Peningamagn og verðbólga

Þröstur Ólafsson spyr af hverju verðlag hér sé í hæstu hæðum?

Auglýsing

Verð­bólgan ríður húsum hér á ný. Það skilar litlu að ræða orsakir henn­ar. Þar sýn­ist sitt hverj­um. Ekki er örgrannt um að matið á orsök­unum sé um of hand­stýrt af hags­mun­um eða hug­mynda­fræði við­kom­andi umsagn­ar­að­ila. Íslensk hugsun snýst jú aðal­lega um sér­hags­muni. Sumum er hún vel­komið tæki­færi til að smyrja ofan á þær hækk­anir aðfanga sem þeir fá í fang­ið. Íslenskir mark­aðir ein­kenn­ast upp til hópa af fámennis- eða ein­ok­unar fram­boði. Sam­keppn­in, sem er beittasta vopn neyt­enda, hefur verið á und­an­haldi. Verð­lagið hreyf­ist upp, ekki nið­ur.

Ýmist er Covid 19, stríð­inu í Úkra­ínu eða seinkun og slit á aðfanga­keðj­unni frá Asíu kennt um verð­bólg­una. Allt þetta eykur þrýst­ing á verð­lag­ið. En það eitt og sér býr ekki til verð­bólg­u. Á sínum tíma var háum kaup­hækk­un­um, sem velt var út í verð­lag­ið, sem aftur urðu til­efni nýrra kaup­hækk­ana. Þá bárust ­böndin einnig að ­sveiflu­kenndu ein­hæfu at­vinnu­lífi. Þetta gerð­ist þó hvorki hjá Fær­ey­ingum né Græn­lend­ing­um, bjuggu þeir þó við sveiflu­kennda at­vinnu­vegi eins og við og kaup­máttur þar jókst ekk­ert minna en hjá okk­ur. Hvað gerði gæfumun­inn?

Pen­inga­magnið

Hvað þarf að vera til staðar til að verð­bólga fari að láta til­ sín taka, burt séð frá dýpra orsaka­sam­hengi henn­ar? Af hverju getur verð­hækkun á einu vöru­sviði breiðst út til ann­arra? Til að verð­bólga fari af stað verður pen­inga­magn í umferð að aukast. Það þarf að búa til fleiri krónur og setj­a í umferð til að hægt sé að kaupa sama magn af umræddri vöru og áður. Við þau skil­yrði fest­ist verð­hækk­unin í sessi. Fái neyt­endur ekki fleiri krónur til að kaupa fyrir fær­ist eft­ir­spurnin til og minnkar á öðrum vör­um. Áhrif hækk­un­ar­innar fjara út. Ef verð á bens­íni hækk­ar ­vegna dýr­ari orku hleypir það ekki af stað neinni verð­bólgu nema til skamms tíma nema svig­rúm sé gefið með því að auka pen­inga­magn í umferð, sem opnar leið fyrir aðra til að hækka eigin verð. ­Jafn­vel á íslenska fákeppn­is­mark­aðnum myndi þessi ein­staka verð­hækk­un á bens­íni jafn­ast út og eft­ir­spurn fær­ast til­. En við­brögðin hafa jafnan verið geng­is­lækkun sem er auð­veld­ari til skemmri tíma en veldur ill­bæt­an­legum skaða til fram­tíð­ar. Hin leiðin er innri aðlögun að föstu gengi. Hún er í upp­hafi póli­tískt erf­ið­ari en heilla­drý­gri til lengd­ar. 

En hvenær eykst pen­inga­magn i umferð?

Ef bankar auka lán­veit­ingar umfram upp­greiðslu lána eru komin við­bótar eft­ir­spurn eftir vörum eða þjón­ustu. Halli á rík­is­sjóði er fjár­magn­aður með lán­töku veldur verð­bólgu því þetta jafn­gildir pen­inga­prent­un. Ferða­menn sem koma til lands­ins með pen­inga sem þeir skipta fyrir íslenskar krónur þrýsta á verð­lag­ið, auka pen­inga­magn­ið. Ofur­hagn­aður í sjáv­ar­út­vegi sem ekki fer til Tortóla hækkar pen­inga­magn í umferð og eft­ir­spurn og þar með verð­lag. Geng­is­sig (-fell­ing) býr til fleiri krónur fyrir útflutn­ing­inn sem eykur eft­ir­spurn og hækkar verð. Það skýtur því nokkuð skökku við þegar Seðla­bank­inn hækkar stýri­vexti um 0,75 % en leyfir geng­inu síðan að síga um 2,4 % sem eykur pen­inga­magnið sam­bæri­lega.

Auglýsing
Áhrif vaxta­hækk­un­ar­innar hverfa í sog auk­ins pen­inga­magns og verður mátt­laus­ari fyrir vik­ið. Lágir vextir auka eft­ir­spurn eftir lánum sem auka pen­inga­magn í umferð. Kaup­hækk­anir umfram fram­leiðni­stig í langan tíma valda verð­hækk­unum og eru verð­bólgu­vak­ar. Það gerð­ist í síð­ustu samn­ing­um. Víða hækk­aði verð eða þjón­usta. Almenn­ingur borg­aði brús­ann. Aukn­ing pen­inga­magns auð­veld­aði það. Þetta má ekki skilja sem svo að hanga verði á óbreyttu pen­inga­magni eins og hundur á roði. Aukin efna­hags­um­svif og ­meiri fram­leiðsla kalla á eðli­lega aukn­ing­u ­pen­inga­magns.

Upp­safnað verð­lag og hag­stjórn

Ísland er eitt allra dýrasta land í heimi. Hvernig stendur á því ? Á seinni styrj­aldar árunum jókst pen­inga­magn vegna hern­að­ar­fram­kvæmda hér í landi. Kaup­hækk­anir umfram verð­mæta­sköpun ýttu á verð­lag­ið. Þetta var kölluð dýr­tíð, því verð­hækk­an­irnar voru ekki almenn­ar. Með Við­reisn­ar­stjórn­inni verða tíma­hvörf í hag­stjórn. Þá er geng­is­fell­ing gerð að venju­legu hag­stjórn­ar­tæki og hún heldur því hlut­verki fram á okkar tíma. Sér­hver geng­is­fell­ing eykur pen­inga­magnið og hækkar verð­lag. Sú hækkun gengur ekki til baka heldur bæt­ist ofan á það verð­lag sem fyrir var og myndar stökk­pall fyrir næstu geng­is­fell­ingu. Allar þessar geng­is­fell­ingar eru að mestu (ekki öllu) leyti valdar að því háa verð­lagi sem hér hefur safn­ast upp og fer enn hækk­andi. Til­finn­an­legur skortur á sam­keppni á inn­lendum mörk­uðum veldur því að hér er lít­ill sem eng­inn þrýst­ingur á að lækka vöru­verð á móti. Það er vissu­lega mikið áhyggju­efni fyrir almenn­ing hve sam­keppnin er orðin vesöl hér. Það gerir hag­kerfið allt stirð­ara og sölu­varn­ing dýr­ari. Auð­menn einkum úr sjáv­ar­út­vegi sanka að sér fyr­ir­tækjum sem fram­vegis keppa ekki hvert við ann­að. Þess í stað sam­ræma þeir verð og fram­boð.

Af hverju við – ekki nágranna­lönd­in ?

Því veldur íslenska krón­an. Öll nágranna­lönd okkar búa við stöðuga gjald­miðla. Þeir eru öfl­ug­asta mót­staðan við verð­bólgu. Það er athygl­is­vert, að öll þrjú löndin sem eru árvisst með hæsta verð­lag á heims­vísu búa öll við sjálf­stæðan gjald­mið­il. Þeir hreyfast ekki endi­lega í takt við aðra stærri gjald­miðla, heldur í sam­ræmi við stýr­ingu gengis að heiman eða styrk­leika gjald­miðla þeirra og mark­aðsvirði fram­leiðslu land­ann á heims­mark­aðn­um. Sviss á langa og far­sæla sögu í miðri álf­unni. Tvær heims­styrj­aldir fóru fram­hjá land­inu, sem styrkti inn­viði og gjald­mið­il. Á meðan þjóð­ríki álf­unnar höfðu hvert s­inn gjald­miðil var Nor­egur úti á rúm­sjó eins og önnur lönd. Þegar olían fannst við Noreg voru Norð­menn svo klókir að skipta land­inu í tvö nokkuð óháð hag­svæði.

Olíu­auð­ur­inn fór aldrei í land og sprengdi þar ekki verð­lag svo sem á fast­eigna­mark­aði umfram það sem gerð­ist ann­ars stað­ar. Við hleyptum útgerð­ar­auðnum hins vegar óhindrað og án auð­linda­gjalds inn á þunnan íslenskan mark­að, þar sem hann gat valsað um og keypt fyr­ir­tæki að vild og sprengt upp verð­lag. Það er einn af orsaka­völd­um verð­bólg­unnar hér. Næstu nágranna­lönd okkar Græn­land og Fær­eyjar hafa lifað við þá gæfu að geta ekki hringlað með gjald­miðil sinn til að reyna að leið­rétta hag­skekkj­ur. Íslenska hag­kerfið þarfn­ast brýnt stöðugs alþjóð­legs gjald­mið­ils, sem við getur ekki grautað í að vild ým­ist með­vitað eða látið reka. Það er bæði dýrt og mót­sögn í sjálfu sér að keppa á hnatt­væddum mörk­uðum með örlít­inn, veik­burða þjóð­legan gjald­mið­il. Það er engum til góðs, nema þeim sem nota hann sér til prí­vat hags­bóta. Þeir finnast, en mega ekki ráða stjórn á íslensku efna­hags­lífi.

Höf­undur er hag­fræð­ing­­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar