Ekki pláss til að koma öllu til skila

Orri Hauksson, forstjóri Símans, svarar grein sem Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi ráðherra, skrifaði um sölu Símans á Mílu til franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian.

Auglýsing

Stein­grímur J. Sig­fús­son rit­aði grein og birti nýlega hér í Kjarn­an­um. Stein­grímur er fyrr­ver­andi þing­maður til ára­tuga og þar af bæði ráð­herra fjár­mála og fjar­skipta­mála um drjúga hríð. Í grein sinni fjall­aði Stein­grímur um sölu Sím­ans á Mílu til franska sjóða­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Ardi­an. Rétt að halda til haga nokkrum atriðum sem Stein­grímur hafði ekki rými fyrir í skrifum sín­um.

Lands­sími Íslands var árið 2005 seldur úr höndum þáver­andi eig­anda, íslenska rík­is­ins. Salan var sér­lega vel heppnuð og far­sæl fyrir selj­and­ann. Verðið var í öllu sam­hengi hátt, sér­stak­lega í alþjóð­legum sam­an­burði og nam þá 66,7 millj­örðum króna fyrir megnið af hlutafé félags­ins. Sú tala er tæpir 150 millj­arðar króna að núvirði. Upp­hæðin var að fullu greidd í rík­is­sjóð og nýtt­ist til að lækka skuldir rík­is­ins. Fjár­hagur rík­is­sjóðs þró­að­ist síðan með ýmsum hætti eftir söl­una, til að mynda í afar nei­kvæða átt kringum banka- og fjár­málakrís­una 2008. Það er önnur og ótengd saga. Hafa má þó í huga að í hinni djúpu efna­hag­skreppu sem skall þá á naut rík­is­sjóður afar góðs af því að hafa skömmu áður styrkt efna­hag sinn með því að breyta sam­keppn­is­fyr­ir­tæki í ríf­legt fé.

Kaupin á Lands­sím­anum úr höndum rík­is­ins voru að stórum hluta fjár­mögnuð með lán­tökum hjá íslenskum líf­eyr­is­sjóð­um. Þau lán féllu hvorki á almenn­ing né þurfti að afskrifa þau. Eftir að félagið sem keypt hafði Lands­sím­ann 2005 rataði í greiðslu­þrot í kjöl­far efna­hag­skrepp­unn­ar, var lánum sem á Lands­sím­anum hvíldu breytt í hluta­fé. Ekk­ert var afskrif­að. Þvert á móti hafa þessir eign­ar­hlutir í Sím­anum hafa reynst ein­stak­lega far­sæl fjár­fest­ing líf­eyr­is­sjóð­anna.

Sam­keppni og evr­ópskt reglu­verk

Einka­væð­ing Lands­sím­ans varð ekki til í lausu lofti. Komin var sam­keppni á íslenskum fjar­skipta­mark­aði og stefna stjórn­valda var hér sem ann­ars staðar að ríkið ætti ekki að keppa á mark­aði við einka­að­ila. Lands­sími Íslands var færður úr rík­i­s­eigu tals­vert síðar en sam­bæri­leg félög ann­ars staðar í álf­unni. Reykja­vík­ur­borg hefur reyndar kosið að fara aðra leið og falið íbúum á suð­vest­ur­horn­inu gegnum útsvar og orku­reikn­inga að fjár­magna opin­berar fjár­fest­ingar í fjar­skipta­rekstri og við­var­andi nei­kvætt fjár­flæði í þeim rekstri.

Auglýsing
Þetta gengur í ber­högg við rík­is­styrkja­reglur EES-­samn­ings­ins, en evr­ópskt reglu­verk gerir einmitt ráð fyrir að fjar­skipta­þjón­usta byggi á sam­keppni á jafn­ræð­is­grund­velli milli einka­fyr­ir­tækja. Kjarni máls­ins varð­andi Mílu er hins vegar sá, að á grunni sam­evr­ópskra reglna leggja íslensk stjórn­völd afar ríkar kvaðir á félag­ið, meðal ann­ars sem snúa að sam­keppni, jafn­ræði, gagn­sæi, rekstr­ar­ör­yggi og þjóðar­ör­yggi. Opin­berar stofn­anir hafa þannig náið eft­ir­lit með öllum þessum þáttum í rekstri Mílu, auk þess sem félagið hefur gert sér­staka samn­inga við íslenska rík­is­stofn­anir um enn rík­ari inn­grips­mögu­leika hins opin­bera í rekstur félags­ins en íslensk lög og alþjóð­legar skuld­bind­ingar segja til um.

Grunn­netið lagt af

Hið upp­haf­lega grunn­net fjar­skipta­inn­viða Íslands hefur nú verið í eigu einka­að­ila í sautján ár, eða frá því ríkið seldi Lands­sím­ann. Á þeim tíma sem lið­inn er frá söl­unni hafa bæði Íslend­ingar og erlendir aðilar átt hluti í sam­stæð­unni, sem eftir einka­væð­ingu skiptis í Sím­ann og Mílu, og ráð­ist hefur verið í gríð­ar­miklar fjár­fest­ingar í fjar­skipta­innvið­um. Ljós­leið­arar hafa verið lagðir í jörðu, far­síma­möstur reist lands­horn­anna á milli og far­síma­kerfi hafa þró­ast úr 2G yfir í 3G, 4G og nú síð­ast 5G. Komið hefur verið upp þéttriðnu neti far­síma­senda um land allt, ljós­heim­taugum að meiri­hluta heim­ila lands­ins og sífellt öfl­ugri stofn­sam­böndum milli lands­hluta.

Það eru fyrst og fremst þessir inn­viðir og sú starf­semi sem á þeim byggir sem eru sölu­varan í við­skipt­unum með Mílu nú. Allar rann­sóknir sýna að fjar­skipta­kerfi Íslands stand­ast fylli­lega sam­an­burð á heims­vísu og til dæmis gáfu Sam­ein­uðu þjóð­irnar út fyrir nokkrum árum að Ísland væri í fjar­skipta­legu til­liti þró­að­asta land í heimi. Hag­stæð verð til neyt­enda, útbreiðsla nýj­ustu tækni og öryggi við erf­iðar aðstæður hald­ast þar í hend­ur. Kaup­andi Mílu, evr­ópskur sér­hæfður inn­við­a­r­ek­andi, hyggst auk þess gefa í og byggja upp inn­viði í land­inu enn hraðar en Sím­inn sem eig­andi Mílu hefur haft getu til. Mun þetta nýt­ast íslenskum neyt­endum vel og þá sér­stak­lega íbúum á lands­byggð­inni.

Gamla kop­ar­kerfið er kjarni grunn­nets­ins sem selt var með Land­sím­anum árið 2005. Íslenskur almenn­ingur fékk ríku­lega greitt fyrir það kerfi þá. Örlög þessa kerfis eru ráðin og verður end­an­lega aflagt á næstu árum. Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eiga um 60 pró­sent í Sím­anum nú. Inn­við­irnir sem Míla býr nú yfir hafa að lang­mestu leyti verið byggðir upp eftir að Lands­sím­inn var seldur frá rík­inu. Með söl­unni á Mílu nú eru lands­menn því að fá góðan ávinn­ing af sölu fjar­skipta­inn­viða í annað sinn á sautján árum.

Höf­undur er for­stjóri Sím­ans.

Þau sem vilja fræð­ast meira um þessi við­skipti geta smellt á þennan hlekk hér (https://www.sim­inn.is/frett­ir/­spurt-og-svara­d-um-sol­una-a-milu) og lesið svör við helstu spurn­ingum vegna sölu Mílu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar