­ing. Eins hafa ýmsar tækninýj­ungar þegar litið dags­ins ljós, skip sem sýgur fisk­inn úr eld­inu og siglir með afl­ann lif­andi nær mark­aðn­um. Þannig spar­ast tími og mann­afla­þörf á landi við sjó­kvía­eldið verður hverf­andi. Góð sam­lík­ing sem heyrð­ist á fundi félags­ins VÁ! á dög­unum í Tehús­inu á Egils­stöðum var að þetta lík­ist því að byggja Koda­k-filmu­verk­smiðju þegar snjall­sím­inn var að hefja inn­reið sína. 

Víti til varn­aðar fyrir vestan

Vert er að skoða í þessu sam­bandi sið­ferð­is­vit­und stór­fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi á Íslandi. Það vafð­ist ekki fyrir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum að leggja af útgerð og vinnslu í hverju þorp­inu á fætur öðru til þess að geta aukið við arð­greiðslur eig­anda sinna. Það var ekki horft til byggð­ar­lag­anna og fram­tíð þeirra þá. Skila­boð sjó­kvía­eld­is­fyr­ir­tækj­anna í dag eru að nú sé björg­un­in til þess­ara sömu þorpa komin - nema hvað að leik­borðið er alveg eins upp­sett, meira að segja aðeins verra. En það verða aftur örfáir sem taka arð­inn til sín og það sem verra er að fyr­ir­tækin eign­ast bæj­ar­fé­lög­in. Setja upp sín verð og sínar kröfur þegar völdin eru orðin nægi­leg, til þeirra þarf að sækja hvers kyns styrki og guð hjálpi þér ef þú ætlar ekki að spila með. Nið­ur­staðan er óheil­brigður sam­fé­lagsstrúktur þar sem fáir ráða ríkjum án þess að fólk átti sig endi­lega á því. Við höfum séð þetta raun­ger­ast á Vest­fjörðum þar sem þegar er hafið dóms­mál vegna van­gold­inna efnda í greiðslu til sveit­ar­fé­lags­ins. Það er merki­legt að þeir sýna sitt rétta and­lit svona fljótt og áður en öll leyfi eru komin til fram­kvæmda. Það ætti að geta orðið okkur víti til varn­að­ar.

Nú spretta upp jákvæðar umfjall­anir um mik­il­vægi sjó­kvía­eldis fyrir efna­hags­bú­skap þjóð­ar­inn­ar. Þá er mik­il­vægt að muna aftur eftir þess­ari sið­ferð­is­vit­und fyr­ir­tækja. Ennþá hefur eng­inn tekju­skattur verið greiddur af grein­inni og jú vissu­lega mikil upp­bygg­ing og aukn­ing að eiga sér stað. Þegar kemur að því að taka út arð­inn þá verður mjög auð­velt að greiða háar fjár­hæðir á móti útflutn­ings­tekjum í hvers kyns ráð­gjöf, fóður og tækja­kostnað - og taka arð­inn út þar sem það er hag­kvæmara. Horfið á hverjir eru á bak­við fisk­eldið og hvernig þeir komust þang­að. Þetta eru yfir­leitt menn sem eru nátengdir póli­tík­inni og eru sann­ar­lega komnir á feitan spena fyrir því að liðka til á réttum stöð­um. Það er búið að láta sjó­kvía­eld­isk­vóta þjóð­ar­innar í hendur örfárra aðila fyrir lítið brot af því sem greiða þyrfti fyrir hann í Nor­egi. Af hverju fær þetta að ger­ast í miðri bar­áttu fyrir breytingum á auð­linda­á­kvæðum stjórn­ar­sátt­mál­ans?

Það er ekki hægt að stilla því þannig upp að þar sem Seyð­firð­ingar setji sig upp á móti opnu sjó­kvía­eldi með þessum yfir­gangi sé sam­fé­lagið á móti atvinnu­upp­bygg­ingu. Þvert á móti hefur verið upp­bygg­ing á und­an­förnum árum og mikil trú á fram­tíð­ina með kröft­ugu fólki sem hér býr.  Á Seyð­is­firði er núna auð­ugur jarð­vegur og margir sprotar hafa sprottið upp á heil­brigðum hraða. Það er nóg eftir af fræjum og við viljum veðja á þau. Við veðjum ekki á skamm­tíma­gróða sem þegar heild­ar­myndin er skoðuð er mjög fáum til fram­dráttar og umfram allt er nátt­úr­unni hættu­leg­ur.

Allir sem vilja styðja rödd okkar geta skráð sig á heima­síðu félags­ins: www.va-­felag.is

Höf­undur er með­limur í félaga­sam­tök­unum VÁ.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar