„Ekki gera eitthvað sem þú munt sjá eftir“

h_51921160-1.jpg
Auglýsing

Skila­boðin frá for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands til kjós­enda að morgni kjör­dags voru þessi hér að ofan. Ekki gera eitt­hvað sem þú munt sjá eft­ir, sagði hann í fimm dálka fyr­ir­sögn í Daily Tel­egraph, einu blað­anna í Bret­landi sem styður Íhalds­flokk­inn í kosn­ing­unum í dag. David Cameron beindi þessum varn­að­ar­orðum til þeirra kjós­enda sem íhug­uðu að kjósa Breska sjálf­stæð­is­flokk­inn, UKIP, í ein­hvers konar mót­mæla­skyni. Það gæti endað með því að Verka­manna­flokk­ur­inn kom­ist til valda með hjálp Skoska þjóð­ar­flokks­ins, og fátt vilja íhalds­menn síður en það.

Skila­boð for­sæt­is­ráð­herr­ans sýna kannski óör­yggið í breskum stjórn­mála­mönnum und­an­farna mán­uði. Það gerir líka tölvu­póst­ur­inn sem fyrr­nefnt blað, Daily Tel­egraph, sendi les­endum sínum í morg­un. Rit­stjóri blaðs­ins hvatti þá ein­dregið til þess að kjósa Íhalds­flokk­inn. Þetta hefur aldrei verið gert áður, þótt það sé hefð fyrir því að bresku blöðin taki afstöðu og styðji ákveðna flokka.

Lík­lega eru kosn­ing­arnar sem nú eru í gangi þær mest spenn­andi í flestra manna minn­um. Það er ótrú­lega mjótt á munum milli stærstu flokk­anna tveggja en það eina sem virð­ist alveg ljóst er það að eng­inn flokkur nær meiri­hluta. Í fyrra­mál­ið, þegar úrslitin eru ljós, munu ein­hverjir flokkar þurfa að semja sín á milli um fram­hald­ið. Og jafn­vel þótt það verði samið um eitt­hvað er lík­lega meiri óstöð­ug­leiki og óvissa í kort­unum en verið hefur lengi.

Auglýsing

Ed Miliband formaður breska Verkamannaflokksins. Ed Mili­band for­maður breska Verka­manna­flokks­ins.

Af hverju er þetta spenn­andi?



Það hefur verið mikil gerjun í breskum stjórn­málum und­an­farin ár. Bretar eru vanir því að hafa tveggja flokka kerfi, jafn­vel þótt minni flokkar hafi alltaf verið til. Ein­menn­ings­kerfið sem þeir eru með er hannað þannig að einn flokkur á að geta náð meiri­hluta í þing­inu. Þannig hefur það líka næstum því alltaf ver­ið. Frá seinni heim­styrj­öld­inni og þangað til á síð­asta kjör­tíma­bili var bara einu sinni ein­hvers konar sam­starf, sem var þannig að frjáls­lyndir vörðu stjórn Verka­manna­flokks­ins falli á átt­unda ára­tug síð­ustu ald­ar.

Nú blasir hins vegar við að tveggja flokka kerfið er liðið undir lok í Bret­landi, að minnsta kosti í bili. Þetta verða aðrar kosn­ing­arnar í röð þar sem ekki verður hægt að mynda rík­is­stjórn eins flokks.

Bretar kunna ekki á sam­steypu­stjórnir og eru ekki vanir þeim. Það segir kannski sína sögu að í umfjöllun Breska rík­is­út­varps­ins um það hvað ger­ist ef eng­inn flokkur nær meiri­hluta er sér­stak­lega tekið fram hvað sam­steypu­stjórnir eru og hvernig þær virka. Þeir þekkja ekki mála­miðl­an­irnar sem gerðar eru í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum sem við erum til dæmis mjög vön hér á landi. Þeirra mála­miðl­anir fara meira fram innan flokks en ekki milli flokka. Eða þannig var þetta að minnsta kosti.

Stóru hefð­bundnu flokk­arn­ir, Verka­manna­flokk­ur­inn og Íhalds­flokk­ur­inn, mæl­ast nú sam­an­lagt með um 65 pró­senta fylgi. Þeir glíma við mikið van­traust almenn­ings á störf þeirra, rétt eins og hefð­bundnir flokkar gera ann­ars staðar í Evr­ópu. Það má meira að segja benda á það að fylgi þess­ara tveggja flokka er ekki mjög langt frá því sem hefð­bundnu, íslensku flokk­arnir mæl­ast með um þessar mund­ir. Frjáls­lyndir demókrat­ar, sem unnu stóran sigur í síð­ustu kosn­ingum og mynd­uðu rík­is­stjórn með íhalds­mönn­um, munu svo lík­lega tapa stærst núna.

Leanne Wood Nicola Sturgeon

Ekki allir í krísu



Það eru hins vegar ekki allir flokkar í krísu. Upp­gangur Breska sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur verið tals­verður síð­ustu ár eins og flestir þekkja, og miðað við síð­ustu kann­anir er flokk­ur­inn þriðji stærsti flokk­ur­inn í Bret­landi hvað pró­sentur varð­ar. Vegna kosn­inga­kerf­is­ins í Bret­landi, sem er ein­menn­ings­kerfi með ein­földum meiri­hluta, þá er hins vegar ekki útlit fyrir að UKIP fái nema tvö til þrjú þing­sæti. Ef það væri hlut­falls­kerfi í Bret­landi myndi flokk­ur­inn lík­lega fá um og yfir níu­tíu þing­sæti.

En UKIP hefur fallið í skugg­ann af öðrum, en allt öðru­vísi, þjóð­ern­issinn­uðum flokki. Skoski þjóð­ar­flokk­ur­inn er óum­deildur sig­ur­veg­ari kosn­inga­bar­átt­unn­ar, og það er leið­tog­inn Nicola Stur­geon líka. Flokk­ur­inn sem tap­aði í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um sjálf­stæði Skotlands í sept­em­ber síð­ast­liðnum stækkar bara og stækk­ar, bæði hvað varðar flokks­fé­laga og kjós­end­ur. Skoð­ana­kann­anir benda til þess að flokk­ur­inn fái lang­flest, ef ekki hrein­lega öll, sætin sem Skotar kjósa um í dag. Það eru 59 þing­sæti þrátt fyrir að á lands­vísu sé fylgið bara fimm pró­sent. Það er annað dæmi um áhrif kosn­inga­kerf­is­ins, nema í þetta skiptið eru þing­sætin miklu fleiri en fylgið segir til um.

Í Skotlandi hefur stjórn­mála­á­hugi auk­ist und­an­far­ið, sem er ólíkt því sem ger­ist víð­ast í Evr­ópu. Útlit er fyrir að kosn­inga­þát­taka verði meiri en í síð­ustu kosn­ingum og Skoski þjóð­ar­flokk­ur­inn verður vænt­an­lega valda­mik­ill á morg­un. Nicola Stur­geon hefur sagt að flokk­ur­inn muni aldrei styðja íhalds­stjórn, sem kemur fáum á óvart, og hún hefur lík­a ­sagt að strax í fyrra­málið muni hún þrýsta á Ed Mili­band að mynda banda­lag um að halda íhalds­mönnum fyrir utan rík­is­stjórn.

Það er ófyr­ir­séð hvað ger­ist á morg­un. Eitt er þó lík­legt og það er að lof­orð Nicolu Stur­ge­on, um að láta rödd Skotlands heyr­ast hærra en nokkru sinni fyrr, verður upp­fyllt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None