Einu sinni var Póstur og Sími

Fyrrverandi formaður Vinstri grænna skrifar um sölu Símans á Mílu og þá staðreynd að Síminn, sem einu sinni var í eigu ríkisins, ætli nú að greiða eigendum sínum 31,5 milljarð króna í arð vegna hagnaðar af sölu grunnnetsins til útlanda.

Auglýsing

Einu sinni og als ekki fyrir svo löngu var til fyr­ir­tæk­ið; Póstur og Sími. Opin­bert fyr­ir­tæki sem sá land­inu fyrir fjar­skipta­þjón­ustu og ann­að­ist póst­dreif­ingu. Grunn­net fjar­skipt­anna, þ.e. síma­línur í lofti og jörðu, ljós­leið­ar­ar, örbylgju- og gervi­hnatta­sam­bönd, o.s.frv. ásamt póst- og sím­stöðvum um allt land, nán­ast í öllum byggðum voru í eigu fyr­ir­tæk­is­ins. Allt starf­rækt með það að mark­miði að veita land­inu öllu þjón­ustu. Hagn­aður af rekstri var ekki mark­mið fyr­ir­tæk­is­ins í sjálfu sér, en þó var það nú svo að mörg seinni árin í sögu sinni var fyr­ir­tækið rekið með ágætis afgangi og mynd­aði eig­anda sín­um, þjóð­inni þannig arð.

Svo var rík­is­fyr­ir­tæk­inu Pósti og Síma breytt í hluta­fé­lag. Þá var sagt að þetta væri bara eðli­leg form­breyt­ing í takt við tíð­ar­and­ann. Ekk­ert annað stæði til.

Svo var hluta­fé­lag­inu skipt upp í tvö hluta­fé­lög, Sím­ann og Póst­inn eftir aðeins tvö ár. Sem sagt eitt­hvað meira en form­breyt­ing aug­ljós­lega á ferð­inni. Þá fór að molna undan kostum þess og aug­ljósri sam­legð í því að sam­þætta þessa þjón­ustu.

Auglýsing
Svo vildu menn einka­væða. Og Sím­inn var sölu­væn­legri. Fyrst var gerð mis­heppnuð til­raun nálægt alda­mót­unum til að selja Sím­ann. Hún rann út í sand­inn og fyr­ir­tækið því áfram rekið af rík­inu í nokkur ár í við­bót og hélt áfram að greiða eig­anda sín­um, þjóð­inni, arð.

En lítið lærðu menn af hinu fyrra einka­væð­ingar klúðri. Sím­ann að með­töldu grunn­neti fjar­skipta í land­inu skildi einka­væða hvað sem taut­aði og raulaði. Hug­mynda­fræð­in, teor­í­an, ríkti yfir raun­veru­leik­an­um. Þá var aftur spurt, er ekki að minnsta kosti hægt að und­an­skilja grunn­net fjar­skipt­anna, vega­kerfið sjálft í fjar­skipt­unum og halda því áfram í opin­berri eigu. Svar þeirra sem fyrir söl­unni stóðu var nei, það er ekki hægt. Fyr­ir­tækið er svo sam­þætt að það er ekki nokkur leið að skilja þessa hluti í sund­ur.

Sím­inn var seldur og því mikið hampað hvað ætti nú að byggja upp fyrir sölu­and­virð­ið. Fæst af því leit dags­ins ljós, fyrr en þá að hillir undir það nú löngu síðar og fjár­magnað með hefð­bundnum hætt úr rík­is­sjóði enda allir gömlu síma­pen­ing­arnir sokkn­ir. Dæmi þar um er hinn nýi Land­spít­ali.

En viti menn. Hið einka­vædda fyr­ir­tæki, Sím­inn var ekki ýkja gam­alt þegar það sjálft gerði það sem áður hafði verið sagt óger­legt, skipti sér upp í þjón­ustu­við­skiptin ann­ars vegar og grunn­netið og rekstur þess, þ.e. Mílu hins veg­ar. Og ekki er allt búið enn. Nú hefur hinn einka­væddi sími selt Mílu og hyggst greiða eig­endum sín­um, sem sagt núver­andi eig­endum hluta­fjár í Sím­anum 31,5 millj­arða króna í arð vegna hagn­aðar af sölu grunn­nets­ins til útlanda. Kjöl­festu­eig­endur þetta, ekki satt á bak við Sím­ann okk­ar. Fram­tíðar hagn­aður af starf­sem­inni mun því renna frá land­inu til útlanda í formi arð­greiðslna og ákvarð­anir um mik­il­væg­ustu fjar­skipta­inn­viði Íslands eft­ir­leiðis teknar í Frakk­landi.

Allir sáttir er það ekki, sem hófu leið­ang­ur­inn 1995/1996?

Höf­undur er fyrr­ver­andi for­maður Vinstri grænna, ráð­herra og for­seti Alþing­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar